Þegar rándýr frjálshyggjunar fara á kreik í skóginum.

Þegar þögn sló á viðmælendur um IceSave í Kastljósi í gær við spuningu fréttamanns um hvað myndi gerast ef IceSave yrði hafnað, þá varð manni ljóst tvennt. Annarsvegar að hinn ungi bóndi Vinstri Grænna var ekki búinn að hugsa þá hugsun til enda og svo hinsvegar að þessi þögn var þögnin sem grípur frumskóganna þegar risahættu steðjar að og glorsoltin rándýr fara á kreik eftir æti til að rífa í sig.

Enda passaði það, hinum megin við borðið sat fulltrúi glorhungraðra rándýra frjálshyggjunar sem hafði veirð úthýst út úr frumskóginum íklætt dulargervi sem sauður væri og með fleðulegum brosum þóttist vera orðinn að verndara þeirra sem áður var réttlaus bráð að mati sömu rándýra áðurr. Dýrin sem höfðu stór og smá verið bráð áður, höfðu nefnilega síðastliðin vetur snúið vörn í sókn til að koma í veg fyrir að hömlulaus græðgi rándýra frjálshyggjunar myndu ganga af öllu dýralífi dauðu í skóginum og mikil barátta hófst.  Að endingu hröktu dýrin smáu út úr Dýrabæ sem var æðsta vald skógsins, um leið svín Félaga Napóleons sem hafði verndað þau rándýr sem á smælingjunum nærðust, framar öllu.

En hversvegna þykjast rándýrin vera vinir smælingja fyrst nú? Svarið er mjög einfalt, rándýrin sjá sér færi á að komast aftur inn í skóginn til að deila og drottna á ný með sömu borðfélögunum, þeim sömu og hrökkluðust uppfullir út úr vistkerfi skógarins, uppfullir af gnægtum annara. Og hvert er færið sem rándýr frjálshyggjunar ætla að nýta sér? Nú, öll dýrin eru nefnilega skelfingu lostin yfir svokölluðum Klaka-skuldum við frændur sína í Skíriskógi sem og öðrum skógum. Þessir frændur höfðu nefnilega í góðri trú, trúðu vel tenntum úlfum í teinóttu fyrir öllum vetrarbirgðum sínum til geymslu og áttu í staðinn að uppskera öryggið sem fælist í því að geyma forðann allan í stórum ísklump með ríkulegri uppskeru og safaríkari fæði.

Þegar uppkomst að úlfarnir höfðu nú stungð af með vetrarbirgðirnar sem m.a. áttu að fara í að gera elliár Kalla kanínu og Bangsímons bærilegri, til Tortola-eyja þar sem hollensku hneturnar voru ristaðar til að neyta með drykkútbúnum úr breskum berjum kældum með íslklumpinum góða, þá varð allt vitlaust. Breskir bolabítar og hollenskir hanar sem misttu höfðu allar hænur sínar til úlfanna, heimtuðu nú að Dýrabær skyldi gangast að samningum um ábyrgðir sínar, abyrgðir sem komið hafði verið á tíð Félaga Napóleons.

Afleiðingarnar voru að gengist var til samninga, slæmra samninga þar sem vetrarbirgðirnar skulu endurgreiðast og með góðum skammt af íslenskri beljumjólk með í vexti sem úlfarnir tóku einnig með til Tortola. Þetta er því miður nokkuð sem mörgum hverjum finnst afarslæmt en erfitt er að sjá hvernig er hægt að komast að án þess að skorið verði á allt hveiti og ger til Hérastubbs bakara sem reynir að finna leiðir til að brauðfæða allan skóginn í gegnum dimman og drungalegan vetur framundan. 

Í þessu leynist sóknarfæri Félaga Napóleon, rándýra frjálshyggjunar og vel tenntra úlfa til að komast með tennurnar í smádýrin á ný, nýta sér hræðsluna með fleðulegum brosum, skilningsríkum samúðarsvip og réttlætri reiði lýðskrumsins og falsi úlfsins sem langar til að gæða sér á ömmu Rauðhettu.En það er ekki það eina sem stýrir þessu lýðskrumi til valda á ný, því rándýrin eru einnig hrædd og ekki bara við það að upp komist um hvert þeirra drap Bambi fyrir nokkrum árum.

Nei, það sem þau hræðast mest núna og vilja gera allt til að stöðva nú, er rannsókn á því hvernig þau eyðilögðu nær því allt vistkerfi skógarins og hvernig þau átu upp öll þau grös, ber og lyng sem átti að fleyta skóginum í gegnum veturinn framundan og gott betur. Fulltrúar þeirra í Dýrabæ höfðu sett á fót leikrit þar sem Björninn geðstirði sem yfir dómsmálum réði, ætlaði að nota gömlu Dýrabæjar-aðferðina við að þagga nður hluti, þ.e. setja af stað eitthvað en sjá svo til þess að ekki væri nægilegt æti til handa þeim sem fengið hafði það verkefni að komast að sannleikanum og ætlaðist til að sá kæmi auðmjúkur biðlandi um hunang til að smyrja rannsóknina áfram.

En ekki dugði það til, heldur var hann borinn út áður en leikritið byrjaði af alvöru og litli bangsinn sem hann réð til verksins, hefur reynst vera að þróast í átt til að verða stórt bjarndýr sem glorsoltið er í að réttlæti næði fram að ganga og fékk svo með í lið með sér hvassa, norska skógaruglu sem vön eru að leita uppi vonda úlfa og hýenur sem þeim þjóna. Björninn geðstirði er þó ekki bara gramur heldur titrar einnig á beinunum yfir því að breskir blóðhundar sem vanir eru að leita uppi dýrbíta viðskiptalífsins, skuli nú hafa bæst í þennan fríða hóp réttlætisins og reynir að gera það allt tortryggilegt líkt og sást í dag.

Völdin sér og sínum til handa og stöðvun rannsóknar eru því aðalástæðurnar fyrir offorsinu sem fulltrúar rándýrafrjálshyggjunar sýna af sér í þörf sinni og græðgi fyrir völdum á ný. Ekkert skal til sparað, allt skal reynt, öllum reykbömbum skal hent fram og hvað svo ef þeim tekst ætlunarverk sitt, að komast aftur að veisluborðinu sér til gnægtar, öðrum til skelfingar? Ekkert breytist, smælingjarnir þurfa að borga hvortsem er ísklumpsskuld úlfanna illræmdu og rándýrunum verður sleppt eftirlitslaust á nýjan leik gegn smælingjunum gegn góðri greiðslu í forðabúr Dýrabæjar-þingmanna og ráðherra.

Vörumst lýðskrumið, hundsum falska varga í véum sem hugsa eingöngu um sig og sína.

 

 

 


Bloggfærslur 11. ágúst 2009

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband