30.10.2008 | 17:41
Eru bankarnir að fella niður lán eigin starfsmanna vegna hlutabréfakaupa?
Á blogg-síðu Egils Helgasonar, þá birtist eftirfarandi bréf frá bankamanni:
"Smá saga af því sem er að gerast innan bankanna þriggja núna - staðfest frá fyrstu hendi þar sem ég er einn af þeim sem þetta á við. Finnst siðferðisleg skylda mín að láta vita af þessu.
Mikill fjöldi starfsmanna hefur keypt hlutabréf gegn láni (og þá helst erlendu) á undanförnum árum og jafnvel stuttu fyrir hrunið. Innan bankanna er unnið að því hörðum höndum að leysa úr þessari flækju og losa fólk undan þessari skuldbindingu - ástæðan er m.a. sú að starfsmenn sem tapa öllu og verða gjaldþrota mega ekki vinna hjá bankanum.
Hvaða sanngirni er þetta - ef losa á ákveðinn hóp undan skuldbindingum, afhverju á það ekki við alla. Þetta þarf að fá á hreint frá Björgvini G., formönnum skilanefnda og/eða núverandi bankastjórum.
Annað að fjölmargir framkvæmdastjórar seldu eitthvað að bréfum vikuna fyrir hrunið - FME hlýtur að rannsaka það og bakfæra slík viðskipti, við treystum þeim til þess (eða ekki!)."
Í athugasemd stuttu á eftir segir Gestur H þetta:
"
Um fyrsta bréfið, frá bankamanni:
Ef þetta er rétt (sem ég veit því miður að er) þá er með þessu verið að rýra eignir sjóðanna. Gæðingarnir losa sig undan skuldbindinum og almenningur fær að borga brúsann.
Þetta er beint orsaka samhengi: Gæðingarnir sleppa - sjóðirnir rýrna - almenningur tapar.
Sjálfur mátti ég sætta mig við 31,2% rýrnun á mínum sparnaði, þetta yfirgengilega siðleysi verður að stoppa. Sumir af þessum gjörningum eru þess eðlis að þeir geta tæpast verið löglegir."
Þegar maður hugsar svo um hverjir eru líkelgastir til að hafa verið að kaupa hlutabréf með lánum innan bankanna, þá eru það helst yfirmenn og liðið sem hefur hagað sér mest af siðleysi og heimsku í innherjaviðskiptum í tengslum við ráðgjöf vegna ÍLS, IceSave o.fl. Allt þetta fólk er enn starfandi hjá bönkunum í toppstöðum.
En það er ekki bara það, heldur er þetta gróf mismunu í garð annars fólks sem þeir mismuna með þessum hætti. Það er skýlaus krafa að þeir grei það sama þegar kemur að lánum viðskiptavia sinna og ég m.a.s. efast jafnvel um að þeir séu að haga sér samkvæmt lögum í þessu. Allavega á að hefjast tafarlasut rannsókn á þessu og stöðvun á þessum gjörningum, eða að það sama verði gert við aðra skuldara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.10.2008 | 19:55
Dýrkeyptur Davíð
Þegar maður skoðar fréttir dagsins, setur hlutina í samhengi um stýrivaxtahækkunina, þá verður að segjast að Davíð Odsson er snillingur. Hann er snillingur í að drepa von fólks, þennan litla vonarneista sem kom í brjóst manns í gær á borgarafundinum og ég er farinn að halda að hann sé einn við stjórn þarna því ekki sjást hinir bankastjórnendurnir né ríkistjórnin þar sem Sjálfstæðismenn þora ekki að hrófla við þessum stjórnlausa Fenrisúlfi.
Skoðum nokkra hluti:
- Davíð Oddson hefur verið sagður vera ósáttur við aðkomu IMF.
- Hann tilkynnir að þessi skyndilega stýrivaxtahækkun sé vegna IMF.
- Ekki er enn búið að skrifa undir eða samþykkja samkomulag IMF.
- Ásmundur Stefánsson og Friðrik Már Baldvinsson sögðu fyrir framan þingnefnd í gær, að stýrivaxtahækkun væri EKKI SKILYRÐI AF HÁLFU IMF.
- Þetta er gert á þeim tíma þegar forkólfar ríkistjórnarinnar eru staddir annars staðar, ekki virðist vera samráð eða kynning til handa ríkistjórninni.
Ég játa að þegar maður hefur þessa hluti í huga, þá er það fyrst og fremst um að þarna sé einhver einleikur Davíðs og smjörklípa á ferð til að koma beina athyglinni frá einhverju. En hverju? Var einhver sannleikur á ferð í Kompás í gær? 'Maður veit ekki, þar sem mikið er logði en það breytir ekki um eitt: Davíð þarf að kveða niður líkt og drauginn Glám forðum.
Hvar er Grettir þegar við þurfum hann í Seðlabankann?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.10.2008 | 12:04
Mótmælum öll!
Ef einhvern tímann hefur verið tilefni til að láta í okkur heyra og að almenningur sýni að honum er ekki sama um hvernig komið er, þá er það núna. Ég er allavega hættur að vera þrælslunduð mús sem tuðar út í horn, ég ætla að vera maður sem þorir að mótmæla því þegar samfélagið er lagt í rúst. Hvað með ykkur?
Það er einnig mótmælt á Akureyri og á Seyðisfirði kl. 16:00
Skilst annars að fundarhöld hefjist niður á Austurvölli kl. 15:00 en blysförin að ráðherrabústaðnum sé upp úr fjögur.
![]() |
Rjúfum þögn ráðamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.10.2008 | 20:27
Hýenur hlutabréfamarkaðarins-Grein frá því í sumar og eftirleikur hennar
Þegar Exista stal af mér hlutabréfunum í Símanum síðastliðið sumar, þá ákvað ég í reiði minni að skrifa grein í Morgunblaðið, þar sem ég lýsti framferði þeirra sem því miður vakti ekki mikla athygli nema hjá vinnufélögum, vinum og ættingjum. Greinin sú fór ekki vel í þá Exista-menn og var einn þeirra sendur í það að svara mér. Svargreinin var annarsvegar hálfgerð lofgrein um hvað Exista væri stöndugt og æðislegt fyrirtæki og hvað þeir hefðu marga hluthafa. Reyndar var þetta með hluthafana ansi vafasamt þar sem margir þeirra höfðu eignast bréf í Exista þegar Kaupþing ákvað að sleppa því að greiða út arð í peningum, heldur lét hluthafa sína fá Exista-bréf, hvort sem var um að kenna blankheitum eða öðru.
Restin af greininni fór í hrokafullan skæting sem mannin fannst varla svaraverður, þar sem annarsvegar var gefið var í skyn að maður væri að ljúga og jafnvel eitthvað klikk fyrir að hafa viljað halda mínu hlutafé í Símanum. Að lokum klykkti manngreyið út með því að það væri nú aldrei hægt að gera öllum til geðs og að sjálfsögðu yrðu alltaf einhverjir óánægðir með það að vera rændir.....ég hef nú ekki séð enn fólk dansa um af gleði yfir því að vera rænt.
Svo leið sumarið, ég sendi inn fyrirspurn um gjörðir Exista og hvort þetta væri leyfilegt, til FME sem af sinni alkunnu vandvirkni og áhugamennsku um hagsmuni almennings, svaraði aldrei. Í framhaldi tóku miklar annir við, sem höfðu meiri forgang en að hjóla í Exista strax þó ég hugleiddi næstu skref. Ég hugsaði mér að e.t.v. ætti maður að reyna að hafa samband við e.t.v. Vilhjálm Bjarnason, þingmenn og jafnvel viðskiptaráðherra með beiðni um að hið minnsta yrði tekið á þessum málum svo stórfyrirtæki gætu ekki rænt pínulitla hluthafa í krafti valds síns. En svo dundi ósköpin á þjóðinniog í dag, segi ég fyrir mitt leyti að ég græt svo sem ekki peningin en maður vill að tekið sé á siðferðinnu og að svona geti ekki gerst. Reyndar vonast ég einnig til þess að Björgvin viðskiptaráðherra leyfi mér að fara inn í Exista, fremstan í fararbroddi víkingasveitar, þegar kemur að því að taka þurfi til á þeim bænum. Ég þarf nefnilega að svara svargreininni.
Hérna er þetta greinarkorn:
"Hýenur hlutabréfamarkaðrins
Þann 11. Júní síðastliðinn fékk ég símtal frá Kaupþing sem er í eigu Exista hf., þar sem mér var sagt það að Exista hf. hefði ákveðið að hrifsa af mér hlutabréfin sem ég átti í Símanum eða Skiptum eins og það kallast í dag, í skjóli þess að vera orðinn stærsti fanturinn á skólalóðinni, þ.e. stærsti hluthafinn. Þetta hafði þeim tekist eftir einstaklega vafasöm brögð við það að setja Skipti á markað og kippa í burtu örstuttu síðar án þess að gefa almenningi færi á að eignast hlut í fyrirtækinu líkt og var skilyrði einkavæðingar Símans. Í framhaldi af því þá gerði Exista hf. yfirtökutilboð sem ég ákvað að ganga ekki að enda hafði ég grun um að Exista hf. væri frekar vafasamt fyrirtæki siðferðislega og betra að halda mínum bréfum sem ég hafði átt og vildi eiga, frá því 2001 heldur en að láta hlunnfara sig. Því miður höfðu þeir þá lagaglufu sem kallast innlausn og gefur þeim svipuð réttindi til að ræna nesti smælingjanna líkt og sambærilegir fantar á skólalóðinni og sönnuðu fyrir mér grunsemdir mínar.
Í staðinn fyrir þetta ágæta nesti sem maður átti í formi hlutabréfanna í Skiptum, þá átti ég að fá hlutabréf í Exista að sama andvirði, sem myndu afhendast mánuði eftir ákvörðun Exista hf um innlausn án kosts um að geta losnað við þau. Ef þau jöfnu skipti eru skoðuð nánar, þá má sjá þetta er álíka og að láta rífa af sér góða nautasteik og vera afhent vel úldið og maðkað hrossakjöt í staðinn og fullyrt að það sé sami hluturinn. Exista hf. ákvað nefnilega hvað hlutabréfin í sér og Skiptum væru mikils virði, verðlagði eigin bréf á genginu 10,1 og gáfu svo út hlutabréf í sjálfu sér til að standa undir þessu. Þegar ég fékk vitneskju um þetta þá stóð raungengi Exista í 8,85 og hafði einmitt lækkað frá verðlagningu Exista sem gilti. Í dag þegar þetta er skrifað, stendur gengið í 7,60 og má alveg reikna með að það verði komið lægra þegar ég fæ loksins hlutabréfin í þessu fyrirtækii. Ef við setjum þetta upp í krónutölu þá er e.t.v. auðveldara að gera sér grein fyrir tapinu og miðum við gengi hlutabréfanna x 10 þúsund hlutir.
2. júní þegar stjórnin ákveður að gefa út hlutabréf : 101.000 kr.
11. júní þegar ég fæ vitneskju um þetta: 88.500 kr.
28. júní þegar greinin er skrifuð: 76.000 kr.
2. júlí þegar loksins bréfin í Exista eru afhent mér: 70.000 kr. eða lægra?
Í lögum er kveðið á að þegar innleyst eru bréf í skjóli fantaskaps stærsta hluthafans, þá beri að greiða fyrir það með raunverulegu andvirði. Eins og sjá má þá er það ekki gert, heldur er verið að féfletta mig ásamt öðrum sem í þessu lenda, auk þeirra sem gengu að yfirtökutilboði Exista hf. með því að afhenda mér ekki raunverulegt andvirði í peningum. Í staðinn fær maður lélegan og illa lyktandi skeinipappír á yfirverði sem er ekki í neinu samræmi við raunveruleikann og ekkert reynt að bæta það tap sem verður vegna biðtímans. Við það bætist að ég hef engan áhuga á að eiga hlut í fyrirtæki þar sem siðlaust fólk ræður ríkjum . Að mínu mati er þetta því ekki annað en hreinn og klár þjófnaður þó löglegur sé, sérstaklega með tilliti til þess að Exista gefur ekki færi á að fá andvirðið í peningum, heldur fær einhliða að setja alla skilmála sjálft og ræður því algjörlega hvað það lætur fólk fá í staðinn fyrir eigur þess. Ég veit allavega að ef ég myndi haga mér svipað sem einstaklingur þá sæti ég annað hvort inni eða lögreglan væri að vara við þessu sem nýju formi af Nígeríu-svindli.
Í augum leikmanns eins og mér, lítur þetta út sem að hafi verið ætlunin allan tímann hjá því kaldrifjaða og samviskulausa fólki sem fer með stjórnun hjá Exista. Þeir ná þarna að sleppa við að greiða um 25% kaupverðs í Skiptum og munu svo örugglega í framhaldi kaupa hlutabréfin af fólki sem þeir hafa þannig prettað, á spottprísi. Þegar þeir hafa svo náð því til baka sem þeir gáfu út til að fjármagna kaupin í Skiptum, verður svo bréfunum ýtt upp á ný, þeir koma út í gróða og hafa náð að sölsa undir sig stöndugt fyrirtæki með siðlausum klækjum og bellibrögðum á kostnað annara. Þetta er ekki ólíklegt því annað eins hefur gerst og viðskiptasiðferðið frekar dapurt meðal fjárfesta hér á landi.
Að lokum fær þetta mann til þess að hugsa um hvort það sé ekki þörf á því að viðskiptaráðherra beiti sér fyrir lagabreytingum sem geri það að verkum að litlir hluthafar njóti einhverjar verndar frá þeim stóru sem haga sér svipað og Exista o.fl. slíkir. Hér á landi virðist einnig vanta lög til að bæta viðskiptalegt siðferði og vernda almenning fyrir þeim rándýrum sem leika lausum hala í viðskiptalífinu og rífa fólk á hol fjárhagslega. Því er ekki skrítið að fólk eigi létt með að trúa því að bankarnir standi fyrir gengisfellingu krónunnar, sérstaklega þegar viðskiptalegt siðleysii virðist ríkja meðal fagfjárfesta . Ég hvet að lokum fólk til að forða sér frá því að láta peninga sína í fyrirtæki á hlutabréfamarkaði eða sjóði þar sem Exista og slík fyrirtæki fá að leika sér með, því það er öruggt að slíkar hýenur hlutabréfamarkaðsins munu ganga í burtu hlæjandi, með annara manna fé í sínum vösum. "
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.10.2008 | 20:26
Illa unnin frétt, skjaldborgin um Davíð og umhugsanarverð blaðamennska
Það er ekki svo langt síðan að Pétur Gunnarson fyrrum Eyjumaður, gagnrýndi fjölmiðla fyrir tilkynninga-blaðamennsku og er þessi frétt um mótmælin á Austurvelli gott dæmi um slíkt. Hún er byggð upp á tveimur tilkynningum og ber þessi greinilega merki að viðkomandi hafi ekki veirð á svæðinu, ólíkt mér.
Fyrir það fyrsta þá sýndist mér vera e.t.v. um 2 þúsund manns þarna , frekar en fimm hundruð og gætu verið talsvert fleiri. Mikið af fólki bættist í hópinn eftir að mótmælafundurinn hófst og gæti jafnvel verið mun meiri fjöldi hafa verið þarna.
Svo er það þetta með að verið sé að leggja Davíð í einelti og hann einn eigi að axla ábyrgð. Það er engan veginn ekki rétt enda voru ég sem og mitt fólk þarna undir þeim formerkjum, að það yrði að skipta um stjórn og stjórnendur Seðlabankans 1,2 og 3. Ekki vorum við þau einu, heldur einnig allir þeir sem tóku til máls ásamt því að fleiri yrði að draga til ábyrgðar. Hörður Torfason orðaði það mjög snyrtilega að tll þess að draga mennina sem hafa leitt okkur til glötunar, yrði að taka tappan úr baðkarinu fyrst til að baðkarið tæmdist, og Davíð er sá tappi. Ef hann fer, þá fylgja þeir á eftir sem bera ábyrgð á þessu öllu.
Annars velti ég nú þessu fyrir mér með hversu mikil skjaldborg er slegið utan um einn mann. Það virðist vera minni áhugi hjá Sjálfstæðismönnum að taka á málunum heldur en að bjarga þessum fallna foringja sínum frá því að þurfa gjalda gjörða sinna. Frekar á þjóðarskútan að farast heldur en að sól hans hverfi í myrkur sögunnar ásamt græðgisvæðingunni sem hann á sinn þátt í. Maður veltur því einnig fyrir sér hvort menn séu bara hreinlega í svona mikilli afneitun um þátt hans í glötun okkar eða hvað það sé. Hann er ekki eini aðilinn sem er ábyrgur heldur einn af tugum, ef ekki hundruði, og allir verða þeir að þeir að víkja frá völdum.
Því miður verður örugglega þannig að á meðan Björn Bjarnason og Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar rannsókn mála, þá verður hvítbókin hvítþvottur á þeirra innvígðu og innmúruðu flokksmönnum og ræstingakonunni kennt um. Ekki get ég allavega séð að byrjunin hafi verið beysin,fólkið sem bar ábyrgð á sjóðunum og IceSave situr sem fastast í Landsbankanum sem er skipaður pólitískr sjtórn, og Illugi Gunnarsson ekki einu sinni spurður af fjölmiðlum um ábyrgð sína sem stjórnarmanns í Glitnis-sjóðum.
Svo má velta því fyrir sér að lokum hvort það hafi ekki áhrif á dómgreind blaðamanna Morgunblaðsins að vera fyrst og fremst flokksmálgagn en ekki fjölmiðll. Allavega virðist ekki fara mikið fyrir blaðamennsku þegar kemur að þætti Sjáflstæðsiflokksins og Davíðs í þessum málum, heldur er forðast að ræða þau mál. Allavega hefðu flestir fjölmiðlarslegið því upp á forsíðu að Seðlabankasjtóri væri að hringja í forstjóra N1 til að segja honum að fyrirtækið fengi gjaldeyri, og hjólað í Seðlabankastjórann og samflokksmann hans á Alþingi, sem er stjórnarformaður sama fyrirtækis. Er ekki hlutverk fjölmiðla einmitt að vera ekki að fela sovna hluti heldur draga þá fram? Er ekki hlutverk fjölmiðla að veita aðhald í stað þess að sitja eins og þægir rakkar í bið eftir frétt matreidda af valdamönnum, ef þeim það þóknast.
En svona er það, það mun ekkert breyast hér heldur ræður hið gamla Ísland ríkjum enn með þægum fjölmiðlum, spilltum stjórnmálamönnum og gráðugum hýenum i teinóttum jakkafötum.
![]() |
Mótmæla Davíð Oddssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
16.10.2008 | 09:58
Stjórnarmaðurinn Illugi Gunnarsson og Sjóður 9
"Einn stjórnarmanna í sjóðum Glitnis, þar á meðal Sjóði 9, sem gaf sjóðsfélögum rangar upplýsingar um samsetningu sjóðsins, var og er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem nú er seðlabankastjóri. Hvað var hann að gera inni á gafli hjá Glitni?"
Ég hnaut um þessa setningu þegar ég las grein Þorvalds Gylfasonar í morgun þar sem fettað var fingur út í óeðlileg tengsl í fjármálageiranum m.a.Fyrsta nafnið sem flaug í hausinn við lýsinguna á þingmanninum, var Illugi Gunnarsson og þegar nánar var leitað, þá kom í ljós að það var rétt.
Nú veltir maður fyrir sér ábyrgð Illuga sem stjórnarmanns í Glitni sjóðum hf og hvaða vitneskju og ákvarðanir hann tók, sérstaklegaa með tilliiti til Sjóðs 9. Sjóður 9 var sá peningasjóður þar sem ekki stóð steinn yfir steini þegar kom að samsetningu bréfa þar og ekki snifsi af ríkisskuldabréfum sem átti að vera kjölfestan þar. Þegar viðbættist hin ranga upplýsingagjöf þá var þetta farið að daðra við að vera fjársvikamylla og hið minnnsta vörusvik.
Nú veit ég ekki hvort ég leggi réttan skilning í hlutverk stjórnar og stjórnarmanna, en minn skilningur er sá að henni sé m.a. ætlað ákveðið eftirlitshlutverk með stefnu og markmiðum fyrirtækja ásamt stefnumótun. Ef svo er þá hefur Illugi klárlega brugðist skyldum sínum þarna, og stóra spurningin er: hver er ábyrgð og vitneskja hans, og mun hann axla ábyrgð sem fulltrúi "nýja Íslands" eða vonast eftir gleymsku kjósenda líkt og fulltrúar "gamla Íslands" hafa gert hingað til?
Því miður er ég sannfærður um að "gamla 'Island" ráði för. Ekkert breytist né mun breytast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.10.2008 | 18:14
Að verðlauna hershöfðingja fyrir klúðrið en hengja hermennina
Þegar ég sá frétt Eyjunnar um að maðurinn sem bar ábyrgð á IceSave-klúðrinu, hafi verið gerður að yfirmanni innra eftirlits Landsbankans, þá blöskraði mér. IceSave er við það að fara að setja Ísland á hausinn og tengist einnig milliríkjadeilum okkar við Breta, og e.t.v. í framtíðinni gæti hann þurft að rannsaka sjálfan sig og hvort óeðlileg viðskipti hefðu átt sér stað með IceSave. Enga ábyrgð virðist maðurinn þurfa að axla þrátt fyrir ofurlaun í samræmi við "ábyrgð", nokkuð sem var klifað á aftur og aftur þegar bent var á laun yfirmanna bankanna.
Virðist það sjónarmið hafa ráðið nokkru við þetta nýja skipurit bankans því þegar rennt er neðar í athugasemdum við fréttina, má sjá að maðurinn sem ber ábyrgð á Eignastýringasviði og þar með Peningasjóðunum sem almenningur og lífeyrissjóðir hafa tapað stórfé á, fær einnig að halda sinni stöðu. Eigi veit ég um aðra þarna en hygg þó að flestir fái að halda áfram í sínum, mjúku, góðu stólum á meðan fjöldi fólks sem asnaðist til að hlýða fyrirskipunum þeirra, er látið taka poka sinn vegna ákvarðanna þessara sömu yfirmanna.
Ábyrgð þessara yfirmanna er mikil á því hvernig komið er. Margir þeirra tóku ákvarðanir, vitandi um stöðu bankans, um að láta þau boð ganga að ákveðnum fjárfestingum yrði otað að fólki, blekkingum og fölskum loforðum yrði beitt líkt og sjá má í mörgum sögum er hafa birst á bloggi Egils Helgasonar sjónvarpsmanns.Ekki mun þessi skipun á fólki sem bar ábyrgð á hvernig fór, vera til þess fallinn að vekja traust né virðingu fyrir hinum "nýja Landsbanka", sérstaklega þar sem þeir munu fá að sleppa við alla ábyrgð á gjörðum sínum.
Óhjákvæmilega flaug mér í hug myndin Paths of glory hans Stanley Kubricks þar sem fjórir hermenn voru tekniraf lífi fyrir allsherjarklúður hershöfðingja, sem olli dauða þúsundir manna. Gott ef hershöfðingjarnir fengu ekki orðu í lokin fyrir vasklega framgöng.
Maður hefði einhvern veginn haldið það að stjórnmálamennirnir sem gaspra um nýja tíma og breytingar hefðu lært af reynslunni, og byrjað á því að hreinsa burtu fólkið sem ber ábyrgðina á þessum ósköpum en nei, líkt og venjulega bitnar þetta á fótgönguliðunum eða almenningi. Það er því ekkert annað en óbragð sem kemur í munninn þegar maður heyri klisjusönginnum um "að leita ekki að sökudólgum heldur horfa fram á veginn", á meðan þeir sem bera ábyrgð sitja enn á sinum stað í bönkunum, verma sætin sín í Seðlabankanum og FME, eða blaðra af fullkomnu innihaldsleysi um mál sem skipta engu máli á þingi.
Ég er farinn að hallast að því meir og meir að við sem tilheyrum almenningi verðum hengd í skuldareipi framtíðarinnar og la´tinn deyja hægum, kvalafullum dauðdaga. Á meðan hersjöfðingjar vorir á þingi, bönkum og stofnunum munu sötra sitt kampavín í einhverri veislunni, ábyrgðar- og áhyggjulaus með úttroðinn maga af kavíar á okkar kostnað.
Ekkert mun breytast né verða breytt.
![]() |
Brynjólfur yfirmaður innri endurskoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.10.2008 | 13:01
Pólitískar hreinsanir í bönkunum
'i gær heyrði ég það frá innanbbúðarmanni í Landsbankanum að andrúmsloftið þar væri þrúgandi. Margir eru reiðir ríkinu og telja að bankanum hefði vel verið hægt að bjarga, fólk grætur á göngunum og sorgin yfir komandi atvinnuleysi félaga sinna nístir þá sem halda vinnunni, að beinum.
En eitt er óhugnanlegt og ömurlegt. Eitt af því sem er notað til grundvallar hverjir fái að halda vinnuni, eru pólitískar skoðanir viðkomandi og réttlætiskennd. Þannig eru víst þeir sem vilja leita réttar síns hjá verkalýðsfelögum reknir med det samme, og einnig þeir sem teljast til "vinstri" í skoðunum. Menn sem eru "bláir" halda vinnunni og einnig þeir sem eru passívir og hafa ekki þorað að tjá skoðanir sínar.
Mig rámar eins og að það hafi verið talað um af hálfu formanns Sjálfstæðisflokksins að þjóðin ætti að sameinast, sýna samstöðu og samheldni. Ekki get ég séð að Sjálfstæðisflokkurinn sé að ýta undir það með því að grípa til ofsókna vegna skoðanna, í þessum hörmungum sem yfir okkur dynja.
En svona er það, Sjálfstæðsiflokkurinn, þessi mikli "frelsis"-flokkur telur víst að það megi bara vera ein rétt skoðun og McCarthy-ismi sé leyfileg vinnuaðferð. Hvar er frelsið til skoðana og tjáningar þegar kemur að andstæðum sjónarmiðum?
Óafsakanlegt.
![]() |
Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
8.10.2008 | 20:36
Hvítþvegnir englar
Fyrir þó nokkrum árum þá gekk stjórnmálamaður fram með svo miklum gusti að fjölmiðlafulltrúar fyrirtækja roðnuðu af öfund og auglýsingastofur vildu helst fá hann í vinnu eftir atganginn. Stjórnmálamaðurinn kynnti með stolti nýtt fyrirtæki vinar síns sem væri himnasending fyrir Íslendinga og gekk svo langt í sannfæringunni að honum tókst að sannfæra þá menn er sátu í stjórnarmeirihluta með honum, að þetta væri svo pottþétt að hinn opinberi stimpill RÍKISÁBYRGÐ myndi sannfæra endanlega Íslendinga um gæði fyrirtækisins. Stimplinum var smellt á, því sannfæring og trú samflokksmanna á stjórnmálamannin hafði blindað þá svo mikið að hann var orðinn að engli með stóran geislabaug í þeirra huga. Blindaðir af bjarma geislabaugsins, létu þeir einnig eftir honum þá ósk, að vinur hans fengi aðgang að viðkvæmustu persónu-upplýsingum Íslendinga, þær er snúa að heilsufari.
Við tók svo mikil söluherferð þar sem bankar léku mikið hlutverk ásamt ungum fjármálasnillingi, fremstum í fararbroddi. Almenningur skyldi látinn fjárfesta eins miklu og hægt væri í fyrirtækinu ríkistryggða og hófst sölumennskan á hlutabréfum. Gengi hlutabréfanna hækkaði og hækkaði upp úr öllu valdi með aðkomu fjármálasnillingsins og bankanna sem keyptu á fullu til að hífa verðið upp. Loks kom að því að þessir aðilar ákváðu að losa sig við hlutabréfin og gekk svo skipun innan bankans allt niðurtil þjónustufulltrúa, að bréfin skyldu seljast Sauðsvartur almúginn var svo sannfærður um að kaupa á þeim forsendum bankamanna, að ekki væri hægt að tapa á þessum kaupum og voru margir hverjir svo sannfærðir af auglýsingu stjórnmálamannsins og gullnum loforðum þjónustufulltrúans, að teknar voru milljónir í lán til kaupanna.
Varla hafði blóðrautt blekið úr gylltum penna fjármálasnillingsins og bankamannana þornað, að logar vítis byrjðu að leika um fólkið sem hafði látið glepjast af þessum Faustísku loforðum um ríkidóm með veði í húseignum. Hlutabréfin hröpuðu hraðar en Lúsifer af himnum, og fólk sat uppi með verðlaus plögg og skuldakláfa af bakinu sem var svo stór að eignarmissir var sjáanlegur. Haft var á orði af hálfu eins fjölmiðils hér á landi, að sölumennskan hefði jafnvel verið ólögleg og skrifaði eitt erlent stórblað grein þar sem sagt var frá mönnum sem neituðu að borga lánin vegna þess. Grein stórblaðsins birtist að hluta til í einum fjölmiðli en málið gufaði upp strax enda mátti ekki fjalla neikvætt um þann heilaga englakór sem söng einkavæðingar og útrásarsönginn sem var stjórnmálaenglinum mikið að skapi. Engillinn sá hafði þó náð að flögra í burtu og ekki mátti spyrja hann út í auglýsingamennskuna né ræða auglýsingaskrum hans og ekki snerti eftirlitsaðilinn við hans samstarfsaðilum í sölunni.
Í framhaldi af þessu, þá gekk fyrirtækinu vel í smátíma en endaði með að margir sem töldu sig hafa trygga vinnu þar, fengu sparkið og í dag þykir það ekki góður fjárfestingakostur. Fjármálasnillingurinn varð að manni ársins í viðskiptalífinu nokkru síðar og vildu allir vera hann, en stjarna hans hrapaði hratt niður á sama ári og Britney Speares hvarf af himnu. Bankamennirnir fengu að halda óáreittir áfram í svívirðilegu braski og blekkingum þar til spilaborgin sú hrundi með skeflilegum afleiðingum fyrir þjóðina.
Og stjórnmálamaðurinn með vænigna og geislabauginn? Eftir mörg ár þar sem vængirnir og geislabaugurinn voru svartari en nóttin, og gjörðir hans höfðu skilað honum á verndaðan vinnustað fyrir afdankaða og hálfæra stjórnmálamenn, slapp hann út í sviðsljósið aftur. Sviðsljósið varð þó aldrei bjartari fyrr en í gær þar sem geislabaugurinn glitraði af Ajax og vængirnir höfðu verið hvítþvegnir með Þjarki í Kastljósi. Þar þóttist hann aldrei hafa gert neitt rangt, átt nokkra ábyrgð á neinu og klykkti út með að tala um að hans fornu félagar væru óráðsíumenn.
Er þessi ekki hvítþvegni engill, ekki bara Svartur engill eins og hinir sem hafa fallið frá náð þjóðarinnar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar