Sigurður G. Guðjóns, lögfræðideild Landsbankans og siðareglur lögmannafélagsins.

Fyrir stundu síðan,  þá ákvað ég að kíkja á siðareglur lögmannafélagsins. Ástæðan var sú að mér flaug það til hugar, að þessar svíviriðlegu athafnir sem Sigurður G. Guðjónsson og Hannes J. Hafsteins hjá lögfræðideild Landsbankans framkvæmdu fyrir Sigurjón Árnason, ásamt öllum þeim lögfræðingum bankanna og þeirra þjóðníðinga er útrásarvíkingar kallast, ástunduðu með því að finna leiðir til að svindla á fólki, komast yfir fé á siðlausan hátt og aðstoða við að koma landinu hálfa leiðina til helvítis, með lögfræðilegum gjörningum sínum, gætu e.t.v. hafa brotið hið minnsta siðareglur lögmannafélagsins.

Og sjá! Varla hafði Hr. Google lokið störfum sínum og músin skotist inn á síðu Lögmannafélags Íslands, að vér rákum fagnaðaróp líkt og um siguröskur Mel Gibsons í Braveheart væri að ræða, sem hljóma mun um allt land vort þegar síðasti útrásarvíkingurinn er fallinn ásamt kjölturökkum sínum úr fjölmiðla- og lögmannastéttum. Gleði og von braust fram í hjarta voru við það að sjá að augljóslega hefðu þessir landsins nýju fjandar, brotið fyrstu tvær siðareglur Lögmannafélags Íslands:

1. gr.Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti.

Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.

2. gr.Lögmaður skal gæta heiðurs lögmannastéttarinnar, jafnt í lögmannsstörfum sínum sem öðrum athöfnum.

En gleðin dó fljótt, því þegar nánar var skoðað, þá buðu þessar reglur upp á undankomuleið fyrir þá þrjóta sem hér um ræðir.

Þeir hafa nefnilega hvorki heiður né samvisku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég þekki þó nokkuð marga strangheiðarlega Lögræðinga og þeim stórlega misbauð hvernig Sigurður G. afhjúpaði (kallaði) siðleysi sitt almennt siðferði lögmannastéttarinnar í Kastljósviðtalinu við Helga Seljan.

Þór Jóhannesson, 18.6.2009 kl. 01:59

2 Smámynd: AK-72

Held að það sé örugglega fleiri lögfræðingar sem blöskrar þessar gjörðir, en á meðan þeir gera ekki neitt í málunum sjálfum, þá verður stéttinn öll stimpluð því marki sem lægst samnefnarinn(Sigurður G.) hefur. Það gildir nefnilega það sama um siðleysi og illsku, það verður sigursælt, ef góðir menn gera ekki neitt í málunum.

AK-72, 18.6.2009 kl. 09:50

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

fyrir hvað eru þessir "menn" þá að eiðsverja ?

Jón Snæbjörnsson, 18.6.2009 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband