29.4.2008 | 12:10
Óboðnir gestir og "öryggisúttekt"
Langaði til að deila þessari sögu með ykkur sem tilbreyting frá argaþrasi stjórnmála og dægurmála, enda er þetta ekta saga sem ratar ekki í blöðin þó í henni leynist örlagafólk og mannlegir harmleikar með skammti af smáhúmor.
Fyrir tveimur vikum síðan þá hrökk ég upp um miðja nótt við það að svefnherbergið mitt sem snýr að götunni, var orðið bjart. Ég nuddaði stýrurnar úr augunum og kíkti út um rifu á glugganum og sá að þar voru tveir sjúkrabílar fyrir utan og lögreglubíll. Eftir smástund sá ég hvar sjúkraflutningamennirnir báru einhvern út lífs eða liðinn úr kjallaranum hjá mér(virtist þó ekki vera trukkabílstjóri með tilliti til lögreglunnar) og fóru í burtu. Ég heyrði lögreglunna ræða við einhvern fyrir utan og ein af fáum setningum sem ég heyrði var:"Hvernig komst hann inn?" og svarið var að dyrnar hefðu líklegast verið opnar.
Útidyrnar að framan höfðu verið í ólagi í einhvern tíma og það þurfti alltaf að gefa sér smátíma í að þrýsta/taka í hana, svo dyrnar skyllu í lás. Því miður er það svo að þegar maður býr í húsi þar sem nær því allir íbúar í dag eru leigjendur, þá er eins og það viðgangist allsherjar kæruleysi hjá flestum nema þeim sem eru meðvitaðir um hættuna af því að geta hleypt inn gestum og gangandi.
Við þetta kviknuðu grunsemdir hjá mér. Helgina áður hafði ég heyrt svefnhljóð fram á gangi og tengdi það við að einhver hefði komið lyklalaus heim og sofnað frammi, enda ekki skrítið miðað við að það voru tvö partý í húsinu kvöldið áður. Önnur tenging varð einnig til þar sem ég hafði 1-2 fundið sterka áfengislykt sem angaði um stigaganginn að morgni til og tengdi það við þær grunsemdir að útigangsfólk væri byrjað að lauma sér inn í hlýjuna í þvottahúsinu. Grunsemdir mínar fengust svo staðfestar tveimur dögum síðar þegar ég heyrði um laugardagsmorgun, hóstað reglulega á stigaganginum og bingó, einn vesalingurinn laumaði sér út um bakdyrnar stuttu síðar. Fyrstu viðbrögð eftir það voru að rjúka niður og skoða umgengnina, ein Sprite hálffull, skilinn eftir, en engin önnur merki um umgang. Greinilegt að þarna var á ferð einhver sem gerði sér grein fyrir því að til að skjólið yrði lengur þá mætti ekki sjást ummerki og virtist nú vera einn af þeim meinlausu sem eru á götunni.
Viðbrögð mín voru við það fyrsta að skella upp miða til að vara íbúa við og ítreka að útidyrnar þyrftu að vera læstar, svona á meðan maður væri að reyna að ná í eigendur og gera ráðstafanir um að taka á dyramálinu. Þeir fáu sem ég náði í fljótu bragði, urðu sammála um að redda smiði og græja þetta þannig að það yrði mannhelt því þó flestir af þeim útigangsmönnum séu meinleysisgrey þá eru fyrir það fyrsta ekki allir meinlausir, sprautufílarnir tilbúnir að selja ömmu sína fyrir næsta skammt og einnig áhætta með eld og fleira sem maður er að taka ef maður veit af þessu. Síðasta vetrardag var svo hjólað í að græja þetta en þó ekki fyrr en eftir eina skemmtilega heimsókn af götunni.
Um hálf tólf leytið kvöldið áður þá sat ég hér við tölvunna og heyrði útundan mér af götunni að tveir ölvaðir menn gengu framhjá. Annar heyrist skyndilega segja:"Hvað, ætlarðu þarna inn?" og næsta sem ég heyri er að einhver gekk inn um dyrnar. Smá hik kom á mig en ég rauk svo fram á gang og heyrði að viðkomandi var kominn niður í kjallarann og byrjaður að rjála við dyrnar að aftan. Ég stóð þarna með manndrápssvipinn á sloppnum, tilbúinn í slaginn með símann í annari hendi ef maður skyldi nú þurfa á hjálp lögreglunnar að halda,ekki vitandi að þeir væru uppteknir við að gera sig tilbúna undir barsmíðar vegna særts stolts silkihúfa. Upp stigann kemur svo maður sem má kalla Konung útigangsmannana í dag, enginn annar en Lalli Johns, og fylgir hér samtalið á eftir:
Ég(hvessi augun og rödd):"Ert þú ekki eitthvað að villast, vinur?"
LJ(flóttalegur með drafandi röddu):" Ég sá að það var opið hérna og var að tékka hvort það væri ekki allt í lagi hérna inni."
Lalli klárar að ganga upp stigann og stendur við dyrnar sem hann opnar til hálfs:"Það er eitthvað ólag á þessari læsingu, ég gæti nú gert við hana fyrir þig."
Lalli strýkur dyrunum blíðlega og horfir upp eftir þeim:"Þetta er nú ekki nógu öruggt hérna.....Ég var að vinna hjá Öryggismiðstöðinni."
Lalli snýr sér við, réttir mér hendina og kynnir sig mannalega:"Lalli Johns"
Eftir handarbandið, bakkar Lalli út úm dyrnar, umlar að allt sé í góðu og skellir þeim aftur.
Daginn eftir öryggisúttekkt Lalla, kom smiðurinn og græjaði þetta. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður fær svona ókeypis ráðleggingar frá fagmanni á borð við Lalla og fyrir þá sem vilja láta hann taka út stigaganga og hús sín, þá má bóka tíma hjá honum mili 12-17 niður á Lækjartorgi eða Ingólfstorgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.4.2008 | 20:48
Staðreyndir um Frjálslynda ásamt fréttum um fordóma/ofbeldi gegn innflytjendum - Fyrsti hluti
1. nóvember 2006 skrifar Jón Magnússon gren í Blaðið, sem heitir Ísland Fyrir Íslendinga?
5. nóvember 2006 er ráðist á portugalskan mann af 6 Íslendingum fyrir utan 10/11 í Kópavogi.
Frjálsllyndir ákveða að innflytjendamál verði eitt af stóru kosnigamálum sínum á flokksþingi 27. janúar 2007
14. mars skrifa Viðar Guðjohnsen formaður ungra Frjálslyndra á blogg sitt svo um Frjálslynda flokkinn:"Þeir eru eini flokkurinn sem vill stöðva þá flóðbylgju tugþúsunda nýbúa til íslands. Þeir eru eini flokkurinn sem þorir... "
19. mars. Tveir ÍSLENDINGAR ráðast á marókóskan mann og misþyrma illilega.
20. mars Viðar Guðjohnsen formaður ungra Frjálslyndra skrifar grein á bloggið sitt sem heitir: "ÍSLAND FYRIR ÍSLENDINGA-UM HVAÐ SNÝST MÁLIÐ". Þar segir hann m.a. "Það er nauðsynlegt að verja íslenska menningu og gildi" og "Fjölmenningarsamfélög hafa aldrei virkað. "
30.mars 2007 Frétt birtist um að spreyjuð hafi verið níðrandi ummæli um Pólverja sérstaklega í Reykjanesbæ ásamt hakakrossum og merki ÍFÍ eða ÍSLAND FYRIR ÍSLENDINGA-félagsskaparins
20. febrúar 2008 heldur Bubbi Mortens tónleika gegn fordómum þar sem Ungir Frjálslyndir mæta á sviðið, við litla hrifningu ýmisra. Á sömu tónleikum er byssukúla skilin eftir handa svörtum rappara.
21. febrúar. Nýnasistasamtökin Combat 18 skilja eftir dreifimiða á bílrúðum með óhróðri í garð innflytjenda. Á þeim stendur m.a. "Fjölmenningin er útbrunnin!" og "Látum ekki fjölmenningu og blöndun kynstofna skemma landið okkar
Meiri áhugaverðar staðreyndir síðar.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
20.4.2008 | 23:24
Spilling meðal lögreglu og ákæruvalds?
Ég verð nú að játa að þó sum mótmæli Saving Iceland hafi verið frekar öfgakennd, þá er samt ekkert sem réttlætir þessa hörku sem lögreglan og ríkisvaldið hefur beitt þessi samtök. Það sem er þó einstaklega ámælisvert við þetta er það að ríkissaksóknari neitar að rannsaka og taka við kærum á hendur lögreglunni því lögreglan er ekki hafin yfir lög sjálf, sérstaklega ef hún reynir að keyra mann niður. Það er í það minnsta ásetningur um að valda manni tjóni og í það versta tilraun til manndráps.
Svo ef maður lítur á tilkynningu Saving Iceland inn á aftaka.blog.is þá má sjá nú mun verri lýsingar af meðferð lögreglu:
" Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér. Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu."
Þegar aðeins neðar í yfirlýsingunni á blogginu er komið sést þetta:
"Flestir sem voru í einhverjum hinna þriggja mótmælabúða Saving Iceland sumarið 2006 geta sagt einhverjar sögur af Arinbirni Snorrasyni lögregluþjóni. Að hann hafi reynt að aka yfir þá, skorið í eigur þeirra með hnífi, bundið þá með rafmagnsvír með andlitið í leðjunni tímunum saman eða nærri hálsbrotið þá með járnaklippum. Allir minnast þess að hann hafi verið óstöðugur og hættulegur, sagði talsmaðurinn."
Þegar svona harðar ásakanir á hendur lögrglu koma fram og viðbrögð valdsins er að stinga málinu undir stól og hengja fórnarlambið, þá getur maður ekki annað en dregið þá ályktun að það sé ýmislegt rotið við þetta og þarna sé pólitísk spilling og fasismi á ferð. Það var mikið orð haft á því á sínum tíma að pólitíkusar voru að láta lögregluna hjola í þá sem valdhöfum þóknaðist ekki hvort sem það var Baugur eða Saving Iceland, og harkan gífurleg á meðan vinir og kunningjar valdhafanna sluppu með skrekkin eða líkt og í olíusamráðinu að málinu virtist vísvítandi klúðrað.
En svo er annað sem bætist við og það eru bein áhrif hagsmunaaðila á störf lögreglunnar fyri austan. Fyrir einhverju síðan þá heyrðist frétt á RÚV þar sem kom fram að þetta sama embætti sem liggur undir ásökunum, hafði veirð að þiggja styrki frá Alcoa(gæti hafa veirð Bechtel og kannski báðum) til námskeiðahals fyrir starfsmenn o.fl. Þetta er ekkert annað en í mínum augum mútur þegar tekið er tillit til þess að þarna er um að ræða fyrirtæki sem hefur hagsmuni af því að hart sé tekið á mótmælendum.
Er ekki kominn tími til að koma af stað innra eftirliti og rannsókn á störfum lögreglunnar ásamt því að losa sig við þá sem tengjast spillingunni hvort sem það eru lágt settir fautar eða jafnvel ráðherrar?
Almenningur á nefnilega rétt á því að þurfa ekki að óttast lögreglu vegna skoðanna sinna heldur á að geta treyst henni.
![]() |
Stofnandi Saving Iceland ákærður fyrir eignaspjöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.4.2008 | 13:47
Níð Skúla Skúlasonar í garð múslima
Eitt heitasta umræðuefni á Moggablogginu þessa daganna, er lokun á því sem ég kalla hatursáróðurs-blogg Skúla Skúlasonar. Þessi lokun hefur ekki komið mér á óvart en ég furða mig á því hvers vegna þessu var ekki lokað á sama tíma og nasistabloggið síðastliðð haust. Ég hef aðeins verið að blanda mér í umræður um það í dag og meðal annars á bloggi Einars Einarssonar í Landsambandi Ungra Frjálslyndra. Þar lét ég efti mér ummæli um hatursáróðurinn sem Skúli iðkaði og Skúli Skúlason fannst hann þurfa að svara mér með eftirfarandi ummælum:
"
Góðan daginn AK-72,
Þú ert að misskilja prestinn, þetta sagði hann orðrétt: ,,Enda væri á henni efni sem ,,samræmdist að öllu líkindum
ekki íslenskum lögum" og væri meiðandi fyrir minnihlutahóp í samfélaginu sem
ætti ekki auðvelt að halda uppi vörnum."
Þú segir hins vegar fullum fetum: ,,Hatursáróður eins og Skúli iðkaði, er bannaður samkv. lögum." Mér sýnist vera mikill munur milli fullyrðingar þinnar og þess sem presturinn sagði.
Það varðar líka við lög að þegja yfir vitneskju um samsæri og stefnu hóps fólks til að drepa Íslendinga, sbr. Kóran 009:005 og 008:039 svo aðeins tvær málsgreinar séu nefndar. Það geturðu séð í hinum almennu íslensku Hegningarlögum. Og meir að segja bent á það hér í færslum að ofan. Það getur einnig varðað við sömu lög að þagga niður í þeim sem varar alþjóð við slíkum fyrirætlunum.
Nasistabloggið sem þú talar um skaparinn.com er í fullum gangi ennþá að því er ég best veit og skoðaði það síðast.
Það er nú ekki stórmannlegt af þér að vera hér með stóryrði og digurbarkalegar fullyrðingar og þora ekki að gera það undir fullu nafni."
Þessi feitletruðu ummæli Skúla sýna ágætlega þann hatursáróður sem hann boðaði og mér blöskraði hvað hann er að segja þarna. Hann er að gefa í skyn sterklega að það sé ætlun múslma að drepa Íslendinga og stefna þeirra og ef þetta flokkast ekki undir níð, þá veit ég ekki hvað.
Þegar maður les svo öfgafull komment sumra sem verja Skúla, er það furða að maður sé ekki að skrifa undir fullu nafni þó. Ég er ekki viss um að ég kærði mig um að eiga á hættu að fá þá öfgafyllstu í heimsókn með heykvíslarnar sínar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.4.2008 | 19:31
Árni Matt flengdur enn eina ferðina vegna dómaraspillingarinnar
Eitt mesta spillingarmál síðustu mánuði er crony-isma ráðning Árna Matthíassen á vanhæfasta umsækjanda +til dómaraembættis, máli sem er ekki enn lokið og hefur stórskaðað dómskerfi ásamt því að líklegast mun það kosta íslenskan almenning stórfé í formi málaferla. Þess vegna er frekar skrítið að fjölmiðlar sem annað hvort hafa verið múlbundnir af ritstjórum Sjálfstæðisflokksins sem þar stjórna, eða hafa misst áhugann, skuli ekki hafa tekið upp málið í dag þegar Ragnheiður Jónsdóttir birti frekar öfluga grein þar sem röksemdir Árna Matt eru tættar í sig og hann nánast flengdur ásamt því að hvernig komið var fram við hana í tengslum við andmælarétt og þeim órétti sem hún var beitt. Ég held að það sé orðið ekki bara krafa heldur nauðsyn að Árni Matt og sú klíka sem hann þjónaði við þessa ráðningu, verði vikið burtu úr valdastöðum miðað við þessi og fleiri mál af svipuðu tagi.
Hérna er greinin sem er þess virði að lesa þó löng sé.
Eitt enn, eitt af því sem Þorstein var talið til tekna af Árna Matt, var að hann hefði reynslu af bókaútgáfu og prófarkalestri. Annars staðar á netinu sá ég því fleygt fram að það hefði fundist ein bók sem Þorseinn hefði lesið yfir: hin fræga bók Halldór eftir Hannes Hólmstein. Maður þarf að tékka á þessu:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.4.2008 | 20:01
Strumpurinn ég
Jæja, þá tók maður þetta fræga strumpapróf og niðurstaðan ekki slæm. Aftur á móti þegar ég hugsa um strumpana þessa daganna, þá er aðallega rifrildi sem kom upp í partýi fyrir nokkrum árum. Þar fórum við nokkur að kíta hvort strumpurinn sem tók við af gamla strumpinum hefði kallast Æðsti strumpur eða Yfirstrumpur og þá hvort gamli strumpurinn hefði heitið Æðsti eða Yfir þá. Þetta teygðist í lengri tíma og og á röltina á pöbbinn þa´spurðum við eitthvað fólk á eftir okkur um þetta en það hafði ekki hugmynd um. Þegar við héldum í burtu heyrðum við að fólkið var einnig byrjað að rífast um þetta en við vorum hætt þessu kíti að mestu.
Ég hef grun um að það hafi veirð rað-strump um Æðsta eða Yfirstrump þetta strumpið.
Linkur á strumpið:
http://bluebuddies.com/smurf_fun/smurf_personality_test/smurf_personality_test.htm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 12:36
Far vel,
Í gær skaust sú hugsun upp í koll mér þegar ég horfði á stórvirkið El Cid með Charlton Heston eða Kalla Hest eins og hann var döbbaður upp á íslensku í den, hvort það færi ekki að koma að leiðarlokum hjá Heston. Þetta virðist því hafa verið einhvers konar fyrirboði því þegar ég kveikti á tölvunni í morgun þá voru fyrstu skilaboð sem ég fékk á MSN, dánartilkynning hans, leikara sem hefur alltaf átt pláss í hjarta manns frá því í æsku.
Fyrstu minningar mínar af Charlton Heston eru líklegast frá Beneath the planet of the apes. Ég sá hana 4 eða 5 ára gamall á Super 8mm, í kortérs útgáfu og barnshugurinn inntók hörkutólið Taylor þá og Apaplánetan sem maður hafði heyrt minnst á, varð að raunveruleika í barnshuganum þó það liðu nokkur ár þar til ég sá Planet of the apes í fullri lengd í sjónvarpinu og í framhaldi Beneath the planet of the apes í fullri lengd á videó þar sem manni hafði tekist að grafa hana upp á einni fjölmörgu leigum bæjarins.
Þó var það önnur merkileg mynd með Heston sem maður sá í æsku: The big country, vestri með mönnum sem urðu órjúfandi partur af kvikmyndauppeldi manns: Gregory Peck og Charlton Heston í aukahlutverki. Í fjölda ára þar til maður sá myndina aftur þá voru tvær senur ljóslifandi fyrir manni, lokauppgjör myndarinnar annarsvegar og svo fræg slagsmálasena milli Peck og Heston, en sú sena var tekinn upp á tökustað Ben Hur vegna þess að fyrstu tökurnar höfðu misheppnast. Þetta kom fram í ævisögu Sergio Leones sem var einn af fjölmörgum aðstoðarleikstjórum þar.
Einnig rámar mig aðeins í að hafa setið fyrir framan sjónvarpið hennar ömmu, með munninn opinn sem pjakkur, að gleyypa við 55 days in Peking þar sem vörpulegur Heston verndaði hina fögur Övu Gardner ásamt David Niven í umsátri um sendiráð í boxara-uppreisnini um aldamótin 1900 í Kína. Því miður hefur sú mynd ekki enn komið út á DVD en mér skilst að verið sé að vinna að því að hreinsa hana fyrir útgáfu.
Það var þó ekki fyrr en á unglingsárum að maður sá Ben Hur og heillaðist. Loks skildi maður hvers vegna hún var talin eitt af stórvirkjum sögunnar og þó maður sæi hana ekki fyrr en áratug seinna í breiðtjaldsútgáfu þá lifði hún sterkt með manni. Eitt af þeim verkum sem er skylduáhorf.
Það er þó ekki fyrr en maður kemst á fulorðinsaldur að aðrar frægar myndir hans koma í tækið hjá manni: Soylent Green sem eldist ekkert sérlega vel þrátt fyri góða sögu en flestir vita endann og lokaorð Hestons þar. Khartoum þar sem Heston sem hershöfðinginn "Kínverski" Gordon í átökum við uppreisnarleiðtogann Mahdi í Súdan sem leikin var af Laurence Olivier, The agony and the ecstacty þar sem Heston var skringilegt val til að leika Michelangelo, Major Dundee hans Peckinpahs þar sem Heston var í essinu sínu en sú mynd átti þó eftir að heilla mann mun meira seinna þegar lengri útgáfan kom út á DVD.
Það er þó ekki fyrr en með tilkomu DVD sem nokkrar úrvarlsmyndir(og aðrar mistækari) með Heston rata í áhorf hjá mér: hinni mögnuðu Touch of evil hans Orson Welles þar sem Heston er mexikani er þarf að takast á við spillta lögreglustjórann Orson Welles, hinni upp og ofan The Omega man sem er byggð á sögunni I am legend, hinni fjári góðu uppgötvun The war lord þar sem riddarinn Heston verður ástfanginn af þorpsstúlku og ákveður að nýta rétt sinn sem riddari til að njóta hennar á brúðkaupsnótt.
Þó er það ein lítil mynd sem var bæði uppgötvun og sýndi vel hæfileika Hestons sem kom út á DVD fyrir nokkrum árum. Það er Will Penny þar sem Heston leikur gamlan, ólæsan kúreka sem er að verða of gamall fyrir sinn tíma og fær starf við að gæta fjallasvæðis yfir vetur þar sem kona ásamt syni hennar treður sér inn á hann. Heston nær að blása lífi í vel skapaðan karakter á þann hátt að maður gleymir honum ekki.
Þegar maður lítur svo yfir ferilinn í lokin þá eru margar myndir þar sem Heston brá fyrir á eftirminnanlegan hátt t.d. sem Richelieu kardinála í Skyttumyndum Richard Lesters og smáhlutverkin í lok ferilsins eins og cameo í Wayne's world 2, Tombstone, yfirmaður Arnolds Schwarzenegger í Truel lies en þeir hafa ansi líkt andlitsfall séð frá ákveðnu sjónarhorni og margt fleira.
Þessa leikara verður saknað á þessum bæ en kannski eru endalokin í El CId þar sem Heston ríður út úr virkinu í Valencia í hinsta sinn viðeigandi: hann kvaddi okkur með reisn eftir að hafa skrifað sig inn í minningar kvikmyndaáhugamanna um aldur og ævi.
Far vel, Kalli Hestur.
![]() |
Charlton Heston látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar