Nokkur sparnaðarráð til Palla

Helstu verðmæti fjölmiðla felst í starfsfólki þess og því er það einstaklega dapurlegt að sjá Pál Magnússon að hætti annara forstjóra í fílabeinsturnum, byrja á því að spara á vitlausum enda. Þó læðist að manni sá grunur að það verði slegnar nokkrar flugur í einu höggi, losað sig við fréttamenn með "rangar skoðanir", þ.e. ekki tilbúnir að selja starfsheiður sinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn ásamt áframhaldandi undirbúningi á einkavinavæðingu sem hófst með ohf.-væðingunni.

Hérna eru nokkrir hlutir sem Páll hefði getað gert til sparnaðar og slegið vel á hallan ásamt því að auka vinsældir sínar út á við, í stað þess að enda uppi með viðurnefni á borð við "Slátrari Sjálfstæðisflokksins".

1. Páll hefði getað selt forstjórajeppann og bensínhákinn sem hann keyrir á um, á kostnað RÚV. Í staðinn hefði verið hægt að halda í við sig líkt og Geir talar um, og annað hvort fengið sér Yaris eða verið vistvænn og sparsamur í strætó. Giska á að sparnaðurinn sé um 8 millur á ári bara með þessu. Þarna er búið að redda tveimur stöðugildum hið minnsta

2.  Lækkað laun sín um þriðjung og samt verið hærri en forsætisráðherra í launum. Sex-sjö millur komnar þarna og þar með ekki þurft að segja upp 1,5-2 starfsmönnum.

3. Hætta í Eurovison- Ég held að flestir sjái að sparnaðurinn sé í það minnsta hundrað millljónir með þessu og myndi hvort sem er leggjast af, ef RÚV yrði einkavinavætt. Við eigum hvort eð er engan séns í keppnina, fyrst við sendum ekki Botnleðju á sínum tíma.  Auk þess þá þyrfti ekki að segja neinum upp nú og byrjað væri að grynnka á hallanum.

4. Hætta að vera áskrifendur að efni frá Hannesi Hólmstein á okurverði, heldur gera sömu gæðakröfur til hans og annara. Þarna myndií það minnsta einhverjir tugir milljóna og Palli myndi losna við það að þurfa að liggja undir ámæli og háði, fyrir sýningar á útvarpsefninu rándýra Enn er Maður nefndur.

5. Enga handboltaleiki, takk.-Sýn er tilbúið til þess að taka við þessu og ég losna þá við að láta þessi leiðindi eyðileggja fyrir mér matarlystina. Allavega 20-30 millur þar í sparnað.

6.  Sttokka upp í Kastljósi og losa sig við þessa rándýru froðu eins og Kastljósið er í dag-Gera þetta að alvöru fréttaþætti með skotleyfi á íslenska mafíosa og aðra bankastarfsmenn ásamt öðrum þeim sem gefa í kosningasjóð Sjálfstæðisflokkinn. Bæði myndi það auka vinsældir þáttarins ásamt því að spara fé sem fer í innihaldslausa froðui. Samnýting fréttamanna útvarps og sjónvarps myndi þarna skila miklum árangr og losa okkur við þá yfirborskenndu umræðu sem fer í fram í Kastljósi þar sem stórmál í deiglunni eru afgreidd á innan við 10 mínútnum af tveimur gjammandi viðmælendum sem kaffæra þann þriðja. Þessi þriðji er ekki spyrillinn yfirleitt.

7. Hætta að sýna frá Grímunni og Eddunni-Ætli megi ekki reikna með 10-20 milljón króna sparnaði þarna, ásamt því að að bæta heilsufar áhorfenda og þá sem eru neyddir til að mæta þarna. Aulahrollur getur verið skaðlegur og valdið hausverkjum sem og uppköstum. 

Ef einhver lumar á fleiri ráðum handa Palla, þá endilega skella þeim fram. Hver veit, kannski hlustar hann og hættir undirbúningnum á einkavinavæðingunni og fer að reka þetta eins og maður.


mbl.is RÚV fækkar stöðugildum um 20
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góðar tillögur þetta og vert umhugsunarefni fyrir Palla.

Haraldur Bjarnason, 30.6.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: corvus corax

Góðar tillögur en þar sem Palli hagar sér eins og hann sé einn í heiminum er ekki við því að búast að hann hafi andlegt þrek og getu til að draga saman í flottræfilshættinum. Það sem er mest aðkallandi í sambandi við þetta sníkjudýr á þjóðinni er að almenningur taki sig saman um að neita að borga nauðgunaráskriftina.

corvus corax, 30.6.2008 kl. 23:35

3 identicon

Mjög góðar tillögur, ein tillaga í viðbót, sleppa þætti er kallar sig Spaugstofunni 20. árið í röð?

Arnar Halldorsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 23:46

4 identicon

dýrast af öllum rekstri ruv ku vera innheimtudeildin ,sem kostar í rekstri einn fjórða af heildar-kostnaði þessarar stofnunar.viðhald þessarar stofnunar er tímaskekja.

helgi (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 01:10

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábærar tillögur hjá þér, mér finnst að það ætti að banna auglýsingar á RUV.  Ég horfi aldrei á RUV ótilneydd, stundum heimta kúnnarnir á barnum þar sem ég vinn RUV en heima hjá mér er þessi stöð algjörlega hundsuð.  Mér finnst að það eigi að reka Palla og finna einhvern ódýrari og hagkvæmari forstjóra. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.7.2008 kl. 02:06

6 Smámynd: Magnús

Hætta að sýna frá Eddunni??? Aaaaaaaldrei, aaaaaaaaaldrei!!!!!!!!

Magnús, 1.7.2008 kl. 09:07

7 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Palli er ekki...alls ekki...einn í heiminum. Hann hegðar sér eins og hann sé einn í því að taka ákvarðanir. Er ekki skylda að borga í sjónvarpssjóðinn  ????????? Ef maður gerir það ekki,þá hvað??????

Flottar tillögur hjá þér.  

Sóldís 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 1.7.2008 kl. 11:15

8 identicon

Nú er RÚV farið að senda gíróseðla á þá sem ekki hleypa
innheimtudeildinni inn á í stofu telur RÚV þetta sönnun
fyrir sjónvarpseign og er þetta gert til að sína sem flesta
áskrifendur áður en nefskattur er tekin upp og
til að fá sem hæstan nefskatt.

E.P (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 00:52

9 Smámynd: AK-72

Hef ekki haft tíma til að svara eða bæta við hlutum sem mér finnst nauðsynlegt að komi fram.

Arnar: Ég er ekki hrifinn af Spaugstofunni yfirleitt en ætla samt að koma henni aðeins til varnar. Spaugstofan er ekki dýrt sjónvarpsefni miðað við margt annað og nýtur vinsælla meðal dyggustu sjónvarpsáhorfendana: eldra fólks og fólk eldra en fimmtugs. Á meðan svo er, þá sé ég ekki neitt að því að þættinum sé haldið áfram því þetta er sá hópur sem horfir hvað mest a sjónvarp auk fjölskyldufólks.

Helgi og E.P: Þar sem þið minist á innheimtudeildina, þá er þar einmitt hlutur sem hægt er að spara og mun sparast um leið og nefskatturinn kemur á, sá skattur sem ég hélt að kæmi um leið og ohf.-væðingin væri lokið. Við það ætti að sparast 60 millur en svo er það þetta með nefskattinn, það verða allir sem borga nefskatt, ekki bara áskrifendur. Þessi gíróseðilsaðferð hefur svo verið notuð í árafjölda, þú ert sekur þar til annað sannast.

Hallur: Ég held að íþróttarás væri ekki galið en þá ætti einnig að fókusera á íþróttir sem fá ekki mikla umfjöllun og vera fjölbreyttir þar. Svo er það með dagskrárgerðina að RÚV ætti að sýna meira heimildarefni, og efni frá öðrum löndum en BNA. Því miður er hættan sú að með þessu brölti þeirra, að stefnan verði sú að vera alveg eins og hinir, líkt og með útvarpsstöðvar á "frjálsa" markaðnum. Allt eins og miðast við hvað markaðsfræðignar halda og vilja að veðri vinsælt. Ég reyndar fíla Óla Palla og Rás 2 að því leyti, að flest tónlist fær spilun þar, ekki bara Topp 10 úr Skífunni.

Svo vill ég segja nú eitt. Mér finnst Ríkisjónvarpið gott að mörgu leyti en það þarf að skerpa á dagskráráherslum og mynda sér sérstöðu. Stöð 2 og Skjár 1 eru frekar lélegar stöðvar núorðið og sjónvarpsefnið sem slíkt einhæft: annað hvort reality tv, gamanþáttur um heimskan, feitan, hvítan kall og gáfuðu konuna sem stjornar honum með kynlífi, eða spennuþáttur um löggu/lögfræðing/leigubílstjóra sem leysir gátur ásamt nær því eingöngu bandarískum myndum. Heimurinn er stærri en það og það er allst staðar í heimnum verið að framleiða gott efni og sumstaðar mjög ferska hluti sem rata ekki á þessa stöðvar, vegna þess að markaðsfræðingurinn skoðar eingöngu bandaríska markaðinn

AK-72, 2.7.2008 kl. 11:47

10 identicon

Já Páll hefði mátt lækka launin sín um 3-5 hundruð þúsund og þar með fækkað þeim sem sagt var upp alla vega niður í 7. En nei, þessir karlar byrja ekki á sjálfum sér, það hafa þeir aldrei gert og munu aldrei gera.

Valsól (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 123144

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband