Project 100 vantar enn fólk í heimildarmyndatöku

Fyrr í sumar þá setti ég færslu inn um Project 100 sem er hugarfóstur okkar félaganna í Heimildarmynaklúbbnum Hómer. Ætlun okkar er að fá 100 manns með Mini-DV vélar til að taka upp tónleikanna á Menningarnóttu í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rás 2. Í framhaldinu verður svo klippt saman heimildarmynd um upplifunina séð í gegnum þessa 100 einstaklinga og sýna á næstu Menningarnótt.

Þrátt fyrir að lítið hafi veirð auglýst og sumarfrí sem vinna hafi tekið sinn toll af undirbúningnum, þá hefur það samt skilað okkur nær þriðjungi þess mannskaps sem við þurfum. Nú erum við loks að reyna að koma þessu í fjölmiðla af viti og vonandi skilar því að við getum framkvæmt þetta. Ef einhverjir eru áhugasamir og vilja taka þátt í þessari heiimildarmyndagerð, endilega kíkið á heimasíðunna okkar og skráið ykkur:

www.projecthundred.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hefði verið gaman að taka þátt í þessu, en verð ekki á landinu. Gangi ykkur vel!

Villi Asgeirsson, 5.8.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: AK-72

Takk, Villi. Fer allt eftir því hvort við náum mannskapnum sem til þarf, svo endilega þeir sem hafi áhuga skrái sig sem fyrst.

AK-72, 5.8.2008 kl. 18:55

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll AK-72. Ég er formaður Félags kvikmyndagertðarmanna og við gefum út fréttabréf sem fer til 700 aðila.

Settu upp auglýsingu og sendu mér og ég skal koma henni í fréttabréfið.

Kíktu á www.filmmakers.is

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.8.2008 kl. 20:41

4 identicon

Sælir

Ég skráði mig fyrir nokkru sem tökumann en hef enga staðfestingu fengið.

Ásvaldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 02:02

5 Smámynd: AK-72

Sæll, Ásvaldur og fyrirgefðu seint svar. Ég var út á landi og ekki í tölvusambandi en umsóknin virðist ekki hafa komist til okkar, og sá sem sá um þetta á meðan var ekki búinn að sjá þetta. Geturðu sent okkur póst með upplýsingum ASAP á umsokn@projecthundred.com eða skráð þig aftur?

AK-72, 22.8.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband