15.5.2008 | 20:24
Fimm hundruð krónurnar hans Magnúsar.
Einstaklega dapurlegt hefur veirð að horfa upp á innlegg Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og já-bræðra í Frjálslynda flokknum, þegar kemur að mannúðarmálum tengdum 10 palestínskum konum og 20 börnum þeirra síðustu daga. Í stað þess að spýta í lófana eins og alvöru karlmenn myndu gera, segja við sitt fólk:"Jæja, bjóðum þau velkomin af öllu hjarta og hjólum í málið, kannski við nýtum tækifærið og klárum nokkra hluti í leiðinni svo að okkur og þeim sé sómi að." og taka svo til hendi við að keyra málið í gegn, þá ákvað hann að gerast nokkurskonar NIMBY(NotInMyBackYard) og tuða um hversvegna sé ekki hægt að hjálpa þessu fólki bara heiman hjá sér?
En skiptir það nokkru máli hvort við hjálpum fólki "heima" í flóttamannabúðum eða hér hjá okkur? Nei, ekki að mínu mati. Þó fjöldinn sé ekki mikill því með móttöku þessa fólks, erum við að veita þeim skjól inn í samfélagi þar sem ekki er stríð í gangi, vosbúð og fólk lifir í óvissu frá degi til dags um hvort það muni lifa næsta dag. Við veitum þeim einnig von og betra líf með því að bjóða þetta fólk velkomið í okkar samfélag.
Svo þegar maður lítur á þessa röksemd Magnúsar um að verið sé að eyða peningi sem gæti nýst mun betur þarna úti, þá gleymir hann því að þarna úti er mikið óvissuástand, fé fer til spillis vegna mútustarfsemi o.fl. og óljóst er um læknisaðstoð, lyf o.fl. Hér á landi höfum við allavega stjórn á hlutunum og getum hlúð að fólkinu við aðstæður sem við þekkjum best. Ekki má svo gleyma því að það fólk sem kemur hingað er sérvalið og passað upp á að þar sé um að ræða fólk sem þarf raunverulega aðsoð og geti aðlagast samfélaginu, um að ræða.
En þá, já, er velt um að verið sé að eyða peningum í útlenidnga þegar ekki er nóg gert fyrir Íslendinga. Þar byrjar gamli, góði Frjálslyndi draugurinn að tjá sig og leggur að jöfnu stríðsástand, hungur og vosbúð við biðlista eftir félagslegum íbúðum. Ef Magnúsi væri svo annt um þessi mál, þá hefði hann nú getað lyft grettistaki upp á Skaganum og hjólað í hlutina, hann hefur nú haft nokkur ár til þess. En nei, ekki hefur nú orðið vart við slíkt frá honum og ekki heyrðist múkk heldur á meðan hann hélt að þetta væri fallegar, ungar konur frá S-Ameríku sem hefðu getað kennt honum tangó.
En viðs kulum halda áfram í peningamálunum sem mörgum Frjálslyndum gremst að skuli notað í þetta. 150 milljónir kosta þessar sem þeim svíður alveg óskaplega yfir, sama fólkinu og sá ekkert að því að eyða yfir 100 milljónum í fáeina aðsoðtamenn handa þingheimi og þar á meðal sínum eigin flokksmönnum. Nokkrir þeirra meira að segja fengu að fljóta með á spenann, þ.á.m. Magnús sjálfur. Hvers vegna létu þeir ekki heyra í sér þá og heimtuðu að þetta yrði slegið af borðinu og peningunum eiytt í flóttamanna-aðstoð?
En svo er það að lokum í bili, röksemdir Magnúsar o.fl. um að konurnar og börn þeirra séu frá ólkum menningarheimi og muni ekki geta plumað sig hér vegna uppruna síns og aðstæðna. Þetta er einfaldlega fáránleg röksemd í öllu tilliti og nægir að líta yfir flóttamenn sem koma hafa hingað í gegnum tíðina: Víetnamar, Króatar, Serbar,Kosvo-búar, Júgóslavar o.fl. Allt fólk frá ólkum menningarheim sem hefur smollið inn í íslensk samfélag með aðstoð Rauða krossins og góðs fólks í litlum bæjarfélögum sem hafa lagt hjarta sitt og sál í það að hjálpa fólki sem á allt undir öðrum komið, betra líf.
En þegar skoðaðar eru svo fleiri röksemdir á bloggsíðum Frjálslyndra og stuðningsmanna þeirra, þá, poppar nú upp sú sem manni grunar að sé aðalástæðan fyrir þessu í huga margra þeirra: þetta eru múslimar og þeir geti ekki aðlagast samfélaginu. Ég veit nú ekki hvenrig söguþekking fólks er, en fyrir seinni heimstyrjöldina þegar gyðingar leituðu hér skjóls undan ofsóknum nasista en var vísað frá, þá heyrðist þessi nákvæmlega sama röksemd á síðum Moggans og Vísirs. Hræðslan og fordómarnir skína hjá mörgum sem tjá sig á síðum Frjálslyndra og ættu þeir nú að setjast niður og tala alvarlega íhugun um samúð, mannúð og gildi þess að bjarga þó ekki nema einu mannslífi. En ekki býst ég nú að það fólk geri það mikið þar sem Skúli Skúlason er æðsti prestur í þeirra augum, varaformaðurinn takandi undir og skrifandi hræðsluáróður á Eyjunni sem hann hefur lært utan af eins og hermikráka að því virðist frá presti sínum og öðrum af sama meiði.
En hver veit? Kannski hef ég einfaldlega rangt fyrir mér um Magnús, kannski þarf hann bara svo mikið á þessum fimm hundruð kalli sem það kosta hvern Íslending fyrir að aðstoða 30 manneskjur til betra lífs, að hann tímir honum ekki ásamt hinum já-bræðrum og systrum.
Ef svo er, þá skal ég glaður borga þennan fimm hundruð krónur fyrir Magnús, svo hann geti átt fyrir bjór eða blandi í poka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Bloggfærslur 15. maí 2008
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar