Sniðgöngum RE/MAX!

Nú er komið upp úr kafinu að það er fasteignasalann RE/MAX sem ætlar ser að eyðileggja gamlárskvöld landsmanna allrar og virðist því hafa sannað hið fornkveðna að mesta siðblindan og skammfeilnin fyrirfinnst innan fasteignageirans. Maður hafði svo sem búið sig undir það að þetta væri bara e.t.v. bara gott grín og svona allt í plati en miðað við fréttir, þá hefur RE/MAX tekið það að sér að eyðileggja eina af helgustu stundum íslensku þjóðarinnar: áramótaskaupið.

Ég haðfi þó velt því fyrir mér áðurhvaða illmenni og illvirkjar hefðu keypt auglýsingartíman og flogið margt í hug allt frá olíufélögunum glæpsamlegu, bankanrinr þar sem ákvörðunin um þetta hefur verið tekin af samvsiku og miskunnarlausum dýrkendum græðginnar sem leika sér að því að leggja lífsviðurværi fólks í rúst, starfsmannaleigum sem hefðu ákveðið að auglýsa mansal sitt, Rio Tinto að gorta sig af glæpum sínum eða jafnvel eitt versta þjónustufyrirtæki landsins:Síminn, hefði ákveðið að gera skammdegið hjá landsmönnum enn ömurlegra. En nei, RE/MAX ákvað að gerast eitt mest hataðsta fyrirtæki á landinu vegna heimsku einvhers markaðsmanns sem líklegast hefur veirð með nefið ofan í kókaínu frá félögum Kalla Bjarna þegar hann tók þessa ákvörðun.S

Ég hef því ákveðið að um aldur og ævi að eiga ekki viðskipti við þetta fyrirtæki og vonast til þess að fleiri fylgi því fordæmi. Starfsfólks þess vegna vona ég að það hafi vit á því að forða sér í burtu frá þessu fyrirtæki og vonandi hitti ég á óskastund með þeirri einlægu ósk að það fari yfir um á næsta ári. Slíkujm óbermum sem fremja svona hryðjuverk er einfaldlega hvort eð er ekki treystandi fyrir eigum og fjármunum fólks.

Verst er að líkt og aðrir af slíku tagi munu eigendurnir örugglega skipta um kennitölu og hefja starfsemina aftur með þessum orðum:"Neinei, það var RE/MAX, þetta er REM/AX!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Kannski fullsterkt til orða tekið enda hef ég gaman af því að ýkja þegar ég skrifa, hafði þó bloggað aðeins um þetta áður hér

Aftur á móti er ég persónulega frekar ósáttur við þetta og finnst þetta frekar fúlt allt saman. Nú finnst mér Áramótaskaupið vera stór partur af stemmingu gamlárskvöld hvort sem það er slæmt eða gott og fyrir það fyrsta þá er það vanvirðing við áhorfandann að halda að þeir hafi áhuga á að brjóta upp stemminguna með því að skella inn auglýsingu í miðjum þætti sem byggist upp á rennsli brandara sem eiga ekki að stoppa eða mega ekki við að séu rofnir vegna uppbygginar. Þessu má líkja við þegar hlé kemur í bíó eða filma slitnar og fyrir þá sem eru íþróttaáhugamenn, þá má nota líkinguna við það að það sé stórsókn í gangi og verið sé að að komast í færi en þá skyndilega cut, það þarf að gera auglýsingahlé svo allir stoppa á vellinum í mínútu og reyna svo að halda áfram með sóknina en mómentið er dautt, þökk sé græðgi markaðsmanna. 

Í aðra staði þá finnst mér þetta vera einstök vanvirðing við alllt það fólk sem er að reyna að skemmta landsmönnum á þessu kvöldi með Áramótaskaupinu sem þorri landsmanna horfir á. Þarna er það búið að leggja blóð, svita og tár í að búa til efni sem á að renna hratt í gegn, hefur verið skrifað þannig, tekið þannig, klippt þannig og svo koma einhverjar amöbur úr markaðsdeildinni og búta það í sundur án skilnings, til að fjármagna bensínið á bíl útvarpstjórans. 

Ég er ansi mikið á því að þetta eigi eftir að fara frekar í taugarnar á fólki en að verða einhver success og mér var allavega fúlasta alvara með að sniðganga RE/MAX til frambúðar, í refsingarskyni. Viðskiptamenn sem heimsku sinnar vegna taka svona ákvörðun, hætta bara að taka þátt í svona löguðu ef þeir finna fyrir því í buddunni.

Aftur á móti ef þetta er það sem fólk vill að þættir sem bíómyndir, verði rofnar í sundur  á 10/15/25 mínútna fresti, til að koma að auglýsingum í anda þessa bandaríska neysluþjóðfélags sem við stefnum í átt þá er ég kominn með nýtt baráttumál. Allar íþróttagreinir, fréttir og tónleikar verði þá með hléi á fimm mínútna fresti fyrir auglýsingar. How would you like them apples then?

AK-72, 18.12.2007 kl. 22:54

2 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

ÉG er reyndar alveg sammála þér um að sniðganga RE/MAX en það er bara af því að þeir gátu ekki aulast til að hafa auglýsinguna fyndna. Pældu í því ef Jesú auglýsingin frá Símanum eða fyndin auglýsing frá KBbanka með John Cleese (semsagt ekki sú nýjasta). Það mætti alveg byggja upp einhverja stemmningu með að frumsýna alltaf einhverja rosatöff auglýsingu á þessum stað.

Há abát ðett?

Sóley Björk Stefánsdóttir, 4.1.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 123175

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband