Nafnleysi mitt og annara

Hér á Moggablogginu eru nokkrir aðilar sem fara hamförum yfir því að einhver skuli blogga og ekki gefa upp nafn, kennitölu, buxnastærð og allar persónupplýsingar sem viðkomandi vill. Oft á tíðum sýnist manni að þetta sé fólk úr stjórnmála og fjölmiðlageiranum eða fólk sem hefur svo svakalega sterkar og umdeildar skoðanir að ýmsir sem ekki eru skráðir á Moggabloggið froðufella og missa útúr sér í reiði mikinn dónaskap sem fengju harðasta sjóara til að hneykslast.

 Það er svo sem skiljanlegt að það fólk sem fær skítinn yfir sig vilji nú vita hver standi fyrir því en aftur á móti er það líka frjálst val hvers og eins hvort hann birti skoðanir sínar undir nafni. Málfrelsið hefur nú samt takmarkanir og ætti nú að vera hægt mál að sækja þann rétt ef einhver lætur út úr sér nokkuð sem flokkast undir meiðyrði, blog.is hefur kennitölur sem og nafn allra.

Hjá mér eru ástæðurnar nokkrar sem spiluðu inn í valið á nafnleysinu fyrir utan það að blogg-nikkið er nú tengt nafninu mínu og vinir og vandamenn vita hver ég er. Þessar ástæður mínar gætu svo sem verið uppfullar af ofsóknarbrjálæði eða öðrum geðsveilum en það er ykkar að dæma.

 Ástæður nafnleyndar minnar eru t.d. í fyrsta lagi, þá lít ég á nikk sem nokkurs konar verndartæki fyrir mig, þ.e. á sama hátt og rauða X-ið í símaskránni(nema gegn Gallup sem álitur sig yfir slíkt hafið, þurfti að afskrá mig af þjóðskrá til að losna við þráhyggjufullar ofsóknir þeirra). Fullt nafn mitt er nú þannig gert að það eru fáir eða jafnvel enginn annar, sem ber það nafn í þjóðskrá. Þar sem ég er með sterkar skoðanir stundum á hlutum og skráður fyrir síma, þá kæri ég mig ekki um það að misvitrir vitleysingar hér á landi sem kunna ekki mannasiði, hringi drukknir eða hjóli í mann út á götu, út af því að ég fílaði ekki uppáhaldskaffihúsið þeirra eða áleit hegðun goðsins þeirra ekki sæmandi. Það kæmi mér ekkert á óvart þó að sumt fólk sem skrifar hér sem og annars staðar undir nafni, kannist við þetta.

Önnur og alvarlegri ástæða er sú að þó hér ríki málfrelsi og skoðanafrelsi á landinu, er ekkert öllum sem hugnast það, sérstaklega þegar kemur að stjórnmálamönnum. Ég hef upplifað það á vinnustað, að samstarfsfélagi hafi verið tekinn á teppið eftir að haa skrifað grein þar sem hann gagnrýndi ráðherra. Greinin var undir hans nafni og ekki tengt viðkomandi fyrirtæki en ráðuneytisstjórinn sá ástæðu til að hringja í forstjórann og segja honum að gagnrýnisskrif á viðkomandi ráðherra liðust ekki.

Annað tilvik sem ég þekki til er að náinn ættingi minn vann hjá opinberu fyrirtæki þar sem nýr pólitískt ráðinn yfirmaður tók til starfa. Ættingi minn er ekki vanur að standa á skoðunum sínum og lét gamminn geysa í kaffinu um stjórnmálamann og flokk hans, við lítinn fögnuð þessa yfirmanns. Yfirmaðurinn tilkynnti honum það eftir kaffið að honum væri hollast að þegja og hann skyldi sjá til þess að hann yrði rekinn. Ættinginn sagði bara já og amen og fékk sér vinnu annars staðar en því miður er það öruggt að margir láta þetta yfir sig ganga, sérstaklega grunar mig að slíkt gerist í litlum bæjarfélögum þar sem vinnuveitendur eru oft nátengdir stjórnmálaöflum eða í bæjarstjórn jafnvel(var ekki eitthvað vesen á Snæfellsnesinu út af stjórnmálaskoðunum bæjarstarfsmanns nýlega?) og geta haft áhrif á ýmislegt tengt þeim sem hafa ekki réttar skoðanir.

Annars get ég ekki annað en haldið mig við nafnleysið á meðan stjórnmálaflokkar sem og fyrirtæki eru að safna upplýsingum um skoðanir, heilsufar sem og annað án leyfis frá mér sem og öðrumi. Þetta eru persónulegar upplýsingar sem maður vill hafa í friði frá aðilum sem mér finnst persónulega ekkert hafa að gera með þetta og gætu beitt því jafnvel gegn manni. Svo má nú e.t.v. einnig gagnrýna eitt og það eru fjölmiðlamenn og nafnleysi. Ég veit nú ekki betur en að á útvarpsstöðvum séu símatímar þar sem fólk hringir inn, segist heita Gummi eða Jóna og hraunar yfir fólk og í dagblöðunum eru nafnlausir dálkar eins og Staksteinar, Víkverji, Svarthöfði, ritstjórnarpistlar og viðhorfsgreinar sem sumt er notað í skítkast eða til að gera einhverja aðila tortryggilega í augum almennings. Eruð þið fjölmiðlafólk þess umborin að gagnrýna aðra, ef þið ástundið slíkt sjálf?

Að lokum, þá skiptir það engu máli hvort maður sé með skoðanir með nafni eða nafnlaust á meðan maður stendur við þær og haldi sig innan marka þess sem sæmandi er þegar kemur að orðbragði sem og gagnrýni á aðra, að það sé málefnalegt en ekki skítkast sem ráði og mættu nú sumir hér sem skrifa undir nafni hugleiða þaði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband