Opið bréf til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks

Nú get ég ekki lengur bundist orðum yfir framgöngu og framferði ykkar, eftir að hafa horft á ofsaakstur Hönnu Birnu úr ráðhúsinu, laumupúkahátt bakdyramegin úr Ráðhúsinu og svaraleysi ykkar þegar beðið er um svör hvað sé í gangi. Þið skuldið borgarbúum skýringar á hvað er að gerast því þið eruð í vinnu fyrir OKKUR BORGARBÚA, ekki fyrir flokkinn, ekki fyrir sjálfa ykkur og ekki fyrir hagsmuna-aðila á borð við verktaka sem vilja fá Bitruvirkjun eða Listaháskólann á borð til sín í kreppunni. Við borgarbúar viljum svör um hvað sé að gerast í þessum skrípaleik sem þið hafið komið af stað í þessum farsa valdagræðgi  og við viljum einnig fá SKÝR SVÖR um hvort við séum að fá enn einn borgarstjórameirihlutann og SKÝR SVÖR um hvers vegna þið teljið ykkur fært á að sitja áfram. Meira að sgja einn af ykkar mönnum er greinilega búinn að fá nóg og er að flýja land frá ástandi sem lætur ítölsk stjórnmál líta út eins og Þingvallarvatn á lygnum degi.

Einnig vill ég sem borgarbúi fá að vita sannleikann um hvað veldur þessi upphlaupi nú og engar refjar.  Þið kvittuðu upp á samkomulag þar sem talað var um að varðveita götumynd við Laugaveg en þegar hönnuðir Listaháskóla skila af sér kubbaskrímsli sem stendur í stúf við umhverfið, þá er stefnu-yfirlýsing ykkar ekki þóknanleg. Eru það hagsmunir verktaka í miðbænum og Landsbankamanna sem valda þessu upphlaupi nú hjá ykkur?

Einnig berast fréttir af því að að aðalástæða þessarar skyndilegu skrípaláta ykkar, að það sé vegna ráðningu manns sem fyrrum formaður flokksins ber heift til go hans fylgismenn. ER ÞAÐ RÉTT?? Ef svo er, eruð þið að þjóna hagsmunum borgarbúa með því að láta persónulega gremju formannsins fyrrverandi og fylgismanna, setja allt á annan endann hér? Eigið þið þá ekki að segja af ykkur ef þið getið ekki komið ykkur yfir sandkassaþroskann? 

Ég tel að ég sem borgarbúi og útsvarsgreiðandi eigi heimtingu á svörum og það strax. Þessi farsi sem þið hafið sett í gang, fær mann til þess að íhuga þann kost að sækja um pólitískt hæli í Zimbabwe, þar er allavega tryggara stjórnmálaástand.

Og að lokum, þá segi ég aftur við ykkur, 

ÞIÐ ERUÐ AÐ VINNA FYRIR OKKUR BORGARBÚA, EKKI EIGIN RASS!

 


mbl.is Óvissa um meirihlutann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já sannarlega skulda þau okkur skýringar

Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Fyrir utan 65.000% verðbólguna sem ríkir í Zimbabwe, er sá kostur farinn að hljóma ágætlega. Þú gætir náttúrulega flutt yfir til okkar í Kópavoginn þar sem Gunnar hlustar ekki á neinu dellu.

Hrannar Baldursson, 14.8.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: AK-72

Verðbólgan segirðu Hrannar, manni sýnist hún nú allavega vera kominn á það skrið að við gætum nálgast Zimbabwe-búa innan nokkura ára.

Fjandinn hafi það, ég hétl að ég ætti aldrei að segja það en Kópavogur hljómar ekkert illa sem byggðakostur, jafnvel þó ég hafi einstaklega lítið álit á Gunnsa. 

Hvað gerðum við borgarbúar svo mikið af okkur til að verðskulda þennan skríl sem kann ekki að fara með völd?

AK-72, 14.8.2008 kl. 16:38

4 identicon

Sammála þér AK-72 og annað hvað á þetta eftir að kosta okkur útsvarsgreiðundur?

þessi endalausi skrípaleikur 

Mr;Magoo (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 17:17

5 Smámynd: Neddi

Ja, ekki kaus ég sjálfstæðisflokkinn og ég veit að AK gerði það ekki heldur.

En því miður voru ekki nógu margir sem fóru að fordæmi okkar.

Neddi, 15.8.2008 kl. 09:54

6 identicon

Nú þegar rykið er að setjast skulum við líta á nokkrar staðreyndir:

1.  Samstarf Sjálfstæðismanna og Ólafs F. gekk ekki upp.

2.  Samfylking og VG voru búin að lýsa yfir að þau myndu HVORKI fara í samstarf við  Sjálfstæðismenn NÉ Ólaf F. það sem eftir lifði kjörtímabilsins. Þar með sýndu þessir flokkar mikið ábyrgðarleysi og dæmdu sig til eyðimerkurgöngu í minnihluta.

3.  Þegar ofangreint er skoðað má öllum vitbornum mönnum vera ljóst að samstarf Sjálfstæðismanna og framsóknarmanna var EINI kosturinn í stöðunni.

4.  Af því sem er gengið á undan ættu allir aðilar máls að læra að það er slæmt að mynda meirihluta sem veltur á einum manni. (Það kann þó á stundum að vera eini mögulegi valkosturinn)

Kristján Haraldsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 12:34

7 identicon

Já, en þú gleymir því Kristján, að Dagur ætlar sér og finnst alveg sjálfsagt að hanni fái að velja hverjir úr hinum flokkunum fái að syngja með í kvartettinum.  Margrét á að vera í Altinum, Marsibil í Sópran, hann sjálfur í bassa og Þorleifur í Tenór.  Þannig komast þeir í átta borgarfulltrúa að meðtöldum varasöngskeifum.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 123171

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband