6.9.2009 | 15:45
Magmalof Moggans og útreikningar vegna Magma-samnings OR
Sumar fréttir fær mann til þess að klóra sér í hausnum og sumar þá sérstaklega, þ.e. "fréttir" sem eru í raun einhliða kranablaðamennska settar fram til að verja ákveðinn aðila. Um það má segja þegar litið er yfir þessa áróðursfrétt Morgunblaðsins sem síðustu daga hefur breytt haus sínum í Magma-blaðið þegar kemur að því einkafyrirtæki sem er að ná yfirráðum yfir auðlindum þjóðarinnar á Suðurnesjum. Í þessari grein er greinilega eingöngu notast við gögn OR sem er stjórnað af REI-flokkunum í borginni og viðmælandinn er aðeins einn: forstjóri OR sem var ansi nátengdur REI-málinu og reynt að fegra málið eða þæfa það líkt og tekst sumpart í þessari grein þar sem ekki er reynt að skýra hlutina þannig að almennur lesandi geti gert sér grein fyrir hlutunum. Nei, flækjustig viðskipta-orðtaka og annars slíks sem notað var til að rugla fólk í feluleik bankanna og engir upplýsandi útreikningar settir fram um hvort þetta sé gróði/tap fyrir Reykvíkinga, nokkuð sem ég birti hér síðar í þessari ádrepu allri.
Við vitum svo sem og höfum alltaf vitað að afstaða Morgunblaðsins ræðst fyrst og fremst af hagsmunum Sjálfstæðisflokksins og ákveðinna auðmanna sem þeim eru þóknanlegir, og slikt eins og venjulega virðist eiga við nú. Þetta hófst fyrir helgi með lofgjörð fyrir helgi um Magma sem var eins og klippt frá 2002 úr Morgunblaðinu nema búið að skipta út Samson í staðinn fyrir Magma og Ross Beatty í staðinn fyrir Björgólfs-feðga. Slík var slepjan og lofgjörðin frá almannatengsli þeirra sem skrifaði greinina og framkallaði fram kjánahroll dauðans þá.
Eitthvað impraði svo Jónína Ben á varnaðarorðum um Magma og HS Orku, manneskjan sem varaði mann og annan við Kaupþing og Baug og hvernig íslenskum bönkum var stjórnað, með harkalegum viðbrögðum ritstjórans en hvort það hafi verið réttmætt eða óréttmætt gagnrýni og svar, veit ég ekki enn þar sem ég hef ekki lesið greinina hennar.
En það sem einkennir grein Moggans þó er að reynt er mjög hlutdrægt að gera lítið úr allri gagnrýni og fegra hlutina sem felast í hinni "tæru snilld" samningsins. Þar er skautað framhjá mörgu eða jafnvel mishermt eða hálfsannleikar með engum gagnrýnum spurningum. T.d. er tekið fram að erlend lán OR séu með 1% vöxtum en er það svo? Hvar er yfirlitið sem sýnir það því það var sagt einhversstaðar annars staðar að lægsta lán OR hefði þessa vexti en lánasafnið væri með 1-9% vexti í heild sinni. Þess skal getið að Bandaríkin sem fær hæstu lánshæfiseinkunn fær víst best 3% vexti samkvæmt Bloomberg, þegar það tekur lán en ekkert er spurt út í slíkt.
Þó má finna athyglisverða punkta snemma í greininni sem ég vona að séu réttir svo sem:"Kveðið er á um það í samningnum að eigandinn megi ekki taka nein verðmæti út úr HS orku með eignasölu og jafnframt að arðgreiðslur fari inn á vörslureikning sem standi undir tryggingabréfinu. Þá verður árlega ráðist í virðisrýrnunarpróf og fari virði veðsins undir ákveðin viðmiðunarmörk í gefinn tíma, þá þarf kaupandinn að leggja fram auknar tryggingar eða greiða inn á lánið. Annars hefur OR heimild til gjaldfellingar og eignast þá selda hlutinn aftur, auk þess að halda eftir 3,5 milljarða staðgreiðslu."
Eins og venjulega þegar Morgunblaðið eða Magmablaðið, fer í vörn fyrir þá sem stjórna þar á bak við tjöldin, þá er auk þess skautað framhjá ýmsum hlutum svo sem að gagnrýnin beinist alveg sérstaklega að því að þarna er verið að afhenda einkafyrirtæki nýtingarréttinn í 65-130 ár og tryggir þeim algjört vald yfir atvinnu-uppbyggingu á svæðinu, nokkuð sem er einfaldlega dulbúin einkavæðing. Það má benda t.d. á að einmitt Bandaríkin sem forkólfar fasisma fyrirtækjaræðis og frjálshyggju, horfa oft aðdáunaraugum til, miðar við 10 ára nýtingarrétt. Má jafnvel gera að því skóna að þetta sé tilraun sem veirð sé að framkvæma til að athuga með næstu skref:einkavinavæðingu OR og svo Landsvirkjunar ef Sjálfstæðisflokkurin skyldi ná völdum á ný,þjóðinni til mikilla hörmunga og endaloka vonar hennar um upprisu frá blindri illsku græðgisvæðingar frjálshyggjunar sem kom okkur á kné.
Margt fleira má svo sem setja út á þessa áróðursblaðamennsku fyrir leikvöll REI-flokkana í OR óg þáttakanda þar sem enn á ný eru farnir á stjá en það sem er þó mjög umhugsanavert er eins og Borgarahreyfingin benti á, er sú staðreynd að þarna eru sveitarfélög að braska með eigur þjóðarinnar allar án þess að farið hafi fram umræða í samfélaginu eða þverpólitískt sátt mynduð um þetta. Þarna er verið að nýta tækifæri kreppunnar til að einkavæða til vafasamra aðila, kanadísks Gordon Gekkos, fyrirtækis sem ekki er vitað um hver á en gæti verið í eigu útrásarvíkinga eða Rio Tinto. Auk þess hefur engin heildstæð stefna verið mynduð í orkumálum og því virkar þetta sem að það sé verið að reyna að koma því í gang að auðlindir þjóðarinnar verði einkavæddar áður en menn vakni upp við þann vonda draum að þjóðin á ekki neitt, Sjálfstæðismenn hafi náð að selja allt frá sér í gegnum sveitarfélögin.
Að lokum þá langar mig til að taka mér smá bessaleyfi og birta hér sláandi útreikninga um hina "tæru snilld" samningsins sem OR hefur gert við Magma sem ég og fleiri hafa fengið sent. Tölurnar þar lýsa nefnilega tapi Reykvíkinga á þessum samningi, nokkuð sem mun skila sér í hærra orkuverði með versnandi lífsægðum og verri skuldastöðu fyrir OR sem í dag skuldar um 210 milljarða. Þetta er framkvæmt af manni sem er ekki flokkstengdur eða slíkt, svo sú vörn fer og hann biður líka um það að þetta verði hrakið með tölfræði, nokkuð sem sárlega vantar í allan málflutning þeirra sem ætla að lauma þessum samning í gegnum borg og býli. Hér er sá útreikningur allur:
"Ágæti lesandi,
Í ljósi þess að athugasemd sem ég skrifaði inn á bloggsíðu Láru Hönnu Eiríksdóttur varðandi sölu Orkuveitur Reykjavíkur á 31.23% hlut sínum í HS Orku til Magma Energy hefur verið notuð víða í skrifum annarra aðila um málið vil ég útskýra aðeins betur niðurstöðu mína í þessu máli.
Síðan ég skrifaði upphaflega athugasemd mína um samning OR við Magma Energy, hefur samningurinn verið birtur, sem eru mjög góðar fréttir. Það breytir smá útreikningum mínum en því miður ekki í aðalatriðum. Tap Orkuveitu Reykjavíkur á sölunni til Magma Energy eru tæpir 10 milljarðar króna án tillits til áhrifa verðbólgu og gengisbreytinga næstu 7 árin.
Lát mig reyna að útskýra hvernig ég reiknaði dæmið, og hvet svo alla sem geta hrakið útreikningana - með öðrum útreikningum - að gera það. Því ég vona fyrir hönd eigenda Orkuveitu Reykjavíkur og Íslendinga að þetta sé allt mikill miskilningur og að fjárhagslegur hagur þeirra hafi verið tryggður.
A. Beint bókfært tap
Beint bókfært tap af sölunni er ISK 3,695 milljónir og reiknast svo (allar tölur hér að neðan eru í milljónum króna, 1,000 milljónir = 1 milljarður):
ISK milljónir | Skýringar | Bókfært | Söluverð | Tap |
Keyptir hlutir af Hafnarfirði | 1 | 7,078 | 5,655 | -1,423 |
Hlutir í eigu OR | 2 | 8,675 | 6,402 | -2,273 |
Samtal | 15,752 | 12,057 | -3,695 |
Skýringar
1. Keyptir hlutir af Hafnarfirði
OR keypti 896.154.577 hluti af Hafnarfjarðarbæ, kaupverðið tæpir 7.90 kr á hlut, eða 7.078 milljónir
OR selur Magma 896.154.577 hluti á 6.31 kr per hlut, eða á 5.655 milljónir
Bókfært tap 1.423 milljónir
2. Hlutir í eigu OR
Bókfært verð hluta í eigu OR er 8.675, þetta gefur bókfært verð beggja hluta sem 15.752 milljónir
Söluverð Magma er önnur þekkt stærð, eða 12.057 milljónir
Þetta þýðir að eldri hlutir í eigu OR eru seldir með 2.273 milljóna tapi
Samanlagt bókfært tap er því 15.752 - 12.057 = 3.695 milljónir
B. Vaxtakostnaður
Flóknara, og umdeilanlegra, er hvernig ber að reikna vaxtahliðina en meðfylgjandi eru þær forsendur sem ég hef notað:
Söluverð til Magma | ISK milljónir | |
Staðgreitt | 30% | 3,617 |
7 ára kúlulán | 70% | 8,440 |
100% | 12,057 |
- OR lánar semsagt Magma 8.440 milljónir í 7 ár.
- OR er mjög skuldsett fyrirtæki og á þessa peninga ekki í sjóðum. OR þarf því í raun að taka lán fyrir þessari upphæð eða eins og má líka orða það OR getur ekki greitt niður sín lán í dag um 8.440 milljónir því ekki fengið söluandvirðið að fullu greitt frá Magma. Því er fullkomlega eðlilegt að reikna vexti af þessari upphæð. Bæði vexti sem OR fær borgað fyrir að lána Magma þessa upphæð en líka þá vexti sem OR þarf að borga af þessari upphæð (því getur ekki greitt upp önnur lán því ekki fengið neitt greitt).
- Magma borgar OR 1.5% óverðtryggða vexti af þessari upphæð, það er staðreynd.
- Skv. árshluta skýrslu OR (30.06.2009) bera vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins 0.1-9.325% vexti.
- Ólíklegt verður að teljast að OR fái vexti nálægt núllinu þessa dagana, ætli efri mörkin séu ekki líklegri.
- Hins vegar verður að teljast ljóst að ef OR fengi þessa 8.440 milljónir greiddar í dag þá myndi OR nota þá (vonandi) til að greiða fyrst upp óhagstæðustu lánin sín, þ.e. með 9.3% vöxtunum og því er sú vaxtaprósenta notuð hér
Lánsupphæð til Magma | 8,440 | |
1.5% Vextir inn (frá Magma) | 1.5% | -127 |
9.325% Vextir út (m.v. vaxtaberandi kostnað OR) | 9.325% | 787 |
Nettó vaxtagjöld umfram tekjur á ári | 660 | |
Samtals vaxtagjöld umfram tekjur í 7 ár | 4,623 |
Til viðbótar bætist að OR skuldar enn Hafnarfjarðarbæ fyrir hlutinn sem keyptur var af þeim.
Skv. samningum þá borgar OR Hafnarfjarðarbæ 50% strax, sem er álíka upphæð og 30% staðgreiðslan frá Magma.
Kaupverð á hlut Hfj | 7,078 | |
OR staðgreiðir Hafnarfjarðarbæ 50% |
| 3,539 |
Skuld OR við Hafnarfjarðarbæ til 7 ára | 3,539 |
Af skuld OR við Hafnafjarðarbæ þarf OR að borga 4.5% auk VERÐTRYGGINGAR, hér er ekki tekið tillit til hennar, en allir þekkja í dag hversu gríðarleg áhrif hún getur haft.
Vextir (greitt til Hafnarfjarðarbæjar) 4.5% á ári | 159 | |
Samtals vaxtakostnaður við Hfj.bæ á 7 árum án verðtryggingar | 1,115 |
Út frá þessum forsendum er vaxtakostnaður OR ISK 5.738 milljónir á 7 árum
Vaxtagjöld umfram tekjur í 7 ár | 4,623 | |
Vaxtagjöld til Hafnarfjarðarbæjar í 7 ár |
| 1,115 |
Samtals vaxtarkostnaður OR í 7 ár | 5,738 |
C. Samanlagt áætlað heildartap
Heildartap OR af samningnum er því áætlað ISK 9.433 milljónir án þess að tekið sé tillit til gengisáhættu (né verðtryggingarnar af láninu við Hafnarfjarðarbæ).
Beint bókfært tap | 3,695 | |
Nettó vaxtabirgði OR í 7 ár |
| 5,738 |
Heildartap OR vegna sölunnar | 9,433 |
Ef rétt þá reynist ekki "dýr Hafliði allur"
Almennt um gengisáhættu
Til viðbótar kemur gengisáhætta, en lánasafnsfléttugjaldeyrisstýringuskýringin hjá Guðlaugi G Sverrissyni, stjórnarformanni OR, í Kastljósi 1sta September 2009 var ansi loðin. OR hefur vissulega beitt almennri gjaldeyrisáhættustýringu í gegnum tíðina, en því miður ekki tekist neitt sérstaklega vel til eins og ársreikningar þeirra sanna. Því hef ég áfram mínar efasemdir um gengisvörn samningsins (sem verður auk þess að vera ansi öflug til að bæta upp tapið því eftir stendur ofangreint tap af samningnum, með eða án gjaldeyrisvarna).
Góð vaxtakjör?
Guðlaugur, stjórnarformaður OR, hélt því líka fram í Kastljósi 1 September 2009 að 1.5% vextir af skuldbréfinu til Magma væru góðir vextir þar sem stýrivextir í US væru nánast 0%. Svona málflutningur er stórlega misvísandi. Það fær enginn lán á stýrivöxtum, ekki einu sinni bandaríska ríkið (sem er með AAA credit rating) það þarf að greiða 3% vexti af sínum 7 ára lánum (www.bloomberg.com). Þetta eiga allir stjórnarmenn í öllum fyrirtækjum að vita. Magma er nýstofnað fyrirtæki sem hefur verið rekið með tapi hingað til. Er það betri skuldunautur heldur en bandaríska ríkið að mati Guðlaugs? Reyndar er það ekki móðurfélagið Magma sem er að kaupa hlutinn í OR, heldur sænskt eignarhaldsfélag í eigu Magma!
Óbeint eignahald OR - Samræmist það úrskurði Samkeppnisráðs?
Eftir stendur að OR er með óbeina eingaraðild að HS Orku. Þetta er vegna þess veðs sem tekið var í hlutabréfum Magma í HS Orku. Þessi óbeina eignaraðild nemur 21.86% af heildarhlutafé HS Orku, sem er vel yfir þeim 10% sem OR mátti eiga í HS Orku. Er samningurinn við Magma því í raun ekki ógildur? OR ber skylda gagnvart eigendum sínum að tryggja að virði þessa hlutar skerðist ekki. Hvernig hyggst OR að gera það ef félagið má ekki koma nálægt rekstri HS Orku?
Að lokum má benda á að það hefði mátt draga úr tapi OR af þessum samning með því að selja ekki öll bréfin (31,23%) í félaginu. En samkvæmt síðasta úrskurði Samkeppnisstofnunar er OR heimilt að eiga áfram 10% hlut. En auðvitað hefði OR ekki átt að taka tilboði Magma nema gegn 100% staðgreiðslu (fyrst Magma er svona góður skuldunautur þá hefði þeim ekki átt að vera skotaskuld úr því að fá lán erlendis).
Ef útreikningar mínir eru réttir þá vona ég svo innilega að þessum samningi verði hafnað. Það er ekki hægt að bjóða íslenskri þjóð lengur upp á svona vinnubrögð og svona viðskiptahætti.
Með kveðju,
Birgir Gíslason"
Ég vona svo að fólk sem ætlar að gagnrýna útreikningana sýni fram á það með tölfræði en ekki innantómum orðum flokksmataðs áróðurs um að allt sé rangt því flokkurinn segir að það sé rangt.
Fjölmennum svo á fimmtudag í ráðhúsið, mætum á pallana og látum óánægju okkar í ljós með veru okkar þar og sýnum jafnvel í verki.
Epli og appelsínur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:30 | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skammaðu VG og Sf fyrir að stoppa þetta ekki með því að leyfa OR að eiga þetta. Og það er jú Sf í Hafnarfirði sem er líka að neyða þetta í gegn.
Einar Þór Strand, 6.9.2009 kl. 16:54
Hafðu þökk fyrir þá baráttu sem þú sýnir við að verja Landið okkar við svona þjóðníðslu.
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 11:08
Gerður Pálma, 9.9.2009 kl. 07:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.