27.4.2007 | 15:04
Áróðursritið Sirkus?
Í morgun renndi ég í gegnum Fréttablaði yfir fyrstu kaffibollum dagsins að vanda, með páfagauknum sem tætti blaðið í sig með mér. Það væri ekki svosem fréttnæmt nema að ég rak augun í "tímaritið" Sirkus sem fylgdi með.Þar á forsíðunni var Þorgerður Katrín og í einhverju drottningarviðtali og að öllu jafna væri ekki slíkt fréttnæmt nema að í síðasta eða þarsíðasta Sirkus, var einnig forsíðumynd af Þorgerði Katrín og Bjarna Benediktssyni með fyrirsögninni: SJÁLFSTÆÐISMENN MEST SEXÍ! Man þó ekki fyrirsögnina orðrétt.
Að sjálfsögðu fór heilinn af stað og fór að leggja saman tvo og tvo. Þessar tvær forsíður og umfjöllunarefni rétt fyrir kosningar ásamt mikilli persónu- og peningadýrkun sem kemur fram í tímaritinu, skelltu af stað þeirri kenningu að ritstjóri tímaritsins væri byrjaður að reka áróður fyrir flokkinn sinn í tilefni kosninganna, í tímariti sem beint er til ungs fólks. Sá ég fyrir mér næstu tvær forsíður fram að kosningum. Sú fyrri væri svona:
Árni Johnsen í hiphop galla með gullkeðju og derhúfu, mitt á milli Snoop Dog og DMX, í svona "yo"-stellingu með fyrirsögnina ÁRNi JOHNSEN: ORIGINAL GANGSTA.
og svo föstudaginn 11.maí, daginn fyrir kosningar:
Geir H. Haarde í Bond-smóking með Walther PPK í annari hendi, Ingu Jónu í hinni í flegnum kjól og umkringdur fáklæddu kvenfólki sem horfði upp til hans í tilbeiðslufullum losta og fyrirsögnin: HAARDE, GEIR H. HAARDE:FLOTTASTI BALL HÖZZLERINN!
En svo fór ég í að glugga í eldri blöð sem virtust annað hvort innihalda Höllu Vilhjálms eða Færeyinginn í X-factor sem forsíðuefni eða fyrirsögn og kenningin hrundi aðeins nema ritsjóri Sirkus sanni hana fyrir mér með ofangreindum fyrirsögnum. Síðan gæti verið að ég hef verið hálf fúll i garð Sirkus eftir að þeir hömpuðu einum einstaklega vafasömum athafnamanni og hvað hann hefði verið æðislegur við íþróttafélagið sitt eins og þetta væri góður gæji. Þessi náungi er nefnilega þekktur fyrir glæpastarfsemi og var dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl svo maður útskýri hvers vegna það fór í mig. Slíkt gæti hafa haft áhrif á fyrstu samsæriskenningu dagsins hjá mér.
Ég get því þó ekki annað en velt því fyrir mér hvort maður sé ekki hreinlega orðinn svona tortrygginn í dag gegn óbeinum áróðri eða hvað? Er ekki soldið vafasamt eða óheppileg tímasetning að fjölmiðill sem á að höfða til ungs fólks sé að hampa ákveðnum stjórnmálaflokki sem kyntáknum og svo viðtali stuttu seinna, svona rétt fyrir kosningar, sérstaklega þar sem að öðru leyti á blaðið að vera einhvers konar Séð og heyrt-slúður/afþreyingarrit fyrir ungt fólk? Og hvað þá með stjórnmálamenn úr öðrum flokkum, munu þeir fá álíka umfjöllun og viðtöl fyrir kosningar?
Ef svo er þá óska ég(og kannski karlrembusvínið í mér) eftir að Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Brýndís Ísfold verði á forsíðu með Ögmund í fyrir aftan sig, í nokkurs konar Charlie's angels-stellingum og með fyrirsögnina ENGLARNIR HANS ÖMMA: FLOTTAR, TÖFF OG SPARKA Í SVEITTA KERFISKALLA.
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.