20.4.2008 | 23:24
Spilling meðal lögreglu og ákæruvalds?
Ég verð nú að játa að þó sum mótmæli Saving Iceland hafi verið frekar öfgakennd, þá er samt ekkert sem réttlætir þessa hörku sem lögreglan og ríkisvaldið hefur beitt þessi samtök. Það sem er þó einstaklega ámælisvert við þetta er það að ríkissaksóknari neitar að rannsaka og taka við kærum á hendur lögreglunni því lögreglan er ekki hafin yfir lög sjálf, sérstaklega ef hún reynir að keyra mann niður. Það er í það minnsta ásetningur um að valda manni tjóni og í það versta tilraun til manndráps.
Svo ef maður lítur á tilkynningu Saving Iceland inn á aftaka.blog.is þá má sjá nú mun verri lýsingar af meðferð lögreglu:
" Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér. Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu."
Þegar aðeins neðar í yfirlýsingunni á blogginu er komið sést þetta:
"Flestir sem voru í einhverjum hinna þriggja mótmælabúða Saving Iceland sumarið 2006 geta sagt einhverjar sögur af Arinbirni Snorrasyni lögregluþjóni. Að hann hafi reynt að aka yfir þá, skorið í eigur þeirra með hnífi, bundið þá með rafmagnsvír með andlitið í leðjunni tímunum saman eða nærri hálsbrotið þá með járnaklippum. Allir minnast þess að hann hafi verið óstöðugur og hættulegur, sagði talsmaðurinn."
Þegar svona harðar ásakanir á hendur lögrglu koma fram og viðbrögð valdsins er að stinga málinu undir stól og hengja fórnarlambið, þá getur maður ekki annað en dregið þá ályktun að það sé ýmislegt rotið við þetta og þarna sé pólitísk spilling og fasismi á ferð. Það var mikið orð haft á því á sínum tíma að pólitíkusar voru að láta lögregluna hjola í þá sem valdhöfum þóknaðist ekki hvort sem það var Baugur eða Saving Iceland, og harkan gífurleg á meðan vinir og kunningjar valdhafanna sluppu með skrekkin eða líkt og í olíusamráðinu að málinu virtist vísvítandi klúðrað.
En svo er annað sem bætist við og það eru bein áhrif hagsmunaaðila á störf lögreglunnar fyri austan. Fyrir einhverju síðan þá heyrðist frétt á RÚV þar sem kom fram að þetta sama embætti sem liggur undir ásökunum, hafði veirð að þiggja styrki frá Alcoa(gæti hafa veirð Bechtel og kannski báðum) til námskeiðahals fyrir starfsmenn o.fl. Þetta er ekkert annað en í mínum augum mútur þegar tekið er tillit til þess að þarna er um að ræða fyrirtæki sem hefur hagsmuni af því að hart sé tekið á mótmælendum.
Er ekki kominn tími til að koma af stað innra eftirliti og rannsókn á störfum lögreglunnar ásamt því að losa sig við þá sem tengjast spillingunni hvort sem það eru lágt settir fautar eða jafnvel ráðherrar?
Almenningur á nefnilega rétt á því að þurfa ekki að óttast lögreglu vegna skoðanna sinna heldur á að geta treyst henni.
![]() |
Stofnandi Saving Iceland ákærður fyrir eignaspjöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.4.2008 | 13:47
Níð Skúla Skúlasonar í garð múslima
Eitt heitasta umræðuefni á Moggablogginu þessa daganna, er lokun á því sem ég kalla hatursáróðurs-blogg Skúla Skúlasonar. Þessi lokun hefur ekki komið mér á óvart en ég furða mig á því hvers vegna þessu var ekki lokað á sama tíma og nasistabloggið síðastliðð haust. Ég hef aðeins verið að blanda mér í umræður um það í dag og meðal annars á bloggi Einars Einarssonar í Landsambandi Ungra Frjálslyndra. Þar lét ég efti mér ummæli um hatursáróðurinn sem Skúli iðkaði og Skúli Skúlason fannst hann þurfa að svara mér með eftirfarandi ummælum:
"
Góðan daginn AK-72,
Þú ert að misskilja prestinn, þetta sagði hann orðrétt: ,,Enda væri á henni efni sem ,,samræmdist að öllu líkindum
ekki íslenskum lögum" og væri meiðandi fyrir minnihlutahóp í samfélaginu sem
ætti ekki auðvelt að halda uppi vörnum."
Þú segir hins vegar fullum fetum: ,,Hatursáróður eins og Skúli iðkaði, er bannaður samkv. lögum." Mér sýnist vera mikill munur milli fullyrðingar þinnar og þess sem presturinn sagði.
Það varðar líka við lög að þegja yfir vitneskju um samsæri og stefnu hóps fólks til að drepa Íslendinga, sbr. Kóran 009:005 og 008:039 svo aðeins tvær málsgreinar séu nefndar. Það geturðu séð í hinum almennu íslensku Hegningarlögum. Og meir að segja bent á það hér í færslum að ofan. Það getur einnig varðað við sömu lög að þagga niður í þeim sem varar alþjóð við slíkum fyrirætlunum.
Nasistabloggið sem þú talar um skaparinn.com er í fullum gangi ennþá að því er ég best veit og skoðaði það síðast.
Það er nú ekki stórmannlegt af þér að vera hér með stóryrði og digurbarkalegar fullyrðingar og þora ekki að gera það undir fullu nafni."
Þessi feitletruðu ummæli Skúla sýna ágætlega þann hatursáróður sem hann boðaði og mér blöskraði hvað hann er að segja þarna. Hann er að gefa í skyn sterklega að það sé ætlun múslma að drepa Íslendinga og stefna þeirra og ef þetta flokkast ekki undir níð, þá veit ég ekki hvað.
Þegar maður les svo öfgafull komment sumra sem verja Skúla, er það furða að maður sé ekki að skrifa undir fullu nafni þó. Ég er ekki viss um að ég kærði mig um að eiga á hættu að fá þá öfgafyllstu í heimsókn með heykvíslarnar sínar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggfærslur 20. apríl 2008
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar