Til fjandans með fullveldið!

Frá því að IceSave eða IceSlave-umræðan hófst hér nýverið, þá hef ég verið að reyna að gera upp hug mnn varðandi það, sem hefur gengið erfiðlega hingað til vegna þess að góðar greinar með og á mót samningnum, hafa talsvert týnst í upprópunar-umræðu þar sem gargarð svo hátt fullyrðingar um landráð, fullveldisafsal, svo hátt á vefsíðum og í umræðuþáttum, að maður sá fyrir sér æðarnar tútna út og sprengja kolli viðkomandi með tilheyrandi lblóð- og heilagumsi dreift yfir tölvuskjá og herbergi viðkomandi.. Semsagt umræða af því tagi sem fær mann til þess að fá mun frekar samúð með ræstingakonunni sem þarf að spúla líkamsleifarnar í burtu eftir þá sprengingu  fremur en málstaðnum.

En þessi umræða leiddi mig samt í smá hugleiðingar út af þessu og um upphrópunina um fullveldið og þann hóp sem hefur sig mest frammi í þeim. Það rann nefnilega upp fyri rmér ljós, hverjir eru það sem eru að tapa sér hvað mest, og það eru þeir sem notast við sömu gífuryrði og upphrópanir í ESB-umræðunni, menn sem eru að reyna að nýta sér IceSave-málið til fylgisaukningar við sinn málstað, fyrst og fremst með því að spila á þjóðernishyggju með hræðsuáróðri og þjóðrembingi.

Þegar litið er yfir þann hóp(og gerist ég örugglega jafn stóryrtur og þeir), þá má finna þar fólk af því tagi sem maður vill eiginlega ekki að sé með sér í "liði": fordómafullir öfgakristnir sem halda því fram að sæti Satans sé í Brussel, berjast fyrir því að fóstureyðingar verði bannaðar,  og að fólki sé mismunað á grundvelli trúar og kynhnieigðar. Einnig eru þarna ofstækisfullir þjóðernissinnar sem telja Íslenidnga vera æðri öllum þjóðum og aðrar þjóðir og/eða kynnþættir séu glæpamenn sem hafi veirð skapaðir til að óhreinka íslenska kynið, gamlir hræddir íhaldsskarfar til hægri og vinstri sem telja að Íslenidngum sé hollast að einangra sig frá umheiminum og lifa á grilluðu hvalspiki um aldur og ævi í helli Gísla Súrssonar með Internet-tengingu svo þeir geti jarmað á sauðskónum um allan veraldarvefinn um hvað íslenska sauðkindin sé falleg.

Svo má alls ekki gleyma þeim verstu: öfgafrjálshyggjumönnunum í sárum sínum yfir falli Fjórða Ríki Frjálshyggjunar, sem vilja viðhalda spilltu fyrirtækjaræði framar fullveldi ásamt því að auðmenn og fyrirtæki séu hafin yfir lög og gagnrýni nema þú heitir Jón og fyrirtæki þitt sé Baugur eða þú eigir/hafir átt Stöð 2. Framtíðardraumsýn þeirra byggist helst á því að fyrirtæki ráði öllu landinu og til vara að við gerumst nýtt fylki í Bandaríkjunum, nokkuð sem eru skemmtileg öfugmæli miðað við upphrópanir þeirra um að fullveldið glatist ef aðrir möguleikar séu skoðaðir. Að lokum má ekki gleyma lýðskrumandi þing- og stuðningsmenn FL-okksins sem sjá sér leik á borði til að skora feitt í þeirri von um að ná völdum aftur, mútuþægum og spilltum FL-okksmönnum til góðs, þjóðinni til hryllilegrar framtíðar í landi án réttlætis.Frábært lið til að hafa við hlið sér eða hitt þó, lið sem ætti meir heima í Biblíubeltinu, í afdalahéruðum Kentucky eins og klipptir úr myndinni Deliverance eða sem staðalímynd kaldlynda, siðblinda fyrirtækjamannsins í einhverri bíómyndinni sem endar illa.

En nóg um æsingarmennina og lýðskrumarana, þá er það þetta með fullveldið sem ég fór að spá í. Hvað með það? Hversvegna á mér og mínum að finnast það skipta máli þegar kemur að því að lifa af? Af hvejru á ég að vera tilbúinn til þess að fórna atvinnu, fæðu-öryggi, möguleikum til menntunar, möguleikum til að geta gengið um erlendis án þess að skammast mín fyrir að tilheyra þjóð þjófa og þjóðrembingslegra stórmennskubrjálæðinga með dulda minnimáttarkennd? 

Við erum nefnilega í dag skítur skítsins, þjóðin sem allir elska að fyrirlíta, þjóðin sem er þekkt fyrir heimsku hins stórasta gjaldþrots í heimi og aðhlátursefni fræðigreina næstu 50-100 árin eða svo. Einu þjóðunum sem líkar eitthvað við okkur ennþá þrátt fyrir hinu stóru skelfilegu víkingaferð síðustu ára, eru Færeyingar út af einhverjum hvala-fetish og svo Nígeríubúar sem líta á Ísland sem bjargvætti sína úr snöru endalausra brandara um svindl og svínarí.

Ég fyllist nefnilega ekki þjóðernislegri standpínu við að horfa á blaktandi fána við gaul þjóðsöngs sem þarf masters-gráðu til að tóna eða hlusta á innantómt píp um hvað Íslendingar séu stórasta þjóð í heimi. Þjóðenriskennd mín dó með Davíð Oddsyni og varð að þjóðernisskömm með Falum Gong-meðferðinni og Íraks-stríðsstuðnignum.Hví ætti mér eftir þá skömm, það tímabil hroka, valdníðslu, spillingar og græðgi, að vilja taka undir þann kór sem dýrkar og dáir þann mann og þau gildi, stefnu og strauma sem hann og FL-okkurinn innleiddi með stórustu og hörmulegustu afleðingum í heimi fyrir þessa litlu þjóð?

Og hvernig er svo fullveldið sem menn vilja vernda? Það er svo rotið og spillt að ef Jón Sigurðsson væri á lífi, þá myndi hann grátbiðja Dani um að hirða það aftur því þjóðinni væri ekki treystandi fyrir því miðað við 65 ára reynslu sína og framferði, og helst myndi Nonni greyið vilja reyna að fá flugmiða fyrir sig og sína til Fjarskanistans, svo hann þyrfti ekki að sjá þetta skítasker í samfélagi þjóðanna framar.Slík væri skömm hans yfir því hvernig hinir nýfrjálsu hafa saurgað allt það sem hann barðist fyrir og sem dirfast til að sletta fram nafni hans í froðuræðum á 17. jún, sér til dýrðar.

Þetta er fullveldið þar sem kvótagreifar mega einir eiga fiskinn í sjónum, þetta er fullveldið þar sem fyrirtæki og auðmenn hafa meiri rétt en almenningur, þetta er fullveldið þar sem innvígðir menn komast upp með olíusamráð vegna þess að þeir eru vinir FL-okkins á meðna óvinir FL-okksins og viðskiptamannana sem eiga hann eru hundeltir að skipun hrokafullra valdhafa sem telja lög vera barn síns tíma.

Þetta er fullveldið þar sem ráðherraræðið er algjört, þetta er fullveldið þar sem þingmenn eru afgreiðslumenn á kassa, þetta er fullveldið þar sem stjórnmálamenn þurfa ekki að bera ábyrgð á siðleysu og glæpsamlegu hátterni.

Þetta er fullveldið þar sem menn komast áfram vegna ætternis og flokkskírteinis, þetta er fullveldið þar sem spillingin er sjálfsögð, þetta er fullveldið þar sem mútuþægir stjórnmálamenn og FL-okkar eru ekki rannsakaðir af lögreglu.

Þetta er fullveldið þar sem tveir valdamestu menn landsins gáfu vinum sínum banka og ríkisfyrirtæki, þetta er fullveldið þar sem ríkistjórn þessara sömu manna sveigðu, brutu og beygðu allar reglur til að þóknast álrisa, þetta er fullveldið þar sem þessir sömu valdamenn ákváðu upp á sínar eigin spýtur að samþykkja innrás inn í land sem þeir kunnu varla að stafa svo það myndi ekki hafa áhrif á kosningaúrslit.

Þetta er fullveldið þar sem forsætisráðherra lagði niður heila stofnun vegna þess að hún var ekki sammála honum, þetta er fullveldið þar sem ættingjar og vinir sama manns voru gerðir að dómurum og þetta er fullveldið þar sem sami maður gerði sjálfan sig að vanhæfasta Seðlabankastjóra heimsins, með skelfilegum afleiðingum þjóðargjaldþrots.

Og þetta er fullveldlið sem ég á að borga fyrir, þetta er fullveldið þar sem ég á að skerða rétt minn til lífsgæða, atvinnu, menntunar og heilsu fyrir, þetta er fullveldlið þar ég nýt ekki lýðræðis, jafnræðis eða sanngirni í, og þetta er fullveldið sem ég og afkomendur mínir eiga að greiða dýru verði fyrir um aldur og ævi með handónýtum gjaldmiðli sem enginn í heimi hér vill sjá. Það er ekki nema von að ég segi:

TIL FJANDANS MEÐ FULLVELDIÐ!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þetta er einhver jafnbesti pistill sem ég hef lesið lengi - og nákvæmlega svona líður mér líka. 

Með IceSave skuldaklafanaum hefur eigendum Sjálfstæðisflokksins tekist að kljúfa þjóðina og jafnvel gera hana hana endanlega gjaldþrota (sama hvort það verður borgað eða ekki). En sökum flokksræðisins og að þessir glæpamenn eru hafnir yfir lögin í skjóli flokkshollra Ríkissaksóknara og flokkshollra dómstóla lifa þessir menn ennþá vellystingum og njóta lífsins á fjarlægum ströndum.

Annars var ég búinn að skrifa mikla athugasemd hér sem tölvufjandinn minn þurrkaði úr. En í stuttu máli er ég sammála þér að nánast öllu leyti - en ég er þó ekki búinn að gera upp hug minn í þessu ESB máli.

En ég óttast að þessum öfgamönnum sé að takast að reka svo stóran fleyg á milli ríkjandi vinstri stjórnar og þjóðarinnar með upphrópunum sínum og lygum að umbylting verði innan tíðar. Þá stöndum við enn verr en nú. Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda og semur auðvitað um IceSave á nákvæmlega sömu forsendum og nú hefur verið gert, staðan gagnvart ASG versnar bara og allt kemur fyrir ekki í rannsókninni á útrásarglæpahundunum í bönkunum því varðuhundarnir hrekja Evu Joly auðveldlega úr landi í umboði flokkseigenda Sjálfstæðisflokksins (þeirra sömu og stofnuðu til IceSave reikninganna) enda sjáum við þessa varðhunda gelta í hverju horni núna og með hjálp gerspilltra fjölmiðla FLokksins endurómar þetta gelt út um allt samfélag í upphrópunum og lygum. Þessir menn vilja komast aftur til valda - alveg sama hvað - því þeir geta ekki hugsað sér að hér fari fram raunveruleg rannsókn.

Þetta er líka ástæðan fyrri því að ég tek ekki þátt í mótmælum þó ég vilji ekki borga þessar IceSave skuldir flokkseigendafélags Sjálfstæðisflokksins - en því miður hafa allt of margir mótmælaþráhyggjusjúklingar úr Borgarahreyfingunni látið blekkjast af upphrópunum lýðskrumarannna og lygahundanna úr Framsókna og Sjálfstæðisflokki og sjá ekki hlutina í neinu samhengi nema því að það sé óréttlæti að borga. Það er sannarlega ekki réttlátt að borga en ef þessari ríkisstjórn verður bylt þá er pottþétta að mun meira óréttlæti fær þrifist ef auðvaldshundarnir komast til valda að nýju - upp á það þori ég að hengja mig.

Já, kannski best að ganga bara í ESB og afhenda þeim fullveldið gegn þeirri greiðslu að hér verði gerð raunveruleg úttekt á glæpum auðvaldsins og þeir sem rændu þjóðina verði dæmdir og látnir sitja af sér þunga dóma ásamt varðhundum sínum.

Réttlæti ofar fullveldi - eru einkunnarorð mín.

Þór Jóhannesson, 22.6.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Eftir að hafa lesið yfir þetta ítarlega comment mitt hef ég ákveðið að gera úr því sjálfstæða færslu á bloggið mitt. Takk fyrir innblásturinn.

Þór Jóhannesson, 22.6.2009 kl. 21:32

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála greinarhöfundi.. mér hefur liðið svona í mörg ár og eftir að hafa búið erlendis í nær 10 ár þá hefur mér lærst að fullveldið er einskins virði ef þjóðin á ekki í sig og á og geti séð börnum sínum farborða og átt sæmilega framtíð.

 takk fyrir mig

Óskar Þorkelsson, 22.6.2009 kl. 22:02

4 Smámynd: AK-72

Svo við höfum það á hreinu, þá er ég ekki enn búinn að gera upp hug minn varðandi IceSave. Skynsamlegu, vel framsettu rökin með og á móti samning, fá mig til að sveiflast til og frá. Þarf að leggjast í langa íhugun með það allt saman, í friði frá upphrópunum og fullyrðingagleði, með allar þær greinar sem ég hef lesið og virka sannfærandi.

AK-72, 22.6.2009 kl. 22:31

5 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Frábær pistill,öruggleg margir sem taka undir þessi orð þín og þar á meðal ég.Það er örugglega farið að renna tvær grímur á margan Íslendinginn í sambandi við fullveldið!Eins og þú sagðir, hvers vegna ættum við að verja eitthvað sem aðrir hafa eyðilagt!Að vísu gerðum við það í áratugi(að verja fullveldið) en þá vissum við ekki betur,eða hvað,vissum við það kannski allan tíman en gátum ekki tekið á því,allavega ekki sem einstaklingar,því það var við ofurefli að etja,kerfi svo gegnumsýrt af spillingu eiginhagsmunaseggja sem víluðu ekki fyrir sér að kúga og eyðileggja heila þjóð.Við vorum kannski í afneitun,vildum frekar vera í sama farinu en í óvissunni hvað tæki við ef kerfið hrundi,jæja, við þurfum svo sem ekki að hafa fleiri orð um það,því við erum þar núna.Það er erfitt að vera með einhvern þjóðarrembing þegar maður hefur ekkert lengur að rembast yfir!

FULLVELDI=FULLUR AF VALDI.

Konráð Ragnarsson, 22.6.2009 kl. 22:51

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Góð grein Aggi. Persónulega er ég á því að við verðum alltaf á endanum að borga, tel bara að núverandi samningur sé alls ekki ásættanlegur og að honum verði að hafna.

Tel líka rétt að árétta að mótmælin snúast EKKI um að koma núverandi stjórn frá, það er mikill misskilningur, og hitt að hyskið í Sjálftökuflokknum er ekki að sjást á mótmælunum okkar og gott ef ekki enginn Framsóknarplebbi heldur. Að minnsta kosti þá ekki opinberlega.

Ég tek undir með Þór hér að ofan með það að mótmælin mega ekki snúast upp í það að koma gerendum 1 og 2 í málinu öllu aftur að stjórnvölnum. Það væri glapræði hið mesta. Við verðum engu að síður að vera áfram fylginn þeim kröfum sem við lögðum af stað með í upphafi. Sé núverandi stjórn ekki að standa sig, semja af sér og að gera sitt besta til þess að leyna okkur upplýsingum, verðum við að sjálfsögðu að sparka í rassa og stóla.

Er annars að lokum voða stoltur af því að þingmenn Borgarahreyfingarinnar lögðu í dag fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur algerlega 100% samkvæmt stefnu okkar. Þau eru að standa sig alveg ferlega vel og hafa hvergi vikið frá því sem við lögðum upp með.

Baldvin Jónsson, 22.6.2009 kl. 22:57

7 Smámynd: Geimveran

Frábær RÆÐA hjá þér  - já ég heyri þetta glymja í hausnum á mér sem magnaða ræðu.

Annars er ég komin á þá skoðun að það skipti ekki höfuðmáli hvor leiðin verður farin. Þegar upp er staðið þá eru það nefnilega ekki stærðfræðileg rök og hagfræðikenningar sem skipta máli heldur þessi mannlegi þáttur sem allir sérfræðingar gleyma alltaf að reikna með. Þannig geta báðar leiðir orðið farsælar eða báðar leiðir orðið hræðilegar... allt eftir því hvort því sem á eftir kemur verður sinnt með alúð, natni, hugviti og vinsemd eða því verði sinnt með hraða, skammsýni, eiginhagsmunahugsunum og óvinsemd eða hvort eitthvað gerist í eftirfylgninni sem verður til þess að styggja ranga menn.

Mannlegi þátturinn er nefnilega þetta "skemmtilega" krydd sem bæði gerir lífið og söguna áhugaverða en um leið skemmir svo oft kenningar og plön (olli t.d. bæði hruni Sovétríkjanna og nú frjálshyggjunnar) því það getur enginn sérfræðingur séð tilfinningar, skapgerð eða ættartengsl fyrir!   

Þetta er því líklegast allt ein stór óvissa og við getum ekki sagt til um eitt eða neitt... nema einhver eigi kristalkúlu?

Geimveran, 22.6.2009 kl. 22:58

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær færsla, bitur sannleikur í orðum þínum.  Til fjandans með fullveldið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.6.2009 kl. 23:08

9 identicon

Heyr - heyr - nú er bara að VONA að NORÐMENN vilji taka okkur yfir!  Ég nefndi slíka lausn í september 2008 - þ.e.a.s. að við íslendingar myndum AFSALA okkur fullveldi okkar næstu 50 árin og svo yrði kosið aftur um fullveldi landsins þegar búið væri að koma STJÓRNSÝSLU & landinu aftur í eðlilegt horf...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 23:28

10 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Ég get verið sammála mörgu í þessum pistli hjá þér, en efast um að þú sért að berja réttan hest. Var það fullveldið sem var vandamálið?

Mér þykir ekki ósennilegt að okkur tækist að drösla flestum þessum vandamálum ósködduðum með okkur inn í ESB.

Ólafur Eiríksson, 22.6.2009 kl. 23:39

11 identicon

"Já, kannski best að ganga bara í ESB og afhenda þeim fullveldið gegn þeirri greiðslu að hér verði gerð raunveruleg úttekt á glæpum auðvaldsins og þeir sem rændu þjóðina verði dæmdir og látnir sitja af sér þunga dóma ásamt varðhundum sínum.   Réttlæti ofar fullveldi - eru einkunnarorð mín."

Verður samt að hafa í huga að það eru þessar ESB reglugerðir varðandi bankarekstur sem voru gjörsamlega að klikka, og einhvernveginn efast ég um að ESB sé með mikla gagngríni gegn sjálfu sér... hef allavegana ekki séð slíkt, enda er málfrelsið sennilega takmarkað til að koma í veg fyrir miskilning og að þurfa að útskýra "einfalda hluti" fyrir skóflupakkinu.  Þetta er allt nefninlega leyndó og forvitinn fær ekki að vita.

Hættum að borga, afhendum lyklana af heimilum okkar, fellum ESB aðildarsamninginn, afhendum stjórnmálaflokkunum skuldirnar og flytjum úr landi.   lifið heil.

Árni Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 23:40

12 identicon

Hvað hefur þetta með fullveldið að gera?...þetta snýst um hugsanlega skuld?...og hvernig er hún til komin?

Er USA og aðrar þjóðir án fullveldis þótt þær skuldi mikið?. Það skulda 99% af þjóðum heims allt of mikið.  Fullveldið snýst um það að þú getir veitt mótbárur í deilumálum og ráðir þér nokk sjálfur og annar aðilinn í deilum hafi ekki lokaorði.  Getur Singapore/Venesuela farið sínu fram án þess að taka tillit til annarra?.. nei...samt eru þetta fullvalda ríki.

itg (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 01:11

13 identicon

Góð grein að mörgu leyti en þú mátt ekki dæma alla þá sem eru reiðir sem einhverja vittleysinga vittlausa í hval. Hvað meinar þú með Fl-okkarnir ? Mér finnst það að vilja kasta fullveldinu frá sér vera á ansi lágu plani og eitthvað sem að ég mun ekki kingja svo glatt. Það má læra margt og mikið af Norðmönnum, þá sem við gagnríndum og gerðum svo oft grín að hér áður fyrr fyrir nísku og heimsku. Alveg sammála þér með rembinginn, við höfum lítið leitað að aðstoð og ekkert kynnt málstað okkar fyrir heimsbyggðinni. Roluháttur og ákvarðanafælni hefur einkennt ráðamenn þessa lands í kjölfar hrunsins og það er að kosta okkur hvað mest. Mig undar Steingrím sem talaði um að menn væru gungur og rolur, fyrir hvað stendur þessi maður? Ég er ráðalaus í dag og undar það ekki að fólk ættli sér að flytja af landi brott. ESB hentar okkur ekki og það er staðreind að IMF hefur verið notað sem verkfæri alheims elítunnar, þessi stofnun viðurkennir ekki mistök og það er bara hættulegt. Persónulega vill ég setja þessum löndum sem gera á okkur kröfu þann afarkost að fara með þetta mál fyrir dómstóla. Ef ekki þá verður ekkert samið og við munum leita á aðra markaði, þeir eru til! Ég sé þessa samninga einungis sem svikamyllu til að knésetja okkur til frambúðar og ég tel okkur mun betur sett með að neita að borga. Við erum að sjúga út 7.5 milljarða úr heilbrigðiskerfinu okkar á árs grundvelli og svo rýrna eignir bankanna um 100milljarða á 2 mánuðum. Þetta er dæmi sem gengur ekki upp og eignir munu rírna áfram um alla Evrópu. Ríkisstjórnin ætlar að skella allri skuldinni á fólkið í landinu og það bara mun ekki ganga upp! Hvenær ætlar ríkisstjórnin að einbeita sér að okkur? fólkinu sem hefur unnið flestar vinnustundir í Evrópu til að eignast hálft húsið sitt og situr nú uppi með það og neikvæða fjárstöðu. Það segir sig að okkar besta fólk mun fara og púsluspilið mun hrinja. Ég kalla á róttækar aðgerðir, eignir verður að fryst og gera upptækar, menn verða að fara í grjótið og þar framm eftir götunum. Það er ekkert vit í því að byrja á því að taka til hjá öðrum og skilja svo allt eftir í drasli heima hjá sér. Við erum sérstök þjóð!, við höfum barist við Bretana áður en við erum að tapa þessu stríði það er klárt, aðalega vegna pungleysis. Lifið heil og njótið þess að vera til !

Haukur Ármannsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 01:17

14 identicon

Til fjandans með IceSave. Til fjandans með pólitíkusa, Til fjandans með hyskið sem setti þetta land á vonarvöl. Til fjandans með þig landráðahálfviti.

Scorpion (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 01:33

15 Smámynd: Þór Jóhannesson

Haukur ertu að tala um svona pung eins og hetjan Scorpion sýnir hér með því að kalla Agga landráðahálfvita undir grímu gungunnar? Alveg dæmigert fyrir það stig sem umræðan hjá öfga-fullveldissinnum er og hjálpar málstað þeirra gífurlega.

Þór Jóhannesson, 23.6.2009 kl. 01:47

16 identicon

Komið þið sæl; gott fólk !

Agnar; já, og Þór Jóhannesson - sem margir annarra, reyndar !

Auðvitað; mega Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflukkur, ekki undir neinum kringumstæðum, komast hér til valda, á ný - hvar; í dýkjum þeirra, leynast myrkra verur, ljósfælnar, af frjálshyggju stofni - langt; fram eftir nýhafinni öld.

Hins vegar; má ekki, undir neinum kringumstæðum, hvítþvo raftana, í Samfylkingu Brussel Nazistanna - hvað þá; nýjustu tegund vindhana, íslenzkra stjórnmála, þá VG inga.

Sannleikurinn er sá; að mesta böl Íslands (og er þó af nægu að taka, nú þegar), yrði, að merja land og fólk og fénað okkar, undir hina glottuleitu og gráðugu Fjórða ríkis fursta, í Brussel = Berlín.

Miklu fremur; skulum við staldra við; og sjá, hversu gagnlegt okkur kynni að verða, að auka samskiptin, við Inka afkomendurna (í Perú og Bólivíu), sem aðra suður þar, auk Asíu og Afríku sambanda margvíslegra - sem; Kína - Indland - Japan og Eyjaálfu.

Megum til; að halda okkur, utan Nazista múrannna (ESB)- eins og kostur er, ágætu drengir - sem annað gott fólk, hér á síðu !   

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 02:04

17 identicon

Framsóknarflokkur; átti að standa þar. Afsakið; helvítis klaufaskapinn, gott fólk.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 02:06

18 identicon

Þór, nei ég get ekki tekið undir þetta með Scorpion og ég sagði greinina hjá Agnari góða, þó ég sé ekki sammála henni í öllum liðum, enda mætti túlka hana eflaust á ýmsa vegu á köflum. Agnar blandar inní viturlegri háð og það gerir þetta spjall  skemmtilegt, hvað getum við valdalausir annað en haft húmor fyrir sjálfum okkur? mér líður eins og útsöludruslu. Það eina rétta hefði verið að mynda þjóðstjórn eftir bankahrunið og sýna samstöðu í verki og máli, en við fórum í kostningar á besta tíma. Það átti að fara strax í ítarlega rannsókn á hruninu sjálfu, fá eins marga utanaðkomani sérfræðina og völ var á en það var ekki gert, fólk vældi yfir nokkrum tugum miljóna sem er bara klink sem þarf að eyða til að eyða allri óvissu. Núna fyrst eru skipaðir 3 saksóknarar, Eva Joly er ein af fáum sem þorir að standa í vegi fyrir risum kapitalismans og það er glapræði að fara ekki að hennar ráðum a.m.k hvað rannsóknina varðar. Gleymið því ekki að Frakkar sendu hingað nefnd, þeir sögðu: af hverju reynið þið ekki að vekja athygli á málstað ykkar?, Bretar eru að skíta út mannorð ykkar skipulagt land frá landi. Ríkisstjórnin aðhafðist ekkert sem fyrr og því er allt að fara í vaskinn hjá okkur í dag. Ég hefði kallað sendiherra Íslands heim strax og hryðjuverkalögin voru sett á.  Ég tel það hafi verið ákveðið test hjá Bretum þ.e að athuga viðbrögðin okkar. Þeir sáu afvelta kind og við vitum það að þeir munu ekkert gera  til að velta henni við. Ég sé breta enþá sem herskáa nýlenduþjóð og þeir eru að colonæsa okkur skref fyrir skref. pís át

Haukur Ármannsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 03:39

19 identicon

Þór, núverandi ríkisstjórn er blinduð af Evrópusambandinu, Samfó á líka sinn þátt í hruninu. Það er ekki rétti tíminn til að benda á einhvern flokk sem slíkan þó að spillingin hafi verið ógeðsleg það er alveg satt. Þú ert glögglega vinstri grænn, ekki er ég að skíta þig út fyrir það, fyrir hvað standa þeir? Steingrímur stendur eins og klettur með mótherjanum. Ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum 2004 þegar ég sá í hvað stefndi, ég hef ekki fundið mína fjöl síðan þá. Það kemur mér svakalega á óvart hvað allt loft virðist úr Steingrími og eina sem Jóhanna og Samfó leggja til málanna er lifi Evrópusambandið. Mér finnst Sigmundur vera að gera ágæta hluti hjá Frammsókn og þeir voru með flott plön, það er svo annað mál hvort fólk geti hugsað sér að kjósa þá aftur það er bara allt annað mál. Þau plön voru dissuð af pólitískum ástæðum, og það hneikslar mig á þessum síðustu og verstu að fólk skuli hugsa um völd en ekki þjóðina. Þetta snýst um að bjarga okkur úr klóm kattarins! ekki Vinstri Grænum sem leiðandi valdi í ríkisstjórn. Ögmundur er einn af fáum þar sem hefur tekist að heilla mig fyrir skoðanir sínar, enda er hann oft sér á báti.

Haukur Ármannsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 04:00

20 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ísland er frjálst og fullvalda ríki sem hefur eins og öll lönd, nema Burma og N-Kórea, afsalað sér hluta fullveldisins með margvíslegum samningum um samskipti, samvinnu og samráð. Danir eru fullvalda þjóð, Svíar sömuleiðis. Þeir eru í ESB vegna þess að það þjónar þeirra hagsmunum. Íslendingar gerðu þau mistök 1994 að ganga ekki í ESB, fórum bara hálfa leið með EES. Við erum ekki með möguleika á að hafa mikil áhrif á þau lög og reglugerðir sem við tökum upp frá ESB gegnum EES. Þess vegna erum við ver settir en Danir og Svíar.

Það er leiðinlegt hversu margir tjá sig með innantómum upphrópunum og frekjustíl á blogginu. Dulnefnið Scorpion er einn þeirra. Ég skrifaði grein á bloggið mitt undir fyrirsögninni: Að rífa hús.

Hvet menn til að kíkja á hana. http://gorgeir.blog.is/blog/gorgeir/

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.6.2009 kl. 08:40

21 identicon

Hættum við þá allt í einu að vera "skítur skítsins" við það að ganga í ESB?  Ég er ekkert viss um að við séum miklu verr sett en Svíar og Danir, þrátt fyrir skítaskuldina í IceSave og glæpastarfssemi íslensku bankanna.  Þeir sjá margir eftir því á þeim bænum að hafa gengið í ESB.

Sverrir Hákonar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:31

22 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

ESB er ekki paradís á jörðu, þetta er ríkjabandalag stofnað á reynslu þeirra ríkja sem eru staðsett í miðri Evrópu. Síðan hefur þetta bandalag þróast og stækkað. Ef ESB væri ekki til þá væri Evrópa að mörgu leiti verri bústaður en nú er. Því meiri samvinna milli ríkja því betra - samvinna sjálfstæðra ríkja. Íslendingar eru ekki „skítur skítsins“ eins og menn orða það svo smekklega. Við erum þjóð sem hefur gert mistök - við erum aftur á móti þjóð sem ekki heldur úti her og hefur ekki rekið nýlendustefnu. Við eigum því miklu betir samvisku í pokahorninu en margar aðrar þjóðir. Við erum þó slæmir í rökræðu og þá veður uppi allskonar vitleysa.

Ég tók þátt í mótmælunum þegar markmiðið var að koma Sjálfstæðisflokknum frá. Ég veit að þeir sem tóku við eru hvorki kraftaverkafólk eða englar. En uppgjör við þjóðfélag flokksklíkuskapar og vængbrostins lýðræðis er það sem þarf. Síðustu kosningar voru áfangasigur en ekki fullnaðarsigur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.6.2009 kl. 10:24

23 identicon

Sammála vinur.

Ég hef í þó-nokkur ár haldið því fram að Íslendingar eru eins mörg Afríkulöndin, lönd sem komu seint undan oki nýlenduherrana. Eru einfaldlega ekki tilbúin til að stjórna sér sjálf, allt byrjar voða vel, allir sáttir við nýfengið frelsi og þjóðernishyggjan blómstrar. Svo byrjar ballið.. þ.e.a.s elítan hefur það frábært en almúginn grípur fallandi molana en sáttur trúir hann á eigið ágæti og frelsi en gerir sér ekki grein fyrir því hve múlbundinn hann í raun er. Trúir ekki hve vanhæfir stjórnarherrarnir í raun eru.

Vissulega er mannslífið merkilegra hér á Íslandi en heimska stjórnmálamannanna er í sama mengi.

Hvernig gat þetta farið svona illa ????

runar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:32

24 identicon

Ísland er í raun ung þjóð sem þrátt fyrir aldagamlar hefðir og þúsaldamenningu er af stórum hluta samansett af fólki sem heldur, eins og heimaaldir kálfar, að grasið sé ávallt grænna hinumegin við girðinguna. Hver tæki mark á unglingi sem ákveddi í kring um tvítugt, eftir nokkurra ára barning við að koma undir sig fótunum í lífinu að lögræði eða fjárræði væri ekkert fyrir hann? Lítum við með velþóknun til fólks sem gefst upp þegar á móti blæs og leggst niður til að láta aðra sjá um sig? Ég hefði nú frekar haldið að slíkt fólk yrði úthrópað sem aumingjar sem kynnu ekki að sjá um sig sjálfir, dragbítar á samfélaginu, ónytjungar sem ættu frekast að leggja upp laupana algerlega en að halda áfram að naga beinin sem vinnandi fólk skilur eftir sig í götunni. Það eru fá dæmi þess að gamlar nýlenduþjóðir hafi beðið fyrrverandi kúgara sína eins og sneyptir hundar með ólina í kjaftinum um að hverfa til fyrra horfs. Þessi þjóð gekk í gegn um eld og brennistein til þess að við sem hér lifum í dag gætum haft frelsi til þess að ákvarða í okkar málum sjálf. Vandamálið er ekki og verður ekki sá möguleiki, heldur frekar siðleysi samborgara okkar og vitleysi þeirra sem halda að okkar eigin hagsmunum sé betur borgið í höndum annarra. Ég held að þrátt fyrir sýnilegt afskiptaleysi og tilfinningaleysi þeirra sem hér skrifa að ofan gagnvart hinni íslensku þjóð þá sé hagsmunum okkar þó betur borgið í okkar eigin höndum en þeirra sem aldrei hafa stigið fæti á íslenska grund og tengjast þessum stað engum tilfinningaböndum. Við höfum á síðustu árunum verið okkur sjálfum verst. Við höfum hyllt skoðanir siðleysis og græðgi og því einu eru vandræði okkar í dag að kenna. Það sem máli skiptir er hvort við notum þau fáu spil sem við eigum eftir á hendinni til þess að koma okkur út úr þessum vandræðum eins og fullorðið fólk eða hvort við ætlum að reyna að halda okkur sem fastast í pilsfaldinn hennar mömmu það sem eftir er. Íslenska þjóðin verður að fara að átta sig á munaðarleysi sínu og horfast í augu við það að ef hún hjálpar sér ekki sjálf á hún enga framtíð fyrir sér.

Hjörleifur (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 15:35

25 Smámynd: Baldur Fjölnisson

4. júní 2009

Erlend staða þjóðarbúsins

1. ársfjórðungur 2009

Hrein staða við útlönd var neikvæð um 4.580 ma.kr. í lok fyrsta ársfjórðungs og réttist af um rúma 131 ma.kr. frá síðasta fjórðungi. Erlendar eignir námu 8.479 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 13.059 ma.kr. Vert er að geta þess að inni í tölum um erlendar skuldir eru ennþá eignir og skuldir viðskiptabankanna þriggja sem nú eru í greiðslustöðvun. Fjármögnun vanskila hefur líka haft áhrif til hækkunar á skammtímaskuldum.

Næsta birting: 27. ágúst
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir

Baldur Fjölnisson, 23.6.2009 kl. 18:32

26 Smámynd: Baldur Fjölnisson

En þessar tölur eru orðnar eldgamlar og síðan í lok 1. ársfjórðungs hefur pundið hækkað um 20% og evran um 12% og meira að segja dollararæfillinn hefur hækkað um nokkur prósent gagnvart krónunni. Það má því örugglega reikna með að staðan sé neikvæð um yfir fimm þúsund milljarða núna.

Baldur Fjölnisson, 23.6.2009 kl. 19:21

27 identicon

Þetta segir okkur hvað? að við séum ekki með neina tryggingu í höndunum fyrir frammhaldið, ef við semjum,en það hafa Hollendingar og Bretar tryggt sér? Það er ekki útlit fyrir hagvöxt hér á landi næstu árin og því engin ástæða til að ætla að við réttum úr kútnum með þennan skuldabagga á bakinu, skuldin mun bara hækka. Það munu engin erlend fyritæki koma með peninga hingað a meðan gjaldreyrishöftin eru til staðar.

Haukur Ármannsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 20:38

28 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég ætlaði að skrifa hér margt og mikið en er búinn að fleygja því öllu. "Til fjandans með fullveldið"  er svona álíka gott innlegg í ESB aðildina eins og hjá Eiríki Bergmann launuðum yfirlandráðamanni á vegum ESB á Íslandi: "Það er fullveldi að mega afsala sér fullveldi".

Flestir í umræðunni hér að ofan mæra pistilhöfund fyrir hugrakkt þunglyndi, af hverju ætti ég að spilla þeirri "gleði" með lengra máli?

Haukur Nikulásson, 23.6.2009 kl. 20:48

29 identicon

Komdu með það....

Haukur Ármannsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:57

30 identicon

Nú verður þessi litla nice, nice Samfylkingu í því sem sagt að reyna heilaþvo okkur hin til þess að samþykkja ICESAVE vitleysuna, ekki satt? Allt fyrir þessa inngöngu í  þetta ESB bákn ykkar. ESB ESB og ESB og ekki má minnast á hvað aðrir lögfræðingar hafa að segja eða hvað þá á þjóðrétt, dómstóla eða þjóðaratkvæðagreiðslu, því Samfylkingin ætlar inn í ESB og ekki má tala um annað.

Svo er maður að heyra frá henni Jóhönnu að það verður ekki þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB, því Samfylkingin ætlar inn í ESB 

Það verður ekki þjóðaratkvæðagreiðsla um ICESAVE, því Samfylkingin ætlar inn í ESB.

Það mátti ekki fara dómsstólaleiðina með ICESAVE,  því Samfylkingin ætlar inn í ESB

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 08:54

31 Smámynd: Þór Jóhannesson

Wan´t some bread with that whine, Þorsteinn Sch Thorsteinsson? Hvílík afbökun og samsæriskenninga þvaður sem þú lætur út úr þér, en dæmigert fyrir umræðuna frá öfgasinnuðum einangrunnarsinnum.

Þór Jóhannesson, 24.6.2009 kl. 12:32

32 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er nú með elstu trixum í bókinni að búa til krísu og koma síðan með fyrirfram ákveðnar "lausnir". Það þýðir ekkert að láta eins og heimurinn sé eitthvað fyrirmyndar dagheimili þar sem allir eru últra góðir hver við annan, enginn lýgur og ekki eru til nein samsæri. ;)

Baldur Fjölnisson, 24.6.2009 kl. 18:32

33 identicon

Þór 

Í þessari litlu nice, nice Samfylkingu má alls ekki afhjúpa galla EES/ESB, því þá skapast réttaróvissa, ekki satt? Í þessari litlu nice, nice Samfylkingu er í góðu lagi að fórna framtíð Íslands og allt gert fyrir framtíð ESB báknsins, en fyrirgefðu "þvaðrið" og bullið kemur orðið frá Ingibjörgu Sólrúnu og Jóhönnu sem er búnar að ábyrgjast ábyrðar og allt (án lagaheimildar Alþingis), já allt gert til að komast inn í ESB      

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 16:06

34 Smámynd: Þór Jóhannesson

æ,æ, eru vondu kommúnistarnir svona vondir við góðu strákana úr auðvalds- spillingar- og hrunaflokkunum Sjálfstæði og Framsókn?

ESB er bara eitt stórt samsæri til að kveða hagsmunasamtökin í Valhöll í kútinn - er það ekki Þorsteinn?

Þór Jóhannesson, 25.6.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband