Lánabók Kaupþings: Illir kostir Kaupþings, hugleiðingar um lögbannið og stóra, skuggalega myndin

Þegar fréttir af lánabók Kaupþings dundu yfir mann og lögbannið var skellt á fréttir RÚV vegna fréttaflutnings úr lánabók Kaupþings sem hafði verið sett á vefinn Wiki-Leaks, þá áttaði ég mig á einu. Ég er ekki reiður lengur, ég er orðinn dofinn yfir hverri einustu fjöldagröf fjármálafrjálshyggjunar sem opnuð er úr rústum Fjórða Ríkis Frjálshyggjunar. 

Kannski hjálpar það þó til að sjá hlutina á fleiri en einn hátt, að vera laus við reiðina og vera orðinn svellkaldur yfir öllum þessum óhugnaði sem 18 ár frjálshyggju Davíðs Oddsonar og náhirðar hans, skildi eftir sem minnisvarða um hluti sem mega aldrei endurtaka sig aftur.

En hvað um það, ég ætla að hætta mér út beint út í stórskotahríðina fyrst og koma Kaupþing örlítið til varnar í upphafi. Ég held nefnilega að þeim hafi ekki verið á öðru stætt en að krefjast lögbanns á frétt RÚV með tilliti til starfsemi þeirra. Í lánabókinni sem birtist á Wikileaks, er nefnilega ekki bara að finna upplýsingar um Exista, Bakkabræður og annan óþjóðalýð, heldur einnig fara þarna út upplýsingar um fyrirtæki sem eru heiðarleg, stunda eðlileg viðskipti og hafa í raun ekkert erindi sem fréttamatur né eiga erindi út á við, þ.e.a.s ef allt var eðilegt og því ekki óeðlileg ástæða fyrir lögbannskröfunni til að geta haldið andlitinu gagnvart viðskiptavinum sínum. Önnur ástæða sem ég sé einnig sem forsendur fyrir lögbannskröfu, er að þessi bévítans bankaleynd myndi gera Kaupþing skaðabótaskylt ef þeir reyndu ekki að gera neitt í málunum. Þá hefðu blankir Bakkavarar-bræður, svikamyllan Exista o.fl. getað farið í mál og náð fé til sín(eins og þeir hafi ekki hirt nóg) í gegnum lagalegan grundvöll. Einhvern veginn held ég að maður yrði einstaklega ósáttur við það og vonandi nær þetta að slá það vopn úr höndum þeirra. Þetta var því val á milli að "damned if we do, damned if we don't" kosts.

Nú veit ég að reiðin hefur fengið einhver augu til að tútna út yfir því að ég sé með vörn fyrir Kaupþing. Skiliningur á hversvegna gripið er til svona aðgerða, gerir mann ekki sjálfkrafa samþykkan þeim og ég er engan veginn sáttur við lögbannið á fréttaflutning RÚV því þetta eru upplýsingar sem eiga fullt erindi við almenning, þ.e.a.s. upplýsingar um hrunvaldana. Enda viðbröðgin allstaðar sú sömu, harkaleg með hvatningu til "Streisand effect".Þó er eitt jákvætt við þetta lögbann, nú munum við fáið út úr því skorð fyrir dómi, hvort bankaleynd sé ofar almannahagsmunum, hvort bankaleynd sé ofar réttlæti og hvort bankaleynd sé ofar siðferði og glæpum.

En það er samt svo að þegar maður hættir að einblína á lánabókina sjálfa, þá kvikna ýmsar spurningar um lögbannið. Hveresvegna bara RÚV? Hversvegna ekki hinar stöðvarnar? Hvað var það í frétt RÚV sem gerir þá að sérstöku skotmarki? Maður gæti velt fyrir sér hvort það sé vegna þess að þetta er prófmál, hvort þetta sé vegna þess að Kaupþing var þarna með málamyndargjörning eða það sem ég og fleiri tókum efitr: Kristinn Hrafnsson talaði um heimildir um gífurlega fjármagnsflutninga hjá Kaupþingi og að á næstu dögum yrði meira sagt frá þeim, nokkuð sem Hörður Svavarsson veltir ágætlega upp í blogg-færslu sinni.Heimildr Kristinn virðast vera nokkuð fleiri en upplýsingarnar úr lánabókinni.

En frétt RÚV er ekki það eina sem vakti upp spurningar og hvort meira væri í gangi. Frétt DV á föstudagskvöldið um að lánanefndin hefði afgreitt þessi mál sama dag og þegar ákveðið var að fella niður ábyrgðir starfsmanna Kaupþings, fengu ákveðnar bjöllur til að hringja í hausnum í mér. Í kjölfarið fór ég að grufla og setja saman stærri mynd sem er örugglega ekki tæmandi. Það flaug nefnilega upp í hausinn á mér allar þær fréttir sem komið hafa fram um millifærslur o.fl. og ég ákvað að skoða einn vinkil á þessu, ekki upphæðirnar, heldur tímalínuna í kringum þetta.Ef við byrjum á að líta á tímalínu frá byrjun september:

  • 2. september: Björgvin G. Sigurðsson og Baldur Guðlaugsson sitja fund í London varðandi bankakerfið og áhyggjur breskra yfirvalda af Landsbankanum í London lýst þar yfir.
  • 11. september: Sigurður Valtýsson forstjóri Exista, færir eignarhlut sinn í félag á Tortola-eyjum. Stuttu eftir hrunið sjálft skráir hann húsið yfir á konuna.
  • 7-16. september(hugsanlegt tímabil).:Baldur Guðlaugsson ráðuneytistjóri selur bréf sín í Landsbankanum. Sumar fréttir segja að salan hafi farið fram nokkrum dögum eftir Lundúnar-fund, aðrar tveimur vikum.
  • 22. september: Sheik Al-Thani kaupir 5% í Kaupþingi.
  • 23. september: Hæsta millifærsla Bjarna Ármanns út úr landi. Hinar millifærslurnar ásamt millifærslum Lárusar Welding, voru ekki dagsettar í fréttum.
  • 25. september: Lánanefnd Kaupþings afgreiðir lán og afskrifar önnur, til útrásarvíkingafyrirtækja. Samþykkt í stjórn Kaupþings að ábyrgðir starfsmanna á lánum falli niður. Einar Sveinsson fyrrum stjórnarmaður í Glitni, millifærir 170 milljónir af reikningi sínum til Noregs.
  • 29. september: Ríkið lýsir því yfir að ætlun sé að yfirtaka Glitni og kaupa 75% hlut í bankanum.
  • 2. október: Ólafur Ólafsson lætur Kaupþing í Lúxemborg kaupa ríkiskuldabréf fyrir fé sitt í Lúxemborg og hefur verið að koma fé út úr landi um svipað leyti.
  • 3. október: Breska fjármála-eftirlitið gerir sérstakar ráðstafanir til að tryggja að innlagnir í Singer&Friedlander fari ekki inn í bankann, heldur á serstakan reikning. Heritable, dótturfélagi Landsbankans einnig gert skylt að gera hið sama. Imon-félag Magnús Ármanns kaupir í Landsbankanum.
  • 6. október: Kaupþings-menn fara inn í Seðlabankann og fá 80 milljarða króna lán. Sama dag eru Singer & Friedlander og Heritable sett í gjörgæslu breskra yfirvalda
  • 7. október:Heritable fært undir hollenska bankann ING.Seðlabankinn festir gengið við krónuna og upphefst miklar umbreytingar úr krónum í evrur innan bankanna. Landsbankinn yfirtekinn.
  • 8. október: Seðlabankinn heldur fast við gengisfestinguna allt þar til um kvöldið. Hryðjuverkalög sett á Landsbankann og Kaupþing Edge fært undir ING-bankann.Glitnir yfirtekinn
  • 9. október: Kaupþing yfirtekið af ríkinu.
Hvað hefu okkur verið svo sagt í fréttum til viðbótar um millifærlsur o.fl.(ótímasett)?
  • Björgólfs-feðgar, Karl Wernersson, Magnús Þorsteinsson, Samson og Milestone fluttu fé út úr landi.
  • Bakkavör flutti frá London til Reykjavíkur 130 milljónir punda í byrjun október. Þessi fjármagnsflutningur er llíklega einn af orsakavaldöldum hryðjuverkalaga Breta.
  • Fleiri menn í viðskiptalífinu(fyrir utan Kaupþings-menn) fluttu eigur sínar í einkahlutafélög eða yfir á konuna fyrir hrun. Ef fólk hefur orku í að finna það út hverjir það voru, endilega komið því á framfæri.
  • Kaupþing í Lúxemborg, Tortola-eyjar o.fl. lönd, eru vinsælir áfangastaðir fyrir þetta þar sem rík krafa um bankaleynd, gerir auðveldara fyrir menn að fela eignarhald og hvert peningar fara.
  • Hlutabréfakaup Al-Thani og Imons, félags Magnúsar Ármannsonar, eru þegar komin í rannsókn sem sýndarviðskipti.
  • Nokkrum sinnum áður hafa birst fréttir af því að óeðlilegir millifærslur hafi átt sér stað hjá Kaupþingi í kringum hrun, sem eru í rannsókn hjá rannsóknanefndinni og saksóknara.
  • Glitnir hefur ráðið sérfræðifyrirtækið Kroll til að kanna hugsanlegar óeðililegar millifærslur fyrir hrun.

Ef við skoðum þetta allt saman(vantar reyndar peningaflutninga af IceSave inn í myndina), þá er eitt sem stingur mann strax. Snemma í september voru menn byrjaðir að bjarga egin skinni, selja bréf, losa um eigur og flytja fé út úr landi. Upp úr miðjum september virðist vera brostinn á almennur fjármagnsflótti útrásarvíkinga, bankamanna og annara með innherja-upplýsingar ásamt því að allavega tvenn sýndarviðskipti eru sett á svið. Þetta er bara það sem við vitum af, nota bene, við höfum ekkert fengið enn af ráði úr Glitni og Landsbankanum sem slegin hefur verið þagnarmúr í kringum. Persónulega grunar mig að mesti óhugnaðurinn leynist í Landsbankanum og ekki bara IceSave, heldur einnig þar sem Björgólfs-feðgar réðu þar ríkjum og stjórnsýsla Sjálfstæðisflokksins var hvað í mestu ástarsambandi þar við, enda bankinn atvinnumiðlun fyrir margan SUS-arann og bankastjórnin tengd beint inn í æðstu stjórn landsins. Samkvæmt heimildarmanni sem ég hef enga ástæðu til að rengja, þá átti þar nefnilega líka sér stað sú fyrirgreiðsla til stjórnmálamanna sem hefur veirð minnst á, og gæti átt sinn þátt í því að algjör skjaldborg hafi verið slegin um þann banka til verndar starfsferlum margra. Þögn hefur svo ríkt um Glitni síðan leki varð þar síðasta haust og gripið var til ráðstafana til að koma í veg fyrir slíkt. 

Svo má einnig benda á til viðbótar, að allir þessir aðilar: Kaupþings-klíkan, Landsbanka-lýðurinn og Glitnis-gengið, voru að lána hvor öðrum, halda saman upp verði á hlutabréfum bankanna sinna og stunduðu allskonar óeðlilega viðskiptahætti sem miðuðu að því að viðhalda blekkingunni. Því er mögulegt að þegar einhver úr þessum hópi hafi fengið upplýsingar um að öll spilaborgin hafi verið að fara að hrynja, að bræðralagið hafi í anda skyttnana eða einn fyrir alla, allir fyrir einn, hafi gilt framar öllu og boðin gengið út: Þetta er búið, læsið neðri þilförunum svo almenningur komist ekki í björgunarbátana sem ætlaðir eru okkur einum.

En þetta vekur líka upp ýmsar spurnignar til viðbótar, ekki bara ályktanir. Hvaða vitneskja olli þessum fjölmenna flótta og uppnámi fyrir hrun? Lak eitthvað út úr stjórnsýslunni eða frá stjórnmálamönnum sem áttu ýmislegt undir, um að aðgerðir væru í vændum? Hveersvegna gripu FME og Seðlabanki ekki til aðgerða? Hverjir fleiri losuðu um fé sitt úr innstu röðum stjórnsýslunar og stjórnmálaflokkana? Höfðu ráðherrar, þingmenn, ráðuneytistjórar og aðrir valdamenn upplýsingar um hvað væri í gangi innan bankanna og sýndarviðskipti færu þar fram? Og svo hverjir sátu í lánanefndum bankanna?

Mörgum spurningum og hlutum er hægt að velta upp til viðbótar en þetta ætti að nægja að sinni. Þó er eitt atriði sem rifjaðist upp fyrir mér við þessa litlu samantekt og upplýsingaleit og það er þetta hér:

  • SKY sjónvarpsstöðin kom fram með umfjöllun um að Ísland hefði veirð notað sem peningaþvottastöð fyrir rússnesku mafíuna. Einnig var skrifuð grein þar sem fjallað var um þetta í rússnesku blaði og birtist hún víða. 

Er þetta ekki mál sem ætti að rannsaka einnig frekar? Gæti peningaþvætti tengst fjármagnsflutningum?

Að lokum, þá býð ég ykkur upp á gott grín í boði Samtaka atvinnulífsins: frétt um morgunverðarfund SA sem hafði yfirskriftina:

Traust í viðskiptalífinu - Getur gott siðferði borgað sig?


mbl.is Netverjar æfir yfir lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Verulega áhugavert.  Þú ert glöggur.

Jón Kristófer Arnarson, 2.8.2009 kl. 13:58

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Stóra málið er aðkoma Davíðs Oddssonar.  Hann festi gengið og reddaði gjaldeyri til að koma úr landi.  Hann ber 100% ábyrgð á þessu enda höfundur leikritsins. 

Björn Heiðdal, 2.8.2009 kl. 14:34

3 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Takk fyrir góða færslu.

Þórður Björn Sigurðsson, 2.8.2009 kl. 14:35

4 identicon

Ég er ekki heldur lengur reið. Ég held að það sé vegna þess að ég er búin að vera aktív: í mótmælum, í samtölum, í samtökum. Þeir sem GERA, eru ekki fórnarlömb. Þú ert einn af þeim sem þora að horfast í augu við hlutina og láta í ljós skoðun þína. Óhræddur.

En hættum að borga: Svona bjargarðu launum þínum úr sjálfvirkum skuldgreiðslum.

Rósa (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 14:39

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir enn einn frábæra pistilinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.8.2009 kl. 15:32

6 identicon

Ég tek undir með Herbert. Hugsum aðeins um af hverju það ætti að gera áhlaup á bankann. Er það vegna fíflagangs Finns sem hlýtur að fá pokann sinn eftir helgina eða vegna starfsháttanna. Hvert ætlið þið með peningana í staðinn og hvaða afleiðingar haldið þið að þetta myndi hafa ? Varlega nú. HUX HUX.

Anna María Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 16:53

7 Smámynd: AK-72

Ég er nú sammála því sem Herbert og Anna segja, að maður eigi að stíga varlega til jarðar í æsingi varðandi banka-áhlaup. Ef fólk er reitt vegna starfshátta gamla Kaupþings, þá má benda á að búið er að hreinsa góðan hluta af þeim yfirmönnum í burtu sem tengdust hruninu, jafnvel nær því alla.

Ef það er aftur á móti ósátt við aðgerðir bankans í þessum málum, þá eru til fleiri en ein aðferð til að sýna óánægju sína. Ef afleiðngarnar eru að bankin hrynur á ný og skellurinn lendir á okkur, þá springur þetta framan í almenning líkt og lögbannskrafan sprakk framan í Kaupþing.

Það er því betra aðeins að bíða og sjá hvað kemur út úr dómstólum en einnig að viðhalda kröftugum mótmælum á meðan gagnvart þessu.

AK-72, 2.8.2009 kl. 17:33

8 identicon

Takk

Halldóra Thoroddsen (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 17:41

9 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

Frábær pistill hjá þér Aggi, en ég ætla samt að mótmæla því að við megum ekki gera áhlaup á banka...

Það er ekki víst að það kostaði svo ýkja mikið að gera áhlaup á Kaupþing. Ef bankinn fellur vegna lausafjárþurrðar flytjast viðskiptavinir yfir til annarra banka hérlendis.

Við sætum því uppi með færri glæpafyrirtæki og gætum hjólað í næsta.

Segjum því skoðun okkar skamm- og kinnroðalaust með því að færa viðskipti okkar frá þeim sem verst hegða sér hverju sinni. Að lokum hljótum við að eiga eftir þann sem best hegðar sér ásamt auðvitað hræjunum af hinum sem síðan mætti bjóða út.... til þess jú að veita þeim sem eftir stendur... akkurat... AÐHALD !!!

kv. Gandri

Guðmundur Andri Skúlason, 2.8.2009 kl. 18:42

10 identicon

Takk fyrir frábæran pistil Agnar!

Sakna þó Kristjáns Arasonar þarna einhversstaðar inn í atburðarásina og brotthvarf hans síðar frá Kaupþingi?

Annars bara,  frábær samantekt.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 19:20

11 Smámynd: AK-72

Blessaður Gandri, ég er ekki að segja að vð megum ekki gera áhlaup að banka en þetta er svo afdrífarík aðgerð, að það verður að hugsa hana alveg til enda, vega og meta hvort ástæðurnar séu réttar fyrirsvona róttækri aðgerð. Semsagt stíga varlega til jarðar svo maður lendi ekki með skítinn í andlitinu sjálfur.

Ég er t.d. á því eins og þú sérð, að bankinn hafi ekki haft nema vonda kosti í stöðunni og því er ég ekki á þeirri skoðun að rjúka í bankann eftir helgi og færa allt til. Aftur á móti held ég að það eigi að berja breytingar á þessari bankaleynd í gegn því þó það fari einn banki á hausinn, þá er hún enn til staðar. 

AK-72, 2.8.2009 kl. 19:34

12 identicon

Takk fyrir góðann pistil. Ég get fallist á þá skoðun að áhlaup á bankann er ekki skynsamleg. Ég er ekki viðskftavinur Kaupþings en hef hugsað mikið um að hætta viðsk. við minn banka ( Íslandsbanka ) en hvert ætti ég svo sem að fara, ekki get ég farið og stofnað til viðsk. á Tortolu eða hvað. Þetta er allt sama sukkið og verst er að það á bara eftir að koma sóðalegri súpa upp úr pottunum.

Þorleifur H. Óskarsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 19:36

13 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

Finnur segir að á listanum fræga sé að finna fyrirtæki sem ekkert hafa til saka unnið !

Hver eru þau fyrirtæki og hvað hafa hin til saka unnið?

Hann segir líka að viðskiptavinir Kaupþings séu um 100 þúsund og að trúnaður við þá skipti lykilmáli !

Hvað með þá sem voru sviknir af gamla Kaupþing? Er nema von að þeir séu fúlir yfir því að Nýja Kaupþing sé í slagtogi við gamla?

Það eina sem við höfum í höndunum til að koma fólki í skilning um að við lýðum ekki allt er að bregðast við.

Það var afdrifarík aðgerð að krefjast nýrrar ríkisstjórnar, en samt var lamið á ljósastaura og pönnur.

Takið því út hýruna ykkar í Kaupþing. Leggið hana undir koddann ef með þarf, bara hafið hana ekki til ráðstöfunar fyrir bankann.

Síðan þegar ríkið sér að fólki er alvara þá kannski bregðast risaeðlurnar í stjórnsýslunni við og skoða hvort breyta megi þessari bankaleyndarvitleysu.

Ef við, Agnar minn, gerum ekkert,

þá gerist ekkert.........

kv. Gandri

Guðmundur Andri Skúlason, 3.8.2009 kl. 00:24

14 identicon

Takk fyrir greinargóða samantekt. Ég vona að sérstakur saksóknari hafi samantektir í anda þessarar.

Ein afgreiðsla enn eftir hrun var þegar 27 milljarðar voru lánaðir vestur á firði. Ekki var það þekkt nafn úr atvinnulífinu sem hlaut þá, því enginn hafði áður heyrt nafn þessa lántakanda.

Sigurjón Árna var einn þeirra sem setti húsið á nafn konunnar.

Kolla (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 00:42

15 identicon

BARA EIN EÐA TVÆR SPURNINGAR:

Hverjar eru skyldur Nýja Kaupþýngs við hræið af því gamla ?

Hafði NBI eða Íslandsbanki ekki sömu rök fyrir lögbanni ?

Tryggvi (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 01:16

16 Smámynd: AK-72

Best að svara Tryggva aðeins og viðurkenni fávisku mína í þeim fræðum.

 "Hverjar eru skyldur Nýja Kaupþýngs við hræið af því gamla ?"

Svar: Öll viðskiptagögn ásamt viðskiptavinum úr gamla Kaupþingi voru flutt yfir í Nýja Kaupþing. Nýja Kaupþing ber ekki skyldur gagnvart gamla Kaupþing þannig séð(að ég held) en það ber skyldur gagnvart viðskiptavinunum hvort sem það er Jón Jónsson verkamaður eða Idi Amin Jr. fagfjárfestir samkvæmt lögum. Þeim ber að reyna að vernda trúnaðargögn um viðskiptavini sína og gæta hagsmuni þeirra. Svo var einnig skilanefnd Kaupþings með íþví að reyna að fá lögbann en þeir sjá um þrotabú gamla Kaupþings svo skyldur þeirra eru augljósari.

Reyndar hefur komð í ljós að í gamla Kaupþingi þá voru hagsmunir sumra jafnari en hagsmunir annara. Viðurkenni þó vanþekkingu mína á frekari skyldum enda hef ég ekkert gluggað í lögin um banka og bankaleynd.

"Hafði NBI eða Íslandsbanki ekki sömu rök fyrir lögbanni ?"

Svar: EIns og ég held, þá gætu þeir haft sömu rök fyrir lögbanni ef það sést að vísað er í trúnaðargögn frá bönkunum og þau birt. Aftur á móti hafa þeir ekki farið þá leið enda myndu þeir líka pissa upp í vindinn eins og Kaupþing núna. Ég held þó að þetta lögbann sé prófmál á hvað bankaleynd nær langt, hvort hún sé framar almannahagsmunum og frelsi fjölmiðla í landinu til að greina frá málum. Það verður vægast sagt spennandi að heyra hvað dómstólar segja í vikunni um þetta en ef þeir segja að bankaleynd sé ofar tjáningarfrelsi, frelsi fjölmiðla, almannahagsmunum og já, m.a.s. Davíð Oddsyni á Krossinum, þá er hún ljóti skíturinn sem þarf að breyta sem fyrst.

Þetta er allavega eins og ég held að þetta sé, en það getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér í þessum svörum.

AK-72, 3.8.2009 kl. 11:59

17 Smámynd: AK-72

Kolla:

Hvaða lán ertu að tala um? Er þetta eitthvað sem kom fram i fréttum og gætirðu vísað á það þá?

AK-72, 3.8.2009 kl. 12:00

18 Smámynd: AK-72

Ein viðbót sem skaust upp í hausinn á mér við þriðja kaffibolla núna.

  •  Glitnir hefur ráðið rannsóknafyrirtækið Kroll til að leita uppi frávik og óeðlilegar millifærslur skömmu fyrir hrun. Þetta eru þungavigtarmenn þar á ferð þannig að það er mjög líklega rökstuddur grunur um slíkt.

AK-72, 3.8.2009 kl. 12:29

19 identicon

slendingar, við verðum að rísa upp gegn þessu bandalagi klíkuskapar og sérhagsmuna. Það vita allir hvar upptökin eiga heima, það vita allir hvaða flokkur það er sem er búinn að gegnum sýra samfélagið með sjúkdómi sínum, en engin segir neitt og ég kem fram undir dulnefni af ótta við að skapa mér og mínum óvild í þessu sjúka klíku-samfélagi. Viljum við Íslendingar hafa þetta svona, eigum við að sætta okkur við það að það séu tvær stéttir í samfélaginu, önnur sem er með framkvæmdavaldið, löggjafarvaldið og hálft dómsvaldið í höndum sér og getur lifað í refsileysi og hagað sér eins og það eigi landið? Viljum við hafa þetta svona, viljið þið sem eruð að verja spillingarbandalagið hafa þetta svona? Lengi vel var það ein fjölskylda sem réði landinu, nú er það klíkubandalag sem myndaðist út frá þessari fjölskyldu með erfðaprinsinn í forgrunni. Þvílíkt og annað eins bananalýðveldi. Ég er sannfærður að ef vel bærir erlendir aðilar myndu skoða sögu okkar kæmust þeir að því að hér ríkti eins konar einræði, einræði spilltra klíkubræðra.
Ég er kannski bara einfaldur, en þið sem styðjið hressilega við bakið á klíkuklúbbnum, viljið þið virkilega hafa það að landinu sé stjórnað með þessum hætti?

P.S. Ég er bannaður á athugasemdarkerfi eyjunnar fyrir færslur sem þessa, sennilega kallar ritstjórinn þetta pólitískan áróður.

Valsól (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 13:01

20 identicon

Hér sérðu vitleysinginn Þór Jóhannesson skrifa en eina delluna.

Eitt er að hata sjálfstæðisflokkinn en að vera bindur vitleysingur er annað. 

Ef silfurskeiðaramlóðinn Björn Bjarnason og gerspilltir auðvaldsvinir hans og flokksins sem hann er svo montinn að tilheyra hefðu ekki rústað Íslandi þá væri ekki þörf á Evu Joly eða nokkurri skattpíningu eða lánahækkunum á almúgann sem raun ber vitni um í dag.

Þessi misheppnaði flokksdindill og versti Dómsmálaráðherra (og líklega versti ráðherra fyrir utan Davíð Oddsson) sögunnar ætti að læra að halda kjafti og hætta að reyna að skreyta sig með stolnum fjöðrum þeirra sem eru þó að reyna að draga hið sokkna skip aftur á flot.

Þegar ég sé Sjálfstæðismenn í dagsbirtunni þá fýkur svo í mig að mig langar bókstaflega að gefa þeim einn á kjaftinn (sem ég geri þó ekki þar sem ég svo siðprúður einstaklingur) en þegar maður neyðist til að lesa bullið frá þessari mannfýlu að þá er reiði ekki nógu öflugt hugtak til að lýsa því hvernig mér líður því ég verð foxillur og eins gott að það er ekki mynda af fíflinu með fréttinni því þá væri ég líklega búinn að tapa tölvunni í gólfi og stappa á henni í þokkabót.

Helvítis fokking fokker og föðurlandssvikari þessi auðvaldsdindill.

óskar (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 11:13

21 Smámynd: AK-72

Ég skil ekki tilgang þessa innleggs þín inn í umræðuna, óskar.

AK-72, 4.8.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband