Eru bankarnir að fella niður lán eigin starfsmanna vegna hlutabréfakaupa?

Á blogg-síðu Egils Helgasonar, þá birtist eftirfarandi bréf frá bankamanni:

"Smá saga af því sem er að gerast innan bankanna þriggja núna - staðfest frá fyrstu hendi þar sem ég er einn af þeim sem þetta á við. Finnst siðferðisleg skylda mín að láta vita af þessu.

Mikill fjöldi starfsmanna hefur keypt hlutabréf gegn láni (og þá helst erlendu) á undanförnum árum og jafnvel stuttu fyrir hrunið. Innan bankanna er unnið að því hörðum höndum að leysa úr þessari flækju og losa fólk undan þessari skuldbindingu - ástæðan er m.a. sú að starfsmenn sem tapa öllu og verða gjaldþrota mega ekki vinna hjá bankanum.

Hvaða sanngirni er þetta - ef losa á ákveðinn hóp undan skuldbindingum, afhverju á það ekki við alla. Þetta þarf að fá á hreint frá Björgvini G., formönnum skilanefnda og/eða núverandi bankastjórum.

Annað að fjölmargir framkvæmdastjórar seldu eitthvað að bréfum vikuna fyrir hrunið - FME hlýtur að rannsaka það og bakfæra slík viðskipti, við treystum þeim til þess (eða ekki!)."

Í athugasemd stuttu á eftir segir Gestur H þetta:

"

Um fyrsta bréfið, frá bankamanni:
Ef þetta er rétt (sem ég veit því miður að er) þá er með þessu verið að rýra eignir sjóðanna. Gæðingarnir losa sig undan skuldbindinum og almenningur fær að borga brúsann.

Þetta er beint orsaka samhengi: Gæðingarnir sleppa - sjóðirnir rýrna - almenningur tapar.

Sjálfur mátti ég sætta mig við 31,2% rýrnun á mínum sparnaði, þetta yfirgengilega siðleysi verður að stoppa. Sumir af þessum gjörningum eru þess eðlis að þeir geta tæpast verið löglegir."

Þegar maður hugsar svo um hverjir eru líkelgastir til að hafa verið að kaupa hlutabréf með lánum innan bankanna, þá eru það helst yfirmenn og liðið sem hefur hagað sér mest af siðleysi og heimsku í innherjaviðskiptum í tengslum við ráðgjöf vegna ÍLS, IceSave o.fl. Allt þetta fólk er enn starfandi hjá bönkunum í toppstöðum. 

En það er ekki bara það, heldur er þetta gróf mismunu í garð annars fólks sem þeir mismuna með þessum hætti. Það er skýlaus krafa að þeir grei það sama þegar kemur að lánum viðskiptavia sinna og ég m.a.s. efast jafnvel um að þeir séu að haga sér samkvæmt lögum í þessu. Allavega á að hefjast tafarlasut rannsókn á þessu og stöðvun á þessum gjörningum, eða að það sama verði gert við aðra skuldara.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef satt er þá er þetta sakamál engin spurning

Guðrún (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: haraldurhar

   Ef rétt reynist þá er þetta gleðitíðind i fyrir þá er skulda bönkunum, því auðvitað verður að gæta jafnræðis í gerðum þeirra. og skapa allmenna línu í niðurfellingum skulda.

haraldurhar, 30.10.2008 kl. 23:47

3 identicon

Úr því að þú vitnar í athugasemd mína verð ég að koma að smá komment. Það er ekki verið að "fella niður lán" í eiginlegum skilningi. Veit reyndar ekki hvað Bankamaður á við með að "losa ákveðinn hóp undan skuldbindingum" en ljótu dæmin sem ég hef fregnir af eru svona:

Maður kaupir hlutbréf með láni frá banka. Hlutabréfin verða verðlaus við bankahrunið en krafan frá Gamla Banka er enn til staðar. Hana þarf að greiða. Hann á (eða stofnar) einkahlutafélag og fær síðan bankann til að flytja lánið af sinni kennitölu yfir á ehf félagið sitt. Veðið fyrir láninu eru hlutabréfin, sem núna eru orðin verðlaus og eru líka færð yfir á ehf. Krafan gjaldfellur en einkahlutafélagið á engar eignir og getur ekki borgað. Það er lýst gjaldþrota, engar eignir í búinu og bankinn tapar kröfunni. Maðurinn sjálfur sleppur og borgar ekkert.

Þannig losnar lántakandinn undan því að borga. Ef þú eða ég færum og bæðum um að færa skuldir okkar yfir í ehf sem á engar eignir og engin veð væri hlegið að okkur og okkur vísað út. Það er með algjörum ólíkindum að menn geti, stöðu sinnar vegna, hagrætt málum með þessum hætti. Get ekki ímyndað mér að það sé löglegt. Vitneskju mína hef ég frá tveimur mönnum sem eru báðir "háttsettir í kerfinu" og er þessa stundina að leita eftir skriflegum staðfestingum þó ég dragi orð þeirra ekki í efa. Dæmin sem Bankamaður vísar í kunna að vera annars eðlis.

Sumir hafa notað sömu aðferð og bankastýran sem týndi bréfunum sínum ætlaði að gera, þ.e. að nota ehf í sinni eigu til að kaupa bréfin. Þeir geta látið félagið sitt fara á hausinn. Einhverjir gætu samt þurft að "bjarga" alvöru verðmætum úr þeim fyrst, en um það gilda líka reglur. Einnig gætu þeir fengið skattinn á sig ef þeir hafa notið sérkjara eða vaxtaleysis - þann þátt þekki ég ekki nógu vel. Væri fróðlegt ef einhver sem er snjall í skattareglum ehf-félaga veit hvort slík hlunnindi fylgi ekki eigandanum þó hann stofni ehf um hlutabréfakaupin sín. Hvað sem öðru líður þá er skítalykt af málinu. Og það eru hreint ekki litlar upphæðir sem hér um ræðir.

Gestur H (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 01:38

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gott að það er enn til fólk sem hefur siðferðiskennd og lætur vita af svona braski og bankabruðlmálum. Hvað næst spyr ég nú bara....eru alls engin takmörk fyrir hversu mögnuð spillingin er sem hérna þrífst???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.10.2008 kl. 09:57

5 identicon

Þegar menn og konur úr gömlu bönkunum veljast í stjórnunarstöður má gera ráð fyrir að upp komi mál sem orka tvímælis og eru jafnvel ámælisverð. Það er mannlegt að reyna að hylja slóðina eftir bestu getu

pbh (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:50

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þetta er fremur undarlegt. Vonandi skoðar fjármálaeftirlitið þetta vel og vandlega.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.10.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 123145

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband