Kæri Finnur: Bréf til bankastjóra Kaupþings

Kæri Finnur,

þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér dettur í hug að rita til þín bréf upp á síðkastið, síðan ég var hrifsaður úr nýjum heimkynnum bankaviðskipta minna í SPRON yfir til Kaupþings. Þangað hafði ég flutt mig eftir að ég hafði tekið þá ákvörðun að flýja Landsbankann-Birkenau(eins og ég kalla þann óþverrabanka eftir réttorðaðan samanburð Ásmundar kollega þíns á starfseminni þar) en Gylfi Magnússon sá svo mikið eftir mér úr faðmi ríkisins, að hann kom mér í fóstur til þín þremur dögum seinna.

Síðast þegar ég var sestur niður til að skrifa þér bréf, þá var það vegna þess að mér ofbauð eins og fjölmörgum, hvað kom út úr lánabókum bankans, blessað af málsvörum andskotans líkt og lögfræðingar eru oft kallaðir. Til allrar hamingju virtist sem að gripið hefði verið í taumana strax og þrátt fyrir yfirlýsingu um að yfirmaður lögfræðideildarinnar hefði "hætt", þá mátt lesa milli línanna að skófar þitt prýddi auman afturendann á honum þegar hann fauk út um gluggann, líkt og í bestu försum.  Eina sem gæti þó skyggt á þær ágætu fréttir, væri ef síðar kæmi í ljós að hann hefði fengið gullna fallhlíf til að draga úr fallinu , en vonandi hefur hún þá verið ansi götótt.

En nú er komið annað tilefni til að skrifa til þín og jafnvel mun alvarlegra en áður. Fyrir það fyrsta þá hef ég haft þá tilfinningu að þú gerir þér grein fyrir hlutunum og sért tilbúinn til þess að reyna að gera þær breytingar sem þarf á íslensri bankastarfsemi, þ.e. að færa hana frá því að vera skipulögð glæpastarfsemi, einkasjóður herrastéttar landsins og sýnikennsla í siðleysi og siðblindu fyrir sögubækur framtíðar. Fyrstu skref þin lofuðu nefnilega góðu með tilheyrilegri hreinsun á yfirmönnunum sem innvinklaðir voru í siðleysð og haldnir firrtri blindu á veruleikann. Þetta gerði það að verkum, að manni fannst þrátt fyrir öll hin rotnandi lík í fjöldagröfum fjármálagjörninga fyrri stjórnenda sem opnuð hafa verið, að e.t.v. væri þetta skásti bankinn af þessum þremur sem settu landið á hliðna.

 Því miður verð ég að segja, að ég er mjög uggandi um það álit og sú hugsun læðist nú að mér, að mér hafi nú skjátlast um fólk áður. Ég asnaðist nú til þess á sínum tíma, að kjósa Davíð Oddson einu sinni en hef loksins náð því að hætta að gráta mig í svefn og vonandi get fyrirgefið sjálfum mér einhvern daginn.

En hversvvegna ætli ég sé orðinn svona uggandi? Þér ætti það nú að vera það frekar augljóst eftir daginn í dag. Já, það er vegna þessa smátterís að Kaupþing sé í alvörunni að hugleiða það sem möguleika að afskrifa helming af láni Björgúlfsfeðga upp á 6 milljarða. Nú tel ég þig ekki vera vitlausan mann né óskynsaman en það hvarflar að mér nú þar sem þú ert ekki bara að leika þér með eld, nokkuð sem við brýnum börnum fyrir að gera ekki, heldur ertu hreinlega að leika þér með eldvörpu inn í Kaupþings-vinnuskúrnum fullum af bensínvættum púðurtunnum. Örugglega áhugaverður leikaraskapur í örfáar sekúdnur, en örugglega til þess fallið að sprengja allt innan sem utan af húsinu með skelfilegum afleiðngum.

Svo er nefnilega mál með vexti, að það sýður á fólki vegna þessa máls, og sérstaklega þar sem Björgúlfurnar stungu af frá frekar stórum reikning á bresk-hollensku veitingahúsi, eftir að hafa svolgrað græðgisfullt í sig IceSlave kampavíni með gullflögupastana sínu. Þeir nutu þess einstaklega vel og sitja enn með fullt af eignum, þrátt fyrir reikningnum sem allir aðrir eiga að greiða fyrir: ég, þú, starfsmenn Kaupþings og 300.000+ manns til viðbótar í fjölda ára, ef ekki áratugi. Ég gæti skilið að það hefði hvarflað þessi möguleiki á afskrftum eftir árangarsulaust fjárnám og sýnt þætti að feðgarnir væru eignalausir, orðnir gjaldþrota eða komnir í greiðslu-aðlögun með tilheyrandi tilsjónrmanni, en svo er nú ekki. Þeir virðast nefnilega vera borgunarmenn ólkt öðrum sem tilheyra hinum svokallaða almenningi, þeim almenningi sem gengið er fram af hálfu fulltrúa bankans og handrukkara þeirra, af þvílíkri hörku, að skuldararnir tékka ósjálfrátt hvort búið sé að næla gulri stjörnu í barm þeirra, svona til aðgreiningar frá herrastétt auðmanna, fagfjárfesta og bankamanna. 

En, já. Börgúlfarnir eru nú borgunarmenn eins og ég sagði áður, og ekki virðist skorta eigur hjá þeim: stórglæsilegt húsnæði hér og þar fyrir sig, snekkjur, Novator, Actavis, húsnæði og lóðir við Hverfisgötu, Laugaveg og þar í kring auk Fríkirkjuvegs 11 sem líklegast verður breytt í IceSlave-safnið til minningar síðar meir um afglöp nýfrjálshyggjunar, græðginanar og heimskunnar sem réð ríkjum hér, hlutir sem mega aldrei gleymast. Það gæti orðið jafnvel aðdráttarafl fyrir ferðamenn líkt og svipuð söfn um hörmungar annars staðar í Evrópu.

Fleiri eignir iega þeir, en það sr svo skrítið að ekki virðist bankanum hafa dottið til hugar að fara í einhverjar aðgerðir gegn þessum feðgu, ekkert fjárnám, engar eignaupptökur, hvað þá að sleppa hýenuhjörðinni í Intrum lausri gegn þeim, þeirri sömu hýenuhjörð og hneggjandi af hlátri rífur í sig særðan almenninginn og heldur honum á vanskilaskrá um aldur og ævi Einhvernveginn grunar manni að varla yrðu þeir Björgúlfs-feðgar settir á vanskilaskrá eða haldið þar inni með endurnýjun krafna þó þeir slepptu því að borga nokkuð. Sumir eru nefnilega jafnari en aðrir hér á landi, sérstaklega þegar þeir eru vel tengdir og liðkunarsamir þegar kom að fyrirgreiðslum í Landsbankanum til handa stjórnmálamönnum. Hvað þá að þeir tilheyri hinum íslenska aðal sem virðist vera hafinn yfir lög, reglur og geti hagað sér hvernig sem er.

En nú er reiðin  orðin mikil og það sýður á vel flestum út af þessu, líkt og þú hefur áttað þig á. Nú þarft þú að íhuga málin vel  því þegar Vilhjálmur Bjarnason varaði við borgarastyrjöld í gær, þá þó orðin séu stór, þá má alveg sjá grundvöll fyrir því að þetta gæti haft stóralvarlegar afleiðingar að fella niður skuldir þessara manna án þess að ganga að eigum þeirra fyrst. Það er nefnilega svona jarðvegur sem veldur átökum og jafnvel borgarastyrjöldum, þegar réttlætið fæst með teinóttum jakkafötum eingöngu, þegar sumir eru jafnari en aðrir og þegar fólki finnst það hafa ekki lengur að tapa því traðkað hefur verið svo lengi á þei, það svívirt og ofsótt af þeim sem þjóna teinóttklæddri skuldakóngastétt.

Þetta er nefnilega ekki bara lengur spurning um siðferði, mismunun og vafasama viðskiptahætti heldur er þetta einnig spurning um hvort Kaupþing sé að taka afstöðu gegn almenningi og skipa sér í lið með þeim sem knésettu þjóðina. Þetta er líka orðin spurning um að lægja öldurnar, reyna að skapa frið, reyna að skapa grundvöll fyrir sátt og réttlæti og síðast en ekki síst spurningin um að það sé tekið á sama hátt á öllum.

Þitt er valið en eitt veit ég, ég mun aldrei sætta mig við það né mikið af því fólki sem ég þekki. Ég mun fara fram á það að mér verði boðinn sömu afskriftarkjör á mínum skuldum við bankann þó smáar séu, og ef því verður ekki gengist, þá færa viðskipti mín sem fyrst annað. Það munu örugglega einhverjir fleiri gera það sama og miðað við reiðina og heiftina sem þessi hugmynd ykkar um afskrift, er að valda, þá yrði ég ekkert hissa þó fólk fari í beinni aðgerðir gegn bankanum.  Leitt þykir mér þó það mjög, að heyra að þú,konan þín og starfsfólk hafi fengið hótanir, en því miður kom það ekkert á óvart. Tilfinning mín miðað við hvað fólk hefur verið að tjá sig um þetta mál, hefur nefnilega verið sú að þetta sé kannski dropinn sem sé að fylla mælinn hjá sumum, ef hann verður að veruleika. Upplifun fólks hefur nefnilega verið sú að það sé ekkert verið að gera til að taka á mönnum eins og þeim feðgum né hefur lítið náðst að draga úr spennuni í þjóðfélaginu þrátt fyrir tilraunir í þá áttina sem hafa ekki náð að slá á reiðina, spennuna og örvæntinguna.

Að lokum þá langar mig til að beina þeim tilmælum til þín að marka bankanum siðlega viðskkiptahætti, ráða jafnvel siðfræðing til starfa við mat á starfsfólki, kenna fólki hvað er siðferðislega rétt og rangt, og innleiða siðferði í bankann sem grundvallarsýn til framtíðar. Starfshættir sem eru löglegir en siðlausir eru nokkuð sem ekki eru heillavænlegir til frambúðar, líkt og efnahagshrunið hefur sýnt manni.

Kveðja,

Agnar Kr. Þorsteinsson

P.S. Ákvað að birta þetta bréf bara opinberlega á blogg-síðu minni, bankinn okkar virðist ekki bjóða upp á að maður geti sent þér tölvupóst. Auk þess hefur maður grun um að síur vírusvarna bankans, hafi fengið aukahlutverk í dag, þ.e. að flokka alla pósta sem tengjast Björgúlfum sem SPAM og því kannski möguleiki að þetta hefði aldrei borist til þín. Hefði hvort eð er ekki búist við svari.


mbl.is Bankastjóra Kaupþings hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

enn og aftur ertu að skrifa magnaða pistla :) takk fyrir þennan.. hann hittir svo sannarlega í mark.

Óskar Þorkelsson, 8.7.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Davíð Löve.

Er mig að mis-minna eða er þetta ekki sá sem sat að öllum bankabílunum í gegnum pappírs-bílasölu? Sami spillingar apinn og hinir? Er ekki viss en skammtímaminnið er farið að bila.

Davíð Löve., 9.7.2009 kl. 00:00

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábært bréf, vonandi les umræddur bankastjóri það.  Og kannski aðrir bankastjórar líka. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.7.2009 kl. 01:19

4 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Æj ég eiginlega vona að hann hlusti ekkert á þig og afskrifi bara draslið. Mér finnst alveg vanta góðan borgaralegan múgæsing hérna í landið sem gæti komið í veg fyrir að teinóttu töffararnir komist upp með það sem þeir virðast munu komast upp með núna :(

Sóley Björk Stefánsdóttir, 9.7.2009 kl. 04:52

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góður.

Arinbjörn Kúld, 9.7.2009 kl. 10:25

6 identicon

Kúlulán 850 milljónir króna

Finnur Sveinbjörnsson, núverandi bankastjóri Kaupþings: Slapp undan 850 milljóna króna kúluláni

Eignarhaldsfélag í eigu Finns Sveinbjörnssonar, þáverandi bankastjóra Icebank og núverandi bankastjóra Kaupþings, fékk 850 milljóna króna kúlulán frá nokkrum bönkum árið 2007.  Milljónirnar voru notaðar til að kaupa hlutabréf í Icebank árið 2007.
Þegar Finni var sagt upp sem bankastjóra í árslok 2007 seldi hann félagið  Tæplega 16 milljóna króna skuld vegna vaxtakostnaðar var skilin eftir.

Þess má geta að Finnur á einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu og ekki hvílir ein króna á eigninni skv. FMR í febrúar 2009. (Er borgunarmaður 16 milljóna krónana!)


Þessar upplýsingar eru fengnar af hvitbok.vg
Þessi maður er ekkert betri en allir hinir kúlukallarnir-og kellingarnar.

Guðrún Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 12:03

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Frábært bréf frá þér. Þú orðar þetta kurteisislega miðað við reiðina sem kraumar undir. Mættir senda það á fleiri aðalsmenn og lénsherra.

Ævar Rafn Kjartansson, 9.7.2009 kl. 14:28

8 Smámynd: Viðar Eggertsson

Ég hef aldrei skilið af hverju það þykir ekki æskilegt að fólk láti reiði sína um fyrirtæki í ljós við starfsmenn fyrirtækisins!

Starfsmenn eru fulltrúar þess og eiga að taka við kvörtunum frá viðskiptavinum, sem telja sig órétti beitta. Ef stjórnendum fyrirtækis finnst það óréttlátt, þá eiga þeir að vera sjálfir aðgengilegir til þess að hægt sé að koma fram kvörtunum við þá beint, eða ráða sérstaka fulltrúa sína til þess.

Það er ekkert að því að fólk láti óánægju sína í ljós við þá starfsmenn fyrirtækis sem tiltækir eru í því. Segi enn og aftur: þeir eru fulltrúar viðkomandi fyrirtækis. Það er stjórnenda að velja hverjir eru í frmvarðarsveit og aðgengilegir. Ef rangt er valið á þeim stað, er það vandi fyrirtækisins, en ekki viðskiptavinanna.

Viðar Eggertsson, 9.7.2009 kl. 15:49

9 identicon

Mæltu heill, Agnar! Ég hef reyndar svipaða sögu að segja og þú: var viðskiptamaður SPRON í 25 ár og var fluttur nauðungarflutningum þaðan til Kaupþings. Ég veit svo sem ekki hvaða banki er skástur, en því hef ég heitið að ef þessi skuld þeirra feðga verður ekki innheimt að fullu og af fullri hörku hið bráðasta mun ég segja skilið við Kaupþing. Nú munar Kaupþing ekki svo mjög um mig auman. En hvað ef margir aðrir gerðu slíkt hið sama? Væri það þá ekki eins konar bankaáhlaup sem nokkuð hefur borið á góma í umfræðum upp á síðkastið? Mér skilst að bankamenn þekki ekki verra orð. Ef ég kynni tæknina myndi ég satt að segja setja upp svona áskorunarsíðu til Finns bankastjóra: "Við undirritum krefjumst þess að kaupþing gefi ekki eftir einn eyri af láni Björgólfs Þórs Björgólfssonar og Björgólfs Guðmundssonar vegna gjafarkaupa þeirra feðga á Landsbanka Íslands. Þessi skuld verði innheimt þegar í stað og að ekki verði gengið að eignum nokkurs annars Íslendings fyrr en hún er að fullu innheimt. Að öðrum kosti munum við hætta viðskiptum við Kaupþing og ekki síðar en 12. september n.k." Eitthvað í þessa veru. Kann ekki eitthvert ykkar að koma þessu í kring?

Eyjôlfur Kjalar Emilsson

Eyjólfur Kjalar Emilsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 17:23

10 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Er ein þeirra sem var flutt óspurð úr SPRON í Kaupþing - ákvað fljótlega að velja mér annan banka. Það tók óratíma, á annan mánuð - loks þegar ég hafði hringt - sent póst og loks farið á staðinn til að ítreka flutninginn var mér sagt að það væri ein manneskja í hálfu starfi við þessa flutninga. Að lokum fékk ég símtal frá ungum bankamanni Kaupþings þar sem hann lagði á sig mikla vinnu til að fá mig ofan af þessum gjörningi - gekk svo langt að hald því fram að þjónusta þess banka sem ég hafði valið væri miklu verri en sú sem Kþ byði uppá - og kom með dæmi um það sem fjallaði um vildarpunkta og fleira sem ég hef engan áhuga á. Sagði honum að mér væri umhugað um vönduð vinnubrögð bankans - ekki gylliboð sem nýttust ekkert þegar á reyndi. Fékk satt að segja nokkra útrás við að tilkynna honum það. Ef til vill er töluverður fjöldi fólks að færa sig frá Kþ þessa dagana.

Halldóra Halldórsdóttir, 9.7.2009 kl. 17:58

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Frábær pistill!!! xxx

Heiða B. Heiðars, 9.7.2009 kl. 18:11

12 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Snilldarpistill.

Svala Jónsdóttir, 9.7.2009 kl. 18:36

13 Smámynd: AK-72

Ég játa að ég fer aðeins hjá mér við hrósið fyrir þetta og á örugglega að vera óþolandi einstaklingur á egótrippi eftir þetta. Vonandi enda ég þó ekki á sama "king of the world"-stigi og bankamaður á hátindinum. Þakka ykkur öllum kærlega fyrir hrósið.

Langar þó að svara aðeins nokkrum hérna, eða gera athugasemdir.

Viðar: Ég hef grun um að þessi hugsunarháttur hafi einhvern veginn innprentast í okkur Íslendinga til fjölda ára, kannski allt frá því að við höfðum einokunarkaupmenn. Þá þótti kannski ekki æskilegt að taka það út á starfsmönnum því þeir gátu hundsað þig eða gert þér óleik og tautið út í horni varð brátt mannalegra en derringur við valdið. Við höfum mörg hver, meðal annars eg, verið alltof rög við þetta, að láta óánægju eða reiði með fyrirtæki í ljós en kannski er það að breytast, hver veit?.

Eyjólfur: Það getur örugglega einhver komið slíku í kring. Persónulega held ég að það virki einnig vel að fólk sendi bréf á bankann til að láta í ljós óánægju en ef einhver gerir það, gætið þá að hafa það ekki orðljótt eða óhuggulegt svo starfsfólk gefist ekki upp á lestri.

Ævar: Hver veit, hver veit, það hefur nú annað bréf verið að brjótast í kollinum á mér í marga mánuði.

AK-72, 9.7.2009 kl. 20:23

14 identicon

Ég ætla rétt að vona að þjófarnir verði hengdir í hæsta gálga .Þetta er viðbjóður og mér er ekki skemmt.

Það verða einkennilegar minningar , sem afkomendur þessa fólka munu eiga um uppruna sinn .Og ekki til að hreykja sér af .

Kristín (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 21:04

15 identicon

Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 00:01

16 identicon

ég held að við eigum bara ekkert að bíða eftir því að þeir hagi sér við eigum bara öll að flytja viðskipti okkar strax frá kaupthing banka og sína þessum stofnonum að við fólkið höfum völd líka....... bíða síðan og sjá og ef eitthvað ljót er að koma í ljós annarstaðar þá bara flytja líka...

hjalli (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 01:06

17 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Nýju- riddarar Íslands, á meðan þið (pistlahöfundur og ummælendur) og við hin höldum haus á nákvæmlega þessum nótum og bugumst ekki, mun, skal, verður, réttlætið að sigra!

Góðar stundir. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.7.2009 kl. 06:16

18 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Varðandi almenna bankastarfsmenn - endilega ekki láta reiðina bitna á þeim. Ég held að hin almenna bankastarfskona (langflest starfsfólks á gólfinu) hafi unnið gott starf við að halda bönkunum gangandi í gegnum þessar hamfarir. Og hafa engin völd til að taka stórar ákvarðanir.

Halldóra Halldórsdóttir, 10.7.2009 kl. 18:19

19 Smámynd: birna

Frábært bréf AK

birna, 14.7.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband