Að pirra smáborgaranna

Ég get ekki annað en glott út í annað út af þessari kvörtun þar sem ég bý í grennd við þar sem þessi list berst um. Ég steinsvaf í gegnum þetta bænakall eftir öll drykkju- og skrílsslætin sem ómuðu um hverfið höfðu haldið mér vakandi og voru þau nú frekar mikil í nótt eða allavega til um þrjú en þá náði ég loks að sofna. Á tímabilinu 1-3 þá mátti heyra röfl í íslenskum, háværum fyllibyttum út á götu, syngjandi og öskrandi einhvers staðar standaindi en barst kvörtun út af því? Nei, það virðist ekki vera og ekki nennti ég að hringja og kvarta því íslensku bytturnar fara fyrir rest, jafnvel þó þær hafi staðið þarna í hálftíma.

Nokkrir háværir búmm-búmm bílar með græjurnar í botni ruku einnig framhjá eða stoppuðu, væntanlega svo kraftmiklu bassarnir gætu hrist heilaselluna í hnakkanum við stýrið, í gang fyrir eða eftir bjórdrykkju kvöldsins eða hentu út bjórflösku á ferð. En kvartaði ég eða nokkur annar? Nei, þetta eru hefðbundin læti og eitthvað sem fylgir hnakka-þjóðflokknum. 

Einnnig ómuðu drykkjulæti, skvaldur og tónlist úr partý sem virtist vera haldið í garði eða út á svölum/götu, og var enn í gangi þegar ég sofnaði. Hafði nokkur kvartað? Nei, allavega ekki ég né nokkur annar að því virtist heldur var þetta nú hefðbundið íslenskt partý sem flestir líta framhjá og breiða bara koddann yfir hausinn til að sofna.

En þegar heyrist múslimskt bænakall í ca 2-3 mínútur, þá veðrur allt vitlaust í kjötheimum og bloggheimum, smáborgararnir eiga ekki orð af hneykslun  yfir múslimskum og rjúka í símann til að kvarta, jafnvel þó þeir hafi hundsað líklega drykkjulæti og aðra trúarlega dýrkun hins venjulega Íslendings á djammlífinu. Granni minn sagðist hafa rumskað við þetta í nótt og þetta hefði hvorki verið minna né meira en læti íslensku fyllibyttnana sem ganga framhjá á nóttinni í hverfinu, og steinfosnafði hann aftur. Ég aftur á móti steinsvaf sjálfur í gegnum þetta og hrökk svo upp hér við vélsagar og slípirokkshljóð sem hafa haldið hverfinu vakandi frá því upp úr hálf níu til níu í morgun.

En er kannski einmitt einnig smá gjörningur í þessu hjá listamanninum? Að ætlunin hafi verið einmitt að sýna framá hræsni og hneykslun smáborgaranna þegar kemur að múslimum á sama tíma og brjáluð drykkulæti eru í bænum og varla svefnfrið að fá. Um leið og orðið múslimi heyrist þá rjúka margir upp til handa og fóta og að hætti íslenskra sleggjudómara úr sma´borgarastétt, þá er skrifuð heilu bloggin um hvað múslimar eru voðalegir, að þeir eigi ekki að fá mosku svo þeir trufli ekki vodka í kók-drykkju þeirra o.sv.frv. Pirringur smáborgaranna verður svo augljóselga sýnilegur þegar hljóðmengun í næsta nágrenni er látinn óátalinn vegna þess að það er bara Nonni og Gunna að halda partý og þau mega það, en þegar það kemur "vondi hryðjuverkamaðurinn"(stimplun sleggjudómara á öllum múslimum) að ákalla Allah til að menga okkar íslenska, hreina eyra í smástund, þá verður allt vitlaust.

Aftur á móti, þá mætti nú listamaðurinn eftir þessar kvartanir, færa bænaköllin til svo að þau séu innan marka laga, þ.e. hafa þetta innan þeirra reglna sem fjalla um hávaða og framkvæmdir og láta semsagt bænakallið vera klukkan 7 á virkum dögum, 8 á laugardögum og 9(eða 10?) á sunnudögum. Reyndar yrði það flott að hafa það á sama tíma á sunnudögum þegar Hallgrímskirkja byrjar að æra heilan bæjarhluta, yrði skemmtileg hljóðblanda.

Það þarf nnefnilega að taka tillit til smáborgaranna líka, jafnvel þó þeir séu eins og versta mávager . 


mbl.is Kvartað til lögreglu yfir bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. maí 2008

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband