Aðstoðuðu þingmenn Samfylkingarinnar við handtökuna?

Einhvern veginn er það nú lýsandi fyrir samfélagið, að maður sem klifraði upp á þak og festi þar upp fána sem er lýsandi fyrir stefnu Alþingis síðustu 10-17 árin eða svo, þ.e. að setja hagsmuni fyrirtækja, auðmanna, bankamanna og fjárfesta framar hagsmunum almennings og þjóðar, skuli vera handtekinn. Á sama tíma hefur ekki einn einasti af þeim óþokkum sem settu landið á hausinn verið hnepptur í varðhald eða séð til þess að þeir séu teknir úr umferð á einhvern hatt svo þeir geti ekki haldið áfram að skaða þjóðina. Þeir sitja enn í bönkunum glottandi, þeir fljúga enn á milli landa og kaupa eignir úr þrotabúum fyrirtkja sinna o eru líklegast komnir í það að semja um að kaupa bankanna og skurtðstofur ódýrt þessa daganna. Enginn og það eru átta vikur liðnar.

 En eru þingmenn að hafa áhyggjur af þeim eða grípa til aðgerða? Nei, ef miðað er við þessa lýsingu af handtökunni sem ég set hér inn frá Maurildi, þá er Þjóðaróvinur nr. 1 maðurinn sem er orðinn að hálfgerðri þjóðhetju í dag fyrir þennan flotta gjörning, í augum þingmanna Samfylkingarinnar, framar auðmönnunum og bankamönnunum sem ganga enn lausir og í störfum sínum innan bankanna. Ef fánaflaggarinn hefði heitið Björgúlfur, Hannes, Jón 'Asgeir eða verið í toppstöðu innan "gömlu og nýju" bankanna, þá væru þingmennirnir líklegast með fánahyllingu fyirr framan skrifstofuna hans.

"

G l ó ð h e i t a r - f r é t t i r !


Haukur heimspekinemi dundaði sér við þann táknræna gjörning á dögunum að hengja Bónusfána á Alþingishúsið. Í kvöld beið hann niðurlútur með félögum úr Háskólanum eftir því að fá að hefja skoðunarferð um það sama hús í vísindaferð. Þar sem hópurinn stóð á snakki við Ágúst Ólaf og aðra broddborgara rak þjónustulundaður öryggisvörður glyrnurnar í Hauk.

Uppi varð fótur og fit. Háskólanemendunum var vísað á dyr í snarhasti. Þarna fengju þeir sannarlega ekki að laumast um gólf.

Í staðinn bauð Samfylkingin þeim á skrifstofur sínar. Haukur og félagar nutu þar lífsins og höfðu ekki minnsta grun um að á meðan Samfylkingarmenn gerðu við þá gælur voru Svartstakkarnir á leið á staðinn.

Samfylkingarmenn létu á engu bera. En þegar Haukur ætlaði að ganga út af skrifstofunum stökk löggan á hann og handtók hann.

Bónusmaðurinn er sumsé kominn í djeilið.

Og er nú ekki lýsandi fyrir hlut Samfylkingar á þessum síðustu tímum að bjóðast brosandi til að umbera lýðinn sem ekki er velkominn á hið háa Alþingi og sitja síðan aðgerðarlaus hjá þegar yfirvaldið kemur fram vilja sínum við hann?"

 


mbl.is Bónusfánamaður handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2008

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband