30.6.2008 | 20:12
Nokkur sparnaðarráð til Palla
Helstu verðmæti fjölmiðla felst í starfsfólki þess og því er það einstaklega dapurlegt að sjá Pál Magnússon að hætti annara forstjóra í fílabeinsturnum, byrja á því að spara á vitlausum enda. Þó læðist að manni sá grunur að það verði slegnar nokkrar flugur í einu höggi, losað sig við fréttamenn með "rangar skoðanir", þ.e. ekki tilbúnir að selja starfsheiður sinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn ásamt áframhaldandi undirbúningi á einkavinavæðingu sem hófst með ohf.-væðingunni.
Hérna eru nokkrir hlutir sem Páll hefði getað gert til sparnaðar og slegið vel á hallan ásamt því að auka vinsældir sínar út á við, í stað þess að enda uppi með viðurnefni á borð við "Slátrari Sjálfstæðisflokksins".
1. Páll hefði getað selt forstjórajeppann og bensínhákinn sem hann keyrir á um, á kostnað RÚV. Í staðinn hefði verið hægt að halda í við sig líkt og Geir talar um, og annað hvort fengið sér Yaris eða verið vistvænn og sparsamur í strætó. Giska á að sparnaðurinn sé um 8 millur á ári bara með þessu. Þarna er búið að redda tveimur stöðugildum hið minnsta
2. Lækkað laun sín um þriðjung og samt verið hærri en forsætisráðherra í launum. Sex-sjö millur komnar þarna og þar með ekki þurft að segja upp 1,5-2 starfsmönnum.
3. Hætta í Eurovison- Ég held að flestir sjái að sparnaðurinn sé í það minnsta hundrað millljónir með þessu og myndi hvort sem er leggjast af, ef RÚV yrði einkavinavætt. Við eigum hvort eð er engan séns í keppnina, fyrst við sendum ekki Botnleðju á sínum tíma. Auk þess þá þyrfti ekki að segja neinum upp nú og byrjað væri að grynnka á hallanum.
4. Hætta að vera áskrifendur að efni frá Hannesi Hólmstein á okurverði, heldur gera sömu gæðakröfur til hans og annara. Þarna myndií það minnsta einhverjir tugir milljóna og Palli myndi losna við það að þurfa að liggja undir ámæli og háði, fyrir sýningar á útvarpsefninu rándýra Enn er Maður nefndur.
5. Enga handboltaleiki, takk.-Sýn er tilbúið til þess að taka við þessu og ég losna þá við að láta þessi leiðindi eyðileggja fyrir mér matarlystina. Allavega 20-30 millur þar í sparnað.
6. Sttokka upp í Kastljósi og losa sig við þessa rándýru froðu eins og Kastljósið er í dag-Gera þetta að alvöru fréttaþætti með skotleyfi á íslenska mafíosa og aðra bankastarfsmenn ásamt öðrum þeim sem gefa í kosningasjóð Sjálfstæðisflokkinn. Bæði myndi það auka vinsældir þáttarins ásamt því að spara fé sem fer í innihaldslausa froðui. Samnýting fréttamanna útvarps og sjónvarps myndi þarna skila miklum árangr og losa okkur við þá yfirborskenndu umræðu sem fer í fram í Kastljósi þar sem stórmál í deiglunni eru afgreidd á innan við 10 mínútnum af tveimur gjammandi viðmælendum sem kaffæra þann þriðja. Þessi þriðji er ekki spyrillinn yfirleitt.
7. Hætta að sýna frá Grímunni og Eddunni-Ætli megi ekki reikna með 10-20 milljón króna sparnaði þarna, ásamt því að að bæta heilsufar áhorfenda og þá sem eru neyddir til að mæta þarna. Aulahrollur getur verið skaðlegur og valdið hausverkjum sem og uppköstum.
Ef einhver lumar á fleiri ráðum handa Palla, þá endilega skella þeim fram. Hver veit, kannski hlustar hann og hættir undirbúningnum á einkavinavæðingunni og fer að reka þetta eins og maður.
![]() |
RÚV fækkar stöðugildum um 20 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 30. júní 2008
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar