7.11.2008 | 00:35
Opinn borgarafundur í Iðnó laugardag kl. 13:00
Ég ætla að auglýsa hér með borgarafund sem á að vera í Iðnó á laugardaginn. S'iðasti fundur var magnaður og og stemmingin svakaleg. Það sem var þó best við fundinn var það að maður fékk upplýsingar settar fram á mannamáli um hvað gerst hefði og hvað væri hugsanelgt að gerðist næst, og eiginelga eygði smá von fyrir þetta þjóðfélag okkar eftir á.
Nú er búið að munstra að það mæti allavega þrír varaformenn flokkana á fundinn og svari spurningum og fái ekki að vera með neinar framboðsræður, heldur tala við fólk eins og manneskjur. Við þurfum að fá svör því þessi óvissa og upplýsingaleysi er að drepa alla.Svo maður vitni nú í eina sjónvaprseríu:"I'm not a number, I'm a human being!"
Þeir sem ætla að mæta eru Valgerður Sverris, Magnús Þór hafsteinss og Ágúst Ólafur en Sjálfstæðismenn og Vinstir gærnir eiga eftir að staðfesta komu sína eða hvern þeir senda. Ætti að koma í ljós á morgun og endilega látið sem flesta vita með því að afrita textann að neðan og senda á sem flesta. Hérna er svo opinbera auglýisngin á eftir og einnig er búið að setja upp vefsíðu þar sem má m.a. finna myndskeið frá síðasta fundi:
www.borgarafundur.org
Auglýsingin er svona:
OPINN BORGARAFUNDUR
- um stöðu þjóðarinnar -
í Iðnó, laugardaginn 8.nóvember frá 13.00-14.30
Til hvers?
- Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
- Á síðustu vikum hefur almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga.
- Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum verður boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
- Til að leita spurninga og svara um hvað framtíðin ber í skauti sér.
Fyrirkomulag
Fundarstjóri verður Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5-10 mín hver):
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur, Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður
Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga. Svarendum eru gefnar tvær mínútur til þess að svara.
Hverjum stjórnmálaflokki verður boðið að hafa einn fulltrúa á sviði til að svara spurningum. Við boðum formenn eða varaformenn eða að þeir sendi sinn fulltrúa og hvetjum sem flesta þingmenn að mæta .
Fundurinn verður festur á myndband til sýninga á netmiðlum og fyrir sjónvarp.Settir verða upp hátalar bæði í forsal og fyrir utan Iðnó
Fundurinn verður tekinn upp af RUV og sendur út Þriðjudaginn 11 nóv kl. 21.00 á Rás 1 í þættinum Í heyranda hljóði umsjón Ævar Kjartanson
Settur verður fundarritari og tekin saman ályktun í lok fundar ef þurfa þykir.
Takmarkaður sætafjöldi, sýnum stuðning með þátttöku, spyrjum og heimtum svör, látum í okkur heyra.
F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is - s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is - s: 864 7200).
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi fundur er skyldumæting. En hvernig á að koma öllu fólkinu þarna inn. Þetta er fáránleg staðsetning á svona mikilvægum fund.
Thee, 7.11.2008 kl. 11:43
Helvíti gott bara
Óskar Þorkelsson, 7.11.2008 kl. 11:55
Fyrir það fyrsta þá reyndist Iðnó vel síðast og nær að þjappa fólki saman og mynda stemmingu. Hættan er sú að ef það yrði stærra hús að þá myndi myndast kannski holur og miðað við fjölmiðlaflutning og myndatökur þá yrðu myndirnar þaðan af tóma svæðinu og talað um "fámennan hóp".
Svo er það nú svo að þetta er allt saman sjálfboðaliðastarf og ekki á vegnum neinna samtaka, heldur hefur peningur fyrir leigu á sal ásamt öðru verið að koma úr vösum þeirra sem standa að þessu. En það verða allavega hátalar fyrir utan, RÚV tekur þetta upp og útvarpar á þriðjudaginn og svo verður þetta tekið upp a DV og sett á netið til aðgengis fyrir þá sem misstu af.
AK-72, 7.11.2008 kl. 13:47
Vil einnig vekja athygli á því að fyrir utan Iðnó verður hægt að fá mótmælaskilti til að taka með sér á mótmælin á Austurvelli klukkan 15.00 á laugardaginn. Á þeim stendur m.a spillinguna burt, Við borgum ekki og eitthvað fleira:)
Tek undir það að síðasti fundur var mjög vel heppnaður og ég mun ekki láta mig vanta á morgun. Virkilega vel skipulagt og flott staðið að málum Þetta fólk á hrós skilið!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.