11.2.2007 | 12:46
Ys og þys skammdegisins
Stundum þegar fólk kvartar yfir því að janúar og febrúar séu svo leiðinlegir mánuðir, ekkert gerast í skammdeginu og allt í volæði, þá get ég ekki annað en glottað. Ef eitthvað er þá er það ekki nógu duglegt við að finna sér eitthvað til dundurs líkt og ég. Það er einhvern veginn búið að vera allt brjálað hjá mér í að glápa niður DVD-staflann, tæta í mig bækur, er á Microsoft-námskeiði, kvikmyndaklúbbarnir Afspyrna og Hómer á fullu ásamt því að Óskars-myndirnar streyma í bíó og er að klára handritsuppkast þannig að það sé boðlegt í styrkumsókn. Ekki dauð stund í lífinu eftir vinnu og stundum nær maður m.a.s. að slappa af á mlli.
Fólk verður einfaldlega að líta í eigin barm stundum og átta sig á því að það getur ekki beðið eftir því að einhver finni upp á skemmtilegu að gera fyrir sig, heldur verður það að taka af skarið og finna sér eitthvað skemmtilegt að gera og hafa samband við vini og ættingja eða taka frumvkæði að því að hittast. Það er nefnilega ekki alltaf hægt að ætlast til þess að aðrir sjái um slíkt og koðna svo niður sjálfur án þess að skilja hvers vegna ekkert gerist. Oft á tíðum er einnig hægt að gera eitthvað án þess að það kosti mikinn tilkostnað eða engan pening: göngutúr, spilakvöld, lítið matarboð(þarf ekki endilega að þýða drykkju) eða annað.
Semsagt, ef þið þjáist af svona vandamálum með leiðindi, takið ykkur til og eigið frumkvæði að því að gera eitthvað sniðugt og skemmtilegt, hvort sem það er fyrir ykkur sjálf eingöngu eða fleiri í kring. Lífið er einfaldlega of stutt til þess að láta sér leiðast.
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff ég vildi óska að ég hefði tíma til að láta mér leiðast stundum. Væri líka ágætt að hafa tíma til að sofa fullan svefn reglulega. En einhvernvegin hef ég komið mér í þá aðstöðu að það er ekki nóg með að alltaf er allt brjálað að gera, heldur þarf ég eiginleg að vera að multitaska meirihluta sólarhringsins svo að þetta hafist .
Þetta er svosem fínt upp að vissu marki, en djöfulli vildi ég geta gripið í góða bók, glápt á eina mynd eða spilað smá tölvuleik án þess að vera með hugann við það sem ég ÆTTI að vera að gera og neyðast svo til að vaka fram á nótt til að klára skylduverkin af því að ég laumaðist til að slappa af
Litla systir í Grafarvogi
Litla systir í Grafarvogi (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.