15.3.2009 | 21:38
Sögur að handan-með Agli Helga
Þegar ég kveikti á sjónvarpinu í dag, með kaffið í bollanum og áhugasaman páfagaukinn á öxlinni, þá blasti við mér næstu 80 mínúturnar, nokkuð sem ég átti ekki von á. Egill Helgason hafði ákveðið að bregða sér aftur til fortíðar, til þess tíma þegar yfirborðskenndir fjölmiðlamenn göspruðu eftir línum sem spunameistarar flokkana höfðu lagt þeim og stjórnmálamenn reittu af sér hvern lærða frasann úr stjórnmálaskólum flokksmaskínunar eins og páfagaukar. Enda fór sem fór, páfagaukurinn stakk af frekar snemma, sármóðgaðuir yfir því að það skyldu einhverjir skyldu vera að troða sér inn á hans starfssvið.
Þetta afturhvarf til fortíðar hans Egils fór þó brátt að minna mann á annan óhuggulegri þátt: Sögur að handan(Tales from the Crypt), þar sem Vörður Grafhýsins, sýndi okkur hryllingssögur með reglulegu millibili úr grafhýsi fortíðar. Fyrsti parturinn með fjölmðlamönnunum yfirborðskenndu dró fram myndina af því þegar prófkjör voru stórasta mál í heimi í augum þeirra og hver væri mestur og bestur þar, á meðan fjölmiðlarnir litu undan hvísli um að ýmislegt óhugnanlegt leyndist í myrkviðum bankahvelfinga sem þyrfti að bjarga almenningi frá. Ekki nægði það þó heldur voru þeir svo þekkingarlitlir eða fastir í fortíð sem endurtók sig, að þeir höfðu ekki hugmynd um að ný framboð hefðu komið fram né að sá fimmti var einnig með þing um helgina, heldur töldu að aðeins væru fjórir flokkar í boði fyrir kosningar.
Að lokum tók þó þessum hluta hryllingsþáttarins enda, þar sem svipmyndir af Draumalandi birtust, Draumalndinu sem breyst hefur í Martraðarland byggt á lygum, með dyggri aðstoð fjölmiðlamanna, sem matreiddu áróður stjórnmálamanna og fyrirtækja gagnrýnislaust ofan í almenning, og hundsuðu hrópendurnir í eyðimörkinni og hæddust að þeim. Sýnishornið rifjaði upp margar minningar af loforðum sem stóðust ekki, lygum sem stóðust ekki, taumlausri græðgi sem réð ríkjum og tíma þar sem stórfyrirtækin voru rétthærri en almenningur landsins. Allt þetta var með dyggri aðstoð fjölmiðlastéttarinnar og skyndilega urðu fjölmiðlamennirnir á undan, naktir í yfirborðskennd sinni og úr tengslum við raunveruleikann.
Eftir stutt auglýsingahlé kynnti Vörður Grafhýsins nýja en mun lengri fortíðar-svipmyndir hryllings. Umhverfis hann sátu fulltrúar fjórflokkana, fastir í árinu 2007, og með kunnuglega takta þó ný andlit hefðu tekið við argaþrasinu að litlum hluta. Þreyttar og frasakenndarsetningar, einstrengislegar og ofstækisfullar trúarbragðajátningar voru kyrjaðar, innantóm skoðanaskipti spiluð af vel rispaðri plötu og firring réð ríkjum þar sem Verði Grafhýsins var jafnvel bannað að tala um mál, af vel greiddum erfðaprinsi sem almenningi hafði verið sagt að flokkinn myndi erfa, allt frá fæðingu hans í konungsveldi Engeyjar.
Hryllingurinn var svo yfirgengilegur á köflum að stundum þurfti maður að standa upp og ganga í burt frá sjónvarpinu til að ná óhugnaðinum niður, sérstaklega eftir að eini kvenkyns fulltrúi fjórflokkana og líklegast sá eini með snefil af samvisku, datt til hugar að ympra á máli sem almenningur er heitur fyrir: frystun eigna glæpamanna og eigum náð til baka úr skálkaskjólum uppvakningsvæddra eyðieyja í Karabíska hafinu þar sem smáhýsi tekst á dularfullan hátt að hýsa þúsundir fyrirtækja. Viðbrögði hinna handhafa myrkravalds fjórflokkakerfisins voru líka eftir því: hvað er þessi kvensa að þvæla um eitthvað sem íslenskur almenningur getur borgað fyrir vini okkar?
Þegar hryllingurinn var kominn í hámark og áhorfendanum mér var farið að líða iens og fórnarlambi í Hostel 3:Icelandic banking paradise, þá kom Vörðurinn á ný með vel tímasett endalok hryllingsins, þar sem fögur og vel sminkuð ásýnd íslenskra stjórnmálamanna, var afhjúpuð, í viðtali er fór fram hjá frændum vorum Norðmönnunum. Þar tjáði sig kona sem barist hafði við blóðsugur fjármálalífsins og spillta seiðkarla stjórnmálalífsins, með öllum þeim vopnum sem tiltæk voru. Í orðum hennar kom fram að handbendi myrkravalds fjórflokkakerfisins, höfðu ákveðið að sjúga allt blóð úr íslenskum almenningi, börnum þeirra og barnabörnum með reikningi upp á 400.000 dollara á hvert lifandi mannsbarn hér á landi. Að sama skapi sagði þessi blóðsugnabani frá því að ekki væri nóg um það heldur væru þjónar blóðsugnanna innan raða þeirra sem áttu að vernda landið fyrir þeim ófögnuði, að reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að finna forðabúr blóðsugnanna og ná að reka þannig stjaka í gegnum hjarta þeirra, svo réttlætið næði fram að ganga og von myndi fæðast í hjörtu hinna lifandi hér á landi.
Lömunin sem fylgdi eftir þennan hriklaega seinni hluta Sagna að handan, skildi eftir í manni óhugnað og vonleysi, nokkuð sem hefur verið e.t.v. ætlun Vörðs Grafhýsins: Egils Helgasonar, sem kvaddi með þeim orðum að grafhýsinu væri lokað í bili en fyrirheit um fleiri hryllingssögur biðu okkar í næstu viku.
Vonandi verður þetta Grafhýsi fortíðar aldrei opnað aftur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsilegur pistill!!
marco (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 22:31
Tek undir með marco, mjög góður pistill hjá þér
Neo, 15.3.2009 kl. 23:35
Púff! Þvílík hryllingssaga!
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.3.2009 kl. 00:05
Malína (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 01:07
Hihi, gaman að þessum. En þú gleymir aðal horrornum maður - Svanhildur Hólm!!!
Ég á ekki til nógu sterkt lýsingarorð yfir þá manneskju en ælan á gólfteppinu segir sína sögu. Er ekki nóg að Sjónvarpstöð2 skuli þvinga þessari hörmungar konu upp á áskrifendur sína - þar Ríkisstjórnvarpsstöðin líka að gera það?
Þór Jóhannesson, 16.3.2009 kl. 01:29
Segðu að þetta hafi ekki verið afhjúpandi þáttur!
Egill (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 11:14
Leitt ef ný framboð eru kveðin í kútinn áður en þau verða til. Ég vona svo sannarlega að þið náið mönnum á þing og fjórflokkurinn líði undir lok (þ.e. að þeir fái meiri samkeppni). Mætti ég biðja ykkur um að gera eitt að baráttumáli (ef það er það ekki nú þegar): Taka stjórnmálaflokka af ríkisspenanum.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.3.2009 kl. 16:05
Það sagði mér ýmislegt, þegar ég fann að ég varð smá skotinn í framsókn. Hef verið með martraðir´síðan.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 17:11
AK 72 !, maður vaknar þó af martröð og hryllingsmyndir klárast í spilaranum það er það góða í stöðunni ,annars takk fyrir góðan pistil.
hordur h (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.