5.8.2009 | 13:11
Hið Villta Vestur
Ég elska vestra, hef alla tíð gert það frá því að minn kæri fóstri byrjaði að sýna mér þá á stóra myndbands-hlunknum frá Nordmende sem dugði fjölskyldunni í 12 ár. Varla var maður byrjaður í skóla þegar maður hafði séð John Wayne sveifla fram Winchesternum sínum í Rio Bravo og salla svellkaldur niður þý óðalsbónda sem vildi ná drápsglöðum syni sínum úr fangelsi lögreglustjórans væna og tákngervingur hetjunnar fæddist í huga manns, hetjan sem var tilbúinn til þess að berjast gegn ofurefli til að réttlætið næði fram að ganga.
Tveimur árum síðar opnaðist nýr heimur fyrir manni þegar á RÚV eitt föstudagskvöldið hjá ömmu gömlu, birtist Nafnlausi maðurinn í fylgd með mannaveiðaranum Lee Van Cleef, í eltingaleik við bankaræningjann brenglaða Indio í For a few dollars more. Þar opnaðist nýr og grárri heimur spagetti-vestrans og þrír menn kynntir til sögunnar sem dáðir hafa verið á þessum bæ síðan: Eastwood, Morricone og Leone. Þó var það þríeykið Góða, slæma og ljóta sem átti eftir að stimplast rækilega inn í sálu mína sem uppáhaldið um ókomna tíð, þríeykið sem leitaði að stolnu gulli í miðri styrjöld í von um skjótfenginn auð og breytti ásýnd vestursins um leið í átt til þess sem það raunverulega var.
Þetta voru hetjur æsku minnar, hvítar sem gráar og hetjur í samfélagi sem var villt en hafði einfaldar reglur manna á milli. Heiður, hollusta, sannleikur og réttlæti var í hávegum hafður og framar lögum og reglum ef þess þurfti, og aldrei í hávegum haft af þeim föntum og fúlmennum sem skeldfu samfélagið með gripdeildum eða fólskulegum óðalsböndum með spilltan ættarlauk sér við hið, sem svifust einskis í því að ná því sem þeir vildu með þjófnuðum, hótunum, kúgunum og jafnvel morðum á heilu fjölskyldunum. Lögin unnu með þeim jafnvel, lögreglustjórinn og bæjarstjórinn í vasa óðalsbóndans ógurlega. Jafnvel í vestrinu sjálfu leyndust samtök miskunnarlausra auðmanna sem töldu sig hafna yfir allt, líkt og Santa Fe-hringurinn sem fékk Pat Garret til að leita uppi Billy the Kid vegna þess að hann ógnaði hagsmunum þeirra.
En oftast nær þá tókst hvítum sem gráum hetjum hvort sem það voru slyngir byssumenn sem þoldu ei óréttlætið, heiðarlegur og réttsýnn lögreglustjóri sem stóð einn gegn ofureflinu eða góðhjartaðir bófar sem vildu vernda þá sem minna eiga sín, sem klekktu á spillingunni og losuðu samfélagið úr viðjum óttans í átt til bjartari framtíðar.En umfram allt þá gilti sú grunnregla að réttlætið var ofar öllu, lögum og reglu, embættsimönnum og auðmönnum og grunnforsenda þess að sár samfélagsins greru á ný.
Þetta var vestrið í sinni enföldustu mynd skáldskaparins, vestrið sem flestir kannast við og vestrið sem flestir hugsa til, þegar um er það rætt. En er þetta það vestur sem Bjarni Ben vísar til þegar hann talar gegn breytingum eða afnámi bankaleyndar eða er það vestur sem hann talar um hið raunverulga vestur þar sem kaldrifjðair nautgripabændur og járnbrautakóngarsölsuðu undir sig land og eigur fólks með hótunum og ofbeldi, höfðu embættismenn í eigin vasa, embættismenn sem litu undan glæpum auðmanna og lögin með sér þegar kom að því að ganga að lítilmagnanum. Er það vestrið þar sem hagsmunir fárra voru ofar réttlætinu og almannahagsmunum, vestrið þar sem græðgi eftir landi og gulli réð ríkjum? Er þetta vestrið sem Bjarni Ben vísar tilí með orðum sínum um bankaleynd?
Maður spyr sig.
Þurfa breyttar reglur um bankaleyndina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.8.2009 kl. 11:53 | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll AK.
Þetta er réttmæt spurning sem þú berð fram. Nú er bara að vona Bjarni Ben (BB) svari spurningunni.
Lilja Skaftadóttir, 5.8.2009 kl. 13:54
BB skaut fótinn af með þessum orðum sínum.. hann er nátengdur spillingunni og er eignaraðili að fyrirtæki sem fékk hundruð milljóna að láni og leigir síðan eignir sínar til N1..
Óskar Þorkelsson, 5.8.2009 kl. 15:34
Flottur pistill.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 5.8.2009 kl. 16:08
Ég hélt alltaf með indíánunum í vestrunum. Myndin The good, bad and the ugly var ótrúlega löng og hæg, en samt gat maður ekki hætt að horfa á hana.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.8.2009 kl. 01:45
Hvers lags bull er þetta. Það sem að Bjani átti við var að hann vilji ekki fórna réttarríkinu, að það verði í lagi að brjóta lög. Þið komið svo bara með útúrsnúninga og bull. Eru þið til í að búa í landi þar sem að það verði í lagi að brjóta lög, vegna þess að það þjóni einhverjum hagsmunum. Hver á að meta það hvenær það er í lagi að brjóta lög og hvenær ekki? Hver á að meta það hvaða hagsmunum á að þjóna þegar að lög eru brotin? Erum við ekki búin að fórna nóg í þessa bankakreppu þó að við förum ekki að fórna réttarríkinu líka? Einghvers staðar stendur "með lögum skal land byggja". Lögin verða að gilda og þangað til að lögum verði breytt í þágu almennings og bankaleynd verði rýmkuð þá er uppljóstrunin lögbrot.
Jóhann Pétur Pétursson, 6.8.2009 kl. 07:28
Jóhann Pétur, ég sá samlíkingua á þessu kjaftæði í honum bjarna þínum á netinu í morgunn, það var svona :
Að vera að agnúast yfir því að lög hafi verið brotinn vegna þess að einhver ákvað að leka spillingunni í fjölmiðla, er eins og að kæra sjúkraflutningamann í neyðarakstri fyrir að aka yfir á rauðu ljósi !!
Sjallar eru að verða berrassaðir hvað af hverju...
Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 09:40
Góður, Óskar.
Jóhann Pétur, byrja á því að benda þér á fulla tilvitnun þess sem þú vísar til:
Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða.
Þarna grundvallast þetta feitletraða í því sem er verið að heimta, að það skuli vera mun alvarlegra mál að upplýsa um glæp eða brjóta lög sem hönnuð voru fyrst og fremst til að þjóna hagsmunum fárra manna á kostnað heildarinnar. Lög hafa oft verið brotin í gegnum tíðina í þeim tilgangi að upplýsa um glæpi eða benda á hversu ósiðleg og óréttlát þau eru. Tökum sem dæmi: Watergate, Apartheid í S-Afríku sem var bundið í lög, barátta kvenna fyrir kosningarétti, mannréttindabarátta ýmiskonar. Þagnarskylda á nefnilega ekki að vera heilagri en svo að ef þú ert neyddur til að þaga yfir siðlausri starfsemi eða glæpum líkt og með lánabók Kaupþings, þá eiga almannahagsmunir að ráða för, ekki hagmsunir valdaklíkna sem Bjarni Ben þjónar, sömu valdaklíku og kom landinu í þessa stöðu.
Og svo finnst mér rétt að benda út frá þessu. Ég blæs á þetta hjal með réttarríkið. Réttarríkið getur aldrei orðð betra en samfélagið og eins og staðan er í dag þá er réttarríkið rotið og spillt. Við höfum vini og vandamenn fyrrum forsætisráðherra í hæstarétti og héraðsdómi, ráðnir út á flokkskírteini framar hæfileikum, ráðherrar og þingmenn hafa fengið að komast upp með að lögbrot, stjórnarskrábrot og hafa hrokafullt starað siðblint með fyrirlitingaglampa á pöpulinn og sagt:"Lögin eru barn síns tíma" eða "Ykkur kemur ekkert við hvernig við högum okkur". Lög gilda nefnilega ekki um þá, þeir eru hafnir yfir lög og því erfitt að kalla það réttarríki á meðan svo er. Svo er það nú að á meðan ekki fer fram opinber rannsókn á mútugreiðslum til Sjálfstæðisflokksins vegna einkavinavæðingar á Hitaveitu Suðurnesja, þá held ég að það sé erfitt að segja að lög gildi um alla, þau gilda bara um suma sem ekki tilheyra réttum flokki eða hópi auðmanna.
Á meðan svo er, á meðan ekkert er aðhafst gegn mönnum sem þáðu mútur og skammast sín ekkert fyrir það, á meðan ekkert er aðhafst gegn mönnum sem þjónuðu auðmannaklíkum framar almannahagsmunum, á meðan það er skelfilegri glæpur að upplýsa um ljóta glæpi en að setja heila þjóð á hausinn, á meðan leynd þjónar hagsmunum glæpamanna framar almenningi sem þarf að greiða fyrir glæpina, þá blæs ég á svona hjal um réttarríki og lög séu æðri réttlætinu.
AK-72, 6.8.2009 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.