Sér grefur gröf....

Þessi gamli málsháttur hefur komið mikið upp í kollinn á mér nú um helgina eftir að hafa fylgst með framkomu, gífuryrða og fúkyrðaflaumi af hálfu Magnúsar Þórs í garð hins nýja meirihluta á Akranesi ásamt því hvernig hann hefur í sífelldu bitið í punginn á sér í málflutningi vegna andstöðu sinnar við komu flóttafólks til Akranesbæjar.

Eftir að Karen Jóns gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna flóttamannamálsins og myndaði nýjan meirihluta, þá umturnaðist Magnús á netinu: upphrópanir um að fólkið sem hann hafði starfað með, væri siðblint, spillt, gæti ekki lesið texta án aðstoðar og allskonar fleiri skítkast fauk frá Magnúsi, sem var kominn á það stig að hann viritst ætla að reyna að toppa fúkyrði og fýlu Sjálfstæðismanna í garð Björns Inga síðastliðið haust, í einhvers konar Fúkyrða-Útsvarskeppni að ég hélt. Það væri svo sem sök sér og honum aðeins til minnkunar að láta reiðina fara svona með sig því þetta skaðar mest hann sjálfan því hver vill vinna með manni í bæjarstjórn framtíðar, sem hefur ausið þvílíkum skít yfir þig? 

En þó er þetta fyrrum samherjar hans sem hafa fundið fyrir þessu, heldur í ógurlegri reiði sinni og hefndarþorsta þá hefur Magnús gert gott betur en það í að koma af stað illindum og reyna að búa til þá ímynd af sér að hann sé málsvari réttlætis og hinir illu bæjarfulltrúar hafi staðið í risasamsæri sem teygir sig til ríkistjórnar og víðar út í heim. Á spjallvef Akranesbæjar má finna nokkrar spurningar frá Þorvaldi nokkrum sem hefur gripið áróður Magnúsar hrátt en spyr þó réttilegra spurninga og fær greinargott svar frá Önnu Láru Steindal, fultrúa Samfylkingarinnar í félagsmálanefnd bæjarins. En viðbrögð Magnúsar flokkast seint undir málefnalegheit, heldur byrjar hann að gefa í skyn að þar sem Anna og oddviti Samfylkingarinnar(sem er í minnihluta) séu að þessu vegna einhverra óeðlilegra hagsmunatengsla við Rauða Krossinn og reynir svo að gera Rauða Krossinn tortryggilegan, þ.e. gefur í skyn að mannúðarstofnun sé að koma fyrir flóttamönnum á Akranesi í hagnaðarskyni, eða eins og hann spyr hér með leiðandi rökvillu- og dylgjuspurningu: "Hvað fær Rauði krossinn marga milljóna tugi króna fyrir þetta verkefni?" Eins og sjá má svo á nokkrum svörum þarna, þá eru nú nokkrir Akurnesingar hreint ekki sáttir við þessar dylgjur í garð Rauða Krossins og annara, og finnst nóg um.

Ekki hefur þó fílnum Magnúsi fundist nóg komið í þeirri postulínsbúð sem hann hefur veirð að brjóta og bramla í reiði sinni um helgina, því næsta útspil hans var afhjúpun hans á leyniskjali og sönnunargagni í hans augum um risasamsærið mikla, minnisblað sem bæjarfulltrúar fengu afhent á föstudaginn 16.maí, miðað við dagsetningu þess, á þeim óformlega fundi EFITR valdamissi Magnúsar. Það skal geta þess í leiðinni að nokkru áður hafði farið fram kynningarfundur á vegum RKÍ til handa bæjarstjórn þar sem Magnús hafði nú sjálfur mætt en ekki spurt eins né sýnt nokkra mótstöðu við(óstaðfestur komment á einu bloggi segir að hann hafi meiri áhuga haft á símanum sínum og rokið út í fússi þegar einhver gagnrýndi hann fyrir virðingarleysi, tek því þó varlega) þar til hann ákvað að reyna að nýta tækifærið og ná sér i atkvæði að því viritist út á útlendinga-andúðina og múslimahræðsluna sem hann sem og aðra virðist hrjá hér á landi. Ég geri að því fastlega skóna að það sem stóð á miinnisblaðinu hafi komið einnig fram á kynningarfundinum.

Snúum okkur að minnisblaðinu um samsærið mikla sem Magnús sá í postulíninu þar sem hann sveiflaði rananum. Á bloggsíðu sinni segir hann sigri hrósandi eftirfarandi tekið úr minnisblaðinu sem hann biriir þar, að sé sönnun á hinum ógurlegu flóttamannaátroðningi gegn Akurnesingum:

" Í lið 2 segir (feitletrun mín): "Flóttafólkið sem kemur til Akraness í haust...." Hér er beinlínis afhjúpað af framkvæmdastjóra Rauða krossins á Akranesi að það er búið að ákveða að flóttafólkið fari til Akraness. Þetta hefur þá verið gert án þess að málið hafi verið tekið fyrir til ákvörðunar í bæjarstjórn. Bæjarráð hefur ekki komið með neina afstöðu, félagsmálaráð bæjarins hefur ekki veitt neina umsögn."

Eins og maður benti á hér fyrst, þá er þetta skjal frá 16. maí þar sem búið er að taka óformlega áikvörðun um að flóttafólkið komi til bæjarins og allt upp á borði með það í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þegar lesið er yfir þennan annan lið þá sést greinielga að þarna er um að ræða lýsingu á hörumulegum aðstæðum þessa flóttafólks.

En þetta er ekki eina "sönunin sem Magnús hendir fram:"Í lið 3 stendur: "Gera má ráð fyrir því að hingað komi mæður og börn á leikskóla-, gunnskóla- og hugsanlega framhaldsskóla aldri. Nánari upplýsingar um fjölskyldusamsetningu flóttafólksins hefur flóttamannanefnd ekki haldbæra......". Þetta þýðir það að bæjarfulltrúar hafa engar upplýsingar um fólkið. Samt á að segja já við því að Akranesbær taki að sér 30 manns nú síðsumars, sem aftur mun þýða 30 manns á næsta ári. Þetta án nokkurrar umræðu eða könnunar á því hvort sveitarfélagið sé yfir höfuð með innviði sem þola þetta álag. Hvergi hefur verið leitað umsagna í heilbrigðisþjónustu, hjá skólum eða öðrum stofnunum innan bæjarins sem bera eiga álagið. Enginn veit hvar fólkið á að búa á sama tíma og 25 fjölskyldur bíða eftir félagslegum íbúðum á Akranesi."

Ég hallast að því að Magnús treysti á að stuðningsmenn séu annað hvort ólæsir eða kynni sér bara spurningalaust það sem hann hefur að segja. Í skjalinu stendur nefnielga á eftir ekki haldbæra, að þegar búið er að taka ákvörðun um það að taka flóttamenn frá ákveðnu svæði eða búðum, fer sendinefnd á svæðið til að taka viðtöl við fólk og velja þá einstaklinga sem teljast best hæfir til að aðlagast nýju samféalgi.  Fyrr er ekki hægt að vita nákvæma samsetningu fyrr en valið hefur farið framÍ framhaldi kemur einnig fram að þessu fólki verði ekki sett inn í félagslega kerfið heldur inn á almennan leigumarkað og því fellur fullyrðing Magnúsar um sjálft sig strax, það stendur skýrt í skjalinu sem hann otar fram, og einnig í svari Önnu Láru að allt þetta sé fjármagnað að ríkinu og fólk sé ekki að fara inn í félagslega kerfið. Þetta er þar að auki venjulegt verklag við móttöku flóttafólks, líkt og níu önnur sveitarfélög hafa gengið í gegnum með góðum árangri og því ætti ekki að ganga neitt verr en annars staðar á Akranesi. En jú, Magnús er með svar við því, þetta er ekki fólk frá Júgóslavíu líkt og það skipti einhverju máli. Þetta eru fyrst og fremst flóttamenn óháð uppruna og enn betra til aðlögunar þar sem um er að ræða konur og börn.

Magnús klykkir svo út að þetta sé allt saman pólitísk hrossakaup og samsæri af hálfu Samfylkingarinnar(þessi þarna í minnihlutanum í bænum og í ríkistjórn) sem greinilega nær til Flóttamannahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, því sú stofnun hefur metið það svo að það fólk sem býr við ömurlegar aðstæður í þessum flóttamannabúðum, þurfi að fá nýja búsetu fyrst og fremst en ekki að því sé hjálpað á staðnum líkt og Magnús vill. Ætli næsta röksemd Magnúsar verði þa´ekki að SÞ sé að stimpla búðirnar svona vegna þess að þeir séu að þýðast hinni ógurlegu Ingibjörgu og drauma hennar um öryggisráððssetu?

Margt fleria mætti telja til um bræði fílsins þar sem hann hefur látið gamminn geysa á bloggsíðum og svo nú í SIlfri Egils þar sem hann kom þannig út að það eina sem væri á bak við þetta hjá honum, sé fyrst og fremst útlendingaandúð eða xenophobia eins og það kallast á fræðimálum. Því miður virðist þetta pólitíska haraikiri Magnúsar hafa orðið til þess að svipað þenkjandi einstaklingar ætli sér að safna undirskriftum gegn komu flóttafólksins og fær það mann til að efast um að flóttafólkinu sé hollt að koma í það andrúmsloft fordóma sem Magnús hefur kynt undir með yfirlýsingum sínum. Spurning hvort það væri ekki best að finna annað sveitarfélag sem inniheldur mun vel meinandi fólk heldur en Magnús og stuðningsmenn hans, til að taka við fólki sem sárlega þarfnast bjartari framtíðar, og umhyggju ókunnugs og velviljaðs fólks.

Það versta þó við að við þessa gröf sem Magnús ætlaði fyrst öðrum en hefur grafið sjálfan sig í, er að hann mun líklegast taka með Akurnesinga og jafnvel fleiri með sér, skaðinn af þessari pólitísku tækifærismennsku hans er sá að annarsvegar hefur hann tendrað illdeilur um eitthvað sem er sjálfsagt og hið besta mál meðal siðaðra þjóða þannig að hættan er sú að það skapist aðkast í garð barnanna og kvennana af hálfu einhverra krúnurakaðra bullukolla sem fá þarna útrás fyrir fordóma sína, og hinsvegar að Akurneisngar eru nú settir í þá klemmu að ef svo skyldi fara að undirskriftarlistinn gegn flóttamönnum fari af stað og það blásið upp í fjölmiðlum, að bærinn verði stimplað sem bæjarfélag útlenidngahaturs og yrði KKK-ville Íslands í augum almennings, ímynd sem tæki langan tíma að afmá.

Að lokum þá ætla ég að vona að þetta sé hið síðasta sem við sjáum af Magnúsi sem kjörnum fulltrúa því ef framferði hans er svona þegar kemur að máli sem er ekki stærra en þetta, þá hræðist ég það ef hann kemst til raunverulegra valda. Skaðinn gæti orðið ógurlegri þá.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég hélt að þessi Magnús Þór væri einhvers konar uppdiktuð trúðspersóna í hallærislegum ærslaleik, a.m.k. hefur hann öll einkennin.

corvus corax, 18.5.2008 kl. 18:14

2 identicon

Takk fyrir þetta AK, greinargóð samantekt.

Orville (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:06

3 identicon

Þetta er sorglegt og eitt er víst að ég mun ekki skrifa undir neinn lista gegn þessu fólki. Ég hef hins vegar íhugað það að fullri alvöru að bjóða Rauða krossinum á Akranesi aðstoð mína ef þeir vilja hana.

Valsól (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:33

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þakka fyrir góðan pistil..

Það er reyndar eitt atriði sem ég set spurningarmerki við. Það er þetta með að það viti enginn hver samsetning fólksins verður, sem verður aftur til þess að búa til spurningar.

Hvernig stendur á því að búið er að ákveða að taka við fólki, afhverju er ekki unnið betur í að afla upplýsinga um fólkið áður en ákvörðun er tekin?

Tel ég að betur megi skipuleggja hluti þegar upplýsingar liggja fyrir.

Það er í öllum tilfellum betra að hafa sem mestar upplýsingar þannig að auðveldara sé að stjórna málum sem þessum. Ekki er ég þó með þessu að mótmæla komu flóttamanna frekar en Magnús, vil bara að hlutirnir séu betur unnir en gert er nú þegar í þessu þjóðfélagi eins og Magnús.

Þetta er munurinn á milli flokkanna. Það eru allir flokkarnir sem vilja ráðast fram í eintómri vitleysu sem byggist á því að framkvæma fyrst, hugsa svo.

Reyndar er ein undantekning en hún er Frjálslyndi flokkurinn sem vill hugsa fyrst svo framkvæma.

Það skal þó tekið fram að ég hef hingað til ekki stutt Frjálslynda flokkinn.

MBK

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 18.5.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: AK-72

Heill og sæll, Kaldi og takk fyrir.

Varðandi hópinn þá hefur komið skýrt fram og stendur í minnisblaði RKÍ, að þetta sé hópur einstæðra kvenna og barna, og er þetta tengt verkefni sem hafist var handa við árið 2004 þar sem einblínt er á að fá slíka hópa til landa þar sem einstæðar mæður eru ekki litnar hornauga. Árið 2006 kom svo hópur kólumbískra kvenna og ári síðar annar samskonar hópur til Reykjavíkur, og nákvæmlega sama verklag viðhaft. Þó svo að nákvæm samsetning sé ekki vituð þá er allavega vitað hvernig og við hvað er miðast þegar hópurinn er valinn úti. Mig minnir einnig að í öllum hinum tilfellunum þar sem flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu komu, þá var einmitt nákvæmlega sama aðferðarfræði beitt, gróf hópsamsetning og svo ítarlegra val úti. Hvers vegna þetta er gert svo er ég ekki viss um en tel að það sé vegna þess að betra sé að hafa biðtímann fyrir fólkið sjálft og óvissuna sem fyrsta. Einnig gæti veirð einhverjir áhættufaktorar í tengslum við það að einhverjir gætu tekið upp á því að beita fólkið ofbeldi í von um að geta komist að í staðinn, hver veit?

En eins og segir í minnisblaðinu, þetta er mannúðaraðgerð, ekki pólitísk aðgerð og því miður þá hefur Magnús snúið þessu upp í pólitík og svert málið með orðum og hegðun sinni. 

AK-72, 18.5.2008 kl. 23:53

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábær pistill. Ég hef ekki heyrt um neina lista gegn flóttamönnum hér á Skaganum, finnst ömurlegt ef af slíku verður.  Hér á Skaganum er yndislegt að búa og hér mun fara vel um flóttafólkið. Mig langar, eins og Valsól, að bjóða Rauða krossinum aðstoð mína við móttöku þess.

Guðríður Haraldsdóttir, 18.5.2008 kl. 23:58

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er að hin "vandaða greinargerð" sem Magnús minnist á öðru hverju orði, er ekki hægt aðtúlka öðruvísi en dulbúning fyrir það að maðurinn vill ekkert flóttamenn til Akraness. 

Td. gerir hann mikið úr því að ekki séu upplýsingar um samsetningu hópsins. Ég veit ekki hvað Magnús vill í því sambandi.  Líklega að hann vilji myndir af einstæðu mæðrunum og börnum þeirra og velta því svo fyrir sér í ár hvort þær hljóti náð fyrir augum hans.

Maálið er að þetta virðast vera náklvæmlega sömu verklagsreglur og áður hafa verið viðhafðar við komu flóttafólks.

Vitað er að um einstæðar mæður og börn eru að ræða.  Það er vegna þess að Ísland hentar vel slíkum hóp vegna aðstæðna innanlands.  Fyrst mun verða afmarkaður hópur og svo aftur valið úr þeim hóp , skilst manni.  Ekkert óvenjulegt eða óhefðbundið við það.

Enn fremur er Magnús stundum að gefa í skyn að eldra fólkið hafi alla ævi verið í flóttamannabúðum.  Jafnvel í marga ættliði.  Það er, að mínu mati, afar ólíklegt.  Palestínumenn höfðu nánast sömu réttindi í Írak og írakar sjálfir og voru í náðinni hjá Saddamstjórninni (þegar hann fréttir þetta snýr hann örugglega við blaðinu.  Að fólkið hafi fengið allt uppí hendurnar hjá Saddam og haft það alltof gott !)

Að mínu mati er þessi "vandaða greinargerð"  svo vitlaus og máflutningurinn í framhaldi svo mikið húmbúkk, að hann er ekki einu sinni svaraverður og best að afgreiða þá sem slíkt bera á borð, sem hóplaus keis í þjóðfélagsumræðunni. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.5.2008 kl. 15:22

8 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Annað sem kominn er tími til:

Það er að þessu fólki sem hingað til hefur komist upp með að kæfa eðlilega umræðu um innflytjendamál með svívirðingum og upphrópunum um samborgara sína, verði hér eftir svarað fullum hálsi. Málið er nefnilega að þetta fólk er í miklum minnihluta meðal þjóðarinnar. En það fer mikinn víða - oftast undir nafnleynd. Ofbeldið sem það sýnir í allri umræðu með skoðanakúgun og stanslausri vöktun er gersamlega óþolandi. Það er kominn tími til að þessu linni.


Þetta er okkar land - okkar þjóðfélag. Við, almennir borgarar, höfum fullan og stjórnarskrárvarinn rétt til að tjá okkur um það hvernig það þróast inn í framtíðina. Við eigum ekki að þurfa að óttast að mannorð okkar sé dregið í svaðið af kjaftaskúmum Samfylkingar í hvert sinn sem við segjum hug okkar og skoðanir.

Meira á magnusthor.eyjan.is

PS. nennti ekki að lesa þann pistil sem skrifaður er af höfundi bloggsins. Nafnlaust rugl.

Magnús Þór Hafsteinsson, 19.5.2008 kl. 15:35

9 Smámynd: Neddi

Æ, hvað þú ert sorglegur Magnús minn. Þú eyst úr skálum reiði þinnar yfir allt og alla en svo nennirðu ekki einu sinni að lesa hvað það er sem að gagnrýnendur þínir skrifa.

Mikið innilega vona ég að dagar þínir í pólitík séu liðnir.

Neddi, 19.5.2008 kl. 15:43

10 identicon

Sorglegur er rétta orðið yfir hann. Mér dettur líka önnur orð í hug.....en moggabloggið er fjölskylduvettvangur

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:57

11 Smámynd: AK-72

Fyrst nú Magnús Þór ákvað nú að mæta hérna og byrsta sig, þá finnst mér nú ég þurfa að svara honum, sérstaklega þar sem kunningi minn taldi sig lesa dulbúna hótun úr orðum hans og hafði samband við mig út af því. Ég efast nú um að Magnús hafi verið að því en ekki hræðist ég þær hótanir ef meining hans var sú. Aftur á móti fyrst hann er byrjaður að kíkja hérna, þá er best að svara því sem hann setur fram(hvort sem hans hátign þóknast að lesa það eður ei).

Fyrir það fyrsta Magnús, þá er ég ekki nafnlaus nema í augum manna er kunna ekki að skyggnast undir yfirborðið og ætla mér ekkert að útskýra það frekar fyrir þér. En hver er að kæfa umræður með svívirðingum og upphrópunum um samborgara sína? Ert það ekki þú? Á bloggsíðum þínum sem og í athugasemdum við blogga annara er fátt að finna um málefnalegheit frá þér heldur skítkast og dylgjur, allt frá því um nafngreinda einstaklinga upp í að reyna að ata Rauða Krossinn auri. Er það sæmandi hegðun af manni sem segist vera kjörinn fulltrúi? Ég verð að segja það hreint út að hegðun þín út af þessu máli og hvernig þú hefur tapað þér, minnir mig helst á ofstopafullan krakka sem hefur verið gripinn í kjörbúð með stolna sleikjóinn í kjaftinum en neitar öllum sökum, öskrar og gargar um að fá einhverja samúð. Vissulega færðu samúð en aðeins frá þeim sem nenna ekki að kynna sér málið meir heldur halda að búðarmaðurinn sem greip í hnakkadrambið á þér sé bara vondur án þess að spyrja hann út af hverju.

Svo ættirðu aðeins að hugsa málið og skoða hvernig þú kemur málum frá þér. Þú sem stjórnmálamaður átt að hafa vit á því að þú verður fyrir gagnrýni og átt að taka henni og svara málefnalega í stað skítkasts. Þú átt einnig að hafa vit á því að það er nánast öruggt að ekki verða allir sammála þér en í stað þess að missa þig líkt og krakki í reiðiköstum, þá áttu að anda inn og út, taka því eins og maður og svara á móti. Í stað þess tryllistu gersamlega og forðast málefnalegheitin sem færir manni vissu um að þú hafir vondan málstað að verja, sérstaklega þegar skoðuð eru þau gögn sem þú leggur fram, rangfærslur og fleira. Þú vissir það að þessir flóttamenn færu ekki í félagslega pakkann og að þetta væri sama prógram ög önnur bæjarfélög hafa staðið fyrir en kýst í staðinn að halda áfram að tönglast á sömu rangfærslunum í von um að fólk trúi lyginni ef hún er sögð nógu oft. Sæmir það þér sem stjórnmálamaður?

Svo má nú hjóla í þetta einnig sem þú varpar fram um "ofbeldi", "skoðanakúgun" og málfrelsi líka. Ég veit ekki betur en að við hin sem erum ekki sammála þér, eigum fullkominn rétt til þess að svara þér og gagnrýna þig og félaga þína. Miðað við gagnrýni sem þú hefur fengið á Eyjunni, þá virðist þú hafa nú staðið í ritskoðun og sleppt aðeins í gegn já og amen athugasemdum við skrifum þínum. Ef þú skilur ekki hvað felst svo í orðunum umræðum, þá er það samræður 2 eða fleri aðila þar sem skipts er á skoðunum en þar sem aðeins heyrist ein rödd, það eru einræður. Svo bæti ég nú því við Magnús, að ég hef sem almennan borgari fullkominn rétt til þess að gagnrýna og ræða um þig, stjórnmálamanninn, sem er kjörinn til að gegna störfum fyrir almenning en ekki sjálfan sig. Síðan er þetta orðið einstaklega þreytandi þessir frasar sem þú og félagar þínir rekið upp við gagnrýni sem þið getið ekki svarað eins og menn. Manni er farið að finnast að það séuð þið fyrst og fremst sem eruð með skoðanakúgun og viljið hefta málfrelsi þegar það er ekki hagstætt ykkur og hvað gerir það ykkur þá? Eruð þið ekki orðnir að því sama og þið þykist berja gegn?

Að lokum segi ég við þig Magnús, ekki græt ég þetta pólitísku sjálfsmorðsprengjuárás sem þú ert að fremja inn í tómum, lokuðum gám og vona þíin sjálfs vegna að þú takir þér eitthvað annað betra að gera þar sem hæfileikar þínar njóta sín betur. Þú átt nefnilega erfitt greinilega með að höndla gagnrýni og mótmæli við þínar skoðanir, svo ég segi við þig: Get the fuck out of Dodge og gangtu í sérsveit lögreglunnar. Þar hafa menn allavega jafn mikið óþol fyrir mótmælum eins og þú og hver veit, kannski færðu gas-brúsa.

AK-72, 19.5.2008 kl. 19:56

12 Smámynd: AK-72

Eitt enn, Magnús, þú hefur haft öll tækifæri til að koma málum frá þér á málefnalegan hátt og rökstyðja það ásamt því að bakka með rökfærslur. Þu hefur ekki gert það heldur kaust að snúa þessu máli sem flestum finnst hið sjálfsagðasta mál, upp í pólitíkst þrætuepli og á þann hátt að manni þykir skammarlegt.

AK-72, 19.5.2008 kl. 20:05

13 identicon

Skrifið undir.

http://www.petitiononline.com/magthor/petition.html

Sveinn Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 23:55

14 identicon

Takið endilega þátt í skoðanakönnun um rasisma:

http://jesus.blog.is/blog/jesus/entry/547364

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:14

15 identicon

Ég er nýbúinn að lesa kóraninn sem er nokkuð sem eigandi þessarar síðu ætti líka að gera.  Kóraninn er að mestu endurtekningarsamur og langdreginn vaðall, svona svolítið eins og skrif eiganda þessarar síðu.  Ég myndi frekar lesa kóraninn aftur en þessa langhunda eigandans.  Magnúsi Þór er mikil vorkunn að nenna ekki að lesa lengda útgáfu af bulli hinnar pólítísku rétttrúnaðahjarðar.  Me, me er alveg nóg.    MEMMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEMEM er alltof mikið.

marco (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 12:16

16 identicon

Vá ég held að síðasta athugasemd hljóti að vera gáfulegasta athugasemd ársins 2008.

Bravó Marco!

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 13:12

17 identicon

Thank you Jesus!

Annars var þetta bara kvittun fyrir gáfulega athugasemd um mitt innlegg annarsstaðar.

Ég vona að hægt verði að ræða við ykkur snillingana á minna "gáfulegum" nótum hér eftir.

marco (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 13:18

18 Smámynd: AK-72

Æ, þegar maður les sem kommenta á borð við þennan frá marco og þann ógeðfellda sem ég svaraði annars staðar, þá veltir maður fyrir sér einu: Ætli svona örverpi haldi að fólk nenni að rökræða við sig og eyða dýrmætum tíma í að svara, tími sem gæti nýst í að bora í nefið á sér frekar sem er meira gefandi?

AK-72, 23.5.2008 kl. 20:23

19 identicon

Jæja.  Ætli það ógeðfellda sem þú talar um sé ekki djörf fullyrðing mín um íslam.  Ég stend við hana þar til einhver hrekur hana.  Ef þetta er svona vitlaust þá ætti ekki að vera svo tímafrekt að setja að minnsta kosti sprungur í hana.

Annars má ráða af lengd pistla þinna að þú mættir gefa þér meiri tíma til að bora í nefið.

marco (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 123175

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband