Sér grefur gröf Part II-Skömm Magnúsar

Það má segja að í dag að ýmislegt í fréttaflutningi hafi orðið til að ganga endanlega frá trúverðugleika Magnúsar Þórs og málfutnings hans í flóttamannamálinu stóra sem hann kom af stað upp á Skaga. Eitt af því fyrsta sem birtist í Fréttablaðinu, reyndar á ekkert svo áberandi stað, var frétt  um að Magnús Þor lét ekki sjá sig á fundinum um flóttamennina, þetta risastóra mál í hans augum sem hann missti meirihlutann út af og hefur gengið berserksgang út af, í lengri tíma. Afsökun hans fygldi fréttinni eða eins og segir þar:

„Ég komst ekki, ég var að sinna minni vinnu í Reykjavík," segir Magnús. Sjálfur hefur hann setið tvo kynningarfundi um málið hjá félagsmálanefnd.
„Ég hef gagnrýnt að ekki liggi nóg fyrir um bakgrunn og samsetningu hópsins. Ég geri ekki ráð fyrir að neinar upplýsingar hafi legið fyrir um það í gær."

Nú hefði maður haldið að Magnús hefði verið svo í mun að mæta upp á Skaga til að spyrja um þær upplýsingar sem honum þótti á skorta og fá þá á hreint svörin við spurningunum í greinargerðinni sem hann lagði fram. Maður hugsaði það samt svo að yfirmaður hans í vinnunni: Guðjón Arnar kristjánsson, hefði verið búinn að setja aðstoðarmanni sínum svo erfið og ströng verkefni á borð við blýantsydd, sængufataskipti, straujun og fleira sem þarf að gera fyrir eldhúsdag á Alþingi en því miður fyrir Magnús þá upplýsti Fréttablaðið á bls. 18 í dálkinum Frá degi til dags, hvað Magnús hefði nú haft fyrir stafni á meðan eða eins og segir þar:

"Fjöldi Akurnesinga sótti í fyrrakvöld kynningarfund um væntanlega komu palestínskra flóttamanna til bæjarins. Þrátt fyrir hrakspár úr ranni sumra bæjarbúa að undanförnu voru fundargestir flestir hinir kátustu með fyrirætlanirnar og sumir spurðu jafnvel hvort ekki væri hægt að flýta komu fólksins. Þessi jákvæðu viðbrögð eiga sér þó kannski eðlilega skýringu, því á fundinn vantaði magnarann á óánægjuraddirnar, Magnús Þór Hafsteinsson. Varaborgarfulltrúi Frjálslyndra var hins vegar löglega afsakaður á öðrum fundi - í stjórn Sundsambands Íslands."

Þrátt fyrir að stjórnarfundur hjá Sundsambandi Íslands sé örugglega hið mesta þarfaþing, þá efast ég nú stórlega um að það jafnist á við umfjöllun um 30 mannslíf, þó góður sundmaður geti bjargað einu slíku,. Einkar aumkunarverðara verður þetta þegar maður hugsar til þess að Magnús hefur gert þetta að einstöku deilumáli þar sem hann hefur þvílíkt hrópað fullyrðingar og veifað spurningum í krossferð sinni fyrir "velferð bæjarbúa og framtíð".

En talandi um greinargerðina, þá komum við að þessari frétt sem hér er bloggað við þar sem er vitnað er í tölvupóst frá Magnúsi sem hann lét frá sér þann 6. apríl. Ef við kíkjum á nokkur atriði í greinargerðinni frá 8. maí og berum saman við tölvupóstinn þá má sjá ýmisleg áhugaverð atriði.

Í greinargerðinni stendur m.a. þetta:"Fjölmiðlar 6. maí 2008 greindu frá því að ríkisstjórnin hefði nú ákveðið að bjóða allt að 30 palestínskum flóttamönnum hæli hér á landi, og að þessi hópur komi til landsins í sumar. Samkvæmt tilkynningu félagsmálaráðuneytisins er hér um að ræða fólk sem nú býr í Al – Waleed flóttamannabúðunum sem eru á landamærum Írak og Sýrlands. Ekki bárust neinar upplýsingar um að þetta væri sá hópur sem Akranesbær hefur verið beðinn um að taka á móti, þar til þessi frétt kom fram í fjölmiðlum síðdegis 6. maí."

Ef við kíkjum svo á tölvubréf Magnúsar, þá má sjá að hann hefur þegar haft einhverja hugmynd um hvaðan fólkið kæm eftir að hafa að sjálfsögðu þusað um að það væru útlendingar í bænum:"Að ætla síðan að láta sér detta í hug að bæta við 60 manns sem koma úr flóttamannabúðum og hafa upplifað ýmislegt (talað hefur verið um fólk frá Palestínu)"

Margt fleira var örugglega borðliggjandi með spurningar Magnúsar í því moldviðri sem hann kom af stað, eins og ég minntist á áður með íbúðarmál, samsetningu og annað sem viðkom Rauða Krossinum og ríkinu. Aftur á móti hefur hann gerst sekur um margar rangfærslur í viðbót fyrir utan vitneskju sína og dregið aðra með sig inn í lygina á borð við yfirmann sinn í vinnunni sem þvertók fyrir það að Magnús væri nokk á móti komu fólksins því í tölvubréfinu stendur skýrt:"„... Kemur bara ekki til mála. Ef bærinn vill hjálpa flóttafólki þá er miklu nær að styðja samtök eins og kirkjuna eða Rauða krossinn til hjálparstarfa í flóttamannabúðum í staðinn fyrir að flytja vandamálin hingað. Við höfum nóg með okkur sjálf hér heima."

Þó Magnús beri við frumskyldu sveitarfélagsins, þá er nú einnig nokkuð til sem heitir mannúð og skylda okkar til að reyna að bjarga lífum ef við getum, nokkuð sem flestir telja mun mikilvægara en að kaupa nýja bolta handa fótboltaliðinu og slíka hluti sem mörg svietarfélgö ástunda. 

En eitt af því sem Magnús gerir sig þar að auki sekur um og það er hvenrig hann lítur niður á fólkið. Í augum hans og heittrúaðra stuðningsmanna hans er fólkið fyrst og fremst baggi, plága og/eða afætur. Það er ekk ieinu sinni eins og honum sem og öðrum af hans tagi, detti til hugar að fólkið sem kemur, muni ekki fara á vinnumarkaðinn og muni ekki borga skatta til samfélagsins sem það verður hluti af, líkt og sjá má hér og taka má fleiri dæmi um:"Það má færa sterk rök fyrir því að þetta flóttafólk muni ekki hverfa héðan nema að takmörkuðu leyti þar sem við erum svo nálægt Reykjavíkursvæðinu. Ríkið greiðir í raun bara kostnað við móttöku og svo er þetta meira eða minna á okkar herðum." Svo játa ég að þessi komment um að fólkið muni ekki hverfa nema að takmörkuðu leyti fær mig til að hrista hausinn í skilningsleysi, hvað er maðurinn að fara? 

Maður gæti örugglega týnt meira til en maður er þá kannski farinn að sparka í liggjandi mann en ég get ekki annað en spurt hvernig Magnús getur horft yfirleitt framan í fólk, vitandi upp á sig skömmina með allar lygarnar, rangfærslurnar, gífuryrðin og skætinginn sem hann hefur látið út úr sér? Ég get því ekki annað en heimfært orðs umdeilds manns sem sagði þetta um annan tækifærissinnaðan valdamann sem blekkti fólk og spilaði á ótta fólks, upp á Magnús og segi því að lokum þar til Magnús biðst afsökunar:

SHAME ON YOU, MAGNÚS ÞÓR!!! 

 


mbl.is „Við höfum nóg með okkur sjálf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei sko.  Búinn að bora í nefið.  Saddur og sæll.

marco (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 22:12

2 Smámynd: Neddi

Passaðu þig að bora ekki of langt, marco minn, því þetta litla sem er í kollinum á þér gæti lekið í burtu.

Neddi, 28.5.2008 kl. 23:36

3 identicon

Takk fyrir fínan og upplýsandi pistil. 

Þú minnist aðeins á vinnuþátttöku væntanlegra flóttamanna.  Magnús fjallaði lítillega um það í hinni "vönduðu" greinagerð.  Þar voru kostirnir tveir.  Hinn fyrri var að konurnar fengju vinnu en það var ekki gott því þá væru þær að taka vinnu frá Íslendingum.  Síðari kosturinn var að flóttakonurnar fengju ekki vinnu.  Það þótti Magnúsi síst skárra eða eins og hann orðaði það svo stórmannlega:

Og hvað gerum við ef konurnar fara ekki á vinnumarkaðinn? Hver á að framfleyta þessum fjölskyldum þá? Bæjarsjóður?

Svona segja auðvitað ekki nema örgustu %&/(#$%

Jón Kr. (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 00:10

4 identicon

neddi.  Þú verður að "drulla" betur en þetta.  Svona "drull" þætti leim á leikskóla.

Jón Kr.   

Og hvað gerum við ef konurnar fara ekki á vinnumarkaðinn? Hver á að framfleyta þessum fjölskyldum þá? Bæjarsjóður?

Svona spurningum svara menn best með setningum sem byrja á Já en eða Nei en.  Þú aftur á móti ákveður að fara svívirðingaleiðina.

Svona segja auðvitað ekki nema örgustu %&/(#$%

Fyrir hvað stendur %&/(#$%.  Kommúnistar, kynvillingar, júðar, negrar, rottur, kakkalakkar?

marco (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:28

5 Smámynd: Neddi

Ég svara þér bara á sama þroskaleveli og þú ert

Neddi, 29.5.2008 kl. 14:32

6 identicon

Marco, lastu aldrei Andrésblöðin?  Þá hefðir þú skilið þetta.

Jón Kr. (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:17

7 identicon

Mér líst vel á Magnús Þór!

Hann lengi lifi.  Hann er mikill heiðursmaður og framsýnn.

Skúli Skúlason.

Immanhotem (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 123144

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband