26.3.2007 | 11:53
Skoðanir eða hlutlaus dálkur í Fréttablaðinu?
Fyrir einhverju síðan var blaðamaður færður til í starfi hjá Fréttablaðinu og settur í það að þýða erlendar fréttir sem nokkurs konar kælingu í einhverja mánuði. Ritstjórnin gaf þær skýringar að fastur dálkur sem hann skrifaði væri ekki hlutlaus og bæri of mikinn keim af persónulegum skoðunum hans. Blaðamaðurinn var ekki sáttur og vildi meina það að það hefði verið vegna þess að Bjrön Bjarnason hefði kvartað yfir frekar meinlausri athugasemd um föður sinn og þetta væri af pólitskum toga. Blaðamaðurinn fór frá blaðinu í fússi og ritstjórinn reyndi að gera sem minnst úr þessu og var hálf vandræðalegur.
Við dálkinum tók Björgvin nokkur(man ekki hvers son) sem hafði verið í forsvari fyrir Heimdall eða SUS.Í upphafi voru dálkaskrifin frekar hlutlaus en brátt fór að örla meir og meir á skoðunum hans í málum og oft mun meir en hafði sést hjá hinum blaðamanninum, Jóhanni Haukssyni(var það ekki örugglega hann?) og persónuelga finnst mér núorðið að í mörgum tilfellum sé orðalag sem og umfjöllunarefni yfirleitt lýsa skoðunum hans.
Í framhadli af þessu veltir maður því fyrir sér hvort þetta styrki ekki orð Jóhanns um að það hafi verið að refsa honum vegna þrýstings utan frá fyrir "rangar" skoðanir, því miðað við að Björgvin er ekki sendur í kælingu við að þýða erlendar fréttir vegna skrifa sinna og hefur að mestu skrifað þessa dálka síðan þó einn og einn dagur falli niður hjá honum.
Manni finnst ósamræmið í þessu frekar mikið þegar bornir eru saman þessir tveir dálkahöfundar og hvernig tekið er á skrifum þeirra því afsökunin um hlutleysi dálkaskrifanna stenst ekki. Miðast kannski hlutlaus dálkaskrif við hvaða skoðanir eru ríkjandi hjá ritstjóra eða öðrum ráðandi öflum og það sem er ekki þeim þóknanlegt flokkist undir hlutdrægt?
Ég les það sem Björgvin skrifar og hann er ágætur penni þó ég sé ekki sammála skoðunum hans að mörgu leyti, sem hann hefur fullan rétt til þess að tjá þær. Aftur á móti finnst mér misræmið hvernig tekið er á dálkaskrifum frekar mikið og ýta undir það að Jóhann hafi haft rétt fyrir sér.
Ætla taka fram að lokum að ég er ekki að óska eftir að tekið sé á Björgvini heldur finnst mér vanta skýringar á hvers vegna einum leyfist sem aðrir mega ekki hjá Fréttablaðinu og hvort þetta rýri ekki trúverðugleika blaðsins?
Síðan getur vel verið að ég hafi bara einfaldlega rangt fyrir mér og sjái ekki að þetta sé allt saman hlutlaust. Ég gæti líka hafa misst af kælingu Björgvins á einhverju tímabili og þetta sé rangt hjá mér, hver veit?
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.