3.2.2007 | 11:57
Demantar eru bestu vinir stúlkunnar
Fyrir nokkrum árum þá var systir mín með ergelsi yfir saumaklúbb sem hún hafði farið í. Ein vinkonan átti mann sem hafði heitið því að gefa henni aldrei demant vegna einokunarverslunar og okrinu á þeim. Hinar vinkonurnar voru yfir sig hneykslaðar á þessu tilltisleysi mannsins því eins og allir vita:"Diamonds are girl's best friend" og fóru að bollaleggja að það yrði að taka á þessum stóra vanda vinkonunnar með demantsgjöf til hennar. Systir mín sem er soldið pólitísk, fékk nóg og hélt þrumuræðu yfir þeim um allan óþverran sem tengdist demanta-iðnaðinum: stríðin, grimmdarverkin, barnahermennina og klykkti út að hún væri alveg sammála skoðunum mannsins. Á meðan horfðu vinkonurnar á systur mína með tómum Bambi-augum eins og hún væri að lýsa hægðum sínum, og þegar ræðunni lauk, snéru þær sér aftur að því að planleggja demantskaupin, búnar að blokkera allt hið vonda út.
Ég mundi eftir þessari sögu í gær,þegar ég fór á hina ágætu Blood diamond sem er hasarmynd með boðskap og gerist í löngu og ömurlegu borgarastríði í Sierra Leone sem öllum var sama um(gæti reyndar haldið heilan fyrirlestur um viðbjóðinn þar t.d. Guess the baby anyone?).Það eina sem heimurinn hafði áhyggjur af, var flæði demanta þaðan og má kannski segja að þessi saga að ofan sé dæmigerð fyrir heiminn og sinnuleysi hans. Við höfum meiri áhyggjur af glingri og hagsmunum okkar en viljum ekkert vita af hörmungum og hvernig við eignumst þetta glingur á kostnað afhöggina útlima, ráni á börnum sem með nauðgunum, pyntingum,ánetjun fíkniefna og heilaþvotti eru gerð að grimmum hermönnum, fjöldamorða og margs konar hörmunga.Ef einhver segir að þetta sé Afríkuvæl eða álíka, þá bendi ég hinum sama að hugleiða hvernig vopnakaup eru framleidd, sérstaklega til skæruliða. Ekki slá þeir lán hjá Alþjóðabankanum?
En þetta skiptir svo sem engu máli í raun, allar konur verða að eiga demant.
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér skilst að vinsældir lítilla demanta sé árangur best heppnuðu markaðssetningar nútímans og skýrt dæmi um það hvernig hægt er að nýta Hollywoodmaskínuna í söluátökum. En það er náttla frábært að hún sé notuð í hina áttina líka, mætti bara vera aðeins meira af því.
Sóley Björk Stefánsdóttir, 3.2.2007 kl. 12:10
Elsku bróðir
Þú mannst bara að gefa mér demant í afmælisgjöf vantar hring á einn fingur. Þú lætur bara hönd fylgja með ef þér finnst það betra.
En svona í alvöru þá er hér slóð á umfjöllun Amnesty International um "conflict diamonds" en þetta er enn vandamál þrátt fyrir að margir reyni að halda öðru fram.
Systa
Systa (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.