13.5.2008 | 20:26
Að stela stórt
Þegar litið er yfir einkavinavæðngarferli ríkistjórnar Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar, á ÍAV, þá sumblar manni af siðblindunni og spillingunni sem réð þar för, sérstaklega þar sem hagsmunum almennings var fórnað svo innvígðir og innmuraðir gætu stolið eigum almennings. Stór orð, já, það veit ég en þegar maður skoðar eftirfarandi og hugleiðir út frá því, þá fyllist maður reiði í garð þeirra sem að þessu stóðu.
- Fulltrúi Framsóknarflokksins, Jón Sveinsson, í einkavæðingarnefnd, sat í stjórn Íslenskra Aðalverktaka þar sem hann vann naíð með forstjóra og öðrum stjórnendum að útboðinu. Einnig vann lögmannstofa hans fyrir ÍAV og vinnur enn fyrir hina nýju eigendur fyrirtækisins og átti þar með Jón mikilla viðsiptalegra hagsmuna að gæta.
- Forstjóri ÍAV, Stefán Friðfinnson, var samkvæmt lögum fyrirtækisins, sá eni sem mátti samþykkja hvaða trúnaðarupplýsingar fengjust uppgefnar.
- Stefán Friðfinnsson var í forsvari fyrir EAV sem keypti fyrirtækið. Það fyrirtæki samanstóð af nefndum Stefáni ásamt öðrum stjórnendum Íslenskra Aðalverktaka sem höfðu aðgang að trúnaðaruppýsingum.
- Endurskoðandi ÍAV,Benóný T. Eggertsson, veitti fyrirtækinu EAV, ráðgjöf við tilboðsgerð. Eftir kaupin var hann einnig ráðin sem endurskoðandi fyrir hina nýju eigendur og átti þvi greinlegra viðskiptalegra hagsmuna að gæta.
- Aðrir bjóðendur í hlut ríkisins fengu vísvítandi uppgefnar rangar upplýsingar í útboðslýsingu, þ.e.a.s. þær upplýsingar sem Stefán forstjóri ákvað að þeir fengju að vita. Í þeirri lýsingu sem Jón Sveinsson kynnti fyrir mönnum á kynningarfundi, var dregin upp mjög dökk mynd af fyrirtækinu og að það væri mörg hundruð milljón króna tap af rekstri fyrirtækisins. Eignir voru vísvítandi vanmetnar.
- Landsbankinn sem sá um tilboðsgerð, reyndist vanhæfur vegna þess að hann tengdist tveimur tilboðum náið. Annarsvegar ætlaði hann að fjármagna kaup Stefáns forstjóra og var einnig hluthafi í eignharhaldsfélagi með ÍAV. Einnig var fulltrúi þess tengdur Jarðborunum sem átti hæsta tilboðið.
- Ekki tókst að sýna fram á að hæsta tilboðið frá Jarðborunum hefði verið ógilt á neinn hátt, en samt var gengið að tilboði sem var talsvert lægra eða tveir milljarðar.Er ekki með töluna á tilboði Jarðborana akkúrat nú en það má búast við að íslenska ríkið og almenningur hafi þarna orðið af nokkur hundruð milljónum hið minnsta.
- Eitt af því sem var vanmetið vívítandi af hálfu endurskoðenda og forstjóra sem veittu upplýsingar, var Blikastaðarland. Eftur að sala gekk í gegn þá var það endurverðmetið upp á þrjá milljarða. Eigendur greiddu sér þá út arð upp á 2,3 milljarð og má segja að þeir hafi fengið fyrirtækið gefins.
- Blikastaðarland var svo í framhaldi selt í síðasta janúar og samkvæmt fréttum er söluvermætði einhvers staðar á bilinu 15-20 milljarðar.
- Einnig hefur því verið fleygt fram(man ekki hvort það kom fram í fréttum þó) að forstjóri og stjórnendur ÍAV hafi látið fyrirtækið kaupa mikið magn af vinnuvélum sem ríkið greiddi en ekki sýnt það sem eignir í tilboðinu. Má þar reikna með að það hafi verið nokkur hundruð milljónir sem íslenskir skattborgarar hafi verið hlunnfarnir um þar, ef rétt reynist.
- Eftir á eftir að koma í ljós hvort ríkið sé skaðabótaskylt vegna þess að kaupin reyndust ólögleg og ef Jarðboranir fara í mál, þá má reikna með að íslenskir skattborgarar þurfi að blæða meir.
Einnig kom Halldór Ásgrímsson víst óeðlilega að málum með afskiptum af störfum nefndarinnar en þegar litð er á þetta í heild, þá er ýmislegt þarna sem stingur í augun. Miðað við þetta þá hafa verið framinn þarna skjalafals í formi vísvítandi rangrar upplýsingargjafar, samsæri um að hafa fé og eignir af íslenska ríkinu með vitund opinberra embættismanna og fjársvikamylla sett af stað. Allt þetta er refsivert samvkvæmt lögum um opinberra starfsmenn, hegningarlög og örugglega einhverjum fleirum lögum sem tengjast viðskiptum. Réttast væri að þar sem salan er ólögmæt að kaupin gengi til baka miðað við þá glæpsamlegu þætti sem þarna um ræðir.
Því miður þá virðist það vera svo að þegar menn fremja svona umfangsmikil fjársvik líkt og virðast hafa farið fram hér, innvígðir og innmúraðir í rétta stjórnmálaflokka og með velþóknun stjórnarherra, þá aðhefst lögregla ekki neitt líkt og hér, eða setur annað hvort einn mann í málið og klúðrar því(viljandi?) líkt og með olíumsamráðsmenn. En þegar kemur að fyrirtæki sem forsætisráðherra innvígðra og innmúraðra hatast við, þá er öllu tjaldað til hjá lögreglu og mörg hundruð milljónum eytt í handónýtt og tilgangslaust mál.
En já, svona er það víst á Íslandi. Ef þú mótmælir þá ræðst lögreglan á þig með skildum og piparúða, öskrandi GAS-GAS-GAS eins og vanvitar, og ef þú rænir klinki úr banka, þá er allt lið lögreglu sent á efitr þér með sérsveitum og þyrlum. Ef þú aftur á móti stelur stórt frá almenningi í formi einkavinavæðingar með svikum og prettum, þá gerir lögregla né þeir sem eiga að gæta að hagsmunum almeninings ekki neitt, heldur bjóða þér í næstu silkihúfuveislu með fríu kampavíni og stökkva þér til varnar svo þú getir notið þýfisins um aldur og ævi.
Ef menn vilja skoða þessi mál betur þá bendi ég á ágæta umfjöllun 24 stunda um málið sem og Fréttablaðsins fyrri hluta desember 2006.
![]() |
Sala á ÍAV úrskurðuð ólögmæt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 13. maí 2008
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar