30.4.2007 | 11:44
Ekki nógu fínn
Laugardagskvöldið hjá mér fór á annan veg en ég ætlaði mér, ég endaði á djamminu. Þetta hafði byrjað sem bjórsull á Ölstofunni þar sem vinahópurinn ásamt fleirum sem bættust við, sat og spjallaði um kvikmyndir og önnur minniháttar mál enda ekki annað hægt þegar maður situr með kvik.myndagerðarmönnum og öðrum með ástríðu fyrir bíómyndum. Svo þegar líða fór á kvöldið var þetta orðið að djammi og pöbbarölti í einhvern tíma.
Einn af þeim stöðum sem ég og annar sem var með mér á flækingi, ákváðum að rölta yfir á Sólon til að hitta gamlan vin sem maður sér lítið þessa daganna. Eftir mikla biðlund og hænuskref í biðröðinni sem gekk hægt m.a. vegna þess að dyraverðirnir voru að hleypa reglulega fólki framfyrir, þessa klassíska VIP-elítu röð af fólki sem eru mest megnis plebbar og wannabe þotulið, þá kom að mér og vini mínum. Dyravörðurinn leit á mig, hvessti augun og gerði sig líklegan fyrir vesen þegar baunaði út úr sér:"Það er dress code hér!" Ég hváði við og hann endurtók aftur um leið og hann hnyklaði vöðvanna:"Það ER DRESS CODE hÉR." Ég horfði á hann í vantrú, leit svo á félaga minn sem stóð með spurnarsvip og svo gengum við í burtu glottandi yfir þessu, sérstaklega þar sem við höfðum farið inn á mun fínni staði án nokkura kommenta. Sá reyndar eftir því að hafa ekki spurt dyravörðinn hvað hann hefði hleypt nú mörgum vel klæddum dópsölum inn á staðinn þetta kvöldið.
Ég hefði skilið þetta ef ég hefði mætt eins og mannaveiðari í Villta vestrinu eftir 20 daga í eyðimörkinni eða í slorgalla með sjóhattinn, en það þótti greiniega ekki nógu fínt fyrir þennan stað að maður væri í gallabuxum og bol og svo með úlpu sem yfirhöfn og snyrtilegur að öllu öðru leyti. Ég hef nú talið það allt í lagi fatnað hingað til á skemmtanalífinu og ekki hefur hingað til það talist það svo truflandi og hræðilegt fyrir stað að fólk sjáist þannig inn á honum. Reynslan hefur sýnt það í gegnum tíðina með íslenskt skemmtanalíf að staðir sem eru með VIP-raðir og svona dress code, lenda fyrr eða síðar í því að annað hvort þurfa að hætta með þetta, eða svo kemur annar staður sem drepur þennan. Kannski er þetta bara dæmi um yfirborðsmennskuna og plebbaháttinn í íslensku samfélagi, hver veit? Það sem er kannski dáldið skondið og dregur fram hvað þetta er mikill aulaháttur allt saman, er það að það fólk sem ég hef kynnst og er þekkt að einhverju leyti, er á gallabuxum, í bol eða skyrtu, með derhúfu á hausnum eða álíka þegar það er að skemmta sér, og er ekki að standa í einhverju snobbi eða dress code, það er einfaldlega fólk sem er að manni sýnist, nokk sama um slíkt á meðan félagskapurinn er góður.Hefði því verið bannað að fara inn miðað við klæðnað? Held ekki.
VIP-raðir hafa svo sannað sig að í flestum tilfellum er það fólk sem þekkir eigendurnar eða þykist vera einhver og gerir þetta fyrirkomulag enn hallærislegra en það er.
Spurning hvort maður reyni svo að gera hópferð af frægu fólki í slorgöllum eða kuldagöllum, inn á Sólon og sjá hvort því verði ekki hleypt inn án athugasemda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 30. apríl 2007
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar