Kremlin við Reykjavíkurtjörn

Í den þá áttum við vinirnir til að grípa í ýmiskonar borðspil okkur til skemmtunar. Eitt af þeim spilum sem var gripið í þegar heilinn var ekki stemmdur fyrir flókna hluti á borð við útfærslu landamæra Þriðja ríkisins eða Machiavellískar rýtingsstungur á Endurreisnar-tímabilinu, var skemmtilegt spil sem hét Kremlin. Kremlin var spil sem var frekar einfalt og gekk út á valdabaráttu í Kreml. Þar kljáðust fylkingar á um það hver ætti aðalritarann og var fjárfest á ýmsan hátt í skrautlegum persónum á borð við kvennabósann Vikotr Vaselín, spilasjúkan hershöfðingja sem hafði sér til frægðar unnið að tapa skriðdrekanum sínum til ítalskra hermanna við Stalingrad og fyrrum kúluvarpsdrottningu sem var ókrýndur Sovétmeistari í bjarndýraglímu kvenna. Til að vinna spilið þurfit maður að "eiga" sama aðalritarann þrjú ár í röðog láta hann veifa á 1. maí til almennings(eina skiptið sem minnst var á pöpulinn þar). Öllum brögðum var beitt á bak við tjöldin, stressfaktor á þessum karakterum með KGB-rannsóknum, mönnum komið fyrir á heilsuhæli eða jafnvel sendir á sovéskt geðveikrahæli í þrjú ár, ef enihver fylkingin náði meirihluta atkvæða í miðstjórn flokksins. 

Einhvern veginn er ástandið í ráðhúsinu, rýtingsstungur og örvæntingarfull plott Sjálfstæðismanna, farinn að minna ískyggilega á spilið. Vilhjálmur veifaði eitt sinn á 17. júní til almennings en vegna innri baráttu fylkinga í flokknum sem tengdust REI-máli þá varð hann að láta sig hverfa og önnur fylking náði stólnum en ekki 17. júní. Nú eru Sjálfstæðismenn svo byrjaðir að biðla til Óskars B. um samstarf, þegar Ólafur F. gengur ekki í takt við skipanir þeirra og asnast til að hafa sjálfstæðan vilja til að gera hluti, bæði góða og slæma,jafnvel þó að hann sé búiinn að veifa einu sinni á 17. júní. Óskar Bergs vill þó ekki láta kaupa sig nema að aðalritaranum, fyrirgefið borgarstjóranum, verði hent í burtu.

En er Óskar einnig tilbúinn til þess að gleyma því sem hann sagði eftir ókvæðisorð og brjálæðisköstin sem Sjálfstæðismenn tóku, eftir að Björn Ingi stakk þá í bakið? Þá sagði Óskar að það væri eitt gott með REI-málið og yfirgang Sjálfstæðismanna þar þar sem Hanna Birna ætlaðist til að Framsóknarmennirnir gerðu bara það sem þeim væri sagt, Sjálfstæðismenn réðu,og að það væri komið upp á yfirborðið hvað hann og Björn Ingi hefðu þurft að þola í "samstarfinu". Það má gera því skóna að Sjálfstæðismenn séu jafnvel tilbúnir til þess að leyfa Óskari að veifa eins og einn 17. júni fyrir kosningar, ef þeir fá einhvern sem hlýðir skipunum, í þeirri baráttu þeirra við að fá að veifa einnig á næsta tímabili.

Þó borgarstjórastóll væri freistandi ásamt ótakmörkuðu aðgengi að kjötkötlum, þá vona ég að Óskar beri gæfa og gáfur til þess að láta ekki freistast til að reyna að skera Sjálfstæðisflokkinn úr snöru valdagræðgi og spillingar sem er að herpast að hálsi flokksins þar. Hættan er sú að Framsóknarmennirnir flækist í snörunni sjálfir og dauðateygjur þeirra verðii endanlegar í borginni um leið og líkið af Sjálfstæðisflokknum er holað niður í mengaðri tjörninni, andargreyjunum lítt til ánægju.

Andargreyin hafa þó fengið einnig að finna fyrir þessu því nú er sá sem vildi fækka mávunum sem ónáða endurnar, á leið á heilsuhæli við Svartahafið....fyrirgefið, í háskólanám til Edinborgar. Endurnar höfðu bundið vonir til hans en sáu fljótt efir REI-mál að það væri nú betra að losna við mávabannan í burtu þar sem hann hafði misst áhugann og andafylkingin í Sjálfstæðisflokknum hafði ekki haft efni á að kaupa hann aftur til starfa. Jóakim hefur greinielga ekki tímt því.

Að lokum þá er spurningin með að fara að finna þetta spil aftur. Reyndar leitaði ég nýverið að því eða fyrir ca. 2 árum og miðað við hvað er í gangi í borginni, þá er spurning hvort ég rölti ekki upp í Valhöll og biðji þá um að skila því. Það er nefnilega miklu skemmtilegra að spila það heima í stofu við vini sína en að horfa á spilið leikið með raunverulegum persónum í Kremlin við tjörnina.


mbl.is Vilja styrkja meirihlutann í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 123128

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband