Þegar rándýr frjálshyggjunar fara á kreik í skóginum.

Þegar þögn sló á viðmælendur um IceSave í Kastljósi í gær við spuningu fréttamanns um hvað myndi gerast ef IceSave yrði hafnað, þá varð manni ljóst tvennt. Annarsvegar að hinn ungi bóndi Vinstri Grænna var ekki búinn að hugsa þá hugsun til enda og svo hinsvegar að þessi þögn var þögnin sem grípur frumskóganna þegar risahættu steðjar að og glorsoltin rándýr fara á kreik eftir æti til að rífa í sig.

Enda passaði það, hinum megin við borðið sat fulltrúi glorhungraðra rándýra frjálshyggjunar sem hafði veirð úthýst út úr frumskóginum íklætt dulargervi sem sauður væri og með fleðulegum brosum þóttist vera orðinn að verndara þeirra sem áður var réttlaus bráð að mati sömu rándýra áðurr. Dýrin sem höfðu stór og smá verið bráð áður, höfðu nefnilega síðastliðin vetur snúið vörn í sókn til að koma í veg fyrir að hömlulaus græðgi rándýra frjálshyggjunar myndu ganga af öllu dýralífi dauðu í skóginum og mikil barátta hófst.  Að endingu hröktu dýrin smáu út úr Dýrabæ sem var æðsta vald skógsins, um leið svín Félaga Napóleons sem hafði verndað þau rándýr sem á smælingjunum nærðust, framar öllu.

En hversvegna þykjast rándýrin vera vinir smælingja fyrst nú? Svarið er mjög einfalt, rándýrin sjá sér færi á að komast aftur inn í skóginn til að deila og drottna á ný með sömu borðfélögunum, þeim sömu og hrökkluðust uppfullir út úr vistkerfi skógarins, uppfullir af gnægtum annara. Og hvert er færið sem rándýr frjálshyggjunar ætla að nýta sér? Nú, öll dýrin eru nefnilega skelfingu lostin yfir svokölluðum Klaka-skuldum við frændur sína í Skíriskógi sem og öðrum skógum. Þessir frændur höfðu nefnilega í góðri trú, trúðu vel tenntum úlfum í teinóttu fyrir öllum vetrarbirgðum sínum til geymslu og áttu í staðinn að uppskera öryggið sem fælist í því að geyma forðann allan í stórum ísklump með ríkulegri uppskeru og safaríkari fæði.

Þegar uppkomst að úlfarnir höfðu nú stungð af með vetrarbirgðirnar sem m.a. áttu að fara í að gera elliár Kalla kanínu og Bangsímons bærilegri, til Tortola-eyja þar sem hollensku hneturnar voru ristaðar til að neyta með drykkútbúnum úr breskum berjum kældum með íslklumpinum góða, þá varð allt vitlaust. Breskir bolabítar og hollenskir hanar sem misttu höfðu allar hænur sínar til úlfanna, heimtuðu nú að Dýrabær skyldi gangast að samningum um ábyrgðir sínar, abyrgðir sem komið hafði verið á tíð Félaga Napóleons.

Afleiðingarnar voru að gengist var til samninga, slæmra samninga þar sem vetrarbirgðirnar skulu endurgreiðast og með góðum skammt af íslenskri beljumjólk með í vexti sem úlfarnir tóku einnig með til Tortola. Þetta er því miður nokkuð sem mörgum hverjum finnst afarslæmt en erfitt er að sjá hvernig er hægt að komast að án þess að skorið verði á allt hveiti og ger til Hérastubbs bakara sem reynir að finna leiðir til að brauðfæða allan skóginn í gegnum dimman og drungalegan vetur framundan. 

Í þessu leynist sóknarfæri Félaga Napóleon, rándýra frjálshyggjunar og vel tenntra úlfa til að komast með tennurnar í smádýrin á ný, nýta sér hræðsluna með fleðulegum brosum, skilningsríkum samúðarsvip og réttlætri reiði lýðskrumsins og falsi úlfsins sem langar til að gæða sér á ömmu Rauðhettu.En það er ekki það eina sem stýrir þessu lýðskrumi til valda á ný, því rándýrin eru einnig hrædd og ekki bara við það að upp komist um hvert þeirra drap Bambi fyrir nokkrum árum.

Nei, það sem þau hræðast mest núna og vilja gera allt til að stöðva nú, er rannsókn á því hvernig þau eyðilögðu nær því allt vistkerfi skógarins og hvernig þau átu upp öll þau grös, ber og lyng sem átti að fleyta skóginum í gegnum veturinn framundan og gott betur. Fulltrúar þeirra í Dýrabæ höfðu sett á fót leikrit þar sem Björninn geðstirði sem yfir dómsmálum réði, ætlaði að nota gömlu Dýrabæjar-aðferðina við að þagga nður hluti, þ.e. setja af stað eitthvað en sjá svo til þess að ekki væri nægilegt æti til handa þeim sem fengið hafði það verkefni að komast að sannleikanum og ætlaðist til að sá kæmi auðmjúkur biðlandi um hunang til að smyrja rannsóknina áfram.

En ekki dugði það til, heldur var hann borinn út áður en leikritið byrjaði af alvöru og litli bangsinn sem hann réð til verksins, hefur reynst vera að þróast í átt til að verða stórt bjarndýr sem glorsoltið er í að réttlæti næði fram að ganga og fékk svo með í lið með sér hvassa, norska skógaruglu sem vön eru að leita uppi vonda úlfa og hýenur sem þeim þjóna. Björninn geðstirði er þó ekki bara gramur heldur titrar einnig á beinunum yfir því að breskir blóðhundar sem vanir eru að leita uppi dýrbíta viðskiptalífsins, skuli nú hafa bæst í þennan fríða hóp réttlætisins og reynir að gera það allt tortryggilegt líkt og sást í dag.

Völdin sér og sínum til handa og stöðvun rannsóknar eru því aðalástæðurnar fyrir offorsinu sem fulltrúar rándýrafrjálshyggjunar sýna af sér í þörf sinni og græðgi fyrir völdum á ný. Ekkert skal til sparað, allt skal reynt, öllum reykbömbum skal hent fram og hvað svo ef þeim tekst ætlunarverk sitt, að komast aftur að veisluborðinu sér til gnægtar, öðrum til skelfingar? Ekkert breytist, smælingjarnir þurfa að borga hvortsem er ísklumpsskuld úlfanna illræmdu og rándýrunum verður sleppt eftirlitslaust á nýjan leik gegn smælingjunum gegn góðri greiðslu í forðabúr Dýrabæjar-þingmanna og ráðherra.

Vörumst lýðskrumið, hundsum falska varga í véum sem hugsa eingöngu um sig og sína.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eina sem breyttist í vor var að rándýrin fengu ný andlit.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 21:45

2 identicon

Það sem skelfilegast er að litlu dýrin eru eð sýna sin rettu andlit!djesus þau eru skelfileg

Kv 6,5x55

gudjon (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 22:01

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Frjálshyggja hafnar ríkisábyrgðum með öllu. Frjálshyggja er það að hver maður er frjáls gjörða sinna á eigin ábyrgð og kostnað. Þú þarft að kynna þér nefnin áður en þú uppnefnir þau.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.8.2009 kl. 22:51

4 identicon

Úlfynjan í sauðargærunni dró hvergi af sér í blekkingarleik fyrir svikamyllubankanna vorið 2008.

http://www.olofnordal.is/index.php?option=com_content&task=view&id=78&Itemid=1

Úlfynjan hefur beittar klær sem hún vill ekki slaka á.

TH (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: AK-72

Orri, þetta er sú frjálshyggja sem iðkuð var hér, þetta ser sú frjálshyggja sem var prédikuð hér og framfylgt af postulum hennar. Þó menn reyni að þvo hendur sínar af því líkt og kommúnismanum sem var iðkaður öðruvísi, þá verður ekkert undan því hlaupist.

AK-72, 11.8.2009 kl. 23:02

6 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

"það sem þau hræðast mest núna og vilja gera allt til að stöðva nú, er rannsókn á því hvernig þau eyðilögðu nær því allt vistkerfi skógarins".

Ég held að flestir viti hvað samningur þessi er vondur og margir vilja setja á hann fyrirvar. Vandamálið er að við getum einungis sett á hann fyrirvara sem við sjálf getum stjórnað. Við getum ekki ætlast til þess, bara vonað, að það sé tekið tillit til fyrirvara okkar, því við erum ekki í stjórn Hollands og Bretlands.

En, gott og vel, setjum þá samt og sjáum hvað gerist. Ég vona bara að þeir sem ráða í fyrrnefndum löndum vilji almenningi hér á landi vel. Að þeir sjái að best er að fylgja ráðum Alþingis okkar. Og þá fyrir okkur. Því annars komast rándýrin aftur til valda og, eins og þú segir Aggi : stöðva rannsókn.

Það er einn fyrirvari sem við getum sett, fyrir okkur : Alþingi samþykkir að skrifa undir ef tryggt verður að óábyrgir og vanhæfir stjórnendur bankanna, ásamt eigendum þeirra, verði látnir svara til saka.  Jú það má líka setja í fyrirvarann að þeir stjórnmálamenn sem eru ábyrgir standi fyrir svörum.

Lilja Skaftadóttir, 12.8.2009 kl. 08:21

7 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

flott saga hjá þér það er ein í svipuðum dúr að fæðast á ragnarb.blog.is

Ragnar L Benediktsson, 12.8.2009 kl. 15:18

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það má svo ekki rugla því saman að vegna þess að rándýrin sjái sér hag í að styðja einhverja stefnu til að ná völdum aftur á að þá sé sú stefna endilega vond stefna. Það var helsta kúgunartæki talsmanna Napóleons að spyrja hvort við vildum Jón bónda aftur. Slíkt má aldrei verða leið okkar til að hræða fólk til að samþykkja það sem er rangt með því að hræða það með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum.

Héðinn Björnsson, 12.8.2009 kl. 15:52

9 Smámynd: AK-72

Valid punktur, Héðinn. Maður þarf samt alltaf að gæta sín á þeim hröfnum sem hvísla að þetta yrði allt miklu betra ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá völdin á ný og persónuelga tel ég að okkur stafi jafnvel meiri ógn af nýrri valdatíð FL-okksins heldur en óbreyttum og hráum IceSave-samningi nokkurn tímann.

AK-72, 12.8.2009 kl. 16:40

10 Smámynd: Héðinn Björnsson

Að mínu mati er stóra hættan húsnæðismálið. Hvað gerist þegar að útburður þúsunda heimila eykur róttækni þess hluta almennings sem kann að fara með vopn en hefur hingað til haldið sig heima. Verður sú róttækni vinstrisinnuð og beind gegn fjármagnseigendum og forstig byltingar á forréttindum stóreignarstéttarinnar og eignarréttinum eða verður hún hún fasísk uppreisn gegn útlendingum og kommúnistum? Þeirri spurningu mun aðeins verða svarað af því hversu vel við sem viljum knésetja auðstéttina erum að skipuleggja okkur og hversu klára stöðu við tökum með heimilunum í landinu gegn skuldaþrælahöldurunum og sérhverjum af handrukkurum þeirra.

Héðinn Björnsson, 13.8.2009 kl. 16:21

11 Smámynd: AK-72

Held að þú hafir hitt á annan ágætan punkt þarna í málunum. Húsnæðismálin og aðgerðir í þágu skuldsettra heimila er eitthvað sem er auðvelt að spila á, sérstaklega eftir orð Árna Páls um að það yrði ekkert gert meir samkvæmt fyrirskipun AGS. Alveg forkastanleg orð og svo þegar maður spáir í því hversvegna þá er það napurt. Þeir vilja hámarka eignasafn bankanna(lánin) svo hægt sé að fá sem best verð fyrir þá. Svo er það réttlætismálin öll, ekkert réttlæti, sundruð þjóð og sár sem aldrei gróa. Hef þó grun um að eitthvað gerist í haust til að draga úr spennuni.

AK-72, 13.8.2009 kl. 19:14

12 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Kartöflur verða aldrei bananar sama hvað þær reyna. Þú getur talað í nafni Jesú eða hvers sem er, en það gerir þig ekki endilega að klæðskiptingi.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 14.8.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 123102

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband