Fimm hundruð krónurnar hans Magnúsar.

Einstaklega dapurlegt hefur veirð að horfa upp á innlegg Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og já-bræðra í Frjálslynda flokknum, þegar kemur að mannúðarmálum tengdum 10 palestínskum konum og 20 börnum þeirra síðustu daga. Í stað þess að spýta í lófana eins og alvöru karlmenn myndu gera, segja við sitt fólk:"Jæja, bjóðum þau velkomin af öllu hjarta og hjólum í málið, kannski við nýtum tækifærið og klárum nokkra hluti í leiðinni svo að okkur og þeim sé sómi að." og taka svo til hendi við að keyra málið í gegn, þá ákvað hann að gerast nokkurskonar NIMBY(NotInMyBackYard) og tuða um hversvegna sé ekki hægt að hjálpa þessu fólki bara heiman hjá sér?

En skiptir það nokkru máli hvort við hjálpum fólki "heima" í flóttamannabúðum eða hér hjá okkur? Nei, ekki að mínu mati. Þó fjöldinn sé ekki mikill því með móttöku þessa fólks, erum við að veita þeim skjól inn í samfélagi þar sem ekki er stríð í gangi, vosbúð og fólk lifir í óvissu frá degi til dags um hvort það muni lifa næsta dag. Við veitum þeim einnig von og betra líf með því að bjóða þetta fólk velkomið í okkar samfélag. 

Svo þegar maður lítur á þessa röksemd Magnúsar um að verið sé að eyða peningi sem gæti nýst mun betur þarna úti, þá gleymir hann því að þarna úti er mikið óvissuástand, fé fer til spillis vegna mútustarfsemi o.fl. og óljóst er um læknisaðstoð, lyf o.fl. Hér á landi höfum við allavega stjórn á hlutunum og getum hlúð að fólkinu við aðstæður sem við þekkjum best. Ekki má svo gleyma því að það fólk sem kemur hingað er sérvalið og passað upp á að þar sé um að ræða fólk sem þarf raunverulega aðsoð og geti aðlagast samfélaginu, um að ræða.

En þá, já, er velt um að verið sé að eyða peningum í útlenidnga þegar ekki er nóg gert fyrir Íslendinga. Þar byrjar gamli, góði Frjálslyndi draugurinn að tjá sig og leggur að jöfnu stríðsástand, hungur og vosbúð við biðlista eftir félagslegum íbúðum. Ef Magnúsi væri svo annt um þessi mál, þá hefði hann nú getað lyft grettistaki upp á Skaganum og hjólað í hlutina, hann hefur nú haft nokkur ár til þess. En nei, ekki hefur nú orðið vart við slíkt frá honum og ekki heyrðist múkk heldur á meðan hann hélt að þetta væri fallegar, ungar konur frá S-Ameríku sem hefðu getað kennt honum tangó.

En viðs kulum halda áfram í peningamálunum sem mörgum Frjálslyndum gremst að skuli notað í þetta. 150 milljónir kosta þessar sem þeim svíður alveg óskaplega yfir, sama fólkinu og sá ekkert að því að eyða yfir 100 milljónum í fáeina aðsoðtamenn handa þingheimi og þar á meðal sínum eigin flokksmönnum. Nokkrir þeirra meira að segja fengu að fljóta með á spenann, þ.á.m. Magnús sjálfur. Hvers vegna létu þeir ekki heyra í sér þá og heimtuðu að þetta yrði slegið af borðinu og peningunum eiytt í flóttamanna-aðstoð?

En svo er það að lokum í bili, röksemdir Magnúsar o.fl. um að konurnar og börn þeirra séu frá ólkum menningarheimi og muni ekki geta plumað sig hér vegna uppruna síns og aðstæðna. Þetta er einfaldlega fáránleg röksemd í öllu tilliti og nægir að líta yfir flóttamenn sem koma hafa hingað í gegnum tíðina: Víetnamar, Króatar, Serbar,Kosvo-búar, Júgóslavar o.fl. Allt fólk frá ólkum menningarheim sem hefur smollið inn í íslensk samfélag með aðstoð Rauða krossins og góðs fólks í litlum bæjarfélögum sem hafa lagt hjarta sitt og sál í það að hjálpa fólki sem á allt undir öðrum komið, betra líf.

En þegar skoðaðar eru svo fleiri röksemdir á bloggsíðum Frjálslyndra og stuðningsmanna þeirra, þá, poppar nú upp sú sem manni grunar að sé aðalástæðan fyrir þessu í huga margra þeirra: þetta eru múslimar og þeir geti ekki aðlagast samfélaginu. Ég veit nú ekki hvenrig söguþekking fólks er, en fyrir seinni heimstyrjöldina þegar gyðingar leituðu hér skjóls undan ofsóknum nasista en var vísað frá, þá heyrðist þessi nákvæmlega sama röksemd á síðum Moggans og Vísirs. Hræðslan og fordómarnir skína hjá mörgum sem tjá sig á síðum Frjálslyndra og ættu þeir nú að setjast niður og tala alvarlega íhugun um samúð, mannúð og gildi þess að bjarga þó ekki nema einu mannslífi. En ekki býst ég nú að það fólk geri það mikið þar sem Skúli Skúlason er æðsti prestur í þeirra augum, varaformaðurinn takandi undir og skrifandi hræðsluáróður á Eyjunni sem hann hefur lært utan af eins og hermikráka að því virðist frá presti sínum og öðrum af sama meiði.

En hver veit? Kannski hef ég einfaldlega rangt fyrir mér um Magnús, kannski þarf hann bara svo mikið á þessum fimm hundruð kalli sem það kosta hvern Íslending fyrir að aðstoða 30 manneskjur til betra lífs, að hann tímir honum ekki ásamt hinum já-bræðrum og systrum.

Ef svo er, þá skal ég glaður borga þennan fimm hundruð krónur fyrir Magnús, svo hann geti átt fyrir bjór eða blandi í poka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rugl og þvæla.

LS (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 09:52

2 identicon

Ohh, hvað þetta er eitthvað svo sætt og sósíalistískt hjá þér.  Sami barnalegi vinstrisinnaði hugsanagangurinn hjá þér eins og hjá skoðanabræðrum þínum í Skandinavíu.  Svo þegar vandamálin með aðlögina koma upp, þá vilja þessir stofukommar hvergi koma nærri og stinga bara hausnum í sandinn.   Allir sem hafa skoðun á svona málum sem ekki eru í ætt við pólitískan rétttrúnað sósíalista, eru umsvifalaust krossfestir sem rasistar af ykkur sósíalistum.   Þetta er dýrt PR-trick hjá Sollu til að kaupa sér atkvæði í Öryggisráðið eða öllu heldur í Misráðið.

Geimveran (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð grein hjá þér AK

Óskar Þorkelsson, 16.5.2008 kl. 18:42

4 Smámynd: AK-72

Hanna: Það skiptir ekki máli hvað ég hefði gert, heldur hvað Magnús gerði og sagði. En fyrst þú vilt vita það, þá hefði ég ekki einfaldlega litlið á þetta sem þarft og gott verkefni sem þyrfti að hjóla í, sagt það opinberlega og ef það væri einhver vandkvæði á að það hefðist á tíma, beðið um smáfrest til að geta hlúð að þessu fólki sem best við komuna.

Aftur á móti er ég ekki til umræðu, heldur Magnús Þór sem, svo maður orði það hreint út, drullaði upp á bak á sér með þessu væli, og nú með viðbrögðum sínum sem ég held að hafi fælt fólk frá honum enn frekar og tryggt að fáir munu vilja eiga samstarf við hann. Ef við myndum hugsa eins og hann sem hefur haft öll tækifæri til þess að koma félagslegum málum í gott horf, og væla um að við eigum ekki að gera neitt því það sé alltaf einvher heima sem eigi bágt, þá munum við aldrei koma neinum til bjargar.

Gunnar: Hver veit? Ég efast ekki um að þarna leynist margir ágætir kvenkostir.

Geimveran: Hélt fyrst að þú værir nú geimveran á bloggvinalistanum með grín en hún þvertekur fyrir það. Tek þessu allavega sem skemmtilegu gríni um frasakennda hræðsluáróðurs-geimveru. En passaðu þig geimvera að koma ekki til Íslands á flótta undan Romulum og Vaderum alheimsins, Magnús Þór myndi ekki vilja þig vegna þess að þú værir flóttavera. 

AK-72, 16.5.2008 kl. 18:46

5 Smámynd: AK-72

Þakka þér, Óskar.

Langar svo að benda hér á góða grein hans Svans bloggvins um aðstæðurnar í flóttamannabúðunum sem finnst hér. 

AK-72, 16.5.2008 kl. 18:50

6 identicon

Við í Frjálslynda flokknum viljum auðvitað taka vel á móti útlendingum.  En við viljum ekki að það hangi á velferðakerfinu okkar sem foreldrar okkar og forfeður byggðu upp.  Það fólk á að njóta erfiðs sinnar vinnu en ekki einverjir útlendingar sem allt vilja fá upp í hendurnar.  Við getum ekki sætt okkur við 30 manna hóp sem tekur vinnu frá eldri konum og íbúðir af þeim sem verstu kjörin hafa í þjóðfélaginu.  Og hvað á svo að gera við þetta lið ef það fer ekki í vinnu eða nennir ekki að vinna, hver á að halda þessu upp?  Bæjarsjóður?  Eða verða þær eins og betlandi arabakellingar á götuhornum?

Svo þarf þetta lið rándýra túlkaþjónustu og íslenskukennslu og það er endalaust verið að dekra við þessa þetta fólk.  Það fær túlka og eitthvað kostar það nú.  Íslenskukennslu og allskonar rándýr námskeið og eitthvað dekur og bull.  Á meðan mega Íslendingar þola sára fátækt og eiga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum og þak yfir höfuðið.

Nei, nær væri að standa almennilega að þessu svo við kaffærum ekki þjóðina með einhverjum gettóum og bulli. 

Ég hef séð myndir úr þessum flóttamannabúðum og þær eru ömurlegt drasl.  Væri nú ekki nær a hressa aðeins upp á þær og leggja þá smá pening í það svo þetta lið geti þá betlað á sínum eigin götuhornum?  Það væri nú nær.

Ísland fyrir Íslendinga en ekki slæðukellingar

Orville (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 00:25

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Já, Orville: Ömurlegt dekur alltaf hreint. Skil ekki hvað er verið að púkka upp á svona lið - það getur bara drepist heima hjá sér! Það ætti að minnsta kosti að skikka pakkið til að læra íslensku áður en það kemur hingað - þá þarf ekki að ráða rándýra túlka og arabapakkið getur gólað bænir og betlað á kjarnyrtri íslensku. Að ekki sé minnst á allar eldri konurnar sem missa vinnuna í hendur þessu liði. Oj barasta. Og tilætlunarsemin alltaf hreint! Að vaða hingað inn á skítugum skónum, heimtandi fleiri milljarða í bætur í stað þess að vera bara heima hjá sér þar sem allt er svo frábært...fyrir utan morðin, sprengingarnar og fátæktina. Að bera fátækt einhvers Palestínupakks sem er hvort eð er bara í vandræðum af því að það er svo vont við vesalings Ísraelana saman við Íslendingana sem eiga ekki þak yfir höfuðið...auðvitað eigum við að ganga fyrir og senda alla útlendinga aftur til síns heima. Það er ekki eins og það sé hægt að laga hvort tveggja. Eina ástæðan fyrir fátækt á Íslandi hlýtur að vera þessi formúa sem við spanderum í flóttamenn og þróunaraðstoð - hvað er það annars mikið? Fimmhundruðkall á mann? Mig vantar einmitt fimmhundruðkall! Djöfulsins pakk.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.5.2008 kl. 10:51

8 Smámynd: Ragnar Bjartur Guðmundsson

Getur einhver frætt mig um það, í hverju frjálslyndið liggur hjá Frjálslynda flokknum? Það hljómar svolítið eins og newspeak George Orwelles úr 1984...

Ragnar Bjartur Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 14:10

9 identicon

Frábær grein. Ég skal taka þátt í að borga honum með þér svo hann hætti að væla og ljúga.

Orville sem skrifar fyrir ofan er ekki sá sami og á málefnunum sem hefur barist fyrir mannréttindum með málefnalegri umræðu. 

Sveinn Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 22:39

10 identicon

Það kemur mér verulega á óvart að Einar skuli taka þessu svona.  Orville talar þarna (í athugasemd nr. 8) í sama anda og Magnús Þór í greinagerð sinni um innflytjendamálin á Skaganum.  Bara örlítið kjarnyrtari.

Lestu nú greinagerð Magnúsar og berðu saman við athugasem númer átta og þá sérðu samhljóminn.

En best að það komi skýrt fram að Orville gamli er ekki í FF og mun seint kjósa þann flokk.  Hafi einhver ekki áttað sig á kaldhæðninni er rétt að það komi fram.

Orville (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 00:03

11 identicon

Flestir flokkar verða að þola gagnrýni en þó sennilega flokkar eins og FF harðari gagnrýni en hinir.  Einhvern vegin fer það í taugarnar á sanngjörnu fólki að stjórnmálaflokkur byggi tilveru sína fyrst og fremst á því að ala á fordómum gegn þeim íbúum  sem hvað minnst mega sín í þjóðfélaginu.

Orville (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 00:27

12 Smámynd: Geimveran

Frábær grein hjá þér

Og þessi geimvera sem skrifar hér fyrir ofan er frá einhverri annarri plánetu en ég !!!

Og miðað við það sem hún segir þá er sú pláneta í öðru sólkerfi líka...

Geimveran

p.s.

AK - Manni sárnar nú svolítið að þér hafi dottið það í hug að þetta væri ég

En vonandi þroskast þessi geimvera einhverntíman og hættir barnaskapnum. Það gerist nú víst stundum að þetta hægra lið vaknar upp einn daginn og áttar sig á hvað það er sem skiptir máli í lífinu.

En þangað til þá verðum við víst bara að leyfa þeim að leika sér með dótið sitt eins og önnur börn eins og reyna okkar besta við að gæta þess að þau verði sér ekki að voða.

Geimveran, 18.5.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 123174

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband