Mamma Jónínu Bjartmarz var meðmælandi!

Í DV í dag kemur fram að móðir Jónínu hafi gefið kærustu barnabarnsins meðmæli til þess að hún gæti fengið ríkisborgarétt. Þar kemur einnig fram það sem manni grunaði í það minnsta að þingmennirnir þrír viðurkenna það að enginn þeirra hafi unnið vinnuna sína þegar þeir tóku umsóknina fyrir, það var aldrei tékkað á meðmælendum né hringt í þá, nokkuð sem heyrir undir Alþingi. Samt sagði Bjarni Ben í Kastljósi að ríkisborgararétturinn hefði verið veittur eftir heildarskoðun á gögnum. Miðað við þessar upplýsingar þá virðist mér sem að ef athugað hefði veirð á meðmælendum þá hefði komið í ljós tengslin við Jónínu því jú, það hlýtur að koma fram við bakgrunnstékk á fólki, hver börnin þeirra séu og svo hefði nú verið hægt að gera það sem DV gerði, þeir gúggluðu nafn mömmunar og fengu tilvísanir á síður Framsóknarflokksins.

 Er ekki kominn tími til að menn leggi bara öll spilin á borðið í stað þess að flækja sig meir og meir í lygavef, yfirklór og útúrsnúninga? 

 Annað sem maður er að velta fyrir sér, eru fjölmiðlar búnir að gefast upp á þessu máli a la mál vikunnar þegar farið er að hitna undir ráðamönnum? Finnst oft á tíðum margir íslenskir fjölmiðlar einmitt gefast upp eða hætta að eltast við einhver mál þegar þeir ættu að halda áfram í að þjarma að stjórnmálamönnum. Nixon hefði örugglega setið sem fastast ef Woodward og Bernstein hefðu ekki nennt þessu nema í viku.  DV má allavega eiga hrós skilið fyrir að halda áfram að grufla í þessu máli.


Bloggfærslur 7. maí 2007

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband