7.4.2009 | 20:40
Vernd fyrir fé?
Þegar spilaborgir spillingar hrynja, brestir koma í þöginna og lokin fara af ormagryfjum, þá byrjar alltaf meiri og meiri óþverri að koma upp á yfirborðið og gamlar minnngar brjótast fram. Ekki er það bara minningin um að eiginkona Geirs H. Haarde gekk út úr stjórn FL Group á sínum tíma en þagði um ástæðuna, ekki er það bara minningar um orðróma um að eitthvað væri rotið í FL-veldi, heldur er það minning um bók.Minningin um atvik sem Jón Ólafsson lýsir í bók sinni og EInars Kárasonar.
Atvikið var á þá leið að tveir Sjálfstæðismenn úr fjáröflunarnefnd flokksins, gengu á fund Jóns sem var þá forstjóri Norðurljósa(eða hvað Stövar 2 fyrirtækið hét þá). Kokhraustir og uppfullir af hroka handrukkarans, lýstu þeir yfir við Jón, að samkvæmt þeirra tölum, þá væri fyrirtækið X stórt og miðað við staðla fjáröflunarnefndarinnar, þá ætti hann að greiða Sjálfstæðisflokknum X pening í styrk. Það var ekki beðið um styrk, heldur tilkynnt um hvað hann ætti að greiða. Jón nietaði að sjálsögðu þessari frekju en í framhaldi af því þá fór maskína flokksins af stað, hann hrópaður af köllurum flokksins sem glæpamðaur og steinar lagðir í götu hans.
Að sjálfsögðu þegar bókin kom út, þá mættu kallararnir aftur, reyndu að draga sem versta mynd af Jóni að sjálfsögðu til að gera þessi orð hans tortryggileg og hann ótrúverðugan. En maður heyrði fuglahvísl sem barst frá litlum söngfugli úr Valhöll. Sá fugl söng fyrir nákominn ættingja minn að því miður væri þetta satt, svona starfaði flokkurinn einfaldlega.
Þessa starfshætti hafði maður aðeins heyrt af og séð í glæpamyndum og óðum til mafíunnar. Glæpamenn gengu inn í verslanir eða búllur starfrækta af heiðarlegum sem óheiðarlegum borgurum, fengu greitt fé til að sjá til þess að ekkert henti fyrir þær og sáu um sína. En vei þeim, sem borguðu ekki, þá byrjuðu vörur að skemmast, gluggar að brotna, munum stolið, spillt lögregla skyndilega skoðaði skyndilega allt með nálarauga, og ef það dugði ekki til, þá var gengið frá viðkomandi, öðrum til viðvörunar.
Ef við leggjum saman tvo og tvo, sjáum hvað svikamyllur FL Group hélt áfram að starfrækja á þessum tíma óáreitt, olíusamráðsmenn sluppu og ósvífnir viðskiptahættir fengu að vera óáreittir hér á landi, meðan kótilettuþjófum var refsað sem stórþjóf væri um að ræða, þá fær maður út fjóra.
En það eru vangaveltur bara, horfum bara á staðreyndir:
FL GROUP GREIDDI 30 MILLJÓNIR KRÓNUR TIL SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS!
30 milljóna styrkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Löggæsla, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég man eftir þessari frásögn Jóns Ólafssonar og trúði henni svona mátulega. Í dag trúi ég henni 100%. Sömuleiðis var Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra látin gufa upp af sjónarsviðinu þegar það var ljóst að eiginmaður hennar sætti rannsókn. Það væri áhugavert að rýna betur í tengslin í bittlingaÍslandi pólitíkusanna.
Það má ekki gerast að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur nái þeim styrk að geta myndað ríkisstjórn.
Ævar Rafn Kjartansson, 7.4.2009 kl. 21:40
Í framhaldi af þessari athugasemd þá fóru meiri minningar af stað um hverjir áttu FL Group á þessum tíma. Fyrir utan Oddaflug Hannesar Smára og svo þessi venjulegu upphrópanir um Baug, þá er þarna fyrirtæki sem heitir Gnúpur hf og var annar stærsti eigandinn samkvæmt þessu, eða með um 20% hlut í fyrirtækinu.
Annar af aðaleigiendum þess fyrirtækis og einn stjórnarmanna FL Group frá júli 2006, var Kristinn nokkur Björnsson.
AK-72, 7.4.2009 kl. 22:45
Nákvæmlega það sem ég er að tala um. Erfðaprins Sjálfstæðismanna sagði sig úr stjórn N1 korter fyrir kosningar. Illugi Gunnarsson úr stjórn sjóðs 9 í hruninu. Það má lengi grafa.
Ævar Rafn Kjartansson, 7.4.2009 kl. 22:54
Alltaf verið augljóst síðustu 30 árin að RÁNFUGLINN ætlast ávalt til þess að honum sé greiddur veglegur styrkur, og flest allar fjáröflunarleiðir flokksins endurspegla hroka, t.d. fengu flestir tannlæknar senda til sýn t.d. 30 happadrættismiða ásamt gíróseðil til að borga, þetta "átti bara að borga" og flestir höfu vit á því að gera það. Það verður svo sannarlega að hefja "lögreglurannsókn á öllu bókhaldi RÁNFUGLSINS 30 ár aftur í tímann, og ég get lofað ykkur að flest gögn eru óvart týnd, þeim var fargað og þvi ekki hægt að sanna neytt á flokkinn. Þetta eru engir "fábjánar" sem stýra fjárhag flokksins, spyrjið bara LÍÚ & SA ef þið trúið mér ekki....
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 23:29
Það verður að segjast að nýjustu fréttir, styrkja þessa samlagningu manns. Samkvæmt visir.is, þá heimtaði Sjálfstæðisflokkurinn fé að fyrra bragði.
AK-72, 8.4.2009 kl. 12:12
http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA
nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn
Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com
Sjóveikur, 8.4.2009 kl. 23:56
Eflaust best fyrir alla ef þessi flokkur þurrkast út í kosningunum. Það eru samt ekki miklar líkur á því. FLokkurinn hefur alltaf visst mörg atkvæði.. í áskrift.
Kjósendur margir virðast láta bjóða sér upp á hvað sem er. En þetta kemur í ljós eftir tæpar 2 vikur. Þetta var það versta sem gat komið fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Svona bein tenging við útrásarvíkingana/bankaeigendurna ... sem lögðu hér allt í rúst. Nú hefur komið í ljós að það var með dyggri aðstoð Sjálfstæðisflokksins.
ThoR-E, 10.4.2009 kl. 15:06
AceR, ég hef heyrt í galhörðum Sjálfstæðismönnum sem munu kjósa annað nú, í fyrsta sinn í amk 30 ár.
Spái því að Sjálfstæðisflokkurinn rjúfi <20% múrinn.
Einar Karl, 11.4.2009 kl. 23:01
Er ekki hissa.
Hef heyrt hið sama. Flokkurinn mun hljóta afhroð í kosningunum eftir 2 vikur.
ThoR-E, 11.4.2009 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.