16.2.2007 | 00:03
BAFTA, eftirsjá kvikmyndaunnanda o.fl. bíótengt
Einhvern veginn er ég bara hreinlega stemmdur til að blogga um stóru ástríðu mína í lífinu: bíómyndir. Það hefur nefnielga gengið svo mikið á þar á bæ síðustu vikuna eða svo. Mun örugglega vaða úr einu í annað.
Fyrst langar mig til að minnast hins frábæra leikara Ian Richardson sem féll frá, í síðustu viku. Eitt hlutverk hans er í miklu uppáhaldi hjá mér, lanstjórinn í An ungentlemanly act sem var bresk, hárbeitt sjonvarpsmynd um fyrstu 36 klst. í Falklandseyjarstríðinu. Enn einn fallinn frá sem ég þarf að skála fyrir og góða skál. Fyrir þá sem ekki til þekkja þá höfum við tveir félagarnir þá venju að við skálum í einhverju áfengu fyrir öllum þeim er hafa lagt eitthvað fram til kvikmynda og heiðrum þannig fráhvarf þeirra. Annars minntist nú Helen Mirren hans einnig á BAFTA og upplýsti að hann hefði verið hennar kennari í leik.
Talandi um BAFTA, þá eru það á margan hátt mjög afslöppuð og skemmtileg verðlaunahátíð, ekki glamúr eins og Óskarinn heldur meira eins og undirbúningur fyrir gott partý. Þar hefur spilað inn í skemmtilegir kynnar og svo það sem ég fíla hvað mest við BAFTA, þar er heiðrarð fólk sem er ekki endilega í sviðsljósinu en leggur mikið af mörkum á bak við tjöldin. T.d. í ár var location manager nokkur heiðraður, maður sem sér um að finna tökustaði og skipuleggja tökuáætlanir og sjá til þess að allt gangi eftir áætlun, þessar örfáu mínútur sem tekur að taka upp atriði. Þessi maður sem ég man ekki hvað heitir(og skammast mín) sá m.a. um að stoppa alla umferð í London þegar strætóatríðð í Harry Potter var tekið upp og loka frægum stöðum fyrir V for vendetta þegar marsering V-eftirhermana fór fram. Mikil vinna og nokkuð sem spáir kannski ekki í. Tek hattinn ofan fyrir slíkum mönnum.
AFtur á móti tók ég eftir einum í viðbót í In memorium á BAFTA sem þarf að skála fyrir og lát hans hafði farið framhjá mér: Kenneth Griffith. Flestir í dag sem hafa lítið horft á eldir myndir muna eftir honum sem gamla kallinum í Four weddings and a funeral en hjá mér sem öðrum fanatískum kvikmyndaáhugamönnum sem traustur aukaleikari í ótal gamanmyndum sem og öðrum. Uppáhaldshlutverk hans hjá mér er þó sem samkynhneigði sjúkraliðinn í stríðsmyndinni The wild geese þar sem hann stal senunni í hverju atriði sem hann birtist í og af mönnum eins og Richard Burton, Richard Harris, Hardy Kruger og Roger Moore. Geri aðrir betur! Annar sem lék í þeirri mynd féll einnig frá í fyrra: Patrick Allen, ágætur aukaleikari sem var yfirleitt hermaður, aðalsmaður eða lögga, Shakespeare-leikari sem fór ekki mikið fyrir.
En nóg um það, færum okkur yfir í næsta kvikmyndaviðburð vikunnar hjá mér. Heimildarmyndakl´buburinn Hómer hittist enn eina ferðinni í gær og tók fyrir tvær heimildarmyndir sem tilnefndar eru til Óskars(erum einnig búnir að sjá hina mögnuðu Jesus Camp). Fyrst horfðum við á An inconvient truth sem er stórgóð þó hún sé ekki nema fyirrlestur í raun. Hún heldur athyglinni allan tíman og fær mann til að vilja vita meir um global warming. Þetta er allavega umræðuefni sem er þess virði að fara að ræða almennielga og grípa til aðgerða og láta þá ekki gróðahagsmuni fyrirtækja ráða ferðinni fyrst og fremst. Hvernig eiga þau annars að græða ef mannkynið er orðið að léttgrilluðum kolamolum?
Hin myndin var My country, my country sem er um kosningarnar í Írak og aðdragandann, séð frá nokkrum sjónarhólum. Á margan hátt mjög góð mynd en hefði mátt fókusera e.t.v. betur þó maður fái mikla tilfinningu fyrir andrúmsloftinu í Írak, óttanum hjá hermönnum sem og borgurum, venjulegu fjölskyldulífi í skugga sprenginga, skothríða og rafmagnsleysi á meðan þyrlur sveima yfir Baghdad. Mæli með að kíkja á hana þó hún sé gölluð.
Að lokum, þá sá ég Pan's labyrinth aftur í kvöld. Mögnuð mynd sem verður betri í annað sinn og maður vonast eftir nokkrum styttum þarnæstu helgi, til hennar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:15 | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.