Tilviljanir

Tilviljanir geta verið áhugaverðar stundum. Ég er búinn að vera lesa bækur í þyngri kantinum upp á síðkastið, og ákvað að grípa í einhverja afþreyingu til að kæla heilann aðeins í gær. Mundi eftir íslenskri spennusögu sem var búinn að vera upp í hillu í lengri tíma og náði í hana. Þetta var bærilegur reyfari skrifaður 2002 sem var um hana Stellu Blómkvist og heitir Morðið í þinghúsinu.

Nú er örugglega einvher byrjaður að velta fyrir sér hvað þetta kemur tilviljunum við(ef menn hafa ekki lesið bókina). Aðalmálið í bókinni er um dauða blaðakonu sem hrapar af þingpöllum þegar öfgafullir þjóðernissinnar eru með læti á þingpöllum, hrópandi slagorð á borð við "Ísland fyrir Íslendigna" og í gegnum bókina má sjá tal þjóðernissinna um að útlendingar séu að stela vinnunni frá okku og sömu frasa og heyrst hafa í umræðunni hér um útlendinga  . Ástæðan fyrir þessum látum er sú að umræða er á þingi vegna orða dómsmálaráðherra, um að takmarka þurfi flæði útlendinga til landsins. Tilviljunin er sú að ég hafði ekki hugmynd um söguþráðinn og fer að lesa bókina á sama degi og Frjálslyndir byrja sitt flokksþing.

 Önnur Frjálslynd tilviljun er dagurinn í dag. Þegar Frjálslyndir ganga til kosninga í dag þá er annars staðar í heiminum verið að minnast fórnarlamba Helfararinnar og er þessi dagur nefndur Auschwitz-dagurinn. Þar er verið að minnast hvernig spilað hefur verið á hörpur þjóðernishyggju og fordóma, til að fremja ein hryllilegustu grimmdarverk síðustu aldar. Enn í dag hljóma sömu frasarnir og nasistar beittu þegar kemur að því að kynda upp hræðslu gegn öðrum trúarhópum, kynþáttum eða litarhætti: Þýskaland fyrir Þjóðverja, það er þeim að kenna að þið hafið ekki vinnu, þeir vilja ekki aðlagast samfélaginu og rotta sig saman í hverfi, þeir nauðga hvítum, kristnum, arískum konum o.sv.frv.

Ég efast þó stórlega um að svipaðar ofsóknir séu í huga þeirra sem ala mest á hræðslu við útlendinga meðal Frjálslyndra en sporin hræða miðað við söguna, sérstakelga þegar kemur að stjórnmálamönnum sem eru að ná sér í atkvæði. Tækifærismennska sumra er nefnilega sprottinn upp úr þeirra örvæntingu um að vera ekki lengur við kjötkatlana og þá er gripið til ýmisra ráða til að tryggja áframhaldandi veru á þingi, sérstaklega ef menn geta ekki haldið áfram á eigin verðleikum. Í raun eins og félagi minn sagði við mig, þá var þetta eiginlega spurningin hvor yrði til: Framsókn eða Frjálsyndir. Það er er nefnilega mjög auðvelt að ná sér í atkvæði út á hræðsluáróður við minnihlutahópi, sérstaklega hér á landi því við Íslendingar erum gjarnir að koma fram með sleggjudóma og alhæfingar um þjóðfélagshópa af öllu tagi.

Ég vona að þetta sé ekki fyrirboði um það að Hvítt afl sigri á flokksþingi Frjálslyndra eða hvert stefnir. Ef svo fer, þá mun ég berjast gegn þeim af fullri hörku á hvern þann hátt sem ég get.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

ég var einmitt í gær á málþingi á vegum alþjóðasamfélagsins um innflytjendur og þar var einn framsögumaðurinn sem sagði að það væri alveg á hreinu að flokkar gætu aukið fylgi sitt með þjóðernisstefnu og þetta væri hreinlega freisting sem lægi í loftinu og í raun bara spurning hver myndi falla fyrir henni fyrst. Þannig að vandamálið liggur augljóslega ekki hjá flokkunum heldur hjá fólkinu, og það er það versta í þessu, því það er mun auðveldara að berjast gegn stjórnmálaflokkum heldur en nágrönnum sínum.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 27.1.2007 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband