9.5.2007 | 00:10
Hvar er Árni Johnsen?
Aftan á Blaðinu í dag var stór heilsíðuauglýsing frá Sjálfstæðsimönnum á Suðurlandi þar sem þeir stilltu upp helstu stjörnum sínum.....nema Árna Johnsen. Ég fór að hugsa þá hvar er Árni Johnsen og hvers vegna þora Sjálfstæðismenn ekki að sýna hann í auglýsingum eða tefla honum fram á fundum?
Til að mynda hefði verið allavega verið flott að tefla honum fram í stað Árna Matt í umræðum um efnahagsmál þjóðarinnar þar sem Árni Johnsen virðist hafa meira vit og tilfinningu fyrir fjármálum ríkisins, hvernig eigi að meðhöndla skattpeningana og hvernig eigi að svara hlutum. Fjandinn hafi það, páfagaukurinn Nonni úr litla Sjálfstæðisflokknum(sumir kalla þann flokk Framsókn, aðrir Umsókn) sem sat við hliðina á Árna Matt í sjónvarpsal kom betur út en Mattinn.
Miðað við hvað þeir lögðu mikið kapp á að gera hann kjörgengan á ný, hröðuðu gegn syndaaflausninni með uppáskrft helstu forkólfa Sjálfstæðisflokksins á meðan Óli forseti var vant við látinn í þeim tilgangi að troða honum upp á þjóðina sem þingmanni, þá taldi ég nú það alveg bókað að honum yrði skellt fram í hvern einasta kartöflugarð með gítarinn í annari hendi og heilsandi að sjómannasið andstæðingum sínum. En nei, hann sást víst ekki einu sinni á fundi í sinni heimabyggð heldur var Árna Matt teflt fram að manni heyrist.
En hver veit, kannski er þetta svona feluleikur í tilefni kosninga? Það gæti nefnilega einhver snillingurinn úr markaðsfræðinni sem sér um skipulag kosningana hafa fengið þá snilldarhugmynd að fela Árna Johnsen í hverri einustu auglýsingu og uppákomu á vegum Sjálfstæðsiflokksins og þannig stolið hugmyndinni frá Vallabókunum. Eftir kosningar verða svo allir Árnarnir sýndir og haha, þið tókuð ekki eftir honum.
Nú skora ég á ykkur, kæru lesendur að finna Árna Johnsen í auglýsingum, uppákomum og öðru er tengist flokknum. Vegleg verðlaun verða veitt til þeirra sem finna flesta Árna Johnsena: ársbirgðir af kantsteinum og góð dýna frá Kvíabryggju.
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Búin að finna hann, þú mátt senda mér vinninginn.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2007 kl. 00:18
Þú getur nálgast vinninginn í næstu BYKO-verslun, mundu bara að sýna skilríki
AK-72, 9.5.2007 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.