Færsluflokkur: Bloggar
6.4.2008 | 12:36
Far vel,
Í gær skaust sú hugsun upp í koll mér þegar ég horfði á stórvirkið El Cid með Charlton Heston eða Kalla Hest eins og hann var döbbaður upp á íslensku í den, hvort það færi ekki að koma að leiðarlokum hjá Heston. Þetta virðist því hafa verið einhvers konar fyrirboði því þegar ég kveikti á tölvunni í morgun þá voru fyrstu skilaboð sem ég fékk á MSN, dánartilkynning hans, leikara sem hefur alltaf átt pláss í hjarta manns frá því í æsku.
Fyrstu minningar mínar af Charlton Heston eru líklegast frá Beneath the planet of the apes. Ég sá hana 4 eða 5 ára gamall á Super 8mm, í kortérs útgáfu og barnshugurinn inntók hörkutólið Taylor þá og Apaplánetan sem maður hafði heyrt minnst á, varð að raunveruleika í barnshuganum þó það liðu nokkur ár þar til ég sá Planet of the apes í fullri lengd í sjónvarpinu og í framhaldi Beneath the planet of the apes í fullri lengd á videó þar sem manni hafði tekist að grafa hana upp á einni fjölmörgu leigum bæjarins.
Þó var það önnur merkileg mynd með Heston sem maður sá í æsku: The big country, vestri með mönnum sem urðu órjúfandi partur af kvikmyndauppeldi manns: Gregory Peck og Charlton Heston í aukahlutverki. Í fjölda ára þar til maður sá myndina aftur þá voru tvær senur ljóslifandi fyrir manni, lokauppgjör myndarinnar annarsvegar og svo fræg slagsmálasena milli Peck og Heston, en sú sena var tekinn upp á tökustað Ben Hur vegna þess að fyrstu tökurnar höfðu misheppnast. Þetta kom fram í ævisögu Sergio Leones sem var einn af fjölmörgum aðstoðarleikstjórum þar.
Einnig rámar mig aðeins í að hafa setið fyrir framan sjónvarpið hennar ömmu, með munninn opinn sem pjakkur, að gleyypa við 55 days in Peking þar sem vörpulegur Heston verndaði hina fögur Övu Gardner ásamt David Niven í umsátri um sendiráð í boxara-uppreisnini um aldamótin 1900 í Kína. Því miður hefur sú mynd ekki enn komið út á DVD en mér skilst að verið sé að vinna að því að hreinsa hana fyrir útgáfu.
Það var þó ekki fyrr en á unglingsárum að maður sá Ben Hur og heillaðist. Loks skildi maður hvers vegna hún var talin eitt af stórvirkjum sögunnar og þó maður sæi hana ekki fyrr en áratug seinna í breiðtjaldsútgáfu þá lifði hún sterkt með manni. Eitt af þeim verkum sem er skylduáhorf.
Það er þó ekki fyrr en maður kemst á fulorðinsaldur að aðrar frægar myndir hans koma í tækið hjá manni: Soylent Green sem eldist ekkert sérlega vel þrátt fyri góða sögu en flestir vita endann og lokaorð Hestons þar. Khartoum þar sem Heston sem hershöfðinginn "Kínverski" Gordon í átökum við uppreisnarleiðtogann Mahdi í Súdan sem leikin var af Laurence Olivier, The agony and the ecstacty þar sem Heston var skringilegt val til að leika Michelangelo, Major Dundee hans Peckinpahs þar sem Heston var í essinu sínu en sú mynd átti þó eftir að heilla mann mun meira seinna þegar lengri útgáfan kom út á DVD.
Það er þó ekki fyrr en með tilkomu DVD sem nokkrar úrvarlsmyndir(og aðrar mistækari) með Heston rata í áhorf hjá mér: hinni mögnuðu Touch of evil hans Orson Welles þar sem Heston er mexikani er þarf að takast á við spillta lögreglustjórann Orson Welles, hinni upp og ofan The Omega man sem er byggð á sögunni I am legend, hinni fjári góðu uppgötvun The war lord þar sem riddarinn Heston verður ástfanginn af þorpsstúlku og ákveður að nýta rétt sinn sem riddari til að njóta hennar á brúðkaupsnótt.
Þó er það ein lítil mynd sem var bæði uppgötvun og sýndi vel hæfileika Hestons sem kom út á DVD fyrir nokkrum árum. Það er Will Penny þar sem Heston leikur gamlan, ólæsan kúreka sem er að verða of gamall fyrir sinn tíma og fær starf við að gæta fjallasvæðis yfir vetur þar sem kona ásamt syni hennar treður sér inn á hann. Heston nær að blása lífi í vel skapaðan karakter á þann hátt að maður gleymir honum ekki.
Þegar maður lítur svo yfir ferilinn í lokin þá eru margar myndir þar sem Heston brá fyrir á eftirminnanlegan hátt t.d. sem Richelieu kardinála í Skyttumyndum Richard Lesters og smáhlutverkin í lok ferilsins eins og cameo í Wayne's world 2, Tombstone, yfirmaður Arnolds Schwarzenegger í Truel lies en þeir hafa ansi líkt andlitsfall séð frá ákveðnu sjónarhorni og margt fleira.
Þessa leikara verður saknað á þessum bæ en kannski eru endalokin í El CId þar sem Heston ríður út úr virkinu í Valencia í hinsta sinn viðeigandi: hann kvaddi okkur með reisn eftir að hafa skrifað sig inn í minningar kvikmyndaáhugamanna um aldur og ævi.
Far vel, Kalli Hestur.
![]() |
Charlton Heston látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 19:32
Hið "algilda málfrelsi"
Í fyrstu hafði ég ætlað þetta sem svar í umræðum vegna hatursáróðursmyndarinnar Fitna, en eftir umhugsun taldi ég að þetta væri efni í bloggfærslu.
Eitt af því sem menn veifa mikið sem rökum í umræðunni um Fitna er að mál- og tjáningarfrelsi sé algilt og verið sé að skerða það ef þeir sem verða fyrir barðinu því dirfast að mótmæla því sem særir þá á einhvern hátt og að það sé og eigi að vera algjört. Sannleikurinn er sá að svo er ekki og í öllum samfélögum m.a. á Íslandi eru hömlur á mál- og tjáningarfrelsi sem flestum finnst sjálfsagðar að einhverju leiti.
Að mínum dómi má skipta þeim mörkum tjáningarfrelsis upp í nokkra þætti:
- Lagalegar hömlur-Við höfum lög um meiðyrði, rógburð og níð í garð einstaklinga ásamt svipuðum lögum um níð um hópa byggða á litarhætti, kynhneigð, trúarbrögðum, uppruna o.sv.frv. Einnig eru lög um guðlast og birtingar á ýmsu efni sem þykir glæpsamelgt s.s. hatursáróðri, barnaklám og ofbeldisklámi svo dæmi séu tekin. Hér á landi höfum við einnig lög í tengslum við þjóðsöng og fánalög sem banna að vanvirða þessi þjóðtákn á einhvern hátt og margt fleira er hægt að telja upp.
- Félagsleg og siðferðislegar hömlur- Á hverjum degi þá notumt við ýmiskonar hegðunarreglur í samfélagi okkar sem byggjast á almennri kurteisi og tillitsemi við náungann. Við hrækjum ekki framan í fólk út á götu né vanvirðum fólk að óþörfu þar sem við erum gestkomandi og almennt er sú regla að láta kyrrt liggja í daglegum umgengnisvenjum og kurteisi í framkomu. Samfélagið sem við búum í, hefur sett okkur þessar óskráðu hömlur sem við beygjum okkur undir til að við séum ekki álitin hinir verstu ruddar og ekki í húsum hæf. Þegar hegðun okkar er þrálát í brotum á þessum hömlum þá útskúfar samfélagið okkur í samskiptum og það vilja flestir ekki. Auk þess má benda á að í lagalegum skilningi þá ef menn eru lamdir vegna ruddaskapar þá er það tekið með til refsilækkunar gagnvart ruddanum.
- Hömlur fjölmiðla-Fjölmiðlar ritskoða allt efni sem þeir birta og ákveða hvað skal birt út frá því hvað samfélag og lög segja til um. Einnig hamla fjölmiðlar birtingu hluta sem þeir vilja ekki að komist í umræðu eða telja að eigi ekkert erindi til fólks, ásamt því að ákveða hvað þeir telji að eigi að ræða um. Það að sama skapi getur einnig þýtt að margir mikilvægir hlutir eru þaggaðir niður og komast aldrei í umræðu nema hjá litlum hópi fólks. Fjölmiðlar þar að auki móta skoðanir fólks með því hvað þeir birta og ekki eru alltaf allar staðreyndir lagðar fram.
- Hömlur fyrirtækja-Fyrirtæki setja ýmiskonar hömlur á starfsmenn sína um hvað þeir megi segja og tjá sig almennt um. T.d. er á flestum stöðum bannað að ræða launamál eða segja frá innanhúsmálefnum. Fyrirtæki eru einnig viðkvæm fyrir því að slæmir hlutir fréttist og setja hömlur á hvað megi fréttast af erfiðum málum. Að sama skapi stjórna fyrirtæki því hverjir megi tjá sg og ef þörf krefur reyna að hamla umfjöllun annars staðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.3.2008 | 11:16
Illur og illa unninn hatursáróður.
Ein af þeim aðferðum sem Göbbels, Streichner o.fl. beittu við gerð hatursáróðurs gegn gyðingum, var að taka vers úr Talmudinum til að sýna fram á illsku og hatur gyðinga í garð allra annara, og sett í samhengi við grimmdarverk
Á þessum nótum hefst hatursáróðursmynd Geert Wilders sem nær ekki almennilega að stíga í spor lærimeistara sinna í áróðursfræðinni með mynd sinni Fitna. Hann reynir að tína allt til að kynda undir fordóma og hatur í garð múslima með því að reyna að tengja handvalin vers úr kóraninum og ræður öfgaklerka við myndir sem eiga að fá áhorfandann til að gleypa við illsku múslima s.s. ellefta september, Madrid-sprengingunni og krakka sem greinilega hefur verið mataður á því sem hann á að segja um gyðinga, nokkuð sem er eitt af því sem er reynt að nýta til að sýna hvað múslimar allir eru vondir, þeir séu allir gyðingahatarar frá æsku. Að lokum fer hann út í það að útlista hvað múslimar séu hættulegirHollandi og reynir að nýta tölur um hvað múslimar eru orðnir margir í Evrópu og tengja þá alla við hryðjuverk, nokkuð sem ef fólk hugsar um er absúrd þar sem aðeins örlítið brot ástundar það sem Wilders reynir að telja fólki trú um að allir múslimar séu. Framsetning myndarinnar er svo frekar barnaleg og augljós tilgangurinn blasir við flestum nema þeim sem eru sanntrúaðir á illsku allra múslima að viðbættu að kvikmyndalega séð er myndin illa unnin og óspennandi.
En það er ekki nóg með að þetta sé barnalega unnið og slappt hjá Wilders heldur skýtur hann sig í löppina allavega þrisvar sinnum. Hann setur mynd af hollenskum rappara í stað myndar af manni sem drap kvikmyndaleikstjórann Theo Van Gogh, nokkuð sem gæti leitt til lögsókna líkt og það að nota túrbans-tekininguna frægu af Múhammeð án leyfis höfundar sem ætlar sér í mál við Wilders og einnig má e.t.v. velta því fyrir sér hvort fleiri clips úr fréttum séu með leyfi. Þriðja skotið í löppina er þó ekki eins greinilegt og annað en það er þegar lík er dregið um göturnar á einum stað. Ég gat allavega ekki annað séð en þetta sé einn af Blackwater-málaliðunum sem var drepinn í Fallujah og varð upphafið að hroðalegu blóðbaði þar sem Bandaríkjamenn beittu fosfórssprengjum gegn almenningi ásamt fjöldamorðum á óbreyttum borgurum. Drápið á málaliðunum tnegdist ekkert trúarbrögðum heldur uppreisninni í Írak og hrottaskap Blackwater-málaliðanna sem skemmtu sér við að skjóta almenna borgara.
En Geert Wilders er nokk sama um sannleikann, hann er tækifræissinnaður öfga hægrimaður sem reynir að næla sér í atkvæði út á að spila inn á gamlakunnar trommur haturs og fordóma. Í gegnum tíðina hefur hann lýst því yfir að Kóraninn sé sambærileg á við bókina sem hvílir á náttborðinu hans örugglega: Mein Kampf, og að múslimar eigi að njóta ekki sömu mannréttinda og aðrir ásamt allskonar haturskenndum áróðri í þeirra garð. Wilders er að sama skapi sprottinn upp úr þeim hópi hægri öfgaflokka sem dýrkuðu Hitler áðru en eftir stríð þá náði gyðingahatursáróður þeirra ekki lengur til fjöldans. Upp úr 1970 þegar fylgi þeirra var í lágmarki þá sáu sumir þeirra að sér og fundu út að það væri betra að finna nýjan óvin til að spila inn á, og skiptu út gyðingum fyrir múslima. Á þessum nótum hafa svo Wilders sem aðhyllist neo-constefnu Bush-stjórnarinnar, belgíska útgáfan af flokki hans o.fl. spilað og í bland við lúðra þjóerðniskenndar og kristna öfga-frjálshyggju.
En því miður er það nú alltaf svo að það finnast fordómafullir einfeldningar og fólk sem ætti að vita betur, sem fellur fyrir svona áróðri og tekur undir allt svona án þess að spyrja spurninga og efast um matreiddan "sannleika" Wilders. Sumir sem verða e.t.v. stormsveitarmenn framtíðarinnar, telja þetta vera allt satt og rétt um múslima án þess að gera sér grein fyrir tölfræðinni á bak við, sama fólk telur jafnvel að forsíðufréttir lýsi algjörlega ástandi hluta án þess að kynna sér frekar málin og tala um mynd Wilders sem hinn stóra sannleik. Aðrir vegna trúar- og/eða stjórnmálaskoðana, keppast við að verja myndina og boða "fagnaðarerindi" Wilders og vísa til mál- og tjánignarfrelsis. Það er því miður ekkert annað en skrumskæling og misnotkun á því frelsi að nota það til að kynda undir hatur á saklausu fólki, og niðurlægja það. Hatursáróður á ekkert heima undir málfrelsinu því eins og sumir af þeim postulum sem prédika þetta hatur á múslimum segja, frelsi eins má ekki skaða aðra. Hatursáróður Wilders er jafn ógeðfelldur og hatursáróður öfgaklerkana sem hann vitnar í, og allt sæmilega gefið fólk á að fordæma slíkt.
Að lokum þá get ég ekki annað en velt einu upp hér sem tengist þessu ágæta bloggi Moggans. Síðastliðið haust var opnað blogg þar sem nasistaáróðri var básúnað og því lokað stuttu síðar af stjórnendum hér. Að sama skapi hafa skipulögð hatursblogg gegn múslimum fengið að standa hér óáreitt þar sem keppst er við að reyna að skapa "óvinar-imyndina" af múslimum. Hver er munurinn? Hvers vegna að banna nasistaáróður og leyfa hitt? Er þetta ekki tvöfalt siðferði, sérstaklega þar sem hatursáróður og dreifing hans er ólögleg hér á landi sem og á mörgum stöðum í heimnum? Er jafnvel ekki dreifing eða tenglar á mynd Wilders einmitt glæpsamleg í lagalegum skilningi þar sem bloggið hér fellur undir íslensk lög?
Maður ætti kannski að prófa að kæra til að fá úr þessu skorið.
![]() |
Fitna" fjarlægð af netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.3.2008 | 19:41
Skipulagðar íkveikjur og grotnun miðbæjarins?
Eftir að hafa séð þessa frétt og einnig fréttina um að kveikt hafi verið í Sirkus á svokölluðum Klapparstígsreit, þá læðist óhjákvæmilega að manni sá grunur að verið sé að reyna að brenna húsin til að geta hafið framkvæmdir sem fyrst eða selt lóðirnar. Þegar kviknaði í sama húsi í desember í fyrsta eða annað sinn, þá var lýsingin á íkveikjunni þessi samkv. frétt visir.is:
"Slökkviliðsmenn segja merki um að reynt hafi verið að kveikja í á öllum þremur hæðum hússins, í kjallara, hæð og í risi."
Ekki virðist þarna hafa verið á ferð útigangsmenn miðað við umfang íkveikjunnar og líklegast allavega þrír menn. Svo þegar kviknar í tveimur húsum á sama reit á stuttum tíma núna um páskana, þá er maður hættur að trúa á tilviljanir.
Það sem kannski ýtir talsvert undir þesssar grunsemdir er hvernig framferði verktaka hefur verið í uppkaupum og umhirðu húsa á svæðinu. Fólki hefur verið hótað, íbúðum breytt í dópgreni ef verktaki eða fasteignafyrirtæki nær íbúð í húsi þar sem fólk vill ekki selja, og á eftir fylgir talsvert ónæði og jafnvel innbrotafaraldur þar til eigendur hrökklast út og selja fyrir mun lægra verð en þeir hefðu mögulega fengið ef allt hefði verið með felldu. Þetta hafa ýmsir menn reynt að benda á, en einhvern veginn hefur hingað til verið lítill sem enginn áhugi fjölmiðla á þessu og læðist að manni sá grunur einnig, að það sé vegna sterkra fjársterkra manna í teinóttum fötum líkt og einn orðaði það, við þessar mafíosalegu aðferðir
Í framhaldi þá standa húsin auð og byrja að grotna niður. Dópgrenin fara ekki neitt og ekki eyða hinir ósvífnu eigendur krónu í að bæta húsin enda er veirð að reyna að knýja sinnulaus borgaryfirvöld til að samþykkja niðurrif á húsunum svo verktakarnir/fasteignafélögin geti selt lóðina á uppsprengdu verði eða hafið byggingu á einhverju háhýsaskrímslinu án tillits til umhverfis. Í fréttum RÚV í kvöld, var þetta staðfest með sum húsin og maður þarf ekki annað en að ganga um miðbæinn og sjá hvaða hús hafa verið látinn drabbast niður í lengri tíma.
Ekki eru þó allir verktakar eða félög svona illa innrætt en þeir eigendur húsa sem haga sér svona, eru í það minnsta sekir um vítavert gáleysi við umhirðu húsa þar sem þeir þverbrjóta byggingareglugerðir sí ofan í æ og í versta falli sekir um skipulögð spjöll á miðbæ Reykjavíkur og jafnvel glæpsamlegar athafnir ef þeir hafa staðið skipulega að íkveikjum.
Að lokum má þó ekki gleyma því að skjöldur borgaryfirvalda er ekki hreinn heldur. Þau hafa snúið sér undan ástandinu og látið þessi umhverfisspjöll í friði þrátt fyrir að skýrar reglur séu til um viðhald húsa og hægt sé að beita menn dagssektum ef þeir sjái ekki að sér. Að sama skapi hefur maður heyrt því fleygt að þau hafi snúið sér undan vegna þess að einhver í kerfinu hafi séð að borgin myndi græða á nýbyggingum þarna án tillit til framferðis verktakana í garð borgarana sem greiða einnig laun borgaryfirvalda, og einnig e.t.v. hafa persónuleg eða flokkatengsl við verktaka/fasteignafélög spilað inn í.
En hvað veit maður? Kannski er þetta bara rugl í mér með íkveikjurnar en um grotnun miðbæjarins og framferði verktakana hafa fleiri talað um og þar á meðal annars Hörður Torfason, Þráinn Bertelson og nú síðast RÚV með mjög góðri umfjöllun.
![]() |
Svaf í brennandi húsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 21:35
Samantekt um þróun fordóma hér síðasta árið og rúmlega það
Mig langaði til að setja hér saman smá samantekt hvað hefur gengið á, síðan innflytjendaumræðan byrjaði og þá hluti sem tengjast fordómum í garð innflytjenda. Þetta er byggt á því sem maður hefur séð annars staðar en hefur vantað almennilega samantekt á og mun reyna að bæta meir við eftir getu, ef eitthvað vantar. Þó vill ég segja að þrátt fyrir að sumt sé kannski smámál, þá eru þessi smámál lýsandi fyrir hvernig hlutirnir hafa fengið að grassera. Set llinka inn þar sem é. Vill einnig segja að þetta er frábært framtak hjá Bubba.
Haustið 2006: Innflytjendaumræðan hefst og út um allt þjóðfélagið er mikil og hávær umræða. Á einstak stað má glitta í mjög ósmekkleg og hatursfull ummæli í garð útlenindga.
5. nóvember 2006: Ráðist er hrottalega á portúgalskan mann fyrir utan 10-11 í Kópavogi, af sex mönnum af eingöngu þeirri ástæðu að maðurinn er útlendingur. Upptaka af því næst í öryggismyndavélar en aðeins 2 af ofbeldismönnunum eru ákærðir og fá aðeins sekt. Hinir fjórar sleppa algjörlega. Nánar má lesa um þetta hjá Jens Guðmunds í þessari færslu.
30. janúar: Hakakross og slagyrði gegn útlendingum máluð í grennd við sparkvöll í Reykjavík. Fréttina má sjá hér.
19. mars 2007: Tveir menn ráðast á mann frá Marokkó og misþyrma illilega. Ástæðan fyrir verknaðinn er samkvæmt dómi, uppruni mannsins. Nánar má lesa hér um þetta hjá Jens Guðmunds í þessri færslu.
30.mars 2007: Í Reykjanesbæ er byrjað að spreyja hakakrossa og ýmsi níðrandi ummæli um útlendinga, sérstaklega Pólverja hér og þar um bæinn. Þarna má sjá einkennismerki rasistafélagsins ÍFÍ birtast. Hérna er fréttin af visir.is
22. maí: Þennan daginn minnist visir.is aðeins á að ÍFÍ hafi verið enn á ferðinni og málað meir á byggingar.
Sumar 2007(man ekki nákvæma dagsetningu í hveli): Maður er myrtur en meðal fyrstu blogga sem birtast um málið mátti sjá nokkra tala um að þarna hefðu örugglega veirð útlenidngar á ferð.
17. september 2007: Í viðtali við DV, þá segir formaður Félags anti-rasista að fordómar hafi aukist í kjölfar umræðu Frjálslyndra um innflytjendamál. Í sama viðtali er minnst á árás á tvo afríkanska karlmenn á bensínstöð þar sem hópur réðst á þá vegna húðlitarins eins. Hérna er viðtalið.
6. nóvember 2007: Íslensk rasistasíða skapari.com birtist á netinu. Þar er ýmsu fólki hótað öllu illu í bland við einstaklega ógeðfelldan hatursáróður. Hérna má sjá frétt um þetta af dv.is.
30. nóvember 2007: Rasistasíðan skapari.com tilkynnir komu herskás nýnasistahóps til landsins til að berjast fyrir hönd Íslendinga gegn innflytjendum og lituðum. Hérna má sjá frétt visir.is um þetta.
5. desember 2007: 15-20 manna hópur m.a. fólk úr rasistafélaginu ÍFÍ, ræðst á 4 Pólverja í kjölfar hins hörmulega banaslys í Reykjanesbæ. Hér má sjá nánar um það hjá DV.is ásamt pistli um rasisma. Í kjölfar þessa slys kom einnig frásögn hjá Stöð 2 um það að pólsk börn hefði lent í einelti út af þessu.
17. desember 2007: Hópslagsmál milli unglinga við Spöngina í Grafarvogi. Upphaf slagsmálanna má rekja til kynþáttafordóma. Hér er fréttin af dv.is
7. janúar 2008: David Cross lýsir fordómum sem hann hefur orðið fyrir hjá KB-raflögnum. Honum var sagt að hypja sig þegar hann minntist á þetta við framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hérna er frétt dv um þett
11. janúar 2008: Í DV birtist viðtal og umfjöllun um rasistafélagið í Reykjanesbæ sem kallar sig Ísland Fyrir Íslendinga(ÍFÍ). Í umfjölluninni kemur fram að félagskapurinn telur um 100 manns og m.a.s. einn á Flúðum, auk þess sem fordómarnir drjúpa af lýðnum. Hérna má sjá aðeins um þetta hjá dv.is. Í kjölfarið tjáði sýslumaður um áhyggjur sínar af þróun mála og minnst m.a. á að hann hafi heyrt um fleiri slíka hópa hér.
10. febrúar: Unglingspiltur stofnar félag gegn Pólverjum á Íslandi. Um 700 manns skrá sig í félagið og sjá mátti á síðunni ýmsa kommenta í garð Pólverja eins og t.d. stofnandinn sem stakk upp á að Pólverjar yrðu settir í holu og sprengju varpað þar í og stúlka á Álftanesi vildi leiða það í lög að það væri leyfilegt að berja útlendinga svo dæmi séu tekin. Síðunni var þó snögglega lokað eftir að lögreglan sýndi áhuga. Forstöðumaður ÍTR segir í framhaldi að það se´undiralda fordóma meðal ungmenna í dag.
12. febrúar: Á blog.is birtist blogg um morðtilraun um helgina sem rataði ekki í blöðin. Þar var erlendur maður stunginn af Íslendingi, á meðan annar hélt honum á meðan vinahópur hrópaði ókvæðisorð að fórnarlambinu um uppruna hans. Hérna má sjá bloggið.
Þegar maður lítur yfir þetta, þá er þetta talsvert mikið um atvik á rúmlega ári og virðist hafa verið snjóbolti sem fór rólega af stað en hefur verið að vinda upp á sig síðustu mánuði, sérstaklega vegna neikvæðrar umfjöllunar um útlendinga. Þarna vantar þó inn í fleiri atvik örugglega, sem hafa ekki ratað í fjölmiðla sem hafa verið frekar áhugalausir hingað til að mestu að manni finnst, og ekki þau mál sem hafa ekki ratað til lögreglu. Einnig er hægt að benda á að inn í þetta vantar fjölmörg blogg sem eru neikvæð í garð útlendinga og almennt um hvernig umræðan hefur verið í þjóðfélaginu þar sem talað er um "helvítis Pólverjana" o.fl. í þeim dúr.
Ég tek undir með Bubba, ég er búinn að fá nóg og ég vona að fleiri séu sama sinnis. Það verður að berjast gegn þessum ófögnuði sem fordómar eru, áður en þeir ná að festa sig í sessi sem framtíðarvandamál og kæfa í fæðingu áður en eitthvað hræðilegt gerist líkt og með morðtilraunina síðustu helgi.
![]() |
Bræður og systur gegn fordómum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
31.1.2008 | 13:05
Hatursglæpir á Íslandi-Sinnuleysi fjölmiðla og réttarkerfis
Þeir voru sex, sem réðust á mann við 10-11 í Kópavogi, slógu hann niður í jörðuna og létu spörkin ítrekað ganga í haus og skrokk hans. Ástæðan fyrir þessari árás var einföld: hann var útlendingur.
Enginn aðdragandi var að þessari líkamsárás í nóvember 2006 þegar innflytjendaumræðan var í hámark, heldur hafði maðurinn eingöngu rölt út í búð þegar þessir fimm einstaklingar byrjuðu að veitast að honum með fúkyrðum í tenglsum við uppruna hans, og endaði með grófri líkamsárás sem hófst inn í búðinni og endaði út á götu. Allt saman náðist á öryggismyndavél og öryggisvörður kallaði til aðstoðar lögreglu. Maðurinn var fluttur upp á spítala eftir það, vankaður og illa farinn, þremur vikum fyrir brúðkaup hans og sambýliskonu.
En hverjar voru afleðingarnrar? Fyrir manninn og fjölskyldu hans voru þær talsverðar, hann missti úr vinnu og er eina fyrirvinna fjölskyldunnar og auk líkamlegs tjóns þá er sálfræðilegt áfall fyrir fjölskylduna mikið og langvarandi og enn ekki séð fyrir endann á því.
Afleiðingarnar fyrir þá sem frömdu þennan svívirðilega hatursglæp, já, hatursglæp því þetta var ekkert annað, voru mun léttvægari. Aðeins tveir af þeim voru ákærðir, tveir menn í kringum tvítugtn en hinir sluppu vegna áhugaleysis eða handvammar kerfisins, kerfisins sem taldi að hæfileg refsing fyrir svona hatursglæp væri samtals 145.000 í bætur til handa útlendingnum en ríkistjóður fengi svo 180 þúsundir í sekt.
Hvaða skilaboð sendir þetta svo ofbeldismönnum? Ekki einu sinni fangelsisvist og rétt svo útborguð mánaðarlaun sem þeir þurfa að greiða fyrir skemmtun sína við misþyrmingar. Og hvers vegna voru þeir bara tveir ákærðir? Og hvar voru fjölmiðlar? Fjölmiðlarnir sem stökkva til um leið og útlendingur eða innflytjandi gerist brotlegur og skella því á forsíðu? Og hvað með þá stjórnmálamenn sem hafa verið að tala um hættur af útlendingum? Viðbrögð eins þeirra á bloggsíðu konunar og bloggvinkonu minnar, voru ótrúleg, hann sagði hana einfaldlega vera móðursjúka yfir minniháttar glæp.
En því miður er þetta ekki eina tilfellið sem hefur veirð að koma upp síðan innflytjendaumræðan fór af stað með þeirri heift og fordómum sem hún hefur skapað. Í nóvember síðastliðnum dæmdi Hæstiréttur tvo menn til þyngri refsingar en þeir fengu í Héraðsdómi fyrir svipaðan hatursglæp eða eins og segir í frétt mbl.is frá 16. nóvember:
"Hæstiréttur hefur þyngt dóma yfir tveimur rúmlega tvítugum mönnum, sem réðust á erlendan mann á götu í Reykjavík, slógu hann niður og spörkuðu í andlit hans með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði, augnbotn brotnaði og tvær tennur. Í dómi Hæstaréttar segir, að allt bendi til að meginhvati árásarinnar hafi verið neikvæð afstaða árásarmannanna til útlendinga. Árásarmennirnir voru dæmdur í 3 og 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða manninum sem þeir réðust á 550 þúsund krónur í bætur. Í héraðsdómi voru mennirnir dæmdir í eins og þriggja mánaða fangelsi og til að greiða fórnarlambinu 274 þúsund krónur í bætur."
Þarna er talsverður stigsmunur á málum en miðað við að menn eru dæmdir í mánaðar skiolrðsbundi fangelsi fyrir þukl á brjóstum á balli og jafnvel þyngri refsingar en þessi dómur fyrir að stela peningum úr afgreiðslukassa í Hagkaup, þá veltir maður fyrir sér hvers vegna mannslífið og heilsa sé svo lítils virði í augum dómara og réttarkerfis?
Og svo höfum við þriðja málið einnig. Í kjölfar hins hörmulega banaslys í Reykjanesbæ, þá réðst um tuttugu manna hópur að fjórum Pólverjum fyrir framan Sparisjóð Keflavíkur og barði þá. þeir náðu að komast í burtu við illan leik en hver voru viðbrögð yfirvalda, sömu yfirvalda og létu fjölmiðla fá hvert einasta atriði úr yfirheyrslum yfir grunaða þar? Þeir vildu ekkert tjá sig um málið, sögðu óljóst að þetta hefði verið uppgjör unglinga og vildu ekki segja meir. Síðan í kjölfarið virðist sem að málið sé og hafi ekki verið rannsakað neitt frekar né að lögreglan hafi kært einhverja af þessum tuttuga manna hóp. Í sama bæ og á Reykanesinu er svo starfræktur hópur rasista og unglingahatara sem virðast eiga vel upp á pallborðið hjá þeim sem þarna búa. Maður getur ekki lagt annað en tvo og tvo saman í kjölfarið og ályktað að lögreglan í Reykjanesbæ telji það í góðu lagi að berja útlendinga.
En hvað þá með fjölmiðla? Nú höfum við horft upp á stríðsfyrirsagnir um glæpi útlenindga og hvað þeir séu vondr frá miðlum eins og Fréttablaðinu sem lagðist í krossferð um tíma gegn þeim með upphrópunum sem voru margar hverjar gerðar til þess að auka á fordómana. Sami fjölmiðill sem og aðrir(fyrir utan DV) hafa svo aftur á móti sýnt engan áhuga ne´vilja til þess að fjalla um ofbeldi gegn útlendingum og fordómum í þeirra garð, kannski vegna þess að það selur ekki eins vel og veldur ekki sömu umræðu í samfélaginu, umræðu sem veitir þessum fjölmiðlum athygli. En hvaða gjaldi er goldið með því? Jú, fleiri barsmíðar og misþyrmingar á útlendingum ásamt auknu hatri og fordómum í garð saklaus fólks. Og hver er afsökunin frá fjölmiðlum sem sýna glæpum útlenindga mun meiri áhuga heldur en glæpum gegn útlendingum? Það er sú elsta sem æsifrétta- og ruslfjölmiðlar hafa notað i í gegnum tíðiina:
Við erum bara að segja frá fréttnæmum hlutum.
Er ekki kominn tími á að fjölmiðlar og réttarkerfið taki á svona glæpum sem framdir eru eingöngu vegna þjóðernis eða annars, af fullum krafti?
Nánar má lesa um málið fyrir utan 1ö-11 í Kópavogi hér frá eiginkonu þolandans. Hún setur einnnig inn dómsorðin frá Héraðsdómi Reykjanes í þessari færslu
Svo má sjá hér einu fréttina þar sem minnst var á mál hennar í fjölmiðlum hér í þessari færslu hér.
Bloggar | Breytt 23.9.2015 kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.1.2008 | 18:55
Strámaður Moggans
Langaði til að benda fólki á þetta stórgóða blogg um þá rógsherferð sem Morgunblaðið fer í fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins(eins og venjulega). Maður verður alltaf ánægður yfir því að hafa sagt upp blaðinu á 2004 þegar þeir voru að taka eina af mörgum skorpum í svona herferðum. Maður spyr sig svo hvernig getur þetta blað borið sig og hversvegna hefur Styrmi ekki verið sparkað fyrir löngu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 23:51
Tvískinnungur Heimdælinga
Ég get ekki annað en hrist hausinn yfir þessari yfirlýsingu, hugsandi um aðra hluti sem sama félag hefur staðið fyrir eða ályktað um í gegnum tíðina. Heimdælingar og/eða SUS hafa staðið fyrir dólgslátum sem þeir kalla mótmæli, á skrifstofu skattstjórans og beitt valdi til að hindra fólk þar til að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn, jafnvel með ofbeldi. Ekki hefur maður heyrt félagið senda frá sér ályktun um það. Aftur á móti þegar einhverjir mótmæla einhverju sem tengist flokknum, á opinberum vettvangi lmeð baulum og köllum ólikt skattstofuátökum, þá er það aðför að lýðræðinu.
Svo er það nú þetta með yfirlýsingar og Heimdælinga og blessaða óvirðingu. Hafa þeir ekki vanvirt lýðræðið með að styðja dómararáðningar sem byggjast á crony-isma? Hafa þeir ekki vanvirt lýðræðið með því að styðja innrásina í Írak sem fyrir það fyrsta var ólöglegt innrásarstríð og í aðra staði ákvörðun sem var tekin á gerræðislegan og ólýðræðislegan hátt? Og hvað með aðrar ákvarðanri flokksins sem gagna gegn leikreglum lýðræðis? Hvað með þegar fulltrúar flokksins haga sér eins og sekpnur og telja sig hafna yfir lög? Ekki heyrist múkk frá Heimdælingum þá heldur tekið undir að lög séu börn síns tíma og allt almennt siðferði látið fjúka til verndar spilltum stjórnmálamönnum sem þeir þjóna. Ef þeir telja þessar aðgerðir eitthvað sem veikir tiltrú a´ungu fólki í stjórnmálum, þá ættu þeir að byrja á því að líta í eign barm og skoða hvað þeir styðja, margt af því á lítið skylt við lýðræði og frelsi heldur meir eins og það spillta einræði sem Pútín hefur sett á stokk í Rússlandi í t.d. dómararáðningum vina og ættingja Pútins eða KGB-manna.
Svo að lokum má kannski benda á það að ekki voru allir áhorfendur sem voru með borgarstjórnarmeirihlutanum til fyrirmyndar. Samkvæmt óstaðfestum óheimildum þá gargaði Erla fyrrum formaður Heimdalls, ókvæðisorðum að mótmælendum og sagði þá verri en skepnur, annar Sjálfstæðismaður líkti þeim við Hitlers-æskuna og fleira í þeim dúr. Hvers vegna er ekki einnig talað um þá?
![]() |
Harma framferði ungliðahreyfinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þó að þessi mótmæli mætti e.t.v. fara betur fram, þá er nú ekki hægt annað en að spyrja þá sem hneykslast á þeim: hvað gerir þetta miklu verra helldur en gjörðir borgarfulltrúanna? Þeir mega reka rýtinga í bakið á hvor öðrum, skemmta sér í svaðinu á ýmiskonar hátt með hóp af flokksbundnum stuðningsmönnum sem verja allt svínaríið og eru síst að hugsa um hag almenninggs, heldur eingöngu vegtyllur og völd.
Ef ég kæmist þá væri ég mættur þarna niður eftir og örugglega fleiri til, það er almenn gremja með þetta og fólk er búið að fá nóg. Eini mðaurinn sem hefur sýn spor í átt til siðvæðingar er Björn Ingi af öllum mnnum með því að segja af sér og óskandi sað sú siðvæðing nái einnig til Villa, Óla, Árna Matt og fleiri sem hafa svoleiðis drullað yfir lýðræðið upp á ´siðkastið.
![]() |
Hávær mótmæli í Ráðhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2008 | 19:39
Mafítaktíkar verktaka og fasteignasala
Þetta er nú nokkuð sem hefur viðgengist hér lengi í nágrenni Hverfisgöu og nágrennis en hingað til hafa fjölmiðlar sem og þeir sem eiga að gæta hagsmuna almennings, verið tregir til að taka á þessu því þeir vilja ekki styggja þá sem færa þeim aur: bankanna sem og aðra fjársterka og rétt tengda pólitískt séð, aðila sem ásælast þetta sem byggingarsvæði.
Því miður þekki ég tvö dæmi þess í gegnum kunningja að þarna hafi veirð beitt þeim aðferðum sem lýst er, af hálfu verktaka og fasteignasala. Í öðru tilfellinu voru það eldri hjón sem þrýst var á með fyrst blíð en svo hótunum um að fluttir yrðu dópistar inn í húsið þeirra nema ef þau seldu. Þau gáfu frekar fljótt eftir en þeir sem ílengdust fengu víst dópistana inn í íbúðina sem verktakinn hafði keypt.
Hitt málið var nú mun alvarlegra þar sem aðilinn sem lenti í fasteignasala sem var á fullu við að kaupa upp hús í tengslum við fjárfestingarfélag sem hefur stór plön með svæðið. Kunninginn vildi ekki selja en fasteignasalinn náði þar eign í húsinu og nágrenninu. Þar var skellt upp dópgreni að mér skilst, og innbrot urðu skyndilega algeng í íbúðina hans sem og annara sem neituðu að selja en ekki hjá þeim sem höfðu kvittað undir samning og voru á leiðinni út. Eftir sjöunda innbrotið gafst kunninginn upp og seldi fasteignasalnaum sem beitt svona óprúttnum aðferðum.
Þriðja dæmið er til sem var skrifað um af Þránni Bertelsyni og passaði nákvæmlega við lýsingar kunningja minna og það sem maður hafði heyrt. Greinin birtist síðla sumas og er hægt að nálgast hér.
En svona er Ísland, glæpamenn á borð við þessa aðila fá að komast upp með svona hluti, þeim hampað með hrifningu af fjölmiðlum sem knáum athafnamönnum, duglegum fjárfestum en saklaust fólk sem verður fyrir barðinu á þeim, getur ekki sótt rét sinn og lifir í ótta, því jú peningarnir og peningaöflin eru mikilvægari en heldur einhverjar manneskjur .
![]() |
Flytja óreglufólk inn til að gera nágrönnum lífið leitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar