22.9.2008 | 13:54
Bera meðlimir þjóðkirkjunnar ábyrgð á barnaníði kaþólskra presta?
Þessi spurning er stór en eftir að hafa skoðað nokkrar bloggfærslur og röksemdir í gær ásamt því að líta yfir eldri punkta í umræðum, þá er svarið tvímálalaust já miðað við ákveðna rökfræði. Vissulega bera meðlimir þjóðkirkjunnar ábyrgð á barnaníði kaþólskra presta. Þeir eru nefnilega allir saman kristnir.
En hvað var það sem fær mig til að komast að þessari niðurstöðu og hversvegna nú? Jú, í gær birtust fréttir af því að múslimar á Íslandi væru orðnir þreyttir á seinagangi borgaryfirvalda og trega til að úthluta þeim lóð undir mosku og menningarmiðstöð. Borgayrifrvöld hafa drattast með þetta í 9 ár á meðan öðrum trúarhópum hefur verið úthlutuð lóð auk þess sem margur verktakinn hefur fengið að stökkva framfyrir í biðröðinni ásamt því að ekki er hægt annað en að sjá að þetta sé brot á góðum stjórnsýsluháttum.
En það eru viðbrögðin við þessari frétt sem og öðrum málum er tengjast múslimum á Íslandi, sem vekja mesta umhugsunina. Nokkrir sem margir hverjir eru "sannkristnir" og með sömu rpkfærslurnar, hafa geyst fram á ritvöllinn, og eiga ekki orð yfir frekju múslima að vilja fá lóð fyrir bænahús líkt og aðrir trúarhópar hér á landi hafa fengið. Enda er það nú ekki annað en dæmalaus frekja og óþolinmæði að bíða í 9 ár og fara þá að ókyrrast eftir svari og hvað þá að telja sig jafna frammi fyrir lögum og stjórnarskrá landsins. Lásu þessir freku múslimar ekki það fína letur í stjórnarskránni að allir væru jafnir fyrir lögum óháð trú nema ef þeir væru múslimar. Reyndar gæti veirð að það hafi verið eitthvað óljóst enda var búið að krota ofan í orðið gyðingar í upprunulegu útgáfunni sem var hömruð saman fyrir byrjun seinni heimstyrjaldarinnar.
En það er fleira sem þessir ofurhneyksluðu aðilar hafa út á moskur múslima að setja, því múslimar hér á landi er gert það til höfðus að sæta ábyrgð fyrir öll verk trúbræða sinna í Sádi-Arabíu sem hneigjast til öfga-útgáfu trúarinnar sem kallast Wahab-ismi, sem er nett form af fasisma með trúarlegu yfirbragði og ofstæki. Að sjálfsögðu eru þessir einsaklingar svo vel að sér í trúarheimi Íslams og vel lesnir af heimasíðum sem í gamla daga hefðu yfirleitt fjallað um vonsku gyðinga og alheimssamsæri Zionista gegn gildum þýsku þjóðarinar, að þeir færa sífellt sönnur fyrir því að allir múslimar hugsi eins og hegði sér eins og þessir Wahabistar.Þessi 1,6 milljarður manna sem aðhyllist Íslam er víst klónaher, hugsar eins og hagar sér eins og versta afbrigði trúarinnar.
Sumir ganga svo langt í áhyggjum sínum af kvenkúgun Íslams að þeir hringja heim í systur formanns félags múslima á Íslandi og heimta að fá að vita hvort hún sé neydd af bróður sínum til að vera með höfuðklút og hvort bróðir hennar hafi hætt að tala við hana eftir barneign með íslenskum manni.. Þar sem þessi múslimska kona neitaði að svara spurningum um sitt einkalíf frá ókunnugum samborgara sem var uppfullur af heilögum anda eða Kristsins vodka, þá hlaut þetta að vera satt. Reyndar kom á óvart að viðkomandi einstaklingur skuli ekki hafa haft orð á því að þessi múslimi væri að vanvirða vestræn gildi með því að svara ekki ókunnugu fólki þegar það kemur með beinar spuringar um einka- og fjölskyldulíf þess. Get þó huggað þennan einstakling með því að segja að samkvæmt minni vitneskju þá þarf eiginkona Salmans ekki að ganga með höfuðklút,hún m.a.s. hneppir frá blússunni sinni og sé bara hreinlega nokkuð frjálslynd í öllu fasi.
En snúum okkur nú aðeins aftur að þessu með moskuna, því þar er nú ein gullna og vel ígrundaða röksemdin í málflutningi þessa æsta og hrædda "sannkristna" fólks. Moskur eru nefnilega djöfullegar byggingar þar sem múslimar hittast til að skipuleggja samsæri og hryðjuverk alls staðar í heiminum eða eins og ein sannkristin mær segir í ótta sínum:"Nú þegar eru um þúsund múslimar í landinu og þeim fjölgar dag frá degi. Ef moska verður byggð á Íslandi mun þeim fjölga til mikilla muna.Moskan er ekki bænahús nema að nafninu til. Hún er félagsheimili þeirra sem leggja á ráðin og skipuleggja hryðjuverk. Yfirlýst markmið múslima eru heimsyfirráð. Útrýming á öllu sem samræmist ekki þeirra eigin gildum og trú." Reyndar kæmi mér ekkert á óvart þó að þessi kenni múslimum um allt, m.a. það að henni var gert að hætta að blogga við fréttir og er það alveg óskiljanlegt ef færslur hennar hafa verið jafn uppfullar af heilögum sannleik sem hún ritar þarna í kappi við læriföður sinn Skúla Skúlason sem ásamt tveimur nýnasistabloggurum, hefur þann heiður að hafa þurft að hætta að upplýsa okkur hér á Moggablogginu um hætturnar af óæðri trúarbrögðum og kynþáttum.
Svo má ekki gleyma hvað múslimar hér á landi,eru hrikalega óumbyrðarlyndir og miklir skoðanakúgarar eins og Wahab-istarnir í Sádi-Arabíu. Ég meina, come on sko, þeir leyfa þessu "sannkristna" fólki að að vera með þvílíkan óhróður um sig á hverjum degi og stunda skoðanakúgun með því að svara nær því aldrei þessum svæsnu árásum í sinn garð, bæði um þá alla sem og árásir á nafngreinda forsvarmsenn þeirra hér á landi. Svo eru þeir svo óumburðarlyndir að þeir iðka sína trú án þess að vera að troða henni inn á aðra, ólíkt mörgum af hinum "umburðarlyndu sannkristnu" mönnum hér á landi sem heimta að þróunarkenningin verði slegin af, sköpunarsaga Biblíunnar kennd sem sannleikur, fóstureyðingar(og líklegast getnaðarvarnir) bannaðar og að allt sé ritskoðað sem þeim þóknast ekki. Hvílíkt óumburðarlyndi og skoðanakúgun af hálfu múslima.
Þegar maður hefur lesið yfir svona stórkostlegar röksemdir fyrir því að múslimar eigi ekki að fá mosku hér á landi, þá getur maður ekki annað en tileinkað sér rökfræði þessa þegar kemur að öðru stórum trúarbrögðum eins og kristni. Nú hafa kaþólskir prestar gerst margoft sekir um barnaníð og má því örugglega gera að því skóna að Biblían segi þeim að ástunda þetta.. Kirkjurnar eru svo samkomustaður þar sem ákveðið er hvernig skal staðið að barnaníðinu og hugað að heimsyfirráðum í leiðinni. Þegar svo er tekið inn í jöfnuna aðkristnir hugsa allir eins og versti samnefnarinn og séu samábyrgir fyrir gjörðum sinna verstu trúbræðra, hvort sem það er öfgatrúarmenn í BNA á Biblíubeltinu eða í eða á leið í Hvíta húsið, eða barnaníðingar í prestsklæðum, þá er niðurstaðan við upphafs-spurningunni: einfalt já, meðlimir þjóðkirkjunnar bera ábyrgð á barnaníði kaþólskra presta.
QED(með rökfræði íslenskra, "sannkristinna" og annara múslimahatara)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Bloggfærslur 22. september 2008
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar