Borgarafundurinn-Hugrenningar undirbúningsaðila

Þegar Gunnar hélt sinn fyrsta borgarafund í Iðnó í lok október upp á eigin spýtur, þá held ég að mér né nokkrum öðrum sem sátu þar, óraði fyrir snjóboltanum sem rúllaði á stað þar með okkur innanborðs. Sá fundur olli því nefnilega að ég ákvað að finna reiði minni í garð stjórnar, bankamanna, auðmanna, eftirlitsaðila og annara óhæfra embættismanna valda út frá flokkskírteinum, farveg í að reyna að gera eitthvað og finna kannski smá von um framtíð hér á Íslandi.

Í frmahaldi af því tróð ég mér í fartesið með Gunnari, Davíð og öllu því ágæta fólki sem einnig var á svipuðum nótum, það vildi svör og það vildi að það væri talað við sig og hlutir útskýrðir. Svo byrjaði boltinn að rúlla, tveir fundir enn, annar í Iðnó og næsti í NASA og að endingum stóðum við í Háskólabío, mánuði seinna eftir þessa hugdettu eins manns, þar sem við vissum ekki hvort nokkur maður myndi mæta né hvort nokkur af þeim háans herrum sem telja sig hafa eina vald til að tala fyrir þjóðina, myndu mæta. En þau undur og stórmerki gerðust að þetta fór fram úr okkar vonum, bíóið meira en troðfylltist, valdamennirnir mættu bíóið með greinilega þá trú að fólk myndi kikna í hnjánum við komu þeirra og meðhöndla þá með silkihönskum þar sem þau fengju að mjálma sömu loðnu frasanna aftur og aftur.

Raunin varð önnur, því líkt og þingmennirnir sem mættu á fyrsta borgarafundinn kynntust illlilega, fengu ráðherrarnir það að mestu málefnalega óþvegið, og manni varð það ljóst að líkt og þingmennirnir flestir ef ekki allir, voru ráðherrarnir ekki í neinum tengslum við fólk, heldur aðskildi gjá þá við fólk, gjá hroka og stéttar sem hvorki deilir né skilur mikið hvað almenningur hefur áhyggjur af eða vill.. Þetta var þó ekki það eina sem líktist fyrsta fundinum, því að mörgu leyti endurtók hann sig í því að fóllk var að upplifa að geta loksins geta talað við ráðamenn, loksins spurt það sem lá þeim á hjarta, loksins reynt að fá svör og einnig að leyfa ráðamönnum að skynja reiðina, sárindin og vantraustið sem borið er til þeirra. Fólk vill einfadlega að það sé hlustað og talað við það og ekki bara það, heldur einnig þá sem m.a. hafa haft framsögu á borgarafundum eða tjáð sig annars staðar með hugmyndir að lausnum og ábendingum um lausnir og hvað þarf að gera strax eða forðast. Því miður virðist svo vera að þeir sem hafa mest gert í því að sökkva skipum, hafi óbilandi trú á að þeir einir hafi vitið og getuna til að bjarga þeim og aðrir séu bara vitleysingar sem kunni ekki neitt í björgun.

Um frammistöðu ráðherra og framsögumanna ætla ég svo sem ekkert mikið að segja, enda hafa marigr tjáð sig um það, heldur bara það eitt að þegar ég hlustaði á ráðherrana og horfði á þingmennina þá kom hugsunin um spurningar sem hefur hvílt á mér lengi: hversvegna á ég að standa í þessu? Hversvegna á maður að hafa áhuga á að taka þátt í þessu samfélagi, borgandi skuldir annara og með sama liðið gjammandi á þingi í stjórn og stjórnarandstöðu sem er orðið svo samdauna rotnu flkkakerfi sem hefur lagt þjoðfélagið í rúst? Á ég ekki bara að gera eins og aðrir eru byrjaðir að gera, flytja út og koma aldrei aftur þar sem lítil von er til þess að þetta samfélag samtryggingar, flokksræðis, spillingar og valdhroka, getur ekki breyst með þetta fólk við stjórnvölinn, fólk sem telur meiri nauðsyn að vernda hina seku og refsa almenningi heldur en að gera nokkuð í átt til breytinga?

Í dag er það eina vonin mín um áframhaldandi Ísland, að samfélagið nái að breytast á næstu mánuðum, þrískipting valds verði að veruleika, gagnsæi og siðferði nái að ríkja í stjórnsýslu og að það náist að útrýma pólitískri spillingu eða lágmarka hana um aldur og ævi. Annars einfaldlega kveður maður Ísland með þá vitneskju að maður reyndi þó á einhvern hátt að hafa áhrif á hlutina en þjóðinni sé þvi miður ekki viðbjargandi fremur en öðrum þjóðfélögum sem hafa dáið út um aldanna rás. Maður er þó ekki einn í því að reyna hvort sem það er með mótmælum, borgarafundum eða dásamlegri flöggun Bónus-fána á Alþingishúsi sem inniheldur fólk sem er rúið trausti, virðingu og sumt hvert heiðarleika, og í því fólki sem reynir að breyta hlutunum, felst eina von Íslands, ekki í fólkinu sem tuðar út í horni og gerir svo ekki neitt nema að borga skuldir sem aðrir komu okkur í, um aldur og ævi.

Að lokum langar mig til að klykkja því út,  að maður hafði nú lúmskt gaman af því að sjá umfjallanir og heyra að við sem undirbjuggum þennan fund, værum öfgapakk, eitthvað VG-"lið" sem ég held að Sjálfstæðismennirnir í hópnum okkar, muni finnast furðulegt og að sjá okkur líkt við nasista jafnvel. Ég ætla þó að játa að ég sem gekk um svartklæddur með appelsínugulan borðann, minniti þó nokkuð á SS-mann og hafði nú spurt einhvern í gríni hvort við hefðum ekki getað haft þetta rautt til að fullkomna útlitið á mér. Kannski mun þó einn ráðherrana minnast mín sem slíks fóls, þegar ég kom, sótti viðkomandi og vísaði framfyrir röðinna inn í salinn þar sem pólitísk slátrun viðkomandi fór fram. Ef viðkomandi hugsar til mín á þann hátt, þá segi ég bara:

Ingibjörg Sólrún, þú slátraðir þér sjálf inn í salnum. Ekki kenna öðrum um.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2008

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband