24.2.2007 | 10:03
Íslensku klámborgarnir
Það hefur verið gaman hér á hliðarlínunni við það að að fylgjast glottandi með umræðunni um klámráðstefnuna. Miðað við lætin í sumum þá hefur þetta verið eitt stærsta mál samtímans og skítt með það þó tryggingarfélögin séu að fá í gegn lagabreytingar sem minna óneitanlega á Þriðja ríkið í hugsunarhætti, iðjudeild geðsjúkra sé lokað, fjöldi manns missi atvinnuna á Ísafirði vegna "hagræðingar", skaðsemi Múlavirkjunar á umhverfið reynist meiri en talið var og spilling í ákvörðunartöku um hana látin óáreitt.
Margt fleira er hægt að nefna sem er meira aðkallandi að ræða heldur en það hvort einhverjir ferðamenn sem vinna í einum af mest sleazy bransa heims fengu ekki gistinguna sem þeir áttu pantaða. Nei, í staðinn láta menn eins og þetta hafi verið Alþjóðaráðstefna um frið á jörð og gestirnir sendir til Guantamano þegar lausn var í sjónmáli eða mestu óþokkar heimsins hefðu hist hér til að nauðga börnum og éta .
Fyrir utan það að vera ómerkileg umræða um mál sem skipti ekki máli í raun, þá tókst mörgum það, að opinbera sína öfga og hræsni með fáránlegum fullyrðingum og upphrópunum.
Öfgakenndustu aðilarnir voru tilbúnir til að brjóta mannréttindi til varnar mannréttindum og heimta brottvísun fólksins úr landi fyrir það eitt að vinna í bransa sem er löglegur í þeirra landi.
Sumir af þeim sem berjast fyrir "frelsi" einstaklingsins, reyndust ekki hafa nokkurn áhuga á því þegar það kom að þessu máli.
Aðrir ásökuðu fólkið um barnaníð og margt fleira í hneykslun sinni og ærumeiðandi fullyrðingar fuku, en sáu ekkert athugavert við það að styðja ólöglegt stríð sem hefur kostað hátt í milljón manns, pyntingar í Guantamano og þjófnað á opinberum eigum af hálfu flokksbræðra sinna.
Fólk sem hneykslast á því að klámliðið gæti verið að koma hingað til að ræða og e.t.v. búa til klám, sér svo ekkert að því að klám sé selt í íslenskum verslunum og kaupir sér kannski einn DVD með dildóinum sínum. Klámlögum er ekkert framfylgt gagnvart Íslendingum, að því virðist.
Þeir sem vörðu rétt fólksins til að koma hingað, hafa sumir hverjir verið á móti því að innflytjendur flyttust til landsins því það væru glæpamenn og fólk sem tilheyrði óæskilegum trúarbrögðum, væri ekki velkomið.
Varnaraðilum klámliðsins finnst svo alveg ótækt að það megi ekki halda ráðstefnu og tjá skoðanir sínar en eru yfir sig hneykslaðir og vilja banna þeim sem mótmæla Kárahnjúkavirkjun, að koma til landsins.
Sumum af þessum mönnum finnst það alveg ótækt að feministar mótmæli klámi en fagna óspart þegar kemur að því að hrinda gamalmennum frá skattframtölum, í mótmælum sinna manna á skattstofunni.
Varnaraðilum klámliðsins finnst svo ótækt að brotið sé á réttindum klámborgara en sjá ekkert að því að konur hafi ekki jafnan rétt til launa.
Og svo sem síðasta dæmi, hótelið sem úthýsti klámhundunum, reyndist vera svo sjálft að selja klám í gróðaskyni.
Svona í lokin, þá hafa klámhundarnir fullan rétt til að koma til landsins og halda ráðstefnu því þó þeir séu sleazy þá eiga þeir að hafa jöfn réttnidi við annað fólk, feministar sem og aðrir hafa fullan rétt til að mótmæla þessu og grípa til aðgerða eða þrýstings, hótelið hefur fullan rétt til þess að vísa frá gestum sem þeir telja óæskilega og gestirnir hafa fullan rétt til að sækja rétt sinn ef þeir töldu á sér brotið.
Ef eitthvað er þá hefur þetta opinberað hvað Íslendingar eru móðursjúkar og smáborgaralegar dramadrottnignar þegar kemur að málum sem skipta litlu máli þannig séð, en ekki múkk heyrist þegar kemur að stórum málum og áhugaleysið algjört, sérstaklega þegar kemur að því að bæta mannréttindi stórs hóps fólks.
Er þessi ráðstefna ekki annars bara afleiðing af vel heppnaðri markaðssetningu Icelandairs á Íslandi sem landi one night stands og dirty weekends?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2007 | 00:03
BAFTA, eftirsjá kvikmyndaunnanda o.fl. bíótengt
Einhvern veginn er ég bara hreinlega stemmdur til að blogga um stóru ástríðu mína í lífinu: bíómyndir. Það hefur nefnielga gengið svo mikið á þar á bæ síðustu vikuna eða svo. Mun örugglega vaða úr einu í annað.
Fyrst langar mig til að minnast hins frábæra leikara Ian Richardson sem féll frá, í síðustu viku. Eitt hlutverk hans er í miklu uppáhaldi hjá mér, lanstjórinn í An ungentlemanly act sem var bresk, hárbeitt sjonvarpsmynd um fyrstu 36 klst. í Falklandseyjarstríðinu. Enn einn fallinn frá sem ég þarf að skála fyrir og góða skál. Fyrir þá sem ekki til þekkja þá höfum við tveir félagarnir þá venju að við skálum í einhverju áfengu fyrir öllum þeim er hafa lagt eitthvað fram til kvikmynda og heiðrum þannig fráhvarf þeirra. Annars minntist nú Helen Mirren hans einnig á BAFTA og upplýsti að hann hefði verið hennar kennari í leik.
Talandi um BAFTA, þá eru það á margan hátt mjög afslöppuð og skemmtileg verðlaunahátíð, ekki glamúr eins og Óskarinn heldur meira eins og undirbúningur fyrir gott partý. Þar hefur spilað inn í skemmtilegir kynnar og svo það sem ég fíla hvað mest við BAFTA, þar er heiðrarð fólk sem er ekki endilega í sviðsljósinu en leggur mikið af mörkum á bak við tjöldin. T.d. í ár var location manager nokkur heiðraður, maður sem sér um að finna tökustaði og skipuleggja tökuáætlanir og sjá til þess að allt gangi eftir áætlun, þessar örfáu mínútur sem tekur að taka upp atriði. Þessi maður sem ég man ekki hvað heitir(og skammast mín) sá m.a. um að stoppa alla umferð í London þegar strætóatríðð í Harry Potter var tekið upp og loka frægum stöðum fyrir V for vendetta þegar marsering V-eftirhermana fór fram. Mikil vinna og nokkuð sem spáir kannski ekki í. Tek hattinn ofan fyrir slíkum mönnum.
AFtur á móti tók ég eftir einum í viðbót í In memorium á BAFTA sem þarf að skála fyrir og lát hans hafði farið framhjá mér: Kenneth Griffith. Flestir í dag sem hafa lítið horft á eldir myndir muna eftir honum sem gamla kallinum í Four weddings and a funeral en hjá mér sem öðrum fanatískum kvikmyndaáhugamönnum sem traustur aukaleikari í ótal gamanmyndum sem og öðrum. Uppáhaldshlutverk hans hjá mér er þó sem samkynhneigði sjúkraliðinn í stríðsmyndinni The wild geese þar sem hann stal senunni í hverju atriði sem hann birtist í og af mönnum eins og Richard Burton, Richard Harris, Hardy Kruger og Roger Moore. Geri aðrir betur! Annar sem lék í þeirri mynd féll einnig frá í fyrra: Patrick Allen, ágætur aukaleikari sem var yfirleitt hermaður, aðalsmaður eða lögga, Shakespeare-leikari sem fór ekki mikið fyrir.
En nóg um það, færum okkur yfir í næsta kvikmyndaviðburð vikunnar hjá mér. Heimildarmyndakl´buburinn Hómer hittist enn eina ferðinni í gær og tók fyrir tvær heimildarmyndir sem tilnefndar eru til Óskars(erum einnig búnir að sjá hina mögnuðu Jesus Camp). Fyrst horfðum við á An inconvient truth sem er stórgóð þó hún sé ekki nema fyirrlestur í raun. Hún heldur athyglinni allan tíman og fær mann til að vilja vita meir um global warming. Þetta er allavega umræðuefni sem er þess virði að fara að ræða almennielga og grípa til aðgerða og láta þá ekki gróðahagsmuni fyrirtækja ráða ferðinni fyrst og fremst. Hvernig eiga þau annars að græða ef mannkynið er orðið að léttgrilluðum kolamolum?
Hin myndin var My country, my country sem er um kosningarnar í Írak og aðdragandann, séð frá nokkrum sjónarhólum. Á margan hátt mjög góð mynd en hefði mátt fókusera e.t.v. betur þó maður fái mikla tilfinningu fyrir andrúmsloftinu í Írak, óttanum hjá hermönnum sem og borgurum, venjulegu fjölskyldulífi í skugga sprenginga, skothríða og rafmagnsleysi á meðan þyrlur sveima yfir Baghdad. Mæli með að kíkja á hana þó hún sé gölluð.
Að lokum, þá sá ég Pan's labyrinth aftur í kvöld. Mögnuð mynd sem verður betri í annað sinn og maður vonast eftir nokkrum styttum þarnæstu helgi, til hennar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007 | 12:46
Ys og þys skammdegisins
Stundum þegar fólk kvartar yfir því að janúar og febrúar séu svo leiðinlegir mánuðir, ekkert gerast í skammdeginu og allt í volæði, þá get ég ekki annað en glottað. Ef eitthvað er þá er það ekki nógu duglegt við að finna sér eitthvað til dundurs líkt og ég. Það er einhvern veginn búið að vera allt brjálað hjá mér í að glápa niður DVD-staflann, tæta í mig bækur, er á Microsoft-námskeiði, kvikmyndaklúbbarnir Afspyrna og Hómer á fullu ásamt því að Óskars-myndirnar streyma í bíó og er að klára handritsuppkast þannig að það sé boðlegt í styrkumsókn. Ekki dauð stund í lífinu eftir vinnu og stundum nær maður m.a.s. að slappa af á mlli.
Fólk verður einfaldlega að líta í eigin barm stundum og átta sig á því að það getur ekki beðið eftir því að einhver finni upp á skemmtilegu að gera fyrir sig, heldur verður það að taka af skarið og finna sér eitthvað skemmtilegt að gera og hafa samband við vini og ættingja eða taka frumvkæði að því að hittast. Það er nefnilega ekki alltaf hægt að ætlast til þess að aðrir sjái um slíkt og koðna svo niður sjálfur án þess að skilja hvers vegna ekkert gerist. Oft á tíðum er einnig hægt að gera eitthvað án þess að það kosti mikinn tilkostnað eða engan pening: göngutúr, spilakvöld, lítið matarboð(þarf ekki endilega að þýða drykkju) eða annað.
Semsagt, ef þið þjáist af svona vandamálum með leiðindi, takið ykkur til og eigið frumkvæði að því að gera eitthvað sniðugt og skemmtilegt, hvort sem það er fyrir ykkur sjálf eingöngu eða fleiri í kring. Lífið er einfaldlega of stutt til þess að láta sér leiðast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2007 | 11:57
Demantar eru bestu vinir stúlkunnar
Fyrir nokkrum árum þá var systir mín með ergelsi yfir saumaklúbb sem hún hafði farið í. Ein vinkonan átti mann sem hafði heitið því að gefa henni aldrei demant vegna einokunarverslunar og okrinu á þeim. Hinar vinkonurnar voru yfir sig hneykslaðar á þessu tilltisleysi mannsins því eins og allir vita:"Diamonds are girl's best friend" og fóru að bollaleggja að það yrði að taka á þessum stóra vanda vinkonunnar með demantsgjöf til hennar. Systir mín sem er soldið pólitísk, fékk nóg og hélt þrumuræðu yfir þeim um allan óþverran sem tengdist demanta-iðnaðinum: stríðin, grimmdarverkin, barnahermennina og klykkti út að hún væri alveg sammála skoðunum mannsins. Á meðan horfðu vinkonurnar á systur mína með tómum Bambi-augum eins og hún væri að lýsa hægðum sínum, og þegar ræðunni lauk, snéru þær sér aftur að því að planleggja demantskaupin, búnar að blokkera allt hið vonda út.
Ég mundi eftir þessari sögu í gær,þegar ég fór á hina ágætu Blood diamond sem er hasarmynd með boðskap og gerist í löngu og ömurlegu borgarastríði í Sierra Leone sem öllum var sama um(gæti reyndar haldið heilan fyrirlestur um viðbjóðinn þar t.d. Guess the baby anyone?).Það eina sem heimurinn hafði áhyggjur af, var flæði demanta þaðan og má kannski segja að þessi saga að ofan sé dæmigerð fyrir heiminn og sinnuleysi hans. Við höfum meiri áhyggjur af glingri og hagsmunum okkar en viljum ekkert vita af hörmungum og hvernig við eignumst þetta glingur á kostnað afhöggina útlima, ráni á börnum sem með nauðgunum, pyntingum,ánetjun fíkniefna og heilaþvotti eru gerð að grimmum hermönnum, fjöldamorða og margs konar hörmunga.Ef einhver segir að þetta sé Afríkuvæl eða álíka, þá bendi ég hinum sama að hugleiða hvernig vopnakaup eru framleidd, sérstaklega til skæruliða. Ekki slá þeir lán hjá Alþjóðabankanum?
En þetta skiptir svo sem engu máli í raun, allar konur verða að eiga demant.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar