Bankamenn í skilanefndum: Að láta grunaða fjalla um glæpinn

Það er ekki annað hægt en að spyrja í ljósi síðustu fregna af Kaupþingi, hvort þurfi ekki að víkja tveimur starfsmönnum Kaupþings, sem þar sitja frá? Um er að ræða annarsvegar Guðný Örnu Sveinsdóttir sem var varamaður í stjórn gamla Kaupþings og yfirmaður fjármálasviðs þar og er í dag yfir fjármálum og rekstri samkv. skipuriti. Hinn aðilinn er Bjarki H. Diego sem var yfirmaður útlána hjá gamla Kaupþing og er yfir Fyrirtækjasviði í dag sem hann hafði áður umsýslu með, áður en útlánin féllu í hans skaut.. 

Ég get því miður ekki annað en sagt, að það ber að víkja þeim og starfsmönnum annara banka, úr skilanefndinni og þeim öllum yfirmönnum sem tengjast niðurfellingarmálum, innherjaviðskiptum, ehf.-undanskotum og IceSave til hliða, sem fyrst. Það þarf að tryggja að bankamenn nái ekki að hylja slóðina og bræða úr pappírstætaranum. Þess vegna er það alveg óskiljanlegt að þetta fólk situr enn á sínum stöðum og í skilanefndum ennþá, því þó það sé saklaust, þá er það sett í þá stöðu að fjalla um spillingarmál vina sinna og samstarfsfélaga. 

Ef það á að byggja upp traust aftur, þá gengur það hreinlega ekki upp að láta grunaða sýsla með gögn þeim tengd, og í dag liggja allir yfirmenn sem komu úr "gömlu" bnkunum undir grun, um að hafa tekið þátt í einhverju saknæmu. Þó að það sé sagt að maður eigi ekki að dæma fólk fyrifram, þá er staðan enfaldlega sú að það er búið að stela, svíkja, ljúga og svindla of mikið, að að.maður trúir ekki skilanefndum og stjórnendum banka í dag Maður treysti ekki heldur "óháðum" sérfræðingum sem maður veit ekki hvort séu heiðarlegir eða valdir með tilliti til hvítþvottar, og maður treystir heldur ekki Fjármálaeftirlitinu sem hefur sýnt af sér afburða vanhæfni.

Traustið er nefnilega dáið á Íslandi. Bankarnir myrtu það.

 

 


mbl.is Skoða meintar milljarðafærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Traustið er dáið á Íslandi út af því að fjölmiðlar blása upp allar sögusagnir sem þeir heyra og fólk gleypir það hrátt af því að það er áhyggjufullt og reitt fyrir vegna efnahagsástandsins.

Getur einhver nefnt frétt um þetta sem hefur ekki komið í ljós að var helvítis kjaftæði?

Ekki misskilja mig hérna, eftir því sem maður kemst næst þá er mikið af vafasamri háttsemi búin að vera í gangi en mig grunar að þau mál sem verði úr þessu verði eitthvað sem laganemar framtíðarinnar muni leiðast yfir í félagarétti fremur en safaríkir fjölmiðlasirkusar.

Páll Jónsson, 6.11.2008 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 123148

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband