1.6.2008 | 20:14
Fordómar, Íslendingar og múslimar
Fyrir ekki svo löngu síðan, þá sagði systir min mér sögu úr starfi sínu sem kennari af starfsfélaga sínum sem hafði starfað í ónefndum skóla. Eitt af fögunum sem sá kenndi börnum í yngri kantinum, var trúarbragðafræði. Einn daginn þegar nálgaðist að fjalla um Íslam, þá komu boð heiman frá foreldrum eins drengsins. Foreldrarnir heimtuðu að honum yrði vikið úr tíma á meðan fræðsla um Íslam færi fram því þau vildu ekki að krakkinn lærðii um djöfullega mannvonskutrú eða hvernig sem það var aftur orðað af hálfu foreldranna. Boðað var til fundar við foreldranna af hálfu skólastjóra og kennarans til að reyna að tala við þá um að þetta væri eingöngu fræðsla um aðalatriði allrar trúarbragða í heiminum en ekki trúboð og bent á að þetta væri smáhluti af námsefninu sem kæmi til prófs. Hvorki gekk né rak í rökræðum við foreldranna og var drengnum vikið úr tíma að þeirra kröfu og gerður hálfgerðu viðrini í augum skólafélaganna fyrir að eiga svona "klikk" foreldra. En ekki bitnaði þetta bara á drengnum, heldur einnig á tveimur skólasystrum og leikfélögum hans, þær voru nefnilega múslimar og þarna fengu þær allt í einu að heyra að þær væru eitthvað öðruvísi og vondar manneskjur, án þess að hafa hugmynd hvers vegna.
Þessi saga flaug upp í hausinn á mér þegar ég las komment nýverið sem settur var við færslu hjá bloggvini mínum. Þar tjáði íslensk kona sem er múslimi um fyrir það fyrsta hvað fólk væri fáfrætt um íslam, bað það að hætta að alhæfa og hætta að segja fólki hverju því trúir, sem er í raun skoðun þess sem skrifar en ekki þessarar konu til að mynda. Að sjálfsögðu tók sig til aðili og fór að reyna að segja henni að hennar trú væri vond en ekki er ætlun hjá mér að fara út í þá sálma heldur annað sem mér þótti umhugsunarvert.
Í fyrsta innleggi þessarar konu, þá lauk hún innleggi sínu á þessum nótum::
"Friður sé með ykkur og megi aukin manngæska ríkja hér á landi.
P.S. Ég kem ekki fram undir nafni af ótta við samlanda mína. Þannig er Ísland orðið."
Ég veit ekki með aðra en mér finnst orðið það frekar óhuggulegt að fordómar séu orðnir svo miklir að þeir í garð múslima hér á landi, að þeir óttist að koma fram undir nafni vegna hræðslu við samborgara sína. Manni hefur fundist nóg um stanslausan hatursáróður sem er básúnað á mörgum bloggum, spjallsíðum og vefjum þar sem básúnað er af fylgismönnum öfga-kristinna og öfgahægrimanna, að allir múslimar séu illskan uppmáluð. Því miður virðist þetta vera virka sem og annars staðar í Evrópu þar sem uppgangur hægri-öfgamanna sem eru af sama meiði og öfgaklerkarnir í hinum íslamska heimi eru. Á Ítalíu þykir ástandið farið að minna á uppgang fasista Mussolinis þar sem ofsóknir af hálfu stjórnmálaafla og fylgismanna þeirra sem tilheyra fasista-öflunum, eru óhugnanlega líkar ofsóknum sömu afla gegn gyðingum fyrir stríð.
Hér á landi er þó ekki ástandið orðið svona en það líður varla sá dagur að maður sér ekki skrifað hér á bloggum og spjallvefjum, hvað múslimar eru vondir og hjá mörgum er enginn greinarmunur gerður á öfgamönnum og venjulegu trúaðu fólki. Stanslaust er hamrað á því til að óvinagera fólk og reynt að draga upp sem djöfullegasta mynd af öllum þeim sem iðka þá trú. Frasar á borð við að þeir geti ekki aðlagast samfélögum, haldi hópinn, meðhöndli allar konur illa, séu villimenn, glæpamenn morðingjar og reynt að tengja trú þeirra við barnaníð. Því miður hljómar þetta allt saman kunnuglegt í eyrum áhugamanna um seinni heimstyrjöldina og Helförina, því þetta eru nákvæmlega sömu frasar sem nýttir eru til að kynda upp hatur og spilað á ótta fólks, og nasistar beittu gegn Gyðingum en þar var einmitt einnig vitnað oft á tíðum í Talmudinn um illsku gyðiniga þegar á þurfti. Sami áróður glumdi m.a.s. hér á landi þegar Morgunblaðið og Vísir hömuðust gegn gyðingum og bendi ég fólki að skoða það nánar úr þessum blöðum til samanburðar við þær áróðurstrumbur sem barið er á nú gegn múslimum.
En hvað veldur þessum fordómum hér á landi? Hverjar eru ástæðurnar? Ég hef verið aðeins að velta því fyrir mér því ekki erum við þjóð sem múslimar hafa verið til vandræða né staðið í illdeilum við. Þvert ámóti höfum við frekar kynt undir illindi í þeirra garð með stuðningi okkar við ólöglega innrásarstríðð í Írak sem er líklegast eitt mesta óþverraverk þáverandi valdhafa hér á landi og þó lengra væri litið eða allt til áranna fyrir seinni heimstyrjöld þar sem íslensk stjórnvöld vísuðu gyðingum frá landinu í opinn dauðan í Þýskalandi, á sama tíma og foringjum nasista var haldið heimboð. En já, að þessum upphafsspurningum, hver ætli ástæðan sé? Mögulega er það einhliða, gagnrýnislaus og neikvæður fréttaflutningur þar sem æsifréttamennskan ræður ríkjum og fyrirsagnirnar festast í kolli hins venjulega sleggjudæmandi Íslendings sem gefur sér lítinn tíma til þess að kynna sér málin. Fréttir eru nefnilega skyndibiti í dag, fyrirsagnir og rétt svo rennt yfir mál og ekki gefin nægileg sýn inn í atburði né frekari vitneskja boðin fram frá ólíkum sjónarmiðum þar á bæ. Stórmál kláruð á 3-4 mínútum og með heppni þá mæta tveir spekingar til að þjarka í Kastljósi í 10 mínútur þar til snúið er að hljómsveitarkynningu
Annar möguleiki er sá að á þessum tímum þá hefur á margan hátt fáfræði aukist að manni finnstog gagnrýnin hugsun hefur verið hægt og sígandi farið halloka þegar kemur að því að kynna sér hlutina. Aróður er álitinn trúverðug heimild líkt og sjá mátti með áróðursmyndina FITNA sem var kynnt sem "heimildarmynd" líkt og Triumph of the will hennar Leni Riefenstahl forðum. Kannski tengist þetta menntun, að hún sé svo léleg í dag að fólk kunni ekki lengur að vindsa úr ótrúverðugum heimildum þegar kemur að fjölmiðlum og þeirri ofgnótt af upplýsingum sem hægt er að nálgast á internetinu og eru margar hverjar einhliða eða vafasamar. Maður hefur m.a.s. séð vitnað til heimasíðna "skinheads" samtaka sem"hiemilda" í rökræðum og þá finnst manni það illa komið fyrir fólki ef slíkt er tekið trúverðugt.
Þriðji möguleikinn sem mér dettur í hug að tengist þessu, er þessi innbyggði ótti Íslendinga og örugglega fleiri þjóða, við allt hið óþekkta. Við bjuggum í einangrun til fjölda ára þar sem einu útlendingarnir sem oft sáust voru danskir kaupmenn sem seldu okkur maðkétið mjöl og svo nokkrir Fransmenn sem voru jafnvel drepnir ef þeir ösnuðust til að stranda á skeri af hræddum mug(ef sú saga er rétt) við útlendingana. Síðustu öld náðum við að komast út úr torfkofunum en að sama skapi þá vildum við sem þjóð ekki sjá þá sem voru öðruvísi, svetringjar voru ekki æskilegir á Keflavíkurflugvöll samkvæmt beiðni stjórnvalda og Kaninn var að stela konunum okkar samkvæmt ofurhræddum karlmennum með minnimáttarkennd og uppfullir ótta. Í gegnum tíiðna hefur svo meðal-Íslendingur alltaf þurft að finna sér eitthvað til að óttast í formi útlendings, allt frá Kananum til Asíbúa og núna í dag eru það múslimar og innflytjendur.
Að lokum ætla ég að ljúka þessum hugleiðngum í bili með því að segja eitt. Einn aðili sem gengið hefur um bloggsíður og talað um vonsku Kóransins og múslima, hefur spurt m.a. hvort ég hafi lesið Kóraninn. Nei, það hef ég ekki gert nema brot hér og þar og ekki hef ég heldur lesið Biblíuna alla né Talmúdinn eða önnur helgirit að öllu og er trúlaus í dag. Aftur á móti geri ég mér fullkomna grein fyrir einu, að allan texta er hægt að taka úr samhengi, allan texta er hægt að túlka að vild og allan texta er hægt að nota til að réttlæta bæði hið góða og hið illa.
Svo er það hugarfar viðkomandi einstaklings sem skiptir máli því mikill meirihluti trúaðs fólks, óháð trúarbrögðum, er að tilbiðja hið góða og finna þar frið með sjalfu sér til að rækta kærleik, hvort sem það eru kristnir, múslimar, hindúar, Vottar Jehóva, búddistar o.fl. Þeir sem við eigum að berjast á móti eru öfgamennirnir hvort sem þeir eru að misnota trúna til að réttlæta óhæfuverk eða öfgamenn sem reyna að kynda undir hatur á minnihlutahópum með því að spila á ótta fólks og vanþekkingu og reyna að búa til sundrungu og hatur sem bitnar yfirleitt á, líkt og í þessari sögu minni fyrst, á þeim sem eiga það ekki skilið: sakleysingum.
Frábið mér svo alla kommenta með tilvitnunum í trúarrit þar sem verið er að beita þessu áróðurstrixi sem ég minntist á ,með að taka orð úr trúarritum til að demonisera alla þá sem tilheyra þeim.
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær pistill!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.6.2008 kl. 22:16
Góð lesning, takk
Beturvitringur, 1.6.2008 kl. 22:21
Góður pistill.
Sema Erla Serdar, 1.6.2008 kl. 22:52
Virkilega góð grein !
Er mjög svo sammála þessu með hvað það er þreytandi þegar fólk er að taka ævafornar setningar úr trúarritum, slíta þær úr samhengi við textann í kring, söguna og allt annað sem máli skiptir og segja svo að þarna sé sönnunin um að þessi átrúnaður sé illur. Slíkt er auðvelt að gera við allan átrúnað.
Nær væri að leita að þeim óendanlega mörgu atriðum sem trúarbrögð heimsins eiga sameiginlegt en grunnurinn í því er alltaf kærleikur og umburðarlyndi.
Við sem lærðum kristinfræði í grunnskólum eigum öll að þekkja gullnu regluna sem sagt er að sé grundvöllur kristinnar trúar. Það sem margir virðast ekki vita er að gullna reglan er ekki bara til í kristni heldur í öllum helstu trúarbrögðum heims og þar sem hún er alltstaðar mikilvægasta atriði átrúnaðsins.
Því er yfirleitt haldið fram af boðberum hvers átrúnaðs að maður þurfi í raun ekki að þekkja eða virða neitt annað en þessa reglu því hún sé kjarninn í lífinu. Og trúleysingjar eru flestir á sama máli.
Við könnums flest við gullnu regluna á þennan veg: Allt sem þér viðjið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér þeim og gjöra.
En hér er slóð þar sem má sjá hvernig hún hljómar hjá hindúum, múslimum, búddistum og fleiri trúflokkum.
http://www.teachingvalues.com/goldenrule.html
Geimveran
Geimveran, 1.6.2008 kl. 23:19
Fyrir þá sem nenna ekki að ýta á linka þá er gullna reglan í mismunandi trúarbrögðum hér fyrir neðan:
Kristni
All things whatsoever ye would that men should do to you, do ye so to them; for this is the law and the prophets.
Matthew 7:1
Konfúsíusarhyggja
Do not do to others what you would not like yourself. Then there will be no resentment against you, either in the family or in the state.
Analects 12:2
Búddadómur
Hurt not others in ways that you yourself would find hurtful.
Udana-Varga 5,1
Hindú
This is the sum of duty; do naught onto others what you would not have them do unto you.
Mahabharata 5,1517
Íslam
No one of you is a believer until he desires for his brother that which he desires for himself.
Sunnah
Gyðingdómur
What is hateful to you, do not do to your fellowman. This is the entire Law; all the rest is commentary.
Talmud, Shabbat 3id
Taóismi
Regard your neighbor’s gain as your gain, and your neighbor’s loss as your own loss.
Tai Shang Kan Yin P’ien
Zoroastrianismi
That nature alone is good which refrains from doing another whatsoever is not good for itself.
Dadisten-I-dinik, 94,5
Geimveran, 1.6.2008 kl. 23:28
Það er rétt að trúarbrögðin eru öll góð en svo er það bara hverjir stjórna þeim hvernig er með farið. Vandamáilið í þeim öllum ertu þeir sem eru "öfgatrúarmenn" og banna alla gagnrýini á hvernig menn túlka orðið og þetta á líka við um trúleysingjana það er öfgahyggjan sem allt drepur og eyðileggur. En þar sem kærleikurinn ríkir þar er all yfirleitt í góðum málum en öfgafulla kærleikstrúarmenn má minna á að "kærleikurinn hreykir sér ekki upp og leitar ekki síns eigins" þannig að við eigum heldur ekki að troða honum uppá fólk og það er heldur ekki gótt að taka ofurtillit til minnihlutans eins og danski dómarinn gerði um daginn það kallar á fordóma líka.
Einar Þór Strand, 2.6.2008 kl. 00:06
Er fólk ekki að rugla saman gagnríni á Islam annarsvegar og gagnríni á Múslima hins vegar ?
Þetta eru tveir algerlega óskyldir hlutir, en etv blandast þetta saman í hausnum á sumum.
Fransman (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 07:06
Takk fyrir þennan pistil. kv. B
Baldur Kristjánsson, 2.6.2008 kl. 09:28
This is rich!
Þetta kemur frá manni sem hefur skrifað nokkra langhunda um skoðanir ónefnds stjórnmálamanns sem að hann kannast örugglega ekki við sem sínar.
Þetta kemur frá manni sem flokkar fólk í hólf eftir kommentum og getur lítið fyrir sig svarað nema með hótfyndni um meint gáfnafar fólks sem hann þekkir ekki neitt.
Þetta kemur frá manni sem nennir ekki að lesa þau grundvallarrit sem umræður snúast um.
Kannski presturinn svonefndi hér að ofan hafi skriðið gegnum guðfræðina án þess að lesa þau líka!
marco (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 10:15
Hvaða alhæfingar Páll? Það er eigandi síðunnar sem er duglegastur að alhæfa og úthrópa fólk.
Það að draga helförina inn í þessa umræðu lýsir undarlegu og frekar vanstilltu hugarfari.
marco (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 12:51
Hvernig lýsir það undarlegu og vanstilltu hugarfari að tala um aðdraganda helfararinnar í þessu samhengi ?
Eru vítin ekki til að varast þau ? Lýsir það geðveilu að maður skoði söguna og reyni að læra að henni ?
Ef um væri að ræða ungling sem væri farin að sýna miklar breytingar í hegðun og hátterni s.s. skapofsa, þreytu, almennan slappleika, lélega ástundun í skóla og færi mikið aftur námslega séð, væru kennarar þá með vanstillt hugarfar að ræða um drenginn sem var í skólanum fyrir 5 árum og sýndi nákvæmlega sömu einkenni og reyndist vera kominn á kaf í dóp og er nú á götunni ?
Eða er ekki eðlilegt að reyna að spotta varnarmerkin ef maður þekkir þau og sjá til þess að maður falli ekki fyrir sömu lygunum aftur !!!
Geimvaran
Geimveran, 2.6.2008 kl. 13:43
Var ekki spámaðurinn sjálfur með 6 ára barn í rúmi sínu? Tíðkast það ekki hjá múslimum um allan heim að giftast börnum? Endilega leiðréttu mig ef svo er ekki. Þegar "talsmaður" múslima hér á landi var spurður út í það að þá fór hann að benda á giftingaaldur víða í evrópu en þegar linkurinn var skoðaður að þá var í öllum löndunum 18 ára, í sumum 16 með leyfi foreldra. Smá munur á 16 - 18 ára og 6 - 8 ára, ekki satt?
Auðvitað eru ekki allir múslimar öfgamenn, held að allir geri sér grein fyrir því. En hugarfarið skiptir svolitið miklu máli í þessu, þeir sem styðja Sharia lög og þess öfgaklerka eru kannski ekki öfgamenn, en margir þeirra hófsömu múslima styðja það, kannski í laumi, en hinsvegar gera þeir það.
Miðað við ástandið í t.d Danmörku og Svíþjóð, og fleirri vestrænum löndum hefur þónokkuð vandamál sprottið upp í kringum múslima, þeir eru einangraðir, og í mörgum tilvikum ef dætur þeirra ákveða að giftast, ja eða bara tala við "heimamann" að þá allt í einu fara þeir úr "hófsömum múslima" í múslima sem fremur "heiðursmorð. Er skrítið að fólk hér á Íslandi er uggandi með svona hluti?
Kallaðu mig rasista ef þú villt, en eru mistök ekki til þess að læra af þeim? Þótt að mistökin eigi sér stað í öðru landi. Eða eigum við frekar bara að opna landið og vona það besta? Rólegur á "PC" ruglinu hjá þér.
Bjarni Árnason
Bjarni (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 14:08
Það sem ég meina er, að mér sýnist að Ak72 tali um aðdraganda helfararinnar af vanþekkingu eins og svo margt annað. Gyðingahatur nasista byggðist á kynþáttahyggju. Íslam er ekki bundið kynþætti heldur er það hugmyndafræði.
Sjálfsagt hafa nasistarnir notað Talmúdinn eitthvað í áróðri sínum. Ég man bara ekki eftir dæmum um það. Mér finnst ansi langur vegur frá gasklefunum til málefnalegrar umræðu um íslam og lýsa vanstillingu að spyrða þetta tvennt saman gegnum einhverjar nýnasistasellur á Ítalíu.
Ef það var þá á Ítalíu. Höfundur greinarinnar virðist rugla fransmönnum inn í Spánverjavígin frægu svo ekki er ólíklegt að hann rugli fleiru saman. Það mætti nota greinar hans sem efni í spurningakeppni framhaldsskólanna undir liðnum: "Finnið þrjár eða fleiri staðreyndavillur."
marco (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 16:56
Bjarni:
Ein af eiginkonum Múhameðs, Aisha, var 9 ára gömul þegar þau giftust. Stofanð var til hjónabandsins af pólítískum toga eins og oft á þessum tímum. Það var mjög algengt í semískum samfélögum á þessum tíma að stúlkur giftust á þessum aldri (um það bil) þegar þær væru orðnar kynþroska. Þetta var t.d. siður hjá gyðingum og í helgiritum þeirra er gefið leyfi fyrir því.
Fram eftir öllum öldum var einnig algengt í Evrópu að stúlkur væru mjög ungar gefnar mikið eldri mönnum. T.d. var hefð að grískir karlmenn giftust eftir þrítugt en stúlkurnar áttu að vera svona 13 ára. Síðar meir voru stúlkur gefnar svona út af hentistefnu, peningum og pólítík.
Okkur finnst þetta ekki geðslegt - en það eru líka liðin meira en þúsund ár og margt hefur breyst. Það að reyna að nota þetta til að sanna að múslimar séu barnaperrar er bara fáránlegt. Þá hljóta gyðingar, kristnir og evrópubúar eins og þeir leggja sig líka að vera það.
Og að lokum þá er leyfilegur giftingaaldur í íslmömskum löndum líka 18 ára !!!
Geimveran, 2.6.2008 kl. 18:13
Finnst ykkur ná nokkurri átt að ,,marco" þessi ráðist að þeim sem eru að kommentera nafnlaus með dylgjum sbr. komment nr. 10, 12 og 15. Mér finnst ég kannast við stílinn. Þessi maður hefur skrifað áður! Af hverju vill hann leynast hér?
Baldur Kristjánsson, 2.6.2008 kl. 18:19
Greinilega nóg að svara hér á bæ, og ætla að reyna að tækla það þó ég svari ekki endilega öllu strax og vonandi virðir fóllk það, þó maður stökkvi ekki til og svari 1,2 og 3, sérstaklega þegar kemur að upphrópunum um minn karakter.
Johnny Rebel: Rólegur hestur, hef ekki getað svarað þessari spurningu þinni fyrr, some of us have to work you know. Þessi spurning hjá þér er einhvern veginn frekar gildishlaðinn finnst mér og nenni varla að svara henni sem slíkri því ég hef góðan grun um að þú vitir hvað ég meina með heimildum. Svo verð ég að segja að mér finnst þessi upphrópun með Einar Skúla frekar kostuleg á ýmsan hátt og fatta ekki alveg hvað þú ert að meina. Var hann að gagnrýna hvernig fólk gleypir hatursáróður gagnrýnislaust semsagt og þegar menn nota Mein Kampf, Jihad Watch og annað vafasamt sem rökstuðnig fyrir máli sínu? Get þó allavega sagt eitt um Einar Skúla sem ég hef hitt í mýflugumynd við og við, að ef hann er eins og foreldrar sínir og systkini, þá er þar örugglega að finna gull af manni. En já, ef þér finnst þetta allt saman bull, hvað þá með nasismann sem þú upphefur á þínu bloggi og í athugasemdum annars staðar? Sagan hefur ekki bara kennt okkur að sú stefna sé bull heldur einnig eitt það ógeðfelldasta form af illsku sem skapað hefur verið.
Guðríð, Baldri, Semu og Beturvitrning þakka ég fyrir lofið.
Geimveran: Þú kemur með ansi áhugaverðan punkta með gullnu regluna, nokkuð sem er gott að vita og flestar manneskjur geta örugglega kvittað upp á, svo sem ég trúleysinginn. Virðing, hjálpsemi og annað í framkomu við annað fólk, skilar yfirleitt því sama á móti og það sama á í samskiptum trúaðra við aðra trúarhópa eða trúleysingja og vice versa. Ég hef sjálfur tamið mér þa´reglu í samskiptum við trúað fólk að ég er ekki að gera lítið úr trú þeirra né hæða og spotta á særandi hátt þó það sé í góðu lagi að fara í rökræður og skiptast á skoðunum um trú og trúleysi með virðingu fyrir hvort öðru.
Einar Þ. Strand: Við erum nokkuð sammála með þetta. Öfgamennskan er það sem eyðileggur allt og það á allan hátt. Það sem má ekki heldur gleyma að þegar menn eru að berjast á móti öfgamennsku í trúarbrögðum eða öðru, þá þarftu að ná til þeirra sem hófsamari eru þannig að þeir styðji þig í baráttunni. Það næst engan veginn ekki með því að stilla öllum hópnum sem illmennum og svívirða þá á allan hátt og ráðast á í orði sem og borði. Það ýtir þeim hófsamari í faðm öfgamanna sem spila inn á það elemnt: Þeir lofa fólki sem er komið illa fram við, betri tíð og vernd gegn þeim öflum sem ræðst svona á það. T.d. ef við lítum bara á öfga-múslimana, þá nægir ekki bara að berjast gegn þeim heldur verða vestrænar þjóðir einnig að berjast af sömu hörku gegn öfgakristnum, öfga hægrimönnum og fasískum öflum sem reyna að kynda undir hatur í garð múslima almennt. Dettur alltaf í hug sögulegt dæmi um baráttu Breta gegn skæruliðum kommúnista í Malasíu þegar seinni heimstyrjöldinni lauk. Bretar voru búnir að sjá fram á að þurfa að gefa þessari nýlendu þeirra frelsi en þeir vildu ekki að hún félli í hendurnar á þessum öfgaöflum. Til að tryggja að lýðræðisþróun yrði í landinu en ekki blóðug borgarastyrjöld og e.t.v. einræði, þá beittu þeir "Hearts and minds"-aðferðinni, stuðluðu að uppbyggingu og vernd þar sem skæruliðarnir höfðu ítök og mynduðu traust á mili sín og íbúana sem byrjuðu að veita þeim upplýsingar og aðstoð til handa Bretum í baráttunni. Að lokum fór sem fór, skæruliðar voru gersigraðir og Malasía varð sjálfstæð þjóð.
Fransmann: Það getur vel verið en ég held að flestir setji alla múslima undir sama hatt og yfirleitt steríótýpi þá í hausnum á sér sem Mið-Austurlandabúa sem verða fyrir mesta aðkastinu og stimpli sem hryðjuverkamenn og trúarofstækisfólk. Mestur af þessum áróðri sem ég hef séð þó það séu einhverjar undantekningar, byggist upp á því að kynda undir hatur gagnvart íbúum þess svæðis: Aröbum, Persum o.fl. og má því segja að þar sé kominn kynþáttahyggja inn í þetta. Menn virðast ekki detta til hugar að múslimar eru einnig hvítir, svartir, asískir og fleiri og að t.d. átök í þessum heimshluta tengjast flestöll ekki trú sem slíkri heldur valdabaráttu á svæðinu, baráttu gegn innrásaröflum og svo Ísrael-Palestínu.
Páll: Held að þú hittir naglann á höfuðið með Sharia og múslimann í næsta húsi. Þetta er nákvæmlega það sem er reynt að gera og er margnotuð áróðurstækni sem kallast: "Creating the enemy" á ensku eða Sköpun óvinar á íslensku. Hef lesið fjári góða grein um það þar sem þessari tækni er súmmerað upp í tengslum við nasismann, Rúanda og svo Bosníu-stríðið þar sem sömu taktíkum og er beitt gegn músimum í dag í Evrópu. Fólk ætti endilega að kynna sér þetta til að varast og vera gagnrýnið á ýmislegt sem því er laumað inn sem "heimild" eins og t.d. Fitna og svo svipuð mynd sem nasistar bjuggu til og kallaðist The eternal jew.
Þar sem komið er að fréttum og matartíma læt ég þetta nægja í bili þó það verði mér sönn ánægja að svara marco á eftir sem fer hér geyst. Ætlaði mér ekki að svara gífuryrðum í minn garð en þegar hann ákvað að ásaka mig um vanþekkingu á Helförinni þá opnaði hann boxið hennar Pandóru því ég get sagt það með góðri samvisku að ég hef alveg ágætis og yfirgripsmikla þekkingu á þeim málum.
Farinn að snæða og verði ykkur ieninig að góðu.
AK-72, 2.6.2008 kl. 18:37
Baldur. Ég skal viðurkenna að ég var full leiðinlegur við þig hér. Ég efast ekki neitt um menntun þína og biðst afsökunar á þeim dylgjum því dylgjur voru það.
Annað í færslum mínum kannast ég ekki við sem dylgjur heldur eingöngu skrif án tæpitungu.
Þú mættir gæta þín aðeins á dylgjunum sjálfur. Hvern telur þú mig vera? Einhverjir hafa talið mig vera Skúla hinn ritskoðaða. Ég er ekki hann en ég dáist að honum fyrir að koma fram undir nafni með sínar skoðanir sem eru svo úthrópaðar og falla illa í kramið.
Ég hef eingöngu skrifað komment um stefnuna íslam sem ég tel með því verra sem menn hafa fundið upp. Ég hef ekki sagt að allir múslimar séu vont fólk og hvatt til tortryggni gegn einstaklingum Aftur á móti hef ég sagt að hafi fólk lesið trúarrit íslams og ákveða í kjölfarið að gerast múslimar þá hafi ég ekkert sérstakt álit á því. Gríðarlegur munur þar á og hefur ekkert með rasisma að gera.
marco (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 20:39
Okeiii - áhugaverður vinkill kominn hér.
Greinahöfundur talar fyrir sanngirni í garð mismunandi menningarhópa... og upphefur fyrir það skítkast frá nokkrum nafnleysingjum.
Einn þeirra, Johnny Rebel, segir helförina vera lygi og að Mein Kampf og nasistar Þýskalands hafi haft góða stefnu og alveg átt það inni að drepa nokkra gyðinga en segir svo að greinarhöfundur sé bara illgjarn vitleysingur...
Já já einmitt !
Elísabet Bretadrottning er líka geimverueðla í dulargervi og Charles Manson er dýrlingur !
Geimveran, 2.6.2008 kl. 21:40
Er það virkilega Johnny ?
Hvað meinarðu þá með þessu:
Hefurðu kynnt þér hvernig deyjandi þjóð var rifin upp og íbúar hennar fylltust stolti að nýju eftir að hafa verið rifnir niður í áraraðir af gyðingum og píndir með ósanngjörnum samningum eftir fyrri heimstyrjöldina? Það eina sem andstæðingar stefnunnar gera er að rífa hana niður með lyginni um útrýmingu gyðinga.
Geimveran, 2.6.2008 kl. 22:09
Þú ert að reyna að snúa dæminu við og þar með réttlæta gjörðir nasista
Þú segir að gyðingar hafi verið svo voða voða vondir við aumingja nasistana að þeir hafi kannski bara átt það skilið sem gerðist...
En já sorrý auðvitað !
Það stendur líka þarna að það var ekkert sem gerðist... gyðingarnir og heimurinn allur ákvað bara að feika þetta allt og leggja aumingja litla Hitler í einelti.
Skil þetta allt betur núna ... enda er ég geimvera líkt og Elísabet englandsdrottning
Geimveran, 2.6.2008 kl. 22:29
Greinilega nóg í gangi í kvöld en best að halda áfram þar sem var horfið.
Bjarni: Þarna finnst mér þú einmitt falla í gildrur hræðslu- og hatursáróðursins: Hófsamir múslimar í laumi sammála Sharia-lögum sem breytast í "heiðursmorðingja" um leið og einvher gjóar augunum á kvenkost tengdan þeim o.sv.frv. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að þetta sé engan veginn ekki staðreyndin og þarna ertu einmitt fallinn í þá gildru, að demonisera alla múslima með því einmitt að setja þá sem hófsamari eru í sama flokk og öfgamennina sem þú segir að allir múslimar séu ekki í fyrstu(stangast á), hvort sem þú gerir þér grein fyrir því eður ei. Ég ætla þó ekki að draga úr því að heiðursmorð eiga sér stað en það eiga einnig heiðursmorð sér stað meðal kristinna og annars fólks. Yfirleitt er þetta tengt fjölskylduheiðri, heiður eiginmannsins er svívitrtur með framhjahaldi konu og líkt og ég benti annars staðar á þá var löglegt að drepa eiginkonu sína vegna framhjáhalds í Frakklandi allt til 1970 og eitthvað. Ef þú efast um að heiðursmorð séu framinn í Evrópu af Evrópubúum, þá ætla ég að benda þér t.d. á Ítalíu, sérstaklega Sikiley og önnurl Miðjarðarhafslönd í kring þar sem blóðhitinn er mikill. En enginn þeirra hefur nokk að gera með trú.
Og þú talar um að læra af mistökum, jú, við eigum að læra af mistökum annara og eitt af þeim mistökum er að leyfa öfgahatursöflum að kynda undir hatur í garð minnihlutahópa og líta framhja´ofbeldi þeirra. Ég hef t.d. ekki séð víðlíka umræðu um marseringar nýnasista í Danmörku þar sem þier tala um illsku gyðinga, múslima og innflytjenda og taugaveiklun grípa um sig þar út af því að nýnasistaforingi hvetur sitt fólk til að ganga í herinn og ná sér í þjálfun fyrir kynþáttastyrjöldina. Þar er greiniega verið að undirbúa ofbeldi en tryllast fjölmðlar þar og hér sem og aðrir, nei, því miður ekki og þar höfum við víti frá sögunni til varnaða frá fasisma fyrri tíðar í Evrópu og eigum við ekki að berjast gegn þeim öflum einnig?
AK-72, 2.6.2008 kl. 23:05
Þú ert svolítið merkilegur Ak þú og þitt krú.
Þegar dönsk nýnasistabulla hvetur Dani til að ganga í herinn þá er heldur betur vá fyrir dyrum, alveg að bresta á með nýrri helför. Þegar hinn íslamski heimur fer á hliðina með árásum á sendiráð, fánabrennum, boycotti og morðhótunum út af nokkrum skrípamyndum þá eru það viðbrögð fárra öfgamanna sem að misskilja íslam. Þegar hinir hófsömu múslimar hér á Íslandi dansa eftir pípu kóransins sármóðgaðir fyrir hönd hins langdauða spámanns þá teljið þið reiði þeirra að sjálfsögðu réttláta því að skrípamyndirnar voru að sjálfsögðu liður í "demóníseringu" (flott orð) íslamófóba á múslímum.
marco (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 00:09
Og þá er það marco, vinur vors og blóma, sem er lógískt framhald þar sem aðeins var imprað á Ítalíu í svarinu til Bjarna.
Fyrst smá kommentar eins og þetta með Spánverjavígin sem mig minnti að væru Fransmenn. Smaátriði sem ég minntist m.a.s. á að þyfti að tékka að væri rétt. Sagan í grundvallaatriðum rétt fyrir utan upprunaland fórnarlambana. Svo er það Ítalía en þa er þróunin þar orðn ískyggileg líkt og bent er á í þessari grein eftir ítalska mannfræðinginn Gabrielle Maranci, sérstakelga þegar maður hefur í huga að nú hefur stjórnmálaflokkur sem er einn af öfgaflokkunum sprottnum upp úr fasisma Mussólinisk, kominn til valda.
Svo ferðu út í það að ásaka mig um vanþekkingu um Helförina, nokkuð sem ég hef haft mikinn áhuga á í gegnum tíðina. Það sem ég benti á að í hatursáróðrinum og frösunum sem heyrðust á þeim tíma, væri ansi kunnuglegur þegar kemur að þeim stífa áróðri sem er rekinn gegn múslimum í Evrópu í dag. Sem fyrsta dæmi má nefna auðvitað það sem þú vilt ekki kannast við með taktíkan að taka vers úr Talmudinum. Við skulum lesa nú smá brot úr grein eftir Julius Streicher, höfund hatursáróðursmyndarinnar The eternal Jew en stuðningsmaður nasista hér á blogginu, Johnny Rebel vitnar reyndar til eins hluts sem notað er gegn múslimum í dag en var notað þar gegn gyðingum, þ.e. trúarleg slátrun á dýri til matar. En allavega hér er brotið úr grein er kallast THE BATTLE WITH THE DEVIL:PAN-JEWRY REVEALS ITS DESTRUCTIVE PLAN.
The Jewish law book the "Talmud" (Schabbath, 89 u) expresses with brutal openness what Sinai really means:Deuteronomy 7:16 expresses that command to hate that Moses received at Sinai from the Jewish God Jahwe. It says:
The Jewish spiritual leaders of today, the rabbis, have ensured that to this day the Jewish people is educated in this hatred which the God Jahwe ordained through Moses on Mt. Sinai. The rabbis have made this hatred the foundation of what the Jews call their religion. The Frankfurt Selichoth (a Jewish law book), page 715, includes this prayer that the Jews in their synagogues have used to call down the curse of their God Jahwe on Gentile humanity:
Þetta má einnig finna í ræðum og greinum Göbbels og fleiri meistara á sviði áróðurs þess tíma og augljóst hvað er verið að gera með Kóraninn þegar kemur að tilvitinunum í dag sem eiga að votta til um illsku múslima.
Svo er nú gaman að bera þetta saman við frasana um að læra af mistökum annara og við eigum ekki að sýna múslimum linkind o.sv.frv. Þetta er úr grein úr Der Sturmer frá 1943 sem heitir The holy hate:
"Still, it is our duty to learn from history. Gentiles, above all the Germans, were always too "decent" and "objective" to respond to Jewish hatred in the same or at least similar way. As a people of "poets and thinkers," we thought it beneath our dignity to respond with the same methods. We were not able even to make clear to the public the filth and depravity of our enemy. We were so "sensitive" that we avoided fighting the Jewish creature."
Nokkur brot úr dreifiritinu The Jew as a parasite, berið saman við áróðurinn um íslamsvæðingu Evrópu og það þurfi að stoppa hana, sama hugarfar þó orðalagið sé aðeins öðruvísi:
"
From the beginning of its existence, the National Socialist German Workers Party has always attempted to educate the German people about these facts. As early as 1922, the Führer said: "We were also those who, for the first time, made major efforts to explain to the people a danger that had crept up on us, and which millions of people did not recognize, even though it threatened to ruin us all: the danger of the Jews." In his book Mein Kampf (p. 335), he said: "Over the long term, he can preserve his existence within other peoples only if he succeeds in persuading them that he is not a people, but only a 'religious community,' albeit a peculiar one."
The first and greatest lie, that Jewry is not a racial question, but a religion, inevitably leads to further lies. Another lie concerns the Jew's language. It is not a way for him to express his thoughts, but rather a means to conceal them. Although he may speak German, French, or some other language, he thinks in a Jewish way. He may spout German poetry, but he remains a member of his race. Heinrich Heine is the best example."
Brotið að ofan má finna í t.d. áróðrinum í dag með það að múslimar séu ekki hluti af þjóðinni, heldur fyrst og fremst múslimar og yfirleitt er svo farið út í það að þessir helvíts Arabar...þið þekkið framhaldið.
En kíkjum á meir:
"Instead, we must remember that according to reliable statistics, there are about 16 million religious Jews in the world, 10 million of whom live in Europe alone, almost three fifths of the total. Another 4.5 million live in America, 800,000 in Asia, 530,000 in Africa, 25,000 in Australia. These figures along prove that the Jewish danger is particularly great in Europe."
Man einhver eftir brotinu úr FITNA þar sem verið var að sýna tölfræði yfir múslima?
Það væri reyndar gaman að renna yfir þennan áróður allan og bera saman yfir Eurabia-kenninguna. Mig mininir nefnilega að ég hafi séð það sama þar með það að gyðingar hafi ætlað sér að offjölga sér til að þurrka út hvíta kynþáttinn líkt og Eurabia-áhangendur halda fram með múslimana.
En svo að lokum aðieins frá íSnorra Bergs í ritgerð um íslenska nasista. Þar má sjá ýmislegt um orðfar sem er kunnuglegt úr leiiðurum Visis og Morgunblaðsins þegar kemur að útlendingahræðslu og fordómum hér á landi. T.d. þetta:
" Rúmum mánuði eftir Kristallsnóttina, í nóvember 1938, birtist í Vísi athygliverður leiðari, sem sýndi glöggt afstöðu blaðsins: „Engum er jafn hættulegt og smáþjóðum sem Íslendingum, innflutningur erlendra manna og blöndum kynstofnsins á þann hátt. Merkur íslenskur vísindamaður hefir sagt, að ekki þurfi nema fimmtíu Gyðinga, er blönduðust þjóðstofninum, til þess að þjóðin hefði misst sín þjóðlegu einkenni eftir 2-3 mannsaldra …Þótt eðlilegt sé að íslenskir borgarar hafi samúð með Gyðingum þá er þó hver sjálfum sér næstur."
En nóg í bili, mörgu af að taka þarna og mikið að lesa sig í gegnum í tengslum við áróður og fordóma sem tengjast fyrri tíð og núverandi tíð þar sem skipt er út gyðingum í stað múslma. Þetta er þó þróunin í heild litið yfir Evrópu, hægri öfgaflokkar sem eiga rætur sínar í nasismanum gerðu þetta þar sem það var ekki vinsælt að hamra á gyðingum eftir Helförina(tækja Johnny Rebel síðar). T.d. má nefna að flæmski aðskilnaðarflokkurinn í Belgíu, Vlaad Beljing minnir mig að hann heitir, er sprottinn upp úr nasistaflokki þar sem naut lítils fygliis þar til hann fór að hamra á múslimum.
AK-72, 3.6.2008 kl. 00:34
marco, ég nefndi þetta með nýnasistaforingjann sem talar um kynþáttastyrjöld og undirbúning á henni, sem vott um hræsni. Þegar íslamskur öfgaklerkur lætur svipað út úr sér þá svoleiðist tryllist lýðurinn sem steinheldur kjafti svo og jafnvel í surmra tilfelli, kinkar kolli til samþykkis að þetta sé nauðsyn til að bregaðst við "íslams-væðingu Evrópu".
En mikið hittir þetta allt saman viðkvæma taugar hjá þér að maður hugleiði fordóma gagnvart múslimum hér á landi. Þið Johnny Rebel, stuðiningsmaður nasista hér á Mogga-blogginu, hamist eins og hundar á löpp minni, fyrir það að detta það til hugar að hér hafi orðið mikil aukning á fordómum í garð múslima, seisei.
En ég býð þér að lokum bara góðrar nætur líkt og öðrum er hér lesa.
AK-72, 3.6.2008 kl. 00:40
Nasistar, skinheads same shit different names, held þeir ættu bara að hoppa upp þar sem sólin skín ekki. Það er ekkert vit í einu eða neinu sem kemur frá þessu liði. Ykkar skoðanir fara aðeins eina leið, beint í Klóið. Það allra fyndnasta sem ég hef séð, var þegar ég sá skinhead eða nasista (whatever) vera í ljósum, hvað er hvíti liturinn ekki nógu góður fyrir ykkur allt í einu, gmg.
GMG (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 00:52
Eru þessir gaurar ekkert að grínast ?
Þvílíki ný-nasista áróðurinn hefur sjaldna heyrst.
Hvernig er það með svona gaura - gleypa þeir í alvöru við öllu bulli sem þeir lesa á netinu ?
Eða vita þeir kannski mæta vel að "staðreyndirnar" sem upp úr þeim vella eru lygastappa.
Spurning hvort er verra...
Mæli með því að þeir séu bara hunsaðir - síðast þegar ég vissi var ekki auðelt að rökræða við hálfvita sem trúa því sagan eins og hún leggur sig sé eitt stórt samsæri bara vegna þess að einhver gaur á netinu sagði það, en taka svo ekkert mark á alvöru sagnfræði.
Well ég er gaur á netinu og ég skal sko segja ykkur að tunglið er búið til úr osti. Mæli með flösku af áströlsku rauðvíni með því !
Jón Helgason (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 09:28
Ak-72. Ég sagði: "Sjálfsagt hafa nasistarnir notað Talmúdinn eitthvað í áróðri sínum. Ég man bara ekki eftir dæmum um það". Takk fyrir dæmin, ég vissi svo sem að þau hlytu að vera til. Þetta breytir á engan þátt þeirri staðreynd að gyðingahatur nasista var af kynþáttalegum meiði ekki trúarlegum. Þessi setning sem þú vitnar til í Mein Kampf sýnir það glögglega: "The first and greatest lie, that Jewry is not a racial question, but a religion, inevitably leads to further lies".
Þú talar um hræsni í sambandi við nýnasistabulluna dönsku. Ég tel mig hafa sýnt mikið betur fram á hræsni þína með sama dæmi í síðasta kommenti.
Það er óþarfi að spyrða mig saman við hinn ágæta Johnny Rebel. Skoðanir okkar sýnast mér aðeins skarast að litlu leyti. Ég hef mjög ólíkar skoðanir en hann á þriðja ríkinu og því öllu saman. Ég gæti lagt til atlögu við skoðanir hans en ég man hvernig fór fyrir manni sem hann lítur greinilega upp til sem ákvað að berjast á mörgum vígstöðvum.
Sem sagt íslam og nasismi rúmast í sama menginu sem við getum kallað pólítík. Gyðingar og Spánverjar eða Ítalir rúmast í sama menginu sem við gætum, með mjög góðum vilja, kallað genetík. Tveir ólíkir hlutir.
Mér finnst ég nú ekkert vera að hamast á löppinni á þér. Nema þá hlutföllin í þeirri samlíkingu séu á skala kretín-dvergs og stóra dans.
marco (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 11:12
Góðan daginn Aki, ég ætla nú ekki að eyða neinum tíma í þras við þig eða aðra sálufélaga þína að þessu sinni, sem ekki hafa lesið Kóraninn, en 8. og 9. kaflann þarf fólk að lesa til að botn eitthvað í hinu pólitíska og fasiska Íslam. Íslam er ekki bara trúarbrögð, sem snúast um pílagrímsferðina til Mekka Múslímum til sáluhjálpar (og tekjur fyrir Saudi af ferðamönnum) heldur lífstíl, hernað, pólitík og heimsvaldastefnu. Íslendingur í Kaupmannahöfn fékk sjö hnífstungur frá Múslíma fyrir nokkrum dögum algjörlega að ástæðulausu og af hverju skyldi fólki nú víða vera illa við Múslíma eftir rúmlega 11.000 hryðjuverkaárásir frá 11. sept. 2001? Go figure out!
Immanhotem (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 11:45
Góðan daginn Bryndís,
Hvernig er það með þig, kemstu aldrei út fyrir þá rökfræði að mýfluga sé jafn stór og fíll?
Immanhotem (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 16:02
HEIÐURSMORÐ KOMU TIL UMRÆÐU HÉR FYRIR OFAN ÁÐAN.
Um Heiðursmorð segir Ayaan Hirsi í bók sinni ,,Frjáls“ eftirfarandi:
Á meðan Ayaan Hirsi Ali var þingmaður ,,Frjálslynda Flokksins“ þá fékk hún í gegn félagslega rannsókn á því hve algeng ,,Heiðursmorð“ væru í Hollandi, því það lá ekki fyrir í lögregluskýrslum, vegna þess að slík morð voru nefnd öðrum nöfnum og hún hafði ástæðu til að ætla að slíkir glæpir væru algengir, en þetta segir hún á bls. 317 í bókinni ,,Frjáls“ um niðurstöður könnunar í tveim lögregluumdæmum í Hollandi á þessum málaflokki: ,,Frá október 2004 til maí 2005 voru ellefu múslímskar stúlkur drepnar af fjölskyldum sínum í aðeins þessum tveimur umdæmum. (Alls eru 25 slík umdæmi í Hollandi.). Þegar þetta lá fyrir var hætt að saka mig um ýkjur.“
Immanhotem (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 16:55
Sæll Immanhotem A.K.A. Skúli Skúlason.
Ég skal segja þér af hverju fólki víða um heim er illa við múslima. Það er vegna þess að fólk eins og þú rembist við að dreifa eitri um múslima. Spyrðir alsaklausu fólki saman við morðingja og hryðjuverkamenn fyrir það eitt að deila trúarbrögðum. Eins og þú varst að gera núna rétt í þessu. Það er allt í góðu lagi að vera illa við öfgamúslima. Öfgamúslimar sem réttlæta morð á saklausu fólki eru skelfilegt fólk, þar get ég svosem tekið undir með þér. En það sem þú áttar þig ekki á að þú ert nákvæmlega jafn slæmur. Bara í "öðru liði".
Annars....telur þú þig ekki til fylgismanna minna? Mikið hefur kærleiksboðskapurinn farið vitlaust ofan í þig. Bið að heilsa Lúsa gamla þegar þú mætir þangað niður.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:02
Ayaan Hirsi: Dáðleysi Múslímskra kvenna,
Á blaðsíðu 302 í bók sinni ,,Frjáls“ segir Ayaan Hirsi Ali meðal annars: ,,Múslímskum konum er innrætt slíkt dáðleysi að það jaðrar við að þær hugsi ekki heila sjálfstæða hugsun. Þær hafa því sjaldnast hæfileika til að skipuleggja eitt eða neitt né vilja til að tjá skoðanir sínar.“
Immanhotem (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:08
Um Múslímaparadísirnar segir Ayaan Hirsi Ali eftirfarandi um kjör kvenna:
Og ennfremur segir hún á bls. 303 í sömu bók: ,,Hvert það samfélag sem er enn í járngreipum Íslams kúgar konur og hefur dregist aftur úr í þróun. Flest þessara samfélaga eru fátæk, mörg eiga um sárt að binda af völdum átaka og stríðs.“
Immanhotem (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:11
Immanhotem. Þú gleymir því að þetta fólk er allt að misskilja íslam. Hirsi Ali bara fattar ekki íslam heldur. Íslam er misskilin trú friðarins. Allt sem gagnrýnendur segja um íslam er slitið úr samhengi eða ekki rétt þýtt úr arabísku.
Múhameð var ekki barnaníðingur. Að vísu hafði hann kynmök (leggangasamfarir) við níu ára barn. Hann hafði að vísu fram kynferðislega tilburði við hana frá sex ára aldri en neitaði sér um leggangasamfarirnar þar til hún var níu ára. Þetta gerir hann ekkert verri en okkar samtímamenn á vesturlöndum, t.d. eru mjög svipaðar lýsingar af þolgæði manns í bókinni "Myndin af pabba". Múhameð kvæntist barninu fyrst og fremst vegna þess að hann vildi uppfræða hana um Allah hinn milda og miskunnsama sem þýðir að hann er ekkert verri en t.d. Guðmundur í Byrginu.
marco (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:15
Sættist við Marco. Taldi mig vita hver hann væri en er ekki viss. Nafnlaus maður verður að sætta sig við það að menn reyni að átta sig á því með sjálfum sér hver hann er. Marco hefur hins vegar greinilega horn í síðu minni en það er bara af því hann þekkir mig ekki og hefur ekki lesið nægilega vel það sem ég hef skrifað.
Múslimafóbían hér er hins vegar alveg með eindæmum. Ég efast um að hún sé annarsstaðar meiri. E.t.v. er það vegna þess að hér búa svo fáir múslimar. Allir múslimar sem ég hef haft kynni af í Evrópu eru alveg öndvegisfólk. Ég hef m.a. talað við múslima sem hafa ítrekað orðið fyrir ofbeldi af hálfu ný nazista. Árásir á múslima í Evrópu af hálfu kristinna manna eru tíðar. Misrétti sem þeir verða fyrir er mjög útbreitt. kv. B
Baldur Kristjánsson, 3.6.2008 kl. 17:16
+HIN GULLNA REGLA: Meðhöndlaðu aðra eins og þú vilt að þeir meðhöndli þig.
Grundvöllur þessarar reglu er sú viðurkenning að á einn hátt, erum við allir eins. Við erum ekki öll jöfn. Hvaða íþrótt sem er leiðir í ljós að við höfum ekki öll sömu færni. En allir vilja vera meðhöndlaðir eins og mannlegar verur. Sérstaklega viljum við öll vera jöfn fyrir lögunum og fá málsmeðferð sem félagslegir jafningjar. Á grundvelli hinnar Gullnu Reglu – jafnrétti allra mannlegra vera- höfum við skapað lýðræðið, bundið enda á þrældóm og meðhöndlum konur og karla sem stjórnmálalega jafningja. Þannig er Gullna Reglan siðfræði einingarinnar. Allt fólk á að hljóta sömu meðhöndlun. Öll trúarbrögð hafa einhverja útgáfu af hinni Gullnu Reglu nema Íslam.
-Immanhotem (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:17
Framhald Gullna Reglan:
Orðatiltækið ,,mannleg vera“ hefur enga merkingu innan Íslam. Það er ekkert til sem heitir mannkyn, aðeins tvennan ,,hin trúaði“ og ,,hinn vantrúaði.“ Lítið á siðastaðhæfingarnar sem til eru í Annálunum. Múslími ætti ekki að ljúga, svíkja, drepa eða stela frá öðrum Múslímum. En Múslími getur logið, blekkt eða drepið ,,hina vantrúuðu“ ef það framfleytir málstað Íslam.
Það er ekki til neinn slíkur hlutur sem alheims yfirlýsing um siðgæði í Íslam. Múslímar skulu vera meðhöndlaðir á einn hátt og trúleysingjarnir á annan. Það næsta sem Íslam kemur í alsherjar mannréttindayfirlýsingu er að allur heimurinn verði að játast Íslam. Eftir að Múhameð varð spámaður, þá meðhöndlaði hann aldrei vantrúaðan á sama hátt og Múslíma. Íslam hafnar sannleiksgildi hinnar ,,Gullnu Reglu.“=Immanhotem (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:21
Halló Jesús Kristur,
Á hvaða Geðsjúkrahúsi ertu annars.
Gleymdu ekki að taka pillurnar þínar.
Immanhotem (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:26
Baldur. Ég hef á engan hátt horn í síðu þinni. Ég hef svo til ekkert lesið þín skrif. Ein guðfræðileg spurning. Telur þú að Jehóva og Allah séu sami guðinn og ef svo er telur þú boðun Múhameðs opinbera vilja Jehóva?
marco (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:28
Bryndís mín,
Hafðu mig afsakaðan, en ég hef lesið póstana þína svo oft að það hálfa væri nóg og hef átti alveg nóg skoðanaskipti við þig til að vita hvernig þú hugsar og af hverju þú hugsar eins og þú hugsar.
Immanhotem (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:28
Nei sko, hann er líka fyndinn.
En þú veist að það er til nafn á þinn sjúkdóm.
"Ofsóknarbrjálæði".
Look it up.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:29
Heiðursmorð eru afmörkuð og skilgreind fyrirbæri. Mér þykir þú gera lítið úr dauða þúsunda kvenna og þá helst unglingsstúlkna með því að drepa málinu svona fáránlega á dreif.
marco (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:31
Immanhotem, mætti ég biðja þig um að hætta þessu spammi af hatursáróðri þó að það sanni ýmislegt sem ég hef sagt um múslimahatrið og hvernig eru notaðir sömu áróðurstaktíkar, og var beint gegn gyðingum af hálfu nasista. Nægir t.d. að benda á múslimska heimsvaldastefnan=heimsvaldastefna gyðinga o.fl.
Mun svo reyna að renna í gegn og svara er fer að kvelda, en vinsamlegast ekki svona spam. Ef Immanhotem er svo Grand dragon ÍMH(Íslenska Múslima-hatarfélagið), SKúli Skúlason, þá kæmi það reyndar ekki á óvart. Sá kaldrifjaði og ofstækisfulli hatursmaður lifir fyrir fróunina að skapa hatur í garð múslima.
AK-72, 3.6.2008 kl. 17:34
Þú ættir eiginlega að þakka Skúla fyrir að sýna svona kyrfilega fram á réttmæti orða þinna.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:38
Immanhotem vitnar hér í eina bók um líf múslimskrar konu. Til eru margar bækur um líf vestrænna kvenna... skyldu þær allar vera eins ? Skyldu allar vestrænar konur upplifa sig og samfélag sitt eins ?
Er t.d. bókin "Hann var kallaður það" dæmigerð fyrir vestrænar konur ?
Eru allir austurríkismenn níðingar sem loka börn í húsum sínum til fleiri ára... nú hafa komið upp 3 þannig mál þar með stuttu millibili - svo það hlýtur að vera - er það ekki ?
Eru allir kaþólskir prestar barnaníðingar ?
Og á kannski að dæma alla kristna út frá mormónahópinum í bandaríkjunum sem bjó í kommúnu, gifti stelpurnar 14 ár og ól börn sín upp saman þannig að þau vissu ekki hverjir voru líffræðilegir foreldrar þeirra.
Eða skildi það þó ekki vera að það eru margir mismunandi hópar og einstaklingar innan hvers "yfir" hóps og samfélags !
En það þarf auðvitað að hafa smá þroska til að geta skilið það að það.
Immanhotem og hans líkir ættu kannski að prófa að lesa líka bækur og blogg og vefsíður þar sem ekki er bara verið að segja vondar sögur... vondar sögur eru til í öllum samfélögum.
Ein góð til að byrja á væri bókin Arabíukonur: http://arabiukonur.blogspot.com/
Þar má lesa viðtöl við mjög mismunandi konur í nokkrum arabískum löndum. Mjög áhugaverð bók.
Páll postuli (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:39
Bryndís,
Immanhotem = Skúli Skúlason.
Hann kvittar undir komment við síðustu færslu þessa bloggs með nafni.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:39
Immanhotem :
Gullna reglan er víst til í Íslam
- Enginn yðar er fylgismaður íslam fyrr en hann þráir það fyrir náunga sinn sem hann þráir fyrir sig sjálfan.-
Páll postuli (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:47
Múhameð(Allah) Spámaður Múslima átti um 12 eiginkonur.
Ein þeirra var aðeins 6 ára og hét Aisha, meðan hún lék sér enn með dúkkur. Hún var dóttir besta vinar hans. Múhameð fullnægði hjónabandinu þegar hún var 9 ára. (Á nútímamáli heitir það að hann nauðgaði henni. En fram að þeim tíma lét hann sér nægja að læra hana, þ.e.a.s. lét liminn strjúkast milli læranna á henni, samkvæmt heimildum)
(Hadith, Sahih Bukhari 5:58:235), (Hadith, Sahih Bukhari 7:62:64), (Hadith, Sahih Bukhari 1:4:229
Því miður þá er alls konar öfuguggaháttur algengur meðal Múslimskra Klerka.
Óeðlileg kynhegðun Sendiboðans gagnvart stúlkubarninu hafði auðvitað ekkert með styrkingu á pólitískum böndum að gera.
Immamhotem (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 18:02
Gott kvöld Páll Postuli,
Sú Íslamska gullna reglan sem getið er í færslu nr. 6 er ekki úr höfuðriti Íslams Kóraninum og á aðeins við Múslíma sjálfa og enga aðra. Hún er ekki alheimsleg yfirlýsing. Íslam er alveg kristal tært með það að sé náunginn eða nágranninn Ekki-Múslími þá skal annað hvort berjast við hann eða fá hann til að játast Íslam.
Immamhotem (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 18:06
Bryndís:
Mikið skil ég þig vel.
Vandamálið er bara að í litla hausnum hans Skúla þá heldur hann að hann sé að gera gott.
Enda er skilgreiningin á ofsóknarbrjálæði A.K.A. vænisýki þessi:
Vænisýki (einnig kallað ofsóknarbrjálæði, -æði, -kennd, -sýki) er geðsjúkdómur, sem einkennist af [b]ranghugmyndum[/b], kvíða og ótta.
The road to hell is paved with good intentions.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 18:08
Bryndís og aðrir hérna á þræðinum. Ég veit að þið hafið mig afsakaðan þó ég birtist hérna undir dulnefnum, en tæknilið Moggabloggsins, hefur séð til þess að nafn mitt er blokkerað, netfangið mitt og IP talan. Ég þarf að nota algerlega sérstakt úrvals forrit til að komast í gegn um eldveggi Moggans gagnvart mér, en sumt ráða þessir vinir mínir nú ekki við. Ég er hinn hræðilegi SKÚLI SKÚLASON. Ég veit ekkert af hverju Moggamenn eru svona laf hræddir við bloggið frá mér að þeir setja upp þessar hindranir. Það er þeirra vandamál.
Immamhotem (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 18:10
"Ég er hinn hræðilegi SKÚLI SKÚLASON".
Gott að þú þjáist ekki af ranghugmyndum að öllu leyti.
Moggamenn eru ekkert hræddir við bloggið þittt. Vilja bara vera lausir við viðbjóðslegan hatursáróður úr sjúkum huga þínum af sínum síðum. Sjáðu til, þeir eru nefnilega ábyrgir fyrir því sem stendur þar. Og þá bótaskyldir ef svo ber undir.
Leitaðu þér hjálpar Skúli, í alvöru.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 18:13
OK Aki og Bryndís
Fair enough
Immamhotem (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 18:14
Ef að Skúli hefur brotið landslög þá hljóta það að vera klám og ofbeldisrit íslams sem varða við lög. Hann hefur lítið gert annað en að þýða upp úr þeim.
Áhugi íslenskra múslima á ritskoðun er hreinlega óhugnanlegur. Þó er verri áhugi íslenskra dimmitrúða á ritskoðun óhugnanlegri.
marco (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:05
Það er líka einhverskonar "lögfræðingar" dæma smáþjófa til handarhöggs, hórkonur til grýtingar og homma til hengingar eftir lögbók "trúar friðarins".
Það eru greinilega fleiri lög gölluð en mannhatursbálkur íslams.
marco (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:31
Skúli / Immamhotem
Það er EKKI rétt að múslimar líti bara á aðra múslima sem náunga sinn. Samkvæmt Kóraninum eru allir jafnir fyrir guði. Þeir sem trúa á guð eru hinsvegar að fara réttu leiðina í lífinu að þeirra mati.
Þeir telja einnig að guð sinn sé sá sami og guð gyðinga og kristinna manna og spámenn Biblíunnar eru einnig spámenn Íslam s.s. Móse, Nói og Jesús.
Múslimar tala almennt um sig sjálfa, gyðinga og kristna sem fólk bókarinnar og líta á þetta sem sama hópinn, fólkið sem trúir og fylgir boðskap guðs, þó svo að þeir telji að gyðingar og kristnir séu ekki að túlka öll smáatriðin rétt.
Þegar Íslamska heimsveldið var og íslamskir arabar ríktu yfir mörgum löndum þá höfðu kristnir og gyðingar full réttindi í þessum löndum. Sem er meira umburðarlynd en sagan hefur sýnt að kristnir hafi veitt t.d. gyðingum sem þurftu að þola mismunun í hundruðir ára í Evrópu.
En þú veist þetta væntanlega allt... þú kýst bara að búa til annan sannleika.
Geimveran
Geimveran, 3.6.2008 kl. 19:49
Geimvera. Þarna eru svo margar villur að greinilegt er að þú veist ekkert um málið og hefur allt þitt heiman frá og úr íslömskum áróðri. Til lítils að ræða þessi mál við þig, því miður.
marco (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:55
Smá leiðrétting, Bryndís: Blogginu var ekki lokað hjá Skúla, heldur var honum gefinn séns á að fjarlægja þær færslur sem taldar voru brjóta í bága við lög. Skúli kaus það sjálfur að loka blogginu frekar en að fjarlægja níðskrif. 'i framhaldi málaði hann sig upp sem píslarvott og fékk þar til aðstoð frá kór já-fólks sem eru margir hverjir djúpt sökknir í sömu hít haturs og hann. Finnst hann mála sig svo ansi stórt með því að tala um að nafn hans og IP-tala sé bannað af Mogganum, hef frekar grun um að notendur bloggsins hafi fengið nóg en það er annað mál. Get þó ekki stillt mig um að segja að ef maður myndi viðhafa svipað um Skúla sjálfan og hann talar um múslima eins og t.d. barnaníð, þá myndu nú hann og söfnuður hans heimta kæru á hendur manni fyrir persónuníð á grundvelli hegningarlaga sem fjalla einnig um níð í garð hópa.
En að öðru, það má segja að það sé ýmislegt athyglisvert við viðbrögðin og djöfulskapinn sem gengið hefur á yfir í athugasemdum við þessa bloggfærslu mína. Fyrst byrja menn að skammast og úthrópa mann fyrir að hugleiða um fordóma í garð múslima eins og það sé glæpur. Sömu menn byrja svo að taka til við að úthúða múslimum og því sem þeim er heilagt, öskrandi innantóma frasa úr hatursáróðri sem nákvæmlega maður var að tala um í færslunni. Þegar við svo bætist að væl heyrist um að maður eigi að bera virðingu fyrir skoðunum nasismans, stefnu einnar verstu illsku í sögu mannkyns, sem kostaði milljónir saklaus fólks lífið, þá getur maður ekki annað en fylgst ákveðni sorg yfir að svona einstaklingar skuli hafa náð að komast í gegnum grunnskóla, slík er fáfræðin og mannvonskan að áróðursmynd þar sem gyðingam er líkt við rottur er talinn mum nerkilegri heimild um gyðinga en þúsundir heimilda, vitinbisburða, rannsókna og sannanir um ofsóknir nasista og morð á milljónum gyðinga.
En minnstu púðri eyðir þessi söfnuður múslimahatar, nýnasista og ofstækisfullra prédikara þeirra, að hugsa út í það sjálfir hvað þeir sýna öðrum mikla lítilsvirðingu og hópum fólks fyrirlitningu og óþverraskap í allri sinni verstu mynd. Manni sýnist svo aðeins í lokin að hérna sé verðugt efni til að taka á ef viðbrögðin eru svona og ræða um því ef hatrið er svona mikið í nokkrum einstaklingum, þá gæti það leitt til ofbeldisverka af hálfu slíks fólks af því sama tagi og þeir reyna að bendla múslima við. Áhyggjuefni fyrir Ísland framtíðarinnar og í raun Evrópu alla, að slíkir menn njóta meir fylgis. Hver veit, kannski eiga Evrópubúar eftir að skammast sín enn á ný fyrir nýja Helför gegn múslimum.
AK-72, 3.6.2008 kl. 20:00
Og hvaða villur eru það Marco ?
Sagnfræðiprófessorarnir sem kenndu mér þetta hljóta þá að vera fáfróðari um þessi mál en þú !!!
Enda ekki furða, þeir fá þekkingu sína á vísindalegan hátt en ekki með því að hlusta á geðsýkina í hausnum á sér.
Til lítils að ræða nokkur mál við þig/ykkur !
Geimveran
Geimveran, 3.6.2008 kl. 20:08
Geimvera. Ertu að segja mér að þú hafir lært sagnfræði á háskólastigi? Ég dæmi ekki prófessora eftir þér, ég veit ekki hversu vel þú tekur eftir í tímum. Ég skal láta það eftir þér að fara yfir fullyrðingar þínar.
"Það er EKKI rétt að múslimar líti bara á aðra múslima sem náunga sinn. Samkvæmt Kóraninum eru allir jafnir fyrir guði. Þeir sem trúa á guð eru hinsvegar að fara réttu leiðina í lífinu að þeirra mati".
Bull. Ég veit ekki hversu oft kóraninn útmálar helvítisvist allra þeirra sem ekki taka upp íslam.
"Þeir telja einnig að guð sinn sé sá sami og guð gyðinga og kristinna manna og spámenn Biblíunnar eru einnig spámenn Íslam s.s. Móse, Nói og Jesús".
Að mestu rétt. Að vísu tvistar kóraninn boðskap þessara manna. Jesús er ekki spámaður í kristnum skilningi.
"Múslimar tala almennt um sig sjálfa, gyðinga og kristna sem fólk bókarinnar og líta á þetta sem sama hópinn, fólkið sem trúir og fylgir boðskap guðs, þó svo að þeir telji að gyðingar og kristnir séu ekki að túlka öll smáatriðin rétt".
Bull. Menn bókarinnar eru kristnir og gyðingar, ekki múslimar. Múhameð fer mikinn í kóraninum gegn þessum hópi fyrir að trúa á falskan boðskap og dæmir þá alla til helvítis.
"Þegar Íslamska heimsveldið var og íslamskir arabar ríktu yfir mörgum löndum þá höfðu kristnir og gyðingar full réttindi í þessum löndum. Sem er meira umburðarlynd en sagan hefur sýnt að kristnir hafi veitt t.d. gyðingum sem þurftu að þola mismunun í hundruðir ára í Evrópu".
Bull. Kristnir menn og gyðingar þurftu að greiða múslímskum herrum skatt og afsala sér þegnréttindum. Þetta fyrirkomulag var tímabundið og að lokum þurftu allir að játast undir íslam. Fólk af öðrum trúarbrögðum var miskunnarlaust ofsótt.
Ak-72. Tjillaðu maður. Ætlastu virkilega til að allir kinki kolli í lotningu yfir sleikjugangnum í þér.
marco (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 20:37
Marco hefur greinilega mjög takmarkaða þekkingu á Kóraninum og mannkynssögunni.
Eftirfarandi er tilvitnun í fræðiritið Trúarbrögð heimsins í ritstjórn Michael D. Coogan.
"Þjóðir bókarinnar" eru þær þjóðir sem Guð hefur sent boðskap sinn gegnum spásagnir - en af þeim skilgreinud ulama, lærðir menn islam, Gyðinga og kristna sem dhimmi eða "verndaðar" þjóðir. Þetta þýddi að virða skyldi trúarhefðir þeirra og helgisiði og þær skyldu í meginatriðum látnar sjálfráðar um innanríkismál sín.
Þessu var varið eftir þegar arabíska-íslamska heimsveldir réði yfir t.d. Spáni. Það er frægt að gyðingar t.d. flúðu frá öðrum hluta Evrópu til Spánar á þessum tíma vegna þess að þar fengu þeir að lifa í friði ólíkt í hinum kristnu löndum.
Varðandi jafnréttindin þá er einnig frægt hve Kóraninn talar mikið um jafnrétti manna og er það ein helsta skýringin á því hve t.d. margir blökkumenn í USA hafa tekið íslamska trú. Malcom X er nú frægur baráttumaður sem tók íslamska trú vegna þess hvernig Kóraninn tók á jafnrétti allra, sama af hvaða ætterni eða húðlit þeir höfðu.
Ég verð hinsvegar að bæta því hér við að ég hef enga trú á að nokkuð sem við segjum muni breyta þeim marco, Immamhotem eða Johnny.
Þeir hafa ekki áhuga á að fræðast og skilja neitt !
Ormur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:21
Í fyrsta lagi, marco. Á ég að tjilla? Ert það ekki þú frekar sem átt að tjilla? Sleikjugang? Ég leyfi þér að tjá þig hér eins og þér lysti en dont' push your luck, það er takmarkað hvað maður þolir leiðinlega gestinn sem er með stæla og derring gagnvart öllum í húsinu.
En svo snúum við okkur nú að sagnfræðikunnáttu þinni sem er greinilega ekki með beysnustu og lituð af hatri þínu á múslimum. Enda muntu líklegast ekki getað bakkað upp með heimildum líkt og þetta:
"Bull. Kristnir menn og gyðingar þurftu að greiða múslímskum herrum skatt og afsala sér þegnréttindum. Þetta fyrirkomulag var tímabundið og að lokum þurftu allir að játast undir íslam. Fólk af öðrum trúarbrögðum var miskunnarlaust ofsótt."
Það er rétt að kristnir og gyðingar þurftu að greiða múslimskum herrum sínum skatt en svo átti við nú um alla þá sem voru udnir lénsherrum hvort eð er það var í Evrópu, Asíu, undir R'omarveldi, páfaveldi eða hinu íslamska veldi þegar kom að hersetnum löndum. Yfirleitt stóð þó til boða að skipta um trú og gerast músimi til að sleppa við skattinn en samfélögunum var leyft að vera í friði ólíkt t.d. spænska rannsóknarréttinum sem vildi pína og drepa alla þá sem töldust ekki til kristinna. Fyrsta dæmið mitt um umburðarlyndi múslimaveldisins kemur einmitt úr grein sem hópur sagnfræðinga af gyðingaættum skrifuðu um þann þjóðfélagshóp á Spáni og má grípa hér í nokkra hluti en fyrst má nefna að Gyðingar bjuggu við kúgun kristinna manna eða eins og segir hér:
"The first of many discriminatory laws against the Jews was passed even before the Moorish invasion in 305 C.E. in the Roman province of Hispania (Spain); soon after the Council of Toledo passed a canon forbidding Jews from blessing the crops of non-Jews, as well as prohibited Christians from sharing meals with Jews. When the Visigoths (Aryan Christians) invaded Hispania in 409 C.E., more laws were instituted further restricting the Jews. One hundred and eighty years later in 589 C.E., Visigoth King Recared relinquished the Aryan sect and accepted the orthodox Catholic faith, thereby paving the way for the religious unity in the country. Subsequently the Church was to exert powerful influence on all aspects of social life. Almost immediately a canon was passed forbidding the marriage between Christian and Jews; and in 612 C.E., the Council of Gundemar of Toledo ordered that all Jews submit to baptism within the year, or undergo "scourging, mutilation, banishment, and confiscation of goods" (Meyrick 170)"
Eftir valdatöku Mára þá breyttist þetta til hins betra fyrir gyðinga á Spáni og þeim var gefinn áðurnefndur kostur með skattinn eða Íslam, og í farmhaldi blómstraði landið:
"
Even in those early days, the Moors knew and practiced the principles of chivalry. They had already won the title to Knightliness which many centuries later compelled the victorious Spaniards to addressed them as "Knights of Granada, Gentleman, albeit Moors" (Lane-Poole 26).
Later, after advancing to Cordoba, the Muslims found that the Goth nobles of the kingdom had fled over the Pyrenees Mountains, all but abandoning their land to them (Lane-Poole 27). The occupation of the Moors set the stage for beginning the work of building an Islamic empire similar to the one flourishing in Damascus. Within a century of their activity, the Moors, with assistance of the Jews, had developed a civilization based in Cordoba that surpassed that of any in Europe; it was known as Al-Andalus. At the end of the eighth century, Al-Andalus was the most populous, cultured, and industrious land of all Europe, remaining so for centuries. During this prosperous period, trade with the outside world was unrivaled. It was during this time of economic expansion, the Jews, who had been virtually eliminated from the peninsula in the seventh century by the Christians, grew once more in numbers and flourished. Hume wrote in his book "Spanish People": "Side by side with the new rulers lived the Christians and Jews in peace. The latter rich with commerce and industry were content to let the memory of their oppression by the priest-ridden Goths sleep" (Hume 23)."
Þó fór að halla undir fæti þegar ofstækismenn náðu völdum, ofsóknir gegn gyðingum hófust að nýju líkt og þegar kristnir réðu, en að lokum féll veldi Mára og krstið ríki tók. Gyðingar lifðu þá enn á ný í sátt og samlyndi en loks fóru ofsatrúarmenn kristinna að ná völdum og bingó, ofsóknir hófust og Spænski rannsóknarrétturinn hóf starf og seint flokkuðust hin raunverulegi réttur undir Monty Python-sketchu.
Annað dæmi sem mig langar að nefna og það er með krossferðirnar og Jerúsalem. Þegar Saladin réð yfir Jerúsalem og Palestínu á tímum krossferðanna, þá ríkti þar trúfrelsi og kristnum sem og gyðingum leyft að tilbiðja, ólikt því þegar krossfararnir riðu inn í Jerúsalem, drápu allt sem hreyfðist hvort sem það voru kristnir, gyðingar eða múslimar og gortuðu sig af því að hestarnir þeirra hafi ekki þurft að snerta jörðina á reið sinni þar. Enda hefur sagan dæmt marga þeirrra sem villimenn en Saladin hefur verið kallaður eini, sanni riddari krossferðanna því stjórn hans byggðist á umburðarlyndi réttvísi ásamt sönnum gildum riddarana um heiður og réttlæti öllum til handa.
Svo að lokum má nefna skemmtilegt dæmi sem sýnir hvað múslimar eru "vondir "í garð annara trúarbragða. Þegar ég fór til Krítar síðastliðið sumar þá var að sjálfsögðu kíkt til eyjunnar rómuðu Santorini. Þegar múslimar réðu yfir eyjunni sem og Balkanskaga öllum á tíma Ottóman-veldisins, þá voru þau lög í gildi af hálfu þessa múslimska veldis, að ef menn byggðu kirkju á landi, þá fengu þeir að eiga það, annars yrði það eign Tyrkja-veldisins. Menn gripu tækifærið og þarna á eyjuni má sjá, að mig minnir nálægt 100 krikjur og ekki á það stærri blett. Sýnir það mikla vonsku í garð "heiðingjana" að þeir gátu átt land ef "heiðingjakirkja" reis þar?
AK-72, 3.6.2008 kl. 22:41
Ormur,
marco tekur bara þau vers úr Kóraninum sem henta honum. Hjá trésmíðanemanum síkáta og bloggvini, Jesús, þá var múslmsk kona sem ég vitna til í upphafsinnleggi, sem útskýrði á hvaða forsendum hún hefði tekið trúna og hvað hún sæi í henni. Marco var ekki sáttur við það og fór að segja henni hverjar skoðanir hennar og trú væri, þegar manneskjan var búin að útskýra hvað hún sæi í Íslam. Ein hún svaraði honum með svari sem passaði vel við:
"Ef þú vilt ekki heyra, hvers vegna spyrðu þá?"
AK-72, 3.6.2008 kl. 22:53
Gleymdi annars að setja inn link á greinina um gyðniga á Spáni. Hér er hægt að nálgast þessa grein.
AK-72, 3.6.2008 kl. 22:54
Smá í viðbót um það hvað múslimar hafa í gegnum tíðina verið "vondir" við önnur trúarbrögð
The Ottoman Sultan Mehmed II allowed the local Christians to stay in Constantinople (Istanbul) after conquering the city in 1453, and to retain their institutions such as the Greek Orthodox Patriarchate. In 1461 Sultan Mehmed II established the Armenian Patriarchate of Constantinople. Previously, the Byzantines considered the Armenian Church as heretical and thus did not allow them to build churches inside the walls of Constantinople. In 1492, when the Muslims and Sephardic Jews were expelled from Spain during the Spanish Inquisition, the Ottoman Sultan Bayezid II sent his fleet under Kemal Reis to save them and granted the refugees the right to settle in the Ottoman Empire.
The state's relationship with the Greek Orthodox Church was largely peaceful, and recurrent oppressive measures taken against the Greek church were a deviation from generally established practice. The church's structure was kept intact and largely left alone but under close control and scrutiny until the Greek War of Independence of 1821–1831 and, later in the 19th and early 20th centuries, the rise of the Ottoman constitutional monarchy, which was driven to some extent by nationalistic currents, tried to be balanced with Ottomanism. Other Orthodox churches, like the Bulgarian Orthodox Church, were dissolved and placed under the jurisdiction of the Greek Orthodox Patriarchate; until Sultan Abdülaziz established the Bulgarian Exarchate in 1870 and reinstated the autonomy of the Bulgarian Church.
Neddi, 3.6.2008 kl. 22:56
marco -
Ef þú endilega þarft að vita þá er ég með tvöfalda háskólamenntun, þar af lauk ég nokkrum sögukúrsum með ágætiseinkunn. Núna er ég í mastersnámi.
Hinsvegar þá held ég, einhverra hluta vegna, að þetta skipti þig ekki nokkru máli.
Over and out
Geimveran, 3.6.2008 kl. 23:26
Ak-72. Í þessum tilvitnunum er nákvæmlega allt að finna sem ég sagði. þú verður að lesa kommentin sem ég er að svara, ekki ímynda þér að ég sé að svara þínum kommentum með þeim. Áttaðu þig á að með fólki af öðrum trúarbrögðum þá meina ég ekki gyðinga né kristna.
Ég sagði aldrei að kristnir menn hafi ekki ofsótt gyðinga. Af þessari færslu má ráða að þú hafir eitthvað á móti kristindómi. Sú söguskoðun sem þú hefur á krossförunum er mjög barnaleg og lituð af múslímskum áróðri. Heimsku vondu krossfararnir og hinn gáfaði göfugi Saladdín. Give me a break!
Ormur.
"Þjóðir bókarinnar" eru þær þjóðir sem Guð hefur sent boðskap sinn gegnum spásagnir - en af þeim skilgreinud ulama, lærðir menn islam, Gyðinga og kristna sem dhimmi eða "verndaðar" þjóðir. Þetta þýddi að virða skyldi trúarhefðir þeirra og helgisiði og þær skyldu í meginatriðum látnar sjálfráðar um innanríkismál sín.
Þessa málsgrein má alveg eins skilja sem að ég hafi rétt fyrir mér. S.s. lærðir menn íslam skilgreindu þjóðir bókarinnar þ.e. gyðinga og kristna sem.......
Skýringar Helga Hálfdánarsonar í þýðingu hans á kóraninum skilgreina ekki múslima sem eina af þjóðum (fólki) bókarinnar.
Varðandi jafnréttið. Úff. Kvennakúgun, fullkomið leyfi til þrælahalds, einn maður settur ofar öðrum..... og þetta er allt að finna í stórum skömmtum í kóraninum.
marco (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:27
Ak. Má ekki svara múslimum? Ég reyndi eftir mætti að hrekja fullyrðingar hennar um íslam. Hún ræður svo hverju hún trúir blessunin.
Geimvera. Haltu endilega áfram að læra. Þú gætir orðið stöðvarstjóri eftir 10 ár ef þú verður duglegur sem starfsmaður á plani.
marco (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:33
nei sko marco ... mikið vissi ég að svarið yrði í þessum stíl
Varla hægt að búast við að maðurinn beri virðingu fyrir menntun eins og þú talar.
Ef spá þín rætist þá verður áhugavert að vinna með þér - hinum eilífa starfsmanni á plani.
Geimveran, 3.6.2008 kl. 23:37
Geimvera. Ef þú létir nú falla nokkra daggardropa úr gnægtaskál þinnar miklu menntunar niður til mín þá myndi ég svara öðruvísi. Öll þín komment hafa verið hrokafullur þvættingur um gáfnafar annarra og geðheilsu.
marco (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:46
marco: Kjafæði í þer að þetta sanni það sem þú sagðir. Þú fullyrtir án þess að koma með sannair fyrir því að múslimar hefðu neytt alla til að taka trú og þegar málsgreinin er skoðuð öll með setninguna fyrir aftan, þá er ekki hægt annað en að skilja að allir þeir sem væru ekki múslimar hefðu verið ofsóttir. Þú hlýtur að geta bakkað það upp með tilvitnun sem segir að allir hafi verið svo neyddir til að taka íslam. Gyðingar og kristnir nutu þar að auki mun meiri réttinda sem hersetnar þjoðir en múslimar og gyðingar er kom að
Þú lætur svo að allt það sem gerðist í fortíðinni sé einstakkt þegar kemur að múslimum en lítur gersamlega framhjá öllum öðrum þjóðum og trúarbrögðum heims þegar kemur að sagnfræði og þetta með að ég hafi eitthvað á móti kristni er þvætingur heldur er þarna verið að bera saman meðhöndlun ólíkra trúarbragða á valdi.
Svo snúum við okkur að Saladin og krossförunum sem þú segir að ég sé undir áhrifum músliimsk áróðurs. Ég held að það geti nú ansi margir tekið undir þessa lýsingu sögunnar af Saladin, allt frá Rikharði Ljónsharta sem bar mikla virðingu fyrir honum allt til sagnfræðinga okkar tíma, Aftur á móti voru krossfararnir nú ekki alvondir né algóðir, heldur öfgaöfl þar og tækifærissinaðir og gráðugir menn sem stóðu fyrir nokkrum af ljótustu blóðböðum þar m.a. þetta sem ég lýsti og mörg fleiri. Af þeim voru þó líklegast verstir Templarariddarnir og félagarnir tveir Guy af Losignon og Raymond III af Tripoli sem fá sinn sess í sögunni sem mögnuð skítseiði.
Fyrir a´hugasama sem vilja fræðast þá bendi ég a´bókina Warriors of god eftir James Reston jr. og hina mjög vel heppnuðu þætti Terry Jones: The crusaedes, sem eru skemmtilega framsettir og vel þess virði til að fá yfirborðskynningu á efninu.
AK-72, 3.6.2008 kl. 23:53
Ef maður skoðar athugasemdir við þessa grein þá má glöggt sá hver það er sem byrjar á að ræða um vitsmuni og geðheilsu annarra skrifara.
Held ég fari nú að láta þetta eiga sig.
Geimveran, 4.6.2008 kl. 00:06
Ak. Ég hef ekki tilvitnun á hraðbergi og finni ég ekkert slíkt verð ég að líta svo á að þarna hafi ég skrifað út um r...gatið á mér. Það mættu fleiri viðurkenna slíkt þegar það hendir. Hvað málsgreinina varðar þá nefni ég í fyrstu setningu kristna menn og gyðinga og þeirri síðustu fólk af öðrum trúarbrögðum. Hvað er svona erfitt við þetta skil ég ekki. Annars var ég klaufi að blanda mér í þetta dæmi. Ég hef meiri áhuga á illsku íslams og Múhameðs eins og hún birtist í trúarritunum heldur en hver drap hvern og hvenær á miðöldum.
Geimveran. Já, það eruð þið félagarnir. Þið urðuð eins og óðir minkahundar þegar Skúli rak hér inn nefið.
marco (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:19
Vá...
Hebbi (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:27
Ak-72 aka SS, þakka þér fyrir vonlausan pistil sem lýsir fráfræðslu um trúarbrögð almennt, hatur á Kristni almennt og Dhimmi hugsunar hátt undir Íslam með afgerandi hætti. Þeir sem gera ekki mun á ofga Íslam og hinum almenna múslíma eiga eftir að fá að upplifa munin ef ekki er að gætt. Formaður Múslíma á íslandi sagði sjálfur eftirfarandi og fyrir mér er þetta meira spooky en orð fá lýst.
Það hefur tiðkast á siðustu árum að ráðast á Islam og Múslima og flokka fólk milli ofgamenn og ekki öfgamenn. Menn sem stunda trú sína eru kallaðir öfgamenn og réttlætanlegt er að þeir missi sín borgarlegu réttindi
því samkvæmt sjálfum formanninum má ekki gera mun á öfga múslíma og hinum almenna múslíma, því þeir eru bara að stunda sína trú, aaaaah ok. Svo það má því mála alla múslíma með sama öfga lit samkvæmg honum Salmann. Þið fyrirgefið en slíkt er ekkert annað en hættulegt og tek ég ekki þátt í því. Svona hugsar semsagt þessi maður. Svo í lokin hversu oft er Salmann í viðtali í blöðum hér á Íslandi eða á blogginu sínum að tala gegn hryðjuverkum og morðum? Það er svo sjaldan að ég man ekki síðast hvenær það var. Nei Salmann er eflaust hin ágætasti maður, hann er bara heittrúaður, ég meina ég er það það í minni trú, nema mín trú hvetur ekki til .........!xos.xoa2.zozo ..pínu munur.(ætla ekki að skrifa þarna viðeigandi orð, maður gæti verið lögsóttur) Ísland í dag.
Það er ágætt ef fólk tæki sér tíma að lesa Kóraninn, og svo annálana Hadiths. En, sá sem notar þessi hatursrit til þess að hata fólk sem sakir trúar á mánaguðinn, er bara bull og heimska, manneskjan er meira en það sem hún trúir.
fanta góðar kveðjur til þeirra sem hér skrifa af einhverju viti.
Aishia (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 08:57
Come again?
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 09:38
Aishia, say what??????
Neddi, 4.6.2008 kl. 10:28
HIN ISLAMSKA BLÓÐSLÓÐ
Eftir fráfall Múhameðs (632 e.kr.,), þá leysti Abu Bakr (faðir Aishu), sem var fyrsti Kalífinn, allan guðfræðilegan ágreining með þeirri pólitískri ákvörðun að drepa þá sem vildu yfirgefa Íslam með sverðinu (sú stjórnmálalega stefna gildir enn þann daginn í dag. Kóran 004:089 ). Úþenslustefna (Jihad) Umars (annars Kalífans, sem var nokkurs konar Guð-Páfa-Konungur) kom eins og sprengja framan í hina vantrúðu (Kóran 008:039). Úþenslustefnan (Jihad) eyðilagði hin Kristnu Mið-Austurlönd og hina Kristnu Norður-Afríku. Fljótlega á eftir mættu hinir Persnesku Zoróastriar og Hindúar Indlands sömu örlögum af hendi ,,Jihad“. Hin stjórnmálalega saga Íslams er eyðilegging Kristnidómsins í Mið-Austurlöndum, Egyptalandi, Tyrklandi og Norður-Afríku. Helmingur Kristnidómsins tapaðist. Áður en Íslam kom inn á sviðið, þá var Norður Afríka suður svæði Evrópu (sem hluti hins Rómverska ríkis). Um 60 milljónum Kristinna manna var slátrað í þjóðarmorðum á meðan á þessum Jihad hernaðaraðgerðum stóð.
Djákninn á Myrká (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:14
HIN ÍSLAMSKA BLÓÐSLÓÐ II. KÓRAN 008:039 OG 009:005.
Helmingur hinnar glæsilegu Hindúamenningar var gjöreytt og 80 milljónir Hindúa drepnir.
Fyrstu vestrænu Buddistarnir voru Grískir afkomendur herja Alexanders Mikla þar sem nú heitir Afganistan. Jihad eyðilagði allan Búddisma með fram Silkiveginum. Um 10 milljónir Búddista létust. Sigurinn yfir Búddismanum er hin raunverulega afleiðing starfsemi friðarsinnanna.
Zoroastrianismi var upprættur í Persíu.
Gyðingar urðu eilífðar undirsátar á meðan Íslam ríkti.Í Afríku hafa yfir 120 milljónir Kristinna manna og elddýrkenda látist s.l. 1400 ára (Jihad) Krossferða Múslíma.
Djákninn á Myrká (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:18
HIN ÍSLAMSKA BLÓÐSLÓÐ III. KÓRAN 008:039 OG 009:005.
Um það bil 270 milljónir Ekki-Múslíma týndu lífi s.l. 1400 ár til dýrðar hinu stjórnmálalega Íslam. (Ekki er vitað hve margir Múslímar týndu lífi á altari málstaðar Allah hins mikla og hve margar ekkjur og munaðarlaus börn þeir létu eftir sig. Innsk. Þýðanda). Þetta eru allur sá hafsjór tára, örvæntingar og sorgar ,,hinna íslömsku krossferða/Jihad,“ sem ekki er kent um neitt í skólum.Grundvöllur alls hugmyndaheims Ekki-Múslíma hrundi gagnvart hinum stjórnmálalega íslamska hugmyndaheimi og tvöfölda siðgæði. Við höfum nú þegar minnst á að fyrstu hugsuðir okkar gátu ekki einu sinni nefnt nafn innrásarherjanna, sem MÚSLÍMA. (Pólitísk rétthugsun er ekki ný uppgötvun dagsins í dag, því síður eru pólitískir afréttarar neitt nýtt á nálinni heldur. Innsk. Þýðanda). Við búum ekki yfir neinni aðferð við að skilgreina Íslam. Við getum ekki komið okkur saman um hvað Íslam er (frekar en Múslímar, innsk. Þýðanda) og vitum ekkert um þjáningar okkar sem fórnarlamba 1400 ára langs ,,Jihad“ (Íslamskra krossferða).
Djákninn á Myrká (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:21
HIÐ TVÖFALDA SIÐGÆÐI ÍSLAMS
Þekktustu andstæður hins Stjórnmálalega Íslams er skipting heimsins í hina trúuðu, „dar al Islam“ og vantrúarfólkið, eða ,,dar al harb.“ Mestur partur þríleiksins fjallar um meðhöndlun hinna vantrúuðu, eða ,,kafira.“ Jafnvel Helvíti er pólitískt. Vitnað er 146 sinnum í Helvíti í Kóraninum. Aðeins 6% þeirra sem eru í Helvíti eru þar vegna siðferðilegra vankanta – morða, þjófnaða osfrv. Afgangurinn 94% eru í víti af skoðanalegum ágreiningi við Múhameð, sem er pólitískur glæpur. Þar af leiðandi er hið Íslamska Helvíti, fangelsi fyrir stjórnmálalega afbrotamenn (kallaðir nú til dags ,,samviskufangar“ af Amnesty International. Kommarnir kölluðu þá gjarnan ,,endurskoðunarsinna“ og þess vegna voru þeir taldir geðbilaðir. Innsk. þýðanda) eða með öðrum orðum þá sem gagnrýna Íslam.
Múhameð predíkaði trúarbrögð sín í 13 ár og aflaði sér aðeins 150 fylgjenda. En þegar hann snéri sér að pólitík og stríðsrekstri, þá varð hann á 10 árum fremsti stjórnandi í Arabíu með því að beita ofbeldi að meðaltali 7. Hverja viku í níu ár. Velgengni hans tengdist ekki trúarlegri boðun hans, heldur af því að hann gerðist pólitískur leiðtogi.
Í stuttu máli sagt, hið stjórnmálalega Íslam skilgreinir hvernig fást á við hina vantrúuðu (þ.e.a.s. að koma þeim undir) og hvernig fara skal með þá.
Saga hins stjórnmálalega Íslams hefst með flutningi Múhameðs til Medína (um 623 e.kr.) . Frá þeim tímamótum, þá hefur birting Íslams gagnvart heiminum ávalt verið tveir kostir, annars vegar að játast hinni dýrðlegu trú eða verða háður pólitískum þrýstingi og ofbeldi. Eftir komuna til Medína þá beitti Íslam ofbeldi þegar trúboðið brást . Jihad fæddist í heiminn.
Djákninn á Myrká (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:26
TRÚARBRÖGÐ Í ÍSLAM.
Hið óstjórnmálalega Íslam er hið trúarlega Íslam. Hið trúarlega Íslam er það sem Múslími gerir til að sleppa við að lenda í Helvíti og komast til Paradísar. Þetta eru hinar fimm stoðir, bænin, ölmusan til handa Múslímum, pílagrímsferðin til Mekka, fastan og yfirlýsing um að Múhameð sé síðasti spámaðurinn.
Djákninn á Myrká (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:32
ÍSLAMSKUR HUGARHEIMUR OG RÖKSEMDAFÆRSLA.
Tvöfeldni Íslams eru meir blekkjandi og býður upp á tvo kosti um það hvernig eigi að meðhöndla hina vantrúuðu. Hægt er að meðhöndla hinn vantrúaða sæmilega vel, á sama hátt og bóndinn meðhöndlar nautgripi sína. Á þann hátt getur Íslam verið „vingjarnleg,“ en á engan hátt getur hinn vantrúaði verið ,,bróðir“ eða vinur. Staðreyndin er sú að í 14 versum Kóransins finnst samúð – en Múslími er aldrei vinur hins vantrúaða. Múslími getur verið ,,vingjarnlegur“ en hann er aldrei raunverulegur vinur. Og sé Múslími raunverulegur vinur, merkir það einfaldlega að hann er að sama skapi ekki raunverulegur Múslími, heldur ,,hræsnari.“
Svo við endurtökum þetta, þá eru öll vísindi grundvölluð á lögmálum andstæðnanna. Ef tveir hlutir eru gagnstæður, þá verður að minnsta kosti annar þeirra að vera rangur. En samkvæmt Íslamskri rökfræði, þá geta tvær andstæðar staðhæfingar báðar verið réttar. Íslam notast við tvenndar rökfræði en við notum vísindalegar röksemdafærslur eindarhyggjunnar.
Þar sem Íslam notar röksemdafærslur tvöfeldninnar í siðfræði, þá er Íslam ofar okkar skilningi. Múslímar hugsa öðru vísi en við og hafa aðrar tilfinningar. Þannig að andúð okkar er grundvölluð á ótta og höfnun á Íslamskri siðfræði og rökfræði. Þessi andúð veldur því að við forðumst að kynna okkur Íslam, þannig að við erum fáfróðir um málavöxtu og við höldum áfram að vera það.
Djákninn á Myrká (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:37
Var ekki verið að biðja þig að hætta þessu spammi Skúli?
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:38
Bryndís. Hvað kemur þetta við umræðunni um íslam og illsku múhameðs. Kristnir menn voru líka vondir í gamla daga kjaftæði. Ef þér fannst Fitna ómerkileg hvernig geturðu þá mælt með þessu myndskrípi?
marco (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 12:19
Fyrir hverju er verið að loka augunum? Ef vesturlönd eru slæm fyrir þá höfum við ekkert að gera með að bæta við hinum íslamska viðbjóði.
Þú villt ekki að öfgamúslimum og hófsömum múslimum sé ruglað saman. Samt ertu til í að henda kristindóminum og öðrum mannbætandi og fallegum trúarbrögðum í sömu öskutunnu og íslam á heima í.
Ég hef séð einhver íslömsk svör við fitna. Þau eru ágætis skemmtun en svo sem ekkert betri en bullið með íslamópoppinu. Í einni voru tekin dæmi um ofbeldi í nýja testamentinu. Setning eftir setningu úr píslarsögum krists eins og hún geti á einhvern hátt svert boðskapinn.
marco (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 12:51
Ég hef aldrei haldið því fram að ekki séu til vondir staðir í biblíunni. Andi kristinnar trúar í samræmi við ritninguna er allur annar en íslams.
Ágætt dæmi með samkynhneygða. Þú veist að þeir eru hengdir víða í löndum íslams. En það er náttúrulega svipað óréttlæti og þegar íslenska þjóðkirkjan neitar samkynhneygðum um nákvæmlega eins giftingu og gagnkynhneygðum.
Ef þú ert kristin og ákveður að hatast út í samkynhneygða þá er það þitt mál. Þú getur stutt það með örfáum málsgreinum úr öllu þessu mikla riti sem ritað var á hundruðum ára.
Jesús sagði þeim syndlausu að grýta konuna bersyndugu og skríllinn sneyptist heim. Við sömu aðstöðu hefði múhameð tekið þátt í grýtingunni því hún hefði að einu og öllu verið að vilja Allah og kóraninn varar múslima við að milda refsingar þær sem Allah setur fyrir.
marco (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:16
Góðan daginn Jesús Kristur,
Gleymdirðu að taka pilllurnar þínar í morgun?
Anna í Grænuhlíð (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:46
Þetta myndband tengist nú alveg umræðuun. Þetta er nákvæmlega sami áróðurinn og er verið að bombardera gegn múslimum, og s´nir vel að hatursáróður finnst alls staðar. Gott, nei, en sambærilegt á við FITNA. Í þessu bloggi þar sem lagt er upp með að ræða fordóma í garð múslima hér á landi, hefur breyst í það að menn telja sig þurfa að sanna það, með því að demba mörgum færslum uppfullum af henfðbundnum hatursáróðri í garð múslima.
Svo vill ég benda SKúla/Djáknanum og fleirum af slíku taig, að þó það séu frjáls skoðanaskipti leyfð hér, þá sætti ég mig alls ekki við spam og gef því þessa aðvörun einu sinni. Vinsamlegast sýnið mér og öðrum þeim sem skiptast á skoðunum hér, þá virðingu ellegar verður viðkomandi IP-tala bönnuð
AK-72, 4.6.2008 kl. 13:57
Bryndís. Þetta er bara rangt!
marco (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:16
Ég hef lesið bæði ritin. Held að þú mættir gera slíkt hið sama. Það er alltaf best að hafa þekkinguna frá fyrstu hendi. Gættu þess bara að biblían er mjög margar bækur, skrifaðar af mörgum á löngum tíma. Í henni talar guð ekki beint við sendiboða í gegnum Gabríel erkiengil eins og hann á að hafa gert í kóraninum. Kóraninn er þ.a.l. mikið meiri "stórisannleikur".
Gangi þér vel!
marco (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:01
Þau fjalla bæði um guð en boðskapurinn er ólíkur. Í Kóraninum talar Allah alltaf beint til lesandans en í biblíunni eru mikið meiri frásagnir. Allah sér fyrir öllum búksorgum spámannsins en Jehóvah leggur á þá miklar raunir. Til dæmis.
marco (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:51
Skúli/Anna í Grænuhlíð:
Ég var að spá í að mæla með því að senda þig í uppistandskeppni.....en sé núna að þú kannt bara einn brandara ;-)
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 16:37
Það mætti nú ef til vill láta eftirfarandi koma fram:
Nýja Testamentið er trúarrit Kristinna manna, Gamla Testamentið er trúarrit Gyðinga og Kóraninn er trúarrit Múslíma, en einnig jafnframt stjórnarskrá bæði Saudi Arabíu og Írans.
En mér finnst nú að hann ,,Jesús Kristur" hérna að ofan á þræðinum hefði átt að koma þessu á hreint, en ekki láta verkið bíða eftir mér, enda ég bara lítilfjörlegur djákni og meir en segja síðustjórinn búinn að setja málfrelsiskvóta á mig.
Djákninn á Myrká (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 19:58
Marco! Sami Guðinn, ekki vafi. Mismunandi stofnanir hafa náð taki á opinberuninni og mismunandi manneskjur túlkandi þessar opinberanir hatandi hvor aðra. þar eru fjölmargir múhameðstrúarmenn ekki barnanna bestir nú um stundir. Var að ræða við norskan lektor einn daginn sem lagði þá þó aðeins að jöfnu við bandaríska evangelista. Ég held, samkvæmt því, að okkur stafi meiri hætta af Gunnari í Krossinum en Múhamed nú um stundir. Ég hef þó af hvorugum áhyggjur. kv. B
p.s Ef þú vilt get ég gefið þér upplýsingar um námsferil min. Hann batnaði eftir því sem á leið og endaði glæsilega. Kv.
Baldur Kristjánsson, 4.6.2008 kl. 21:42
"Ég held, samkvæmt því, að okkur stafi meiri hætta af Gunnari í Krossinum en Múhamed nú um stundir.".
Góður punktur, tek ofan fyrir þér.
Skúli vinur vor með spammræpuna er einmitt einn af sauðum hans.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 22:30
Baldur. Takk fyrir svörin.
Kóraninn heldur því fram að Jesús hafi ekki verið sonur guðs, ekki guðleg vera og hann hafi ekki risið upp frá dauðum. Telur þú þrátt fyrir þetta að Múhameð sé spámaður Jehóva?
Á hvað hátt getur Gunnar í Krossinum talist hættulegur og þá hverjum?
Ég tek þig fullkomlega trúanlegan um námsferill þinn.
Jesús. Ertu með Skúlafóbíu? Er það vegna hennar sem hann er alltaf að minna þig á lyfin þín?
marco (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 22:54
Góðan daginn Jesús Kristur,
Ætlarðu ekki að koma því í verk að svara færslu nr. 118 vafningalaust.
Er ég að segja satt eða er ég að ljúga með þeirri staðhæfingu að Nýja Testamentið sé trúarrit Kristinna manna.
Svo til hans Baldurs.
Það vita allir sem hafa lesið þessi trúarrit að Múhameð og Íslam er einstætt fyrirbrigði í trúarbragðasögunni og ,,Jesús Kristur" Múhameðs er allt annað hugtak heldur en sá ,,Jesús Kristur" sem er kynntur í Nýja Testamentinu.
Þú getur ekki troðið Jesús Kristi og Múhameð niður í sama ,,Fjölmenningarpokann" þó þú feginn vildir ,,Múhameð" mundi strax drepa ,,Jesús Krist" samkv.Kóran 008:039 og 009:005 mætti fljóta með.
En hvað veit ég lítilfjölrlegur djákni á Myrká, sem þó hefur lesið flest öll trúarrit heimsins og dettur ekki í hug að halda því fram að allar guðshugmyndir séu eins. Enda er ég þekktastur fyrir þessi fleygu orð: ,,Garún, Garún, sérðu ekki hvítan blett í hnakka mínum, Garún, Garún? áður en ég stakk mér ofan í gröfina."
Djákninn á Myrká (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:06
Góðann daginn Skúli Djákni.
Ég taldi nú ekki mikla þörf á að svara þessu en skal láta undan.
Þetta fer náttúrulega algjörlega eftir því hvaða kristna fólk þú ert að tala um.
Becky Fisher sem fjallað var um í myndinni Jesus Camp er mjög dugleg að vitna í gamla testamentið. Hún kallar sig kristna.
Og ef mér skjátlast ekki þá er Gunnar forstöðumaður safnaðar þíns mjög duglegur að vitna í GT þegar hann viðrar skoðanir sínar um "kynvillinga". Krossinn er "kristinn" söfnuður ekki satt?
Hvað hina íslensku þjóðkirkju varðar þá er líklega rétt að hún boðar aðallega nýja testamentið. Og hamrar í raun bara á því sem er jákvætt í því...svokölluð grænsápuguðfræði.
Þannig að að segja að Nýja Testamentið sé trúarrit kristinna og að þeir hunsi það gamla er ofureinföldun og alls ekki rétt. Kristnir eru jafn margvíslegir og þeir eru margir.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:48
Sæll aftur Jesús Kristur, Þú ert sem sagt að segja að Kristið fólk sé í raun og veru ekki kristið af því að það trúi á eitthvað annað.
En þú hefur ekki enn svarað spurningunni hvort Nýja Testamentið sé trúarrit Kristinna manna? Það þýðir ekkert fyrir þig að þvæla út og suður um þessi efni, annað hvort stendurðu undir nafni eða þú ert kominn í hinn arabiska ,,taqiya" leik og þá vitum við hver hefur yfirtekið heilann á þér.
Af hverju þvælist það fyrir sjálfum ,,Jesús Kristi" að svara svona einfaldri spurningu upp á ,,já" eða ,,Nei." Eða er Múhameð skriðinn ínn í heilabúið á þér?
Þú ættir ef til vill að biðja hann Séra Baldur að hjálpa þér með þetta, það ætti varla að þvælast fyrir honum að svara þessu, jafnvel í fjölmenningarlegu samhengi.
Djákninn á Myrká (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 11:39
Skúli minn,
Það að heilinn í þér sé það einfaldur að þú teljir "Kristna menn" vera alla eins og hugsa eins er líklega eitthvað sem ætti ekki að koma mér á óvart miðað við málflutning þinn fram að þessu.
Einmitt af því að kristnir menn eru ekki allir eins þá er ekki hægt að svara þessu með "já" eða "nei".
Ef þú vilt fá eitthvað sem er í ætt við absólút svar við þessu það verður það þetta:
Biblían (GT+NT) er trúarrit kristinna manna. Tilhneigingin er að leggja meiri áherslu á NT en það er ekki algilt.
Betur get ég ekki orðað það fyrir þig kallinn minn.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 11:47
Sæll aftur Jesús Kristur,
Það getur vel verið að ég sé einfaldur, en skólaeinkunnir gáfu annað til kynna á sínum tíma.
Ég er ekki kristinn af því sem stendur í Gamlatestamentinu eða skilgreiningum Kóransins og Múhameðs á Kristnidóminum, heldur því sem stendur í Guðspjöllum Nýja Testamentisins og er haft eftir hinum eina sanna Jesús Kristi. Lestu vel það sem Jesús Kristur segir í Matt.: 23:23. Lestu það svona tíu, tuttugu sinnum og þá uppgötvarðu að hann trompar þar út GT.
Þú ert nú svo mikið barn ,,Jesús Kristur" að telja upp tengsl sértrúarsöfnuða og tilvitnanir í GT og telur það vera ríkjandi stefnur meðal Kristinna manna. Það er ekki svo. T.d. að því er varðar samkynhneigða. Ekki hefi ég neitt út á það fólk að setja eða giftingar þess. Það má hafa það eins og því sýnist mín vegna svo fremi að það sé friðsamt fólk, auk þess má fólk trúa á stokka og steina fyrir mér svo lengi sem það er friðsamt. Því síður að Nýja eða Gamla Testamentið sé stjórnarskrá neinna vestrænna ríkja.
Kóraninn er hins vegar annað hvort beinn lagabálkur Múslíma eða óbeinn þar sem þeir stjórna, ásamt Annálunum og Ævisögu Múhameðs.
,,Jesús Kristur" prófaðu að spyrja Séra Baldur K. að því hvort að hann sé kristinn út af því sem stendur í Kóraninum og skilgreiningum Múhameðs á Kristnidóminum. Það yrði fróðlegt svar fyrir þig, sem kæmi út úr því. Auðvitað er Séra Baldur margfróður maður og hefur lesið Kóraninn eins og önnur trúarrit, geri ég ráð fyrir.
Þú hefur ekki ennþá svarað spurningunni beint um það hvort Nýja Testamentið sé trúarrit Kristinna manna. Heldurðu ef til vill að það sé Kóraninn? Vafalaust mundi Imaminn þinn segja þér það í næstu Mosku. Ef til vill gæti Séra Baldur aðstoðað þig við svarið?
Djákninn á Myrká (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 13:16
Djákni
Það má vel vera að þú sért kristinn út af því sem stendur í nýja testamentinu en ekki því gamla EN það breytir því ekki að þetta eru bæði trúarrit Kristinna manna og meira að segja gefin út saman undir nafninu BIBLÍAN.
Að sama skapi má telja líklegt að flestir múslimar séu múslimar vegna þeirra hluta Kóransins þar sem fjallað er um segjum jafnrétti og aðstoð við fátæka en ekki endilega vegna hverrar einustu línu sem ekki eiga við 1300 árum eftir að þau voru rituð.
Skrítið hvernig sumir "kristnir" menn virðast telja sig geta valið og hafnað úr eigin trúarritum en eru svo staðfastastir allra á því að það sé ómögulegt fyrir múslima að gera slíkt hið sama !
Kennarinn (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 15:53
Samvæmt Islam kemur Jesú Kristur á skýjum himins á hinum efsta degi alveg eins og í kristinni kenningu.
Legg Múhamed og Krist ekki að jöfnu. (JK guðlegur og hinn ekki)
Tel ekki að Gunnar í Krossinum sé hættulegur. En ég tel bókstafstrú hættulega og í þeim skilningi þá sem eru harðastir í henni. Kv.
Baldur Kristjánsson, 5.6.2008 kl. 16:34
Góðan daginn Kennarinn. Ég hef ekki séð þetta ,,Kennara" nafn áður á þessum þræði, en fyrst svo virðulegt orð er notað þá væntir maður nokkurrar þekkingar af þeim sem stendur á bak við nafnið.
Það eru aðeins örfá atriði sem þú kemur inn á í færslu 127. Eitt er Biblían sameinuð af GT og NT. Það merkir hins vegar ekki að Kristið fólk sé kristið vegna þess sem stendur í GT, eða vegna skilgreiningar Múhameðs Sendiboða á Kristnidóminum í Kóraninum. Trúarjátning okkar Kristinna manna er fremst Sálmabókinni og er framsögn hennar hluti af öllum þeim sunnudagsmessum sem ég fer í. Það er alveg skýrt þar um hvað er að ræða, trúin á Jesús Krist.
Ég viðurkenni það fúslega að þau orð sem Múhameð lætur falla um munaðarlausa í Kóraninum eru samúðarfull og falleg. Hins vegar koma þau ekki til af neinu góðu. Þau stafa frá aðstæðum í hans eigin lífi því faðir hans Abdullah lést á fyrsta aldursári Múhameðs, en móðirin varð að láta hann til fósturs út til fóstru í eyðimörkinni og þar hafði hann illt líf, því móðir hans gat ekki alltaf borgað uppihald hans. Móðir hans lést þegar hann var um 6 ára og þá fór hann í fóstur til móðurbróðurs síns og hafði það nokkuð gott hjá honum.
Það sem þú segir hins vegar um jafnrétti er út af borðinu og fráleitt. Það er lítið til af því í boðskap Múhameðs, hvort sem um er að ræða konur og karla, eða frjálsa eða þræla, Múslíma eða Ekki-Múslíma osfrv
Sjá http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2008/4/22/rasismi-muslima-gegn-kristnu-folki/.Það getum við t.d. séð í erfðalögunum í 4. kafla Kóransins um skiptingu arfs.
og http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2008/4/21/heidursmord-og-stada-kvenna-i-islam/
Biblían er fjölmargar bækur teknar saman á 1000 - 2000 árum eða meira. Sumar eru sögulegar, þróunarlegar, lagalegar, pólitískar, dæmissögur, kvæðabálkar, helgiljóð, heilræði, talnaspeki, stjörnufræði, landafræði, opinberanir og spádómar osfrv. osfrv.
Kóraninn er hins vegar opinberanir eins manns sem þurfti ritara til að skrifa niður eftir sig og lesa fyrir sig og samanstendur af aðeins 6246 málsgreinum, sem skipt er í 114 kafla og raðað eftir lengd. Sá lengsti nr. 2 og heitir ,,Kýrin" er næstfremstur en þaðan í frá styttast þeir með hverjum kaflanum sem líður. Ef hann væri skipulagður og sleppt öllum endurtekningum þá kæmist hann fyrir á um 35-40 bls. í A4 stærð.
Djákninn á Myrká (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 16:36
Kennari. Þetta er greindarlega mælt allt saman hjá þér. Mér hefur ekki dottið í hug að múslimar séu yfir höfuð neitt verra fólk en gengur og gerist.
Hins vegar er kóraninn að stærstum hluta pólítískt rit. Lagabók sem heldur iðkendum sínum niðri eins og dæmin sanna um allan hinn íslamska heim. Eftir lestur kóransins þá tel ég hann það versta sem ég hef lesið af sturluðum hatursáróðri og ég tel túlkun talíbanana hárréttan á honum.
Ég tel Múhameð hafa verið eitthvað versta fúlmenni sem sagan kann frá að greina. Ég geri mér fullkomna grein fyrir að hugsun hans hefur spillt stórum hluta mannkyns þannig að því verður alls ekki breytt utan frá. Aftur á móti tel ég mjög mikilvægt að koma í veg fyrir spillingaráhrif hans á okkar heimshluta og þau ríki heims sem eru að mestu ósnortin.
Nái íslam útbreiðslu að einhverju marki þá kallar það alltaf á átök. Ef þið viljið uppgang nýnasisma þá fyllið allt af múslimum. Við munum þá sjá fram á víxlverkun ofbeldis og haturs sem gerir samfélag okkar miklu verra og miklu fáækara. Íslam hefur ekkert jákvætt fram að færa til vesturlanda þvert á móti kvennakúgun, skoðanakúgun, (sem aðeins er farið að bera á hér á landi) og fjölmenningu andskotans. Fjölmenning andskotans felst meðal annars í eftirliti á flugvöllum sem gengur jafnt yfir níræða langömmu úr Breiðholtinu og tvítugan taðskeggling frá Saudi-Arabíu með grænan borða um höfuðið, talnaband í annarri hendi og kóraninn í hinni.
marco (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 16:41
Baldur. Mér finnst þetta svar um Múhameð og Jesú nokkuð moðvolgt frá starfandi presti í þjóðkirkjunni.
Ein spurning í viðbót og svo skal ég hætta þessum eltingarleik, (í bili allavega). Telur þú að Múhameð hafi verið spámaður Jehóva og opinberanirnar séu vilji hans?
marco (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 16:47
..er það furða þó menn séu að skjóta stóra sannleikanum í höfuðið á hvor öðrum um allan heim! Og allir eru sannfærðir um að þeir hafi rétt fyrir sér. Fæ bara hjartslátt af að lesa svona. Fer og les DoktorE til að slappa af og læt mér nægja englatrú. Ekkert vesen..
Óskar Arnórsson, 7.6.2008 kl. 12:29
Þetta er áhugavert.
Greinin er góð, og af viðbrögðum örfárra vanstilltra einstaklinga að dæma er ekki langt í að við fáum að sjá íslenska útgáfu af 'dansk folkeparti' sem keyrir á hræðsluáróðri um glötun menningarlegra gilda og grófum popúlilsma.
Ég á ekkert vantalað við þessa vansælu vesalinga, en vegna þess að tilvik sem átti sér stað í Kaupmannahöfn nýlega sem er útmálað hér fyrir ofan eins og saklaus íslendingur hafi orðið fyrir grófri árás dæmigerðs múslímsks illmennis, get ég ekki látið hjá líða að leiðrétta.
Íslendingurinn er kolruglaður dópisti til margra ára og með margra metra langa sakaskrá á Íslandi. Hann er margdæmdur fyrir ofbeldi, meðal annars tilraun til manndráps (með hnífi, mjög írónískt), og hefur valdið samborgurum sínum á Íslandi tugmilljónatjóni með skemmdum og gripdeildum, fyrir nú utan það sem hefur kostað að geyma hann í tukthúsinu í nokkur ár, auk annarra stofnana sem maðurinn hefur dvalist á.
Fram hefur komið að maðurinn (sem var undir áhrifum ýmissa vímugjafa, flestra örvandi) veittist gróflega að ódæðismönnunum ægilegu. Heimildamenn hjá Kaupmannahafnarlögreglunni hafa gefið út að lögreglan telji sýnt að um nauðvörn hafi verið að ræða af hálfu hinna úthrópuðu múslimsku fóla.
Bara svona svo fólk geti nú einu sinni haft fyrir satt, það sem réttara er.
Netverji í Danaveldi (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 07:47
Netverji! Hringu aftur í lögreglunna og spurðu hvað stóra hnífa má nota og hversu oft má stinga, og hversu löng sakaskráinn þarf að vera, hversu dópaður viðkomandi þarf að vera og svona almennar uppl. um í hvaða standi menn þurfa að vera svo maður geti stungið þá sér til varnar. Spurðu bara hvort ekki sé bara í lagi að skjóta þá! Miklu einfaldara..
Eða bara gerðu þetta einfalt! Spurðu bara hversu veikir þeir þurfa að vera svo maður megi stinga þá. Vissi ekki að það væru komin ný lög á Köben. Spurðu hvort sé í lagi að hafa sverð sér til varnar?
Heyrt að það sé eitthvað af dópistum með langa sakaskrá í Köben af öllum þjóðernum. Nauðvörn með hníf! Þvílík þvæla...
Óskar Arnórsson, 9.6.2008 kl. 08:15
Eitthvað held ég að þú ættir að hugsa þig um áður en þú býst til varnar Kaupmannahafnardólginum, Óskar.
Eggvopninu (sem var brauðhnífur, skv fréttum hér úti), var beitt í flaustri þegar Íslendingurinn alsaklausi réðist á mennina sem í sjoppunni voru, eftir að hafa komið af stað við þá orðaskaki. Mennirnir vildu ekki kannast við að vera skítugir apar og ýmislegt þaðan af verra sem vini þínum fannst við hæfi að kalla þá, og fannst þeir ekki þurfa að sitja undir svoleiðis í eigin búð. Fyrst mennirnir dirfðust að svara fyrir sig í eigin húsi, fannst Íslendingnum fróma hinsvegar hann vera í fullum rétti til að berja þá með hnefum og barefli, og þegar hann tók annan þeirra hálstaki og gerði sig líklegan til að drepa hann á staðnum, greip hinn í hníf og stakk þar til litla lambið frá Garðarshólma þurfti að sleppa stóra, vonda, ljóta múslimanum. Ekkert má nú.
Það sést best hvað vörnin var flaustursleg og laus við þann tilgang að beinlínis ganga af manninum dauðum, að þrátt fyrir 7 stungur, mun blessaður elsku kórdrengurinn ná fullri (van)heilsu von bráðar, og getur þá farið að dópa, stela, stinga og berja aftur að vild, eins og mun vera guðgefinn og sjálfsagður réttur hvers hreinborins Íslendings. Eða svo finnst mér mega lesa úr málflutningi sumra hér.
Til gamans má geta þess, að ég hef nú búið í baunaveldi í 3 ár, og umgengst fólk hvaðanæva að úr heiminum. Það er áberandi, að þeir aumingjar og ræflar sem verða vissulega á vegi manns endrum og sinnum, tilheyra engum einum hópi frekar en öðrum. Þó eru flestir þeirra Danir, en þeir eru jú líka í meirihluta hér. Víðtækar rannsóknir sem gerðar eru hér, sýna (danska þjóðarflokknum til mikils ama) að það er enginn munur á afbrotahegðun Dana og innflytjenda sem aðhyllast Íslam. Og það þrátt fyrir þá staðreynd að múslimar í danmörku verði fyrir gríðarlegu aðkasti og mismunun.
Eigi menn erfitt með að trúa því, er hægt að benda á prýðilega þætti sem sýndir voru hér í vor 'med andres öjne', þar sem þekktir einstaklingar (danskir) fengu að reyna á eigin skinni hvernig er að tilheyra minnihlutahópi. Með farða og þjálfun var dönskum danskennara breytt í araba, fyrirsætu í konu með afskræmt andlit, ungri fegurðardís í offitusjúkling og þar fram eftir götunum. Allir þátttakendur voru furðu lostnir og miður sín þegar þeir fengu að reyna viðmótið sem 'svona fólk' fær daglega.
En ég nenni ekki að standa í orðaskaki við tréhesta - þeir hafa sjaldan nokkuð vitrænt til málanna að leggja.
Netverji í Danaveldi (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:00
Takk netverji! :-)
Ertu að meina að MBL, Vísir og allir fjölmiðlar á Íslandi hafi gjörbreytt málflutningi sínum frá Dönskum blöðum og þeirra heimildarmenn í Köben séu mistúlkaðir af öllum á Íslandi?
Ef svo er Netverji, í alvöru, því það vill svo til að ég hef sjálfur ekki verið á Íslandi í 20 ár, er búin að vera tæp 3 ár á Íslandi með smá hléum, er enn í kúltursjokki yfir Íslandi, var reyndar að koma frá danmörku nýlega frá Danmörku.
Áttu einhverja grein úr dönsku blaði um þetta? Ég er bara ekkert að rengja þig núna Netverji! Á nefnilega vini í dönsku lögreglunni sjálfur. Hringdi í einn kunninja minn sem að vísu var ekki svo mikið inn í þessu máli, enn hann mælti reyndar meira með þinni sögu enn íslensku útgáfunni.
Hef gaman af staðreyndum, hef unnið hér áður fyrr við að afla þeirra og er farin að efast um þetta mál vegna skrifa þinna.
Eina afsökuninn sem ég hef fyrir að vera tréhestaur er að ég er Íslendingur. Þeim hefur fjölgað ískyggilega mikið síðan ég flutti héðan 1988.
Sendu mér eitthvað á maili meira um þetta mál. Væri gaman að skrifa um enn eina íslenska lýgi. Það er farið að líta svoleiðis út núna. var sannfærður að sá sem stakk hafi haft vopn á sér eins og það kemur út í fjölmiðlum hér a.m.k. Á sjálfur marga vini sem eru múslimar, bæði í Danmörku, Svíþjóð og nú einn á Íslandi.
Þræti aldrei við staðreyndir vinur. Enn það er auðvelt að láta fjölmiðla rugla sig hér á fróni.
Takk fyrir að þú svaraðir hressilega! Kann vel við það!
Búð eftir svari...
Óskar Arnórsson, 9.6.2008 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.