Öryggisgat á skoðanakönnun álversins

Það er eitt sem ég sé strax virkilega að þessari skoðanasöfnun álversins og það er punktur sem éghef ekki séð neins staðar sett spurningamerki við. 

Starfsmenn álversins safna saman upplýsingum um skoðanir fólks og setja inn í tövluforrit. Álverið segir að forritið sýni ekki hver hafi hvaða skoðun og þannig sé öryggis gætt en þá skilur það eftir eitt stórt gat á örygginu: starfsmennina sjálfa. Hvernig er það tryggt að þeir skrifi ekki hjá sér og afhendi yfirmönnum nöfn þeirra sem spurðir eru og hvaða skoðun þeir hafa? Og hvað tryggir starfsfólkið gagnvart því að segja nei við slíku tvöföldu bókhaldi og missa atvinnuna e.t.v. í staðinn? Hvernig tryggir álverið það að ekki sé blaðrað um það mili starfsmanna sinn, hverjir hafi hvaða skoðun o.sv.frv.? Hvernig ætli eyðinga gagna sé háttað ef tvöfalt bókhald sé í gangi? 

Mér finnst það einstaklega vafasamt að álverið noti eigin starfskrafta í þetta því þarna er enginn milliliður á milli starfsmanns og yfirmanna þó fyrirtækið skýli sér á bak við tölvuforrit . Fyrirtækið hefur þarna fullkomið tækifæri til að misnota gagnasöfnun um einstaklinga í gegnum mennska þáttinn.

Í flestum skoðanakönnunum er það yfirleitt þannig að aðilinn sem biður um könnunina hefur ekki beinan aðgang að starfsfólkinu sem sér um verkþáttinn og fær aðeins upplýsingarnar í gegnum forsvarsmennn fyrirtækis sem sér um könnunina sem þarf að lúta ákveðnum siðareglum til að glata ekki trausti. Ég get ekki annað en sett stórt spurningamerki við þessa skoðanakönnun álversins miðað við þetta gat í öryggi um meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga, þ.e. skoðana fólks.

 


mbl.is Persónuvernd skoðar Alcan-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband