3.6.2009 | 21:29
Óeðlileg hagsmunatengsl skilanefndarmanna
Eitt af því voldugasta starf sem skapað hefur verið E.H.(Eftir Hrun), er að vera nefndarmaður í skilanefnd gömlu bankanna. Menn sem sitja þar, þurfa að taka ákvarðanir um hvað verður um eigur gömlu bankanna og annað í tengslum við þá eða eins og FME skilgreinir:"Hlutverk skilanefnda er að starfa í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga og fara með öll málefni fjármálafyrirtækisins, þar á meðal að hafa umsjón með allri meðferð eigna þess, svo og að annast annan rekstur þess."
Eins og sjá má, þá er þetta einstaklega ábyrgðarmikið starf. Því er það einstaklega mikilvægt og nauðsynlegt að í þessi störf, skuli hafa valist vammlausir menn sem hafnir væri yfir öll hagsmunatengsl og enginn vafi léki á siðferði þeirra, sérstaklega með tilliti til hrunsins og hvað hefur komið upp úr myrkum og illa þefjandi kompum fjármálageirans.
En þetta er Ísland.
Því fór eins og við mátti búast, þá skipaði stuttbuxnadrengur í forstjórastjól Fjármála-eftirlitsins, menn í nefndirnar sem margir hverjir höfðu hagsmunatengsl, menn með "rétt" flokkskírteini og kannski með það í huga, að gæta þyrfti hagsmuna flokksgæðinga, auðmanna og fyrrum stjórnenda bankanna. Enda hefur ríkt síðan leynd og pukur í kringum þessar skilanefndir sem hafa orðið að ríki í ríkinu, og enginn veit í raun hvað fer fram innan luktra dyra þar og tortryggni hjá mér sem fleirum verið ríkjandi í þeirra garð.
Þegar haft er í huga allt klúður, fát og fumur sem runstjórnin og þessi forstjóri FME, hafa komið að, þá hefur maður aldrei orðið neitt sérlega hissa yfir að lesa pistla á borð við þá sem Ólafur Arnarsson ritaði á Pressunni í dag. Þar bendir hann einmitt á þetta ríki í ríkinu sem hann kallar hina nýju yfirstétt og bendir sérstaklega á hagsmunatengsl formanns skilanefndar Glitnis: Árna nokkurn Tómasson, sem þiggur milljón fyrir stjórnarsetu í fyrirtækinu Alfesca. Stjórnarformaður þar er Ólafur nokkur Ólafsson en Árni situr þar sem stjórnarmaður fyrir hönd Kjalar. Alfesca og Kjalar eiga mikið undir skilanefnd Glitnis samkvæmt þessum pistli Ólafs Arnarssonar eða eins og segir þar:
"Skilanefndin mun nú hafa lagt blessun sína yfir samstarf Kjalars, eignarhaldsfélags Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Alfesca, við erlent fjárfestingarfélag, sem hyggst gera hluthöfum Alfesca tilboð í hluti sína. Það vekur athygli að skilanefndin hefur ekki yfirtekið hluti Kjalars í Alfesca þrátt fyrir að fullyrt sé að Kjalar sé í raun komið í fang skilanefndarinnar. Þá hefur heyrst að skilanefndin hafi lítinn sem engan áhuga sýnt fyrirspurnum erlendra fjárfesta um kaup á hlutum Kjalars í Alfesca."
Nafn Árna Tómassonar hefur þó komið upp áður, við og við í umræðunni eftir hrun. Áður fyrr starfaði hann sem bankastjóri í Búnaðarbankanum þar sem margir stjórnendur sem tengjast hruni landsins, komu m.a. SIgurjón Árnason o.fl. sem enduðu í Landsbankanum . Það sem var þó athyglisvert við þann tíma, er að Árni Tómasson var gripinn í bólinu fyrir að hafa rofið bankaleynd og lekið upplýsingum til fyrirtækis út í bæ, ásamt öðrum mannni: Ársæli nokkrum Hafsteinssyni sem var einnig skipaður í skilanefnd Landsbankans. Einnig er áhugavert hvert þessar upplýsingar rötuðu á þessum tíma, til fyrirtækis í eigu Björgúlfs nokkurs Guðmundssonar sem eignaðist Landsbankann þar sem Ársæll fékk starf síðar meir sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs.Í þessum hlekk hér um mannaráðningu Ársæls, SIgurjóns Árnarsonar o.fl. til Landsbankans, má sjá nafn Sigurjón Geirssonar sem situr í skilanefnd Landsbankans og hefur setið þar frá upphafi.
En tengsl Árna ná ekki bara yfir í skilanefnd Landsbankans líkt og sjá má hér í frétt DV, heldur einnig til skilanefndar Kaupþings þar sem Ólafur Ólafsson átti nú hlut í forðum. Þar situr maður að nafni Knútur Þórhallsson. Knútur þessi hefur rekið skrifstofu með Árna en ekkier það bara eina sem tengir hann. Hann vann nefnilega einu sinni að samruna Kaupþings og Búnaðarbankans á sínum tíma, nokkuð sem Árni Tómasson gerði einnig. Knútur þessi var einnig endurskoðandi Exista, fyrrum eigenda Kaupþings, en það fyrirtæki var ásamt Kjalar Ólafs Ólafssonar(sem Árni Tómasson situr fyrir í stjórn Alfesca), stærstu eigendur í Kaupþingi. Þess má einnig getið að Knútur þessi er einnig eigandi í Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins, þess sama og sá um úttekt á Landsbankanumeftir hrun og hefur einnig séð um verðmat á bönkunum.
En það eru fleiri skilanefndarmenn sem tengjast innbyrðis á einn eða annan hátt. Sem dæmi má nefna að Steinar Þór Guðgeirsson sem situr í skilanefnd Kaupþings, situr sem stjórnarmaður í Stapa hf. ásamt Lárentsínus Kristjánssyni, skilanefndarmanni í Landsbankanum. Þetta fyrirtæki var í eigu Gnúps hf. sem átti á sínum tíma góðan hlut í FL Group auk hlutar í Kaupþingi og Gnúpur var í eigu olíusamráðsmannsins illræmda, Kristinns Björnssonar og Magnúsar Kristinnssonar, kvótakóngs frá Eyjum. Örugglega má finna fleiri slík dæmi ef grúskað er meir, og er tengslanet skilanefndrmanna og viðskiptalífsins örugglega efni í langan greinarflokk eða heila bók, miðað við þau dæmi sem fljótlega má finna.
Fyrir mitt leyti segi ég og sérstaklega þar sem skilanefndirnar þurfa ekki að gera grein fyrir gjörðum sínum né viðhafa nokkurt gegnsæi, þá getur ekki annað verið en að stór hagsmnatengsl veki upp grunsemdir um að ekki verið sé að gæta að hagsmunum almennings í þessu efni, heldur eingöngu þeirra sem skilanefndarmenn tengjast eða hafa velþóknun á. Ef skilanefndirnar, starf þeirra og gjörðir eiga að vera hafnar yfir allan vafa, þá verður að skipta út þeim mönnum sem hafa hagsmunatengsl og setja í staðinn vammlausa menn en ekki menn sýkta af tengslum við útrásarvíkinga, hafa algjört gagnsæi til að fyrirbyggja frekari hættu á hagsmunaárekstrum eða spillingu, og jafnvel að mínum dómi, hefja rannsókn á gjörðum skilanefndanna hingað til, til að athuga hvort eitthvað hafi verið gert sem ekki má þola dagsins ljós.
Sviptum leyndarhulunni af skilanefndunum, sjáum til þess að þær séu ekki lengur ríki í ríkinu og rjúfum grunsamleg hagsmunatengsl sem vinna á móti því starfi sem þar fer fram. Annars verður hér sama ferlið enn á ný, líkt og áður, góðvinum gefnar eigur gegn flokkskírteini eða öðru, spillingin skammlaust starfar áfram og hvorki traust né sátt mun ríkja hér á ný.
Eða eigum við að halda áfram sofandi að feigðarósi á ný?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við eigum bara ekki að leita að sökudólgum. Við erum öll á sama báti og við eigum að snúa bökum saman. Þegar við erum orðin leið á að snúa bökum saman þá eigum við að snúa okkur við og taka utan um hvert annað. Þegar við erum búin að því þá eigum við að taka á´ðí og ausa bátinn af krafti.
Árni Gunnarsson, 3.6.2009 kl. 23:53
There is always HOPE - I hope that we start using "Comon sense 2help us..." Það verður í mínum huga að virkja "Heilbrigða skynsemi" ef koma á í veg fyrir algjört kúður & svo verðum við að muna að kærleikurinn er vegurinn fram á við - taka utan um hvort annað - rétt Árni - brosa & reyna að vera HEIÐARLEG, þá farnast okkur vel í þessu lífi & því næsta.....
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 02:12
Athyglisverður pistill hjá þér.Maður bara spyr sig hvaða erkibjálfar raða þessum mönnum í skilanefndina.
Númi (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 06:52
Takk fyrir að taka þetta mikilvæga mál upp. Ég hef skrifað um þetta nokkrum sinnum á mínu bloggi fyrir daufum eyrum. Geir Haarde kom þessum alræmdu nefndum af stað en það virðist enginn áhugi á að breyta til hjá Steingrími. Skrítið það eða hvað?
Andri Geir Arinbjarnarson, 4.6.2009 kl. 09:34
Alveg skelfilegt að þessir menn fái að halda áfram að ráðskast með þessar slitrur sem eftir eru af eigum íslendinga. Hvenær á eiginlega að taka í taumana ???
margret (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 13:29
Þetta er algjört ógeð
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.6.2009 kl. 16:19
Svo er líka skrýmsli undir rúmi !!!!
Grétar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 12:14
Bendi á að það er skrifað skrímsli, ekki skrýmsli, Grétar.
AK-72, 7.6.2009 kl. 12:44
I am happy you got the point!
Grétar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 20:57
What point? Nú verður þú að útskýra. Ertu á því að þetta séu eðlileg hagmsunatengsl og það sé allt í lagi að fólk tengt auðmönnum eða hefur vina- og vandamannatengsl geti tekið ógagnsæjar ákvarðanir þegar kemur að aðilum þeim tengdum?
AK-72, 7.6.2009 kl. 21:51
Ég er sammála Rakel, þetta er algjört ógeð.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.6.2009 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.