18.5.2008 | 17:54
Sér grefur gröf....
Þessi gamli málsháttur hefur komið mikið upp í kollinn á mér nú um helgina eftir að hafa fylgst með framkomu, gífuryrða og fúkyrðaflaumi af hálfu Magnúsar Þórs í garð hins nýja meirihluta á Akranesi ásamt því hvernig hann hefur í sífelldu bitið í punginn á sér í málflutningi vegna andstöðu sinnar við komu flóttafólks til Akranesbæjar.
Eftir að Karen Jóns gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna flóttamannamálsins og myndaði nýjan meirihluta, þá umturnaðist Magnús á netinu: upphrópanir um að fólkið sem hann hafði starfað með, væri siðblint, spillt, gæti ekki lesið texta án aðstoðar og allskonar fleiri skítkast fauk frá Magnúsi, sem var kominn á það stig að hann viritst ætla að reyna að toppa fúkyrði og fýlu Sjálfstæðismanna í garð Björns Inga síðastliðið haust, í einhvers konar Fúkyrða-Útsvarskeppni að ég hélt. Það væri svo sem sök sér og honum aðeins til minnkunar að láta reiðina fara svona með sig því þetta skaðar mest hann sjálfan því hver vill vinna með manni í bæjarstjórn framtíðar, sem hefur ausið þvílíkum skít yfir þig?
En þó er þetta fyrrum samherjar hans sem hafa fundið fyrir þessu, heldur í ógurlegri reiði sinni og hefndarþorsta þá hefur Magnús gert gott betur en það í að koma af stað illindum og reyna að búa til þá ímynd af sér að hann sé málsvari réttlætis og hinir illu bæjarfulltrúar hafi staðið í risasamsæri sem teygir sig til ríkistjórnar og víðar út í heim. Á spjallvef Akranesbæjar má finna nokkrar spurningar frá Þorvaldi nokkrum sem hefur gripið áróður Magnúsar hrátt en spyr þó réttilegra spurninga og fær greinargott svar frá Önnu Láru Steindal, fultrúa Samfylkingarinnar í félagsmálanefnd bæjarins. En viðbrögð Magnúsar flokkast seint undir málefnalegheit, heldur byrjar hann að gefa í skyn að þar sem Anna og oddviti Samfylkingarinnar(sem er í minnihluta) séu að þessu vegna einhverra óeðlilegra hagsmunatengsla við Rauða Krossinn og reynir svo að gera Rauða Krossinn tortryggilegan, þ.e. gefur í skyn að mannúðarstofnun sé að koma fyrir flóttamönnum á Akranesi í hagnaðarskyni, eða eins og hann spyr hér með leiðandi rökvillu- og dylgjuspurningu: "Hvað fær Rauði krossinn marga milljóna tugi króna fyrir þetta verkefni?" Eins og sjá má svo á nokkrum svörum þarna, þá eru nú nokkrir Akurnesingar hreint ekki sáttir við þessar dylgjur í garð Rauða Krossins og annara, og finnst nóg um.
Ekki hefur þó fílnum Magnúsi fundist nóg komið í þeirri postulínsbúð sem hann hefur veirð að brjóta og bramla í reiði sinni um helgina, því næsta útspil hans var afhjúpun hans á leyniskjali og sönnunargagni í hans augum um risasamsærið mikla, minnisblað sem bæjarfulltrúar fengu afhent á föstudaginn 16.maí, miðað við dagsetningu þess, á þeim óformlega fundi EFITR valdamissi Magnúsar. Það skal geta þess í leiðinni að nokkru áður hafði farið fram kynningarfundur á vegum RKÍ til handa bæjarstjórn þar sem Magnús hafði nú sjálfur mætt en ekki spurt eins né sýnt nokkra mótstöðu við(óstaðfestur komment á einu bloggi segir að hann hafi meiri áhuga haft á símanum sínum og rokið út í fússi þegar einhver gagnrýndi hann fyrir virðingarleysi, tek því þó varlega) þar til hann ákvað að reyna að nýta tækifærið og ná sér i atkvæði að því viritist út á útlendinga-andúðina og múslimahræðsluna sem hann sem og aðra virðist hrjá hér á landi. Ég geri að því fastlega skóna að það sem stóð á miinnisblaðinu hafi komið einnig fram á kynningarfundinum.
Snúum okkur að minnisblaðinu um samsærið mikla sem Magnús sá í postulíninu þar sem hann sveiflaði rananum. Á bloggsíðu sinni segir hann sigri hrósandi eftirfarandi tekið úr minnisblaðinu sem hann biriir þar, að sé sönnun á hinum ógurlegu flóttamannaátroðningi gegn Akurnesingum:
" Í lið 2 segir (feitletrun mín): "Flóttafólkið sem kemur til Akraness í haust...." Hér er beinlínis afhjúpað af framkvæmdastjóra Rauða krossins á Akranesi að það er búið að ákveða að flóttafólkið fari til Akraness. Þetta hefur þá verið gert án þess að málið hafi verið tekið fyrir til ákvörðunar í bæjarstjórn. Bæjarráð hefur ekki komið með neina afstöðu, félagsmálaráð bæjarins hefur ekki veitt neina umsögn."
Eins og maður benti á hér fyrst, þá er þetta skjal frá 16. maí þar sem búið er að taka óformlega áikvörðun um að flóttafólkið komi til bæjarins og allt upp á borði með það í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þegar lesið er yfir þennan annan lið þá sést greinielga að þarna er um að ræða lýsingu á hörumulegum aðstæðum þessa flóttafólks.
En þetta er ekki eina "sönunin sem Magnús hendir fram:"Í lið 3 stendur: "Gera má ráð fyrir því að hingað komi mæður og börn á leikskóla-, gunnskóla- og hugsanlega framhaldsskóla aldri. Nánari upplýsingar um fjölskyldusamsetningu flóttafólksins hefur flóttamannanefnd ekki haldbæra......". Þetta þýðir það að bæjarfulltrúar hafa engar upplýsingar um fólkið. Samt á að segja já við því að Akranesbær taki að sér 30 manns nú síðsumars, sem aftur mun þýða 30 manns á næsta ári. Þetta án nokkurrar umræðu eða könnunar á því hvort sveitarfélagið sé yfir höfuð með innviði sem þola þetta álag. Hvergi hefur verið leitað umsagna í heilbrigðisþjónustu, hjá skólum eða öðrum stofnunum innan bæjarins sem bera eiga álagið. Enginn veit hvar fólkið á að búa á sama tíma og 25 fjölskyldur bíða eftir félagslegum íbúðum á Akranesi."
Ég hallast að því að Magnús treysti á að stuðningsmenn séu annað hvort ólæsir eða kynni sér bara spurningalaust það sem hann hefur að segja. Í skjalinu stendur nefnielga á eftir ekki haldbæra, að þegar búið er að taka ákvörðun um það að taka flóttamenn frá ákveðnu svæði eða búðum, fer sendinefnd á svæðið til að taka viðtöl við fólk og velja þá einstaklinga sem teljast best hæfir til að aðlagast nýju samféalgi. Fyrr er ekki hægt að vita nákvæma samsetningu fyrr en valið hefur farið framÍ framhaldi kemur einnig fram að þessu fólki verði ekki sett inn í félagslega kerfið heldur inn á almennan leigumarkað og því fellur fullyrðing Magnúsar um sjálft sig strax, það stendur skýrt í skjalinu sem hann otar fram, og einnig í svari Önnu Láru að allt þetta sé fjármagnað að ríkinu og fólk sé ekki að fara inn í félagslega kerfið. Þetta er þar að auki venjulegt verklag við móttöku flóttafólks, líkt og níu önnur sveitarfélög hafa gengið í gegnum með góðum árangri og því ætti ekki að ganga neitt verr en annars staðar á Akranesi. En jú, Magnús er með svar við því, þetta er ekki fólk frá Júgóslavíu líkt og það skipti einhverju máli. Þetta eru fyrst og fremst flóttamenn óháð uppruna og enn betra til aðlögunar þar sem um er að ræða konur og börn.
Magnús klykkir svo út að þetta sé allt saman pólitísk hrossakaup og samsæri af hálfu Samfylkingarinnar(þessi þarna í minnihlutanum í bænum og í ríkistjórn) sem greinilega nær til Flóttamannahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, því sú stofnun hefur metið það svo að það fólk sem býr við ömurlegar aðstæður í þessum flóttamannabúðum, þurfi að fá nýja búsetu fyrst og fremst en ekki að því sé hjálpað á staðnum líkt og Magnús vill. Ætli næsta röksemd Magnúsar verði þa´ekki að SÞ sé að stimpla búðirnar svona vegna þess að þeir séu að þýðast hinni ógurlegu Ingibjörgu og drauma hennar um öryggisráððssetu?
Margt fleria mætti telja til um bræði fílsins þar sem hann hefur látið gamminn geysa á bloggsíðum og svo nú í SIlfri Egils þar sem hann kom þannig út að það eina sem væri á bak við þetta hjá honum, sé fyrst og fremst útlendingaandúð eða xenophobia eins og það kallast á fræðimálum. Því miður virðist þetta pólitíska haraikiri Magnúsar hafa orðið til þess að svipað þenkjandi einstaklingar ætli sér að safna undirskriftum gegn komu flóttafólksins og fær það mann til að efast um að flóttafólkinu sé hollt að koma í það andrúmsloft fordóma sem Magnús hefur kynt undir með yfirlýsingum sínum. Spurning hvort það væri ekki best að finna annað sveitarfélag sem inniheldur mun vel meinandi fólk heldur en Magnús og stuðningsmenn hans, til að taka við fólki sem sárlega þarfnast bjartari framtíðar, og umhyggju ókunnugs og velviljaðs fólks.
Það versta þó við að við þessa gröf sem Magnús ætlaði fyrst öðrum en hefur grafið sjálfan sig í, er að hann mun líklegast taka með Akurnesinga og jafnvel fleiri með sér, skaðinn af þessari pólitísku tækifærismennsku hans er sá að annarsvegar hefur hann tendrað illdeilur um eitthvað sem er sjálfsagt og hið besta mál meðal siðaðra þjóða þannig að hættan er sú að það skapist aðkast í garð barnanna og kvennana af hálfu einhverra krúnurakaðra bullukolla sem fá þarna útrás fyrir fordóma sína, og hinsvegar að Akurneisngar eru nú settir í þá klemmu að ef svo skyldi fara að undirskriftarlistinn gegn flóttamönnum fari af stað og það blásið upp í fjölmiðlum, að bærinn verði stimplað sem bæjarfélag útlenidngahaturs og yrði KKK-ville Íslands í augum almennings, ímynd sem tæki langan tíma að afmá.
Að lokum þá ætla ég að vona að þetta sé hið síðasta sem við sjáum af Magnúsi sem kjörnum fulltrúa því ef framferði hans er svona þegar kemur að máli sem er ekki stærra en þetta, þá hræðist ég það ef hann kemst til raunverulegra valda. Skaðinn gæti orðið ógurlegri þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Bloggfærslur 18. maí 2008
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar