Mamma Jónínu Bjartmarz var meðmælandi!

Í DV í dag kemur fram að móðir Jónínu hafi gefið kærustu barnabarnsins meðmæli til þess að hún gæti fengið ríkisborgarétt. Þar kemur einnig fram það sem manni grunaði í það minnsta að þingmennirnir þrír viðurkenna það að enginn þeirra hafi unnið vinnuna sína þegar þeir tóku umsóknina fyrir, það var aldrei tékkað á meðmælendum né hringt í þá, nokkuð sem heyrir undir Alþingi. Samt sagði Bjarni Ben í Kastljósi að ríkisborgararétturinn hefði verið veittur eftir heildarskoðun á gögnum. Miðað við þessar upplýsingar þá virðist mér sem að ef athugað hefði veirð á meðmælendum þá hefði komið í ljós tengslin við Jónínu því jú, það hlýtur að koma fram við bakgrunnstékk á fólki, hver börnin þeirra séu og svo hefði nú verið hægt að gera það sem DV gerði, þeir gúggluðu nafn mömmunar og fengu tilvísanir á síður Framsóknarflokksins.

 Er ekki kominn tími til að menn leggi bara öll spilin á borðið í stað þess að flækja sig meir og meir í lygavef, yfirklór og útúrsnúninga? 

 Annað sem maður er að velta fyrir sér, eru fjölmiðlar búnir að gefast upp á þessu máli a la mál vikunnar þegar farið er að hitna undir ráðamönnum? Finnst oft á tíðum margir íslenskir fjölmiðlar einmitt gefast upp eða hætta að eltast við einhver mál þegar þeir ættu að halda áfram í að þjarma að stjórnmálamönnum. Nixon hefði örugglega setið sem fastast ef Woodward og Bernstein hefðu ekki nennt þessu nema í viku.  DV má allavega eiga hrós skilið fyrir að halda áfram að grufla í þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta er B-O-B-A!

Vonum nú bara innilega að  boban komi málinu aftur í gullfiskaminnið ...

Þarfagreinir, 7.5.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: AK-72

Jamm, ég er sammála en ég skil ekki hvers vegna ekkert er komið um þetta hjá rúv eða visr.is. Það er nú skiljanlegt með mbl.is, Mogginn er í kosningagírnum fyrir Sjálfstæðisflokkinn eins og sést á fréttaflutningum um þetta mál.

AK-72, 7.5.2007 kl. 18:26

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ef þetta er aðalmálið til að hneykslast á, þá bjátar fátt á í þjóðfélaginu sem RAUNVERULEGA skiptir máli. Ergo: Núverandi stjórnvöld hafa staðið sig vel.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.5.2007 kl. 23:13

4 Smámynd: AK-72

Jújú, það er svo sem hægt að tala um margt annað sem er mun alvarlegra og tengist stjórnvöldum líkt og brjáluðu þensluna, okurvexti, verðbólguna, hversu skítt aldraðir hafa það(ekki reyna að segja við mig að þeir hafi gott, ég næ í ömmu þá og leyfi henni að flengja þig með pönnukökuspaðanum á meðan hún les yfir þér), einkavinavæðingu, hina ógnvekjandi framtíð sem bíður okkar með einkavæðingu orkuveitna og margt fleira.

Hinsvegar finnst mér þetta Jónínumál eiginlega kristalla allt í sambandi við siðferði þingmanna og framferði gagnvart þeim sem greiða þeim launin. Hvað eftir annað komast þeir upp með hluti sem okkur blöskrar yfir og alls staðar annars staðar í heiminum væru þeir búnir að segja af sér eða í það minnsta að biðjast afsökunar en nei, það er logið blákalt að okkur, reynt að fela mistök eða viljandi gerðir, og það er bara einfaldlega ekki rétt að þaga yfir slíkum hlutum. Maður á að gagnrýna það hiklaust og ekki leyfa svona að falla í gleymsku líkt og Byrgismálið þar sem SEX RÁÐHERRAR ÁSAMT NOKKRUM STJÓRNARÞINGMÖNNUM HÖFÐU VITNESKJU UM OG ÞÖGÐU UM STÓRFELLDA FJÁRMÁLAÓREIÐU OG MISFERLI OG DÆLDU ÁFRAM PENING Í ÞAÐ. 

Það er ekkert sem réttlætir slíka siðferðisbrenglun hvort sem það er Byrgismálið, Jónínumál, Árni Johnsen eða slíkt, sama með hvaða "liði"maður heldur. 

AK-72, 7.5.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 123140

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband