Mótmælin á gamlársdag og Ari Edwald

Ég er einn af þessum skríl, lýð, atvinnumótmælenda, VG-pakk, krakki og öllum öðrum nöfnum sem maður er víst kallaður af smáborgaralegum unnendum spillingar, sem mætti á mótmælin við Hótel Borg sem fara líklegast í annála. Í dag hef ég aðeins fylgst með umræðunni, horft á myndbönd, skoðað ljósmyndir o.fl. og langar að setja mitt sjónarhorn inn um þetta, enn einn vitnisburð þeirra sem voru þarna en sitja ekki í sófanum sínum með blammeringar og stimplanir á okkur "skrílinn", og kannski skilja ekki hvað er að fara að gerast á þessu ári og því næsta sem verður mun verra að öllum líkindum.

Atburðarrásin er eins og ég sá hana frá mínum sjónarhóli inn í portinu, er frá mínum sjónarhóli séð svona. Eftir að einhverjir klifruðu inn í portið og opnuðu hliðið þar, þá fór fólk þar inn og ég þar á meðal, ásamt tveimur félögum mínum sem voru líkt og ég að taka myndir. Fólk var þá komið inn á Hótel Borg og ég sá nú ekkert hvað var að gerast þar inni og get því ekki borið vitni til um það. Lögreglumenn héldu sig frá, tvístigandi bak við eitt hlið þar og litu flestir út fyrir að vera óviljugir til að fara að standa í einhverju stappi, enda í sama helvítis fokking fokkinu og við hin. Svo tók maður eftir því að þar var kominn einhver yfirstjórnandi sem fór að gefa fyrirskipanir og stuttu síðar færði lögreglan sig inn að mótmælendum. Um tíma stóðu þeir þar, þar til nokkrir lögreglumenn fóru inn og var þeim hleypt góðfuslega í gegn af fólki, enginn var að veitast að þeim eða hrópa að þeim heldur flestir talið að þeir ætluðu bara að ýta fólki út eða taka sér öryggisstöðu inni. Loks tóku sér lögreglumenn stöðu í dyrunum, til að hleypa ekki neinum inn.

Í framhaldi af því, þá verða kaflaskipti þegar gasinu er beitt þar inni og maður heyrir sársaukaöskur í fólki þar, sem er innikróað. Ég get vel skilið að lögreglan hafi ætlað sér að koma fólki út, en að innikróa það til að beita vopnum gegn fólki, er ekki beint til þess fallið að róa ástandið niður, og líklegast hefðu nú gamlir jaxlar á borð við Geir Jón getað komið fólki þarna út með góðu. Við þetta verða margir reiðir og reiðin beinist í átt að lögreglunni fyrir þetta. Það er hrópað að þeim,og loks er byrjað að syngja og senda þeim fingurinn. Þá stormar fram foringinn með kalltækið sitt, gargar að fólk sé með ólögleg mótmæli sem ég skil ekki hvernig hann fær út, tilkynnir í kalltækinu sem varla heyrist í, fyrir öðrum hávaða, að beitt verði táragasi. Maður hugsaði með sér þá, hvað í andskotanum er í gangi í kollinum á þessum manni, að gasa fólk fyrir að hrópa og syngja?

Skyndilega brjótast svo fram GAS-man og félagar, og byrja að sprauta á fullu eins og óðir yfir fólkið sem sumir hverjir höfðu lyft höndum upp til að sýna að það væri óvopnað og ekki með neitt ófriðsamegt í huga, á meðan aðrir lögreglumenn byrja að rífa þá upp sem sátu eða vísa fólki í burtu. Einn fór upp að mér og bað mig um að fara í burtu og hlýddi ég fyrirmælum, lyfti upp höndum til að sýna að ég væri friðsamelgur, en komst ekki mikið þar sem fólk hreyfðist hægt í burtu. Lögreglan hélt áfram að ýta við bakinu á manni með kylfunum upp að mannlegri keðju þarna og var ég orðinn fastur upp við. Viðkomandi lögreglumaður hvæsti þá á mig að hreyfa mig en ekki náði ég að svara honum um að slíkt væri ekki hægt, þareð keðjan losnaði og skyndilega fannst mér eins og e.t.v. öðrum, að verið væri að ýta mér upp að þar sem verið var að gasa fólk. Úðiinn fannst manni vera orðinn aðeins of nálægt og ég játa að ég hefði misst allt álit á lögreglunni ef þeir hefðu ýtt manni  bununa sem stóð frá þessu árásarvopni.

Svo fór nú ekki og fór maður út úr sundinu klakklaust og án þess að vera gasaðureða verra. Eftir á, stóðum við félagarnir og fylgdumst með m.a. gömlum, reiðum manni sem hafði veirð þarna í sundinu að ég held, sem las yfir lögreglumönnunum pistilinn fyrir að hafa úðað yfir fólk sem hafði ekki gert neitt nema vera í sundinu. Fólk fyrir utan Borgina, var margt hvert yfir sig hneykslað á gasárás lögreglunnar, því þetta fyrir utan var árás en ekki vörn eða nauðsyn. Ég ætla þó mér ekkert að réttlæta það sem gerðist inn á Borginni, og ekki sæmandi að beita aðra manneskju ofbeldi, og finnst það einnig ömurlegt að lögreglumaður hafi endað á spitala. Ég skil svo sem ofsareiðina sem greip um sig af hálfu þessa einstaklings, að rífa upp grjót og henda efitr gasárásina, en það réttlætir það engan veginn ekki. Mér finnst eiginlega að við mótmælendur ættum að rölta með konfekt og blóm niður á lögreglustöð og biðja félaga hans um að koma þeim til skila, svona um leið og við lesum þeim pistilinn fyrir yfirgengilg viðbrögð fyrir utan hús. Ég er nefnilega hræddur um að þetta atvik leiði bara til dýpra vantrausts í garð lögreglunnar sem bitnar á heiðarlegum mönnum þar, en ekki vanhæfri yfirstjórn, sem vernda hina raunverulegu glæpamenn í landinu vegna flokks- og vinatengsla. Hinir almennu lögreglumenn eru nefnilega engir sökudólgar, heldur eru í óþægilegri stöðu á milli steins og sleggju og ég efast ekki um að þeir vildu frekar vera að handtaka auðmenn, bankamenn og spiltla stjórnmálamenn fremur en að berja á fólki sem er í sama skítnum og þeir sjálfir.

En þá að öðrum hlut í tengslum við þessi mótmæli og það er Stöð 2 og Ari Edwald. Ég er enn að reyna að átta mig á hvað Stöð 2 var að hugsa fyrir það fyrsta að hafa Kryddsíld eftir allt saman, þátt þar sem úr sér gengnir stjórnmálamenn og atvinnugasprar sem njóta einskis trausts lengur, troða út á sér belginn og láta út úr sér sömu þvæluna enn og aftur, í andvana skilningsleysi á því hversvegna fólkið fyrir utan borðar ekki bara kökur þegar brauðið klárast.Einnig hefði þeim átt að vera ljóst og fullkunnugt um að mótmæli væru fyrihuguð við Borgina. Kannski var það ætlunin, að hleypa smá fjöri í hrútleiðinlegan þátt og reyna að búa til smá fjör, hver veit?

Á sama tíma þvældist fólk fyrir utan frá þeim að taka viðtöl við mótmælendur og eins og venjulega, reyndu þeir mikið til þess að reyna að gera lítið úr fólki með barnalegum og háflvitalegum spurningum, sem kokkaðar voru upp í Valhöll. Fjölmiðlar hérlendis hafa hingað til nefnilega tekið afstöðu með valdinu í gegnum tíiðina, svona í svipuðum dúr og aðrir sambærilegir fjölmiðlar erlendis:Fox news, Pravda og TASS svo maður nefni dæmi. Engin breyting virðist vera á þessum þankagangi hjá Fréttastofu Stöðvar 2, enda kannski erfitt þegar þeir vinna fyrir gerendur hrunsins og í meðvirkni sinnni vilja vernda höndina sem gefur þeim að éta og segir þeim jafnvel hvað þeir eigi að hugsa og segja.

Maður var því þokkalega undirbúinn undir fréttaflutning Stöðvar 2 sem var orðinn að þáttakanda í frétt og kastaði í burtu þykjustuhlutleysinu sínu sem er ágætt mál því engum þarf að dyljast það lengur með hverjum þeir standa. Hefðbundin frétt sást frá þeim þar sem reynt var að draga upp þá mynd að mótmælendur væru vondir ofbeldismenn upp til hópa,  örugglega eitthvað sem Ari Edwald hefur heimtað til réttlætingar orða sinna um "vopnaða glæpamenn".Var fólk að beita vopnum þarna fyrir utan grjót tekið upp í reiði? Og hvað með þessi skemmdarverk? Það sést bara einn bruninn kapall, nokkuð sem gerðist eftir að lögreglan beitti táragasi. Hvaða aðrar skemmdir áttu að vera framdar á tækjum Stöðvar 2? Og já, er gasárás ekki nógu hart að þínu mati? Hvað vildirðu, Ari? Að lögreglan myndi hefja skothríð á fólk?

Ari Edwald má þó eiga það að hann kallaði fram reiði hjá manni og einstaklega mikla klígju yfir Ara sem minnti mann helst á þa atvinnurekendur og landeigendur fyrr á öldum sem letu berja og myrða fólk sem barðist fyrir réttindum verkafólsk. Sór ég þess eið að ég myndi aldrei gerast áskrifandi að Stöð2 eftir þau orð, og var hálffúll yfir því að vera ekki áskrifandi, því ég hefði getað sagt upp áskriftinni með þeim formerkjum. Ari Edwalds er nefnilega einn af þeim mönnum sem hafa átt þátt í að setja landið á hausinn því fyrir utan það að vera stjórnandi einstaklega skuldsetts Baugs-fyrirtækis og hafa sukkað með lífeyrissparnað fólks, þá var hann einn af þeim félögum í Viðskiptaráði sem þrýsti á ríkistjórnina og mótaði aðgerðarleysisstefnu gagnvart fjármálaglæpum og glæframennsku því eins og Viðskiptaráð sagði, þá ættu fyrirtæki að sjá um að móta reglur sjálf um sig, ekki ríkið sem ætti ekki að skipta sér af starfsemi fyrirtækja á neinn hátt. En hverjir eru í Viðskiptaráði með Ara? Klingja einhverjar bjöllur við nöfn manna á borð við Lárus Welding, Erlend Hjaltason forstjóra Exista o.fl slíkt lið sem hefur framkallað þjóðargjaldþrot? Viðskiptaráð hefur nefnilega í gegnum tíðina fengið um 90% af sínum hlutum í gegn, vegna náinna tengsla í gegnum Sjáflstæðisflokkinn og afleiðingarnar sjáum við nú með efnahgshruninu.

Takki, Ari fyrir það, og vonandi verða fleiri sem þakka þér fyrir þinn þátt í ástandinu, með því að segja upp áskrfitinni að Stöð 2 og hætta viðskiptum við fyrirtæki sem þú kemur nálægt.

Hér eru svo hlekkir á skrif fólks af staðnum, ljósmyndir og videó af mótmælunum svo fólk geti séð þetta frá sem flestum sjónarhornum:

http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/entry/758972/

http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/759218/#comment2063228

http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/759037/

 http://eyjan.is/blog/2008/12/31/myndband-fra-hotel-borgar-motmaelum/

 http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/759143/

http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/758550/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er smáborgaralegt að bera grímur eða hylja andlit sitt í málefnalegum mótmælum. Það er bara lítilmenni sem þora ekki annað en vera andlitlaust við iðju sína.

Og þeir sem láta einstaklinga komast upp með það að spilla friðsamlegum mótmælum, eiga að bera ábyrgð.

Þá meina ég að þeir eiga að koma í veg fyrir að það sé hægt að koma óeirðum af stað.( vera með eigin gæslumenn)

Þá þarf ekki að kalla úr neina óeirðarlöggur.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 10:15

2 identicon

Ég er kannski fyndin að vilja ekki samþykkja þær sjálfteknu reglur.

því ekki eru það lög sem eru í stjórnarskránni né annarstaðar.

Bara ennþá einu, sjálfteknu eiginhagsmunareglurnar sem þjóðin hefur tekið sér.

Og þú tekur ekki ábyrgð á eigin skrifum. Þú ert með grímu undir dulnefni.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 11:11

3 identicon

En og aftur ítreka ég, farið í framboð, farið réttu leiðina, ekki siga ílla gefnum unglingum niðri í bæ að gera allt vitlaust sem gerir ekkert annað en að missa alla samúð með málstaðnum.

Það verður kosið fyrr en síðar og þá hlítur maður að eiga vona á lista með ógrímuðum andlitum sem hægt er að kjósa um.

Óskar (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 11:23

4 identicon

ég er sammála Sigrúnu þeir eru bara skíthælar sem þurfa að hylja andlit sitt til að mótmæla, ætla þeir að gera það líka ef þeir fara í framboð, hvernig eigum við að þá að vita hverjum við eiga að kjósa. einnig vil ég taka það fram að þeir voru líka þarna að mótmæla á svæði sem kallast einkalóð og þið ruddust inn á hótel borg sem kallast einkalóð en ekki almennignsvæði, og voruð að berjast við starfsmenn hótel Borgar sem voru að reyna að koma ykkur út.

fólk er búið að missa álti á ykkur þið eruð orðin bara einhverjum skríl

Árni Gunn (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 11:34

5 Smámynd: AK-72

Ég er sammála síðasta innleggi Spámannsins hér, að ríkistjórnin hafi rofið samfélagssáttmálann og það sé siðferðisleg skylda okkar að koma þeim frá sem hafa brugðist okkur á þennan hátt, ef viðkomandi neitar að gefa eftir vald sitt, en á þann máta að það sé friðsamlegt.

Hvað varðar píp um hvort menn hylji andlit sitt eða skrifi undir nafnleysi, þá finnst mér það smáatriðavæl sem skiptir ekki máli, og er eingöngu gert til að dreifa athyglinni frá aðalmálunum, þ.e. að enn hefur enginn þurft að axla ábyrgð og enn fá sökudólgarnir að leika lausum hala með velþóknun valdhafa. En ég vill samt koma einu á framfæri varðandi það að fólk hylji andlit sín. Eftir að hafa lesið það á Smugunni, að einhverjir unnendur spillingar, hafi ítrekað brotið rúður í húsi og búð Evu Hauks, þá finnst manni ekkert skrítið að fólk hylji andlit sitt.Ofbeldisseggir og skemmdarvargar eru einnig meðal þeirra sem styðja spillingunn, og þar á bæ eru menn sem hika ekki við að ráðast gegn fólki með kúgunum, hótunum, atvinnusviptingu, skemmdarverkum og beinu ofbeldi ef þörf krefur að þeirra mati. Er það ásættanlegt og er það einnig ásættanlegt að lögreglan vilji ekki aðhafast í þessum rúðubrotum hjá Evu?

Hvað segið þið formælendur okkar "skrílsins", "krakkana", "atvinnumótmælendanna" og allt það sem þið kallið okkur, um það?

AK-72, 2.1.2009 kl. 13:12

6 identicon

Og af þvi að þið metið það sem svo að forsendur rettarrikisins seu brostnar þa er i lagi að kyla starfsmenn stöðvar tvö eða gryta mursteinum? Undarlegt.

Doddi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:39

7 Smámynd: AK-72

Hvernig lestu það út, Doddi? Geturðu bent mér á það, hvar ég segi að það sé réttlætanlegt að kýla starfsmann stöðvar 2 eða grýta múrstein?

AK-72, 2.1.2009 kl. 14:44

8 Smámynd: AK-72

Aðeins meir í samantekt af myndum, myndböndum og frásögnum.

http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/entry/759898/#comments

http://this.is/nei/?p=1967

http://skodun.blog.is/blog/skodun/entry/759334/#comments

AK-72, 2.1.2009 kl. 14:58

9 identicon

Gagnryni þessara sem þu nefnir "unnendur spillingarinnar" hefur fyrst og siðast snuist um aðferðafræði en ekki malstað. Með þvi að verja þessar akveðnu aðgerðir, sem hafa verið gagnryndar harkalega, er verið að verja aðferðafræðina.

Það er ekki verið að verja stjornvöld eða spillingu þegar þessi motmæli eru gagnrynd, heldur er verið að gagnryna ofbeldi og skemmdarverk burtseð fra malstaðnum.

Doddi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:07

10 Smámynd: Geimveran

Góð grein hjá þér - gott að geta lesið um hlutina frá sjónarhorni þeirra sem þarna voru staddir.

Held að enginn nema þeir sem voru á svæðinu hafi rétt á að dæma það sem gerist í svona uppákomum.

Núna er Stöð 2 líka ekki lengur að tala um að það sé milljónatjón á tækjabúnaði - heldur að tapið sé vegna taps á auglýsingatekjum.

Eftir að heyra um það sem Eva Hauks er að lenda í þá veltir maður vöngum yfir því hvort fólk þurfi í raun að fela andlit sitt... kannski ekki bara í mótmælum heldur einnig á vefnum og raunveruleikanum - er svo komið að við eigum ekki aðeins á hættu að missa vinnu eða fá ekki vinnu eða eitthvað þessháttar ef við opinberum skoðanir okkar... heldur einnig að fólk ráðist á heimili okkar?

Geimveran, 2.1.2009 kl. 15:43

11 identicon

þvílík rugl sem þessi ágæti mótmælandi (sem btw þorir ekki að koma fram undir nafni) heldur hér fram.

1. Það er ekki á ykkar valdi sem mótmælið hvort að fjölmiðlar landsins bjóða upp á einhverja dagskrá eða ekki.

2. Hliðið sem þarna er er væntanlega til að varna fólki inngöngu á ákveðið svæði sem það á ekkert erindi inná.

3.Burt séð frá því hvort Ari Edwald tengist einhverjum auðmönnum eða ekki þá er það fyrir neðan allar hellur að ráðast á saklaust fólk stöðvar 2 sem er bara að vinna vinnuna sína, og skemma tækjabúnað sem fyrirtækið á. Ari Edwald á ekki þennan búnað þó hann sé forstjóri fyrirtækisins.

4. Það er líka fyrir neðan allar hellur að henda múrsteini og kinnbeinsbrjóta lögrelguþjón sem er líka að vinna vinnuna sína. Að sjálfsögðu á þetta lið að biðja hann afsöknunar en það þarf meira til. Þeir sem þetta gerðu eiga skylirðislaust að borga manninum það vinnutap sem hann verður fyrir vegna þessa.

Ég hef hingað til verið stuðingsmaður þessara mótmæli en framferði ykkar undanfarna daga og vikur hafa orðið til þess að ég get ekki stutt þetta lengur og mér finnst til þess að gera fámennur hópur hafa eyðlagt góðan málstað sem flestir gátu verið sammála um. Þið ættuð að skammast ykkar og hunskast til að láta lítið fyrir ykkur fara framvegis.

Haraldur Leonhardsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:46

12 Smámynd: Geimveran

Ágæti Haraldur

Í fyrsta lagi vil ég benda á að höfundr þessa  bloggs skrifar víst undir nafni - annars fengju blogg hans ekki að birtast á forsíðu mbl.

Í öðru lagi finnst mér forkastanlegt að fólk skuli setja sig í dómarahlutverk þegar það veit ekkert hvað þarna gekk á -

Greinarhöfundur var ekki að verja þá slæmu hluti sem þarna gerðust en hann vildi benda á að hlutirnir hefðu ekki verið einhliða, líklega jafnvel að "hinir" hafi byrjað og vakið þannig reiði ÖRFÁRRA einstaklinga... restin þurfti hinsvegar að reyna að forða sér undan ofbeldi og gasi... sem gekk misvel.

Það að þurfa svo eftir þetta að sitja undir að vera kallaður öllum ljótum nöfnum af almenningi og Ara er eðlilegt að fái hinn harðasta mann til að sárna.

Þú ættir að skammast þín fyrir að vera svona auðsveiptur og fyrir að láta eins og þeir þúsundir mótmælenda sem mótmæla ekki bara fyrir sig sjálfa heldur líka fyrir þig og alla þjóðina séu vont fólk - vegna þess að örfáir einstaklingar þar á meðal erfitt með að láta berja sig og niðurlægja og enn færri hafa framið skemmdarverk.

Í öllum öðrum löndum heimsins væru meira að segja atburðirnir við Hótel Borg taldir frekar friðsamlegir.

Geimveran, 2.1.2009 kl. 15:58

13 identicon

Ég vara fólk við því fólki sem er að reyna að draga fókusinn fá mótmælum með einhverju kjaftæði um grímur og nafnleysi.
Þetta pakk er annaðhvort að reyna að skema málstað íslenkrar alþýðu eða eru partur af gömlu aumingja þjóðarsálinni sem við viljum ekki sjá á íslandi lengur.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 17:51

14 identicon

Ágæta þú sem kallar þig Geimvera.

Ég get nú ekki séð á forsíðu greinarhöfundar hvað þá á þinni eigin að þið komið fram undir nafni. Mér finnst það alltaf lélegt ef það er ekki gert, það gefur mér ástæðu til að halda að fólk hafi eitthvað að fela og ég tek síður mark á slíku fólki.

Þú hefur greinilega ekki lesið nógu vel kommentið hjá mér ef þú heldur að ég hafi verið að tala um þær þúsundir mótmælenda sem ganga fram með sanngjörnum hætti. Fyrir þeim tek ég hattin ofan.

Ég var að tala um þessa örfáu sem eyðileggja mótmæli með ofbeldi eða skemmdarverkum eins og sáust á gamlársdag og hafa sést áður t.d. þegar þingverðir áttu fótum fjör að launa, á sama hátt og fordæmi ég þegar lögreglumaður var sleginn í vörubílstjóra mótmælunum, slíkt fólk á alltaf að skammast sín sama hvað það heitir og á að hafa vit á að halda sig í fjarlægð ef það getur ekki haft stjórn á skapi sínu. Mótmæli eiga aldrei að bitna á saklausu fólki. Og dettur mér ekki í hug að skammast mín fyrir þá skoðun.

Annars ætla ég ekki að standa í ritdeilu hér, til þess er lífið of skemmtilegt, því það eru auðvitað allir frjálsir að sínum skoðunum.

Og það er mín skoðun að það sé aumingjaskapur að koma ekki fram undir nafni.

Haraldur Leonhardsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 19:26

15 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Haraldur. Prófaðu að smella á "Höfundur" hér efst til vinstri. Þá færðu nafnið á bak við AK-72.

Það eru til nokkrir hópar fólks, sem ekki koma fram undir nafni eða kjósa að hylja andlit sín. Ef við sleppum þeim, sem gera það af trúarlegum ástæðum, sem ég held að eigi ekki við hér, þá eigum við sennilega bara tvo hópa eftir:

1. Þá, sem skrifa níð um náungann í skjóli nafnleysis og/eða hylja andlit sitt í glæpsamlegum tilgangi.

2. Þá, sem kjosa nafnleysi eða að hylja andlit sín vegna þess að þeir óttast ofsóknir, t.d. yfirmanna (jafnvel spurning um að halda vinnu), lögreglu (nú má handtaka og hnepa fólk í varðhald á Íslandi án þess að gefa upp ástæðu) o.s.frv.

Ég lýsi yfir fullum stuðningi við síðarnefnda hópinn og andúð á þeim fyrri.

Björgvin R. Leifsson, 2.1.2009 kl. 20:23

16 identicon

AK-72

Takk kærlega fyrir að eyðilegga fyrir mér kryddsíldina.

Ég vona innilega að "vonda" löggan sjái til þess að þú verðir settur í steininn og látinn dúsa þar sem lengst, því fífl eins og þú átt fátt annað eins skilið

Gleðilegt nýtt ár og hafðu það gott á því næsta

EINARCHEF (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 21:15

17 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

það sem ég sá ... Hér af Mbl.is ... sagði lögreglan hreint og skýrt að ef fólk færi ekki á brott yrði piparsúða beitt.. Ekki gat ég séð að neitt fararsnið fólki. Heyrðir þú það ekki ? OG ef það er rétt... afhverju fór fólk þá ekki eftir þessum fyrirmælum sem heyrði þessa aðvörðun ?

Brynjar Jóhannsson, 2.1.2009 kl. 21:26

18 identicon

Það verður að segjast eins og er að erfitt er að átta sig á hver byrjaði á hverju í þessum mótmælum.  Þó set ég spurningarmerki við athugasemdir eins og að fólk hafi bara staðið í rólegheitum inn í sundinu - sundinu sem var lokað af með hliði en fólk klifraði yfir og opnaði.  Á öðru myndbandi sést að áður en táragasi er beitt er fólk farið að rífa í kaplana - það er andstætt því sem ég hef lesið að fólk hafi ekki reynt að eyðileggja þá fyrr en eftir að lögreglan réðst að þeim. Hvað svo með þessar heimatilbúnu sprengjur (ef sprengjur skal kalla), en það þó lýsir að einhver undirbúningur var til staðar og ákveðinn tilgangur í huga. 

Það er einnig erfitt að trúa því að mótmælendur hafi einungis staðið og sungið ættjarðarsöngva meðan það var klárt til að mæta piparúða, sbr. með lauk o.fl í vasanum, vatn á staðnum og stöðugt að reyna að troða sér inn í húsin.  Þeir sem gagnrýna starfsmenn hótelsins og síðan lögreglu;  hvernig á að stöðva fólk sem vill brjótast inn í húsnæði annarra???

Ég tel að mótmælendur verða að vera sjálfum sér samkvæmir og bara viðurkenna það að ætlunin var að  komast inn í húsið með öllum ráðum og þá hljóta þau hafa vitað að myndi skerast í odda við lögregluna.  Hún brást við meðan mótmælendur voru gerendur.

Örn (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 21:39

19 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þegar búið er að taka þjóð jafn illilega í görn og raun ber vitni er það hrein og klár skylda hvers hugsandi manns að gera uppreisn og koma spillingaröflunum frá með góðu, jafnvel illu ef ekki dugar annað til spúla ógeðinu út. Smáborgar landsins hnussa og hneysklast...átti einhver von á öðru en ámátlegu pípi um aukatriði frá þeim?

Georg P Sveinbjörnsson, 2.1.2009 kl. 21:45

20 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Georg..

Ég er svo mikill smáborgari vegna þess að ég stið ekki "ofbeldisfull" mótmæli 

Brynjar Jóhannsson, 2.1.2009 kl. 23:55

21 Smámynd: AK-72

Hér er greinlega líf og fjör á meðan maður nýtir tækifærið og glápir á Rambo og Son of Rambow.

Kannski best að byrja að svara einu, ég bendi annarsvega fólki á að lesa aftur það sem ég hafði að segja um ofbeldið og þennan múrstein í lögreglumanninn. Það er eins og fólk lesi ekki allan textann stundum, finnst mér, og ég var að lýsa því hvernig þetta kom mér fyrir sjónir sem sjónarvottur og set fram sem mína hlið, fyrir þá sem vilja reyna að púsla þessu saman.

Varðandi það sem Brynjar spyrum hvort ég heyrði þetta ekki með tilkynninguna, jú ég heyrði í henni aðeins, en ekki nógu mikið. Tökumaðurinn náði þessu vel en ég heyrði bara hluta af þessu því það voru mikil læti í kring. Það er ekki eins og þarna hafi veirð dúnalogn og ég segi fyrir mitt leyti sjálfur að ef aðili er að fókusera á eitthvað annað s.s. syngja, hrópa slagorð, eða eins og ég og fleiri að taka ljósmyndir eða videó o.fl., þá er ekki víst að fólk taki eftir einhverju sem sagt er. Ég efast stórlega um það að þeir sem voru í sundinu hafi tekið eftir því í öllum hávaðanum sem sprengingarnar bættu við.

Örn:  Fyrir það fyrsta með kaplana og táragasið, var það fyrri táragasárásin eða sú seinni? Ég bendi svo þér á að lesa greinina á Nei, hún segir allavega að það hafi verið einhver reiptog með kaplana inni. Inngangan var ekki skipulögð fyrirfram held ég, það var barið að utan á Borginni og sprengt þar um tíma, þar til einhver kallaði að foringjar flokkana hefðu veðri færðir í annan sal. Þá virðast einhverjir ákveðið að klifra yfir og dyrnar úti voru opnar vegna kaplana. Varðandi sprengjurnar og það, þá var búið að hvetja fólk til að koma með allt sem gæti valdið hávaða, potta, pönnur, kínverja, eða annað og fólk gerði það. Það var upp á borði og í vitneskju Stöðvar 2 og yfirvalda, og var búið að koma fram í fréttum daginn áður.

En eins og ég sagði, þá get ég bara vitnað um hvað ég sá og hvernig ég upplifði þetta því þetta var friðsamlegt fyrir utan og sumir segja að eftir inngönguna hafi þetta verið friðsamlegt inni, allt þar til lögreglan beitti táragasinu sem árásarvopni. Ef þú skoðar myndböndin, þá sérðu að fólk situr þar á gólfinu annarsvegar og mótmælendur hleypa lögreglunni inn í alveg góðri trú, það hafa flestir engan áhuga á að standa í átökum við það mestan part ágæta fólk sem í lögreglunni er.

Vill svo þakka Einari fyrir að kalla mig fífl, get bætt því við í allan þann blótsyrðaskara sem er notaður um okkur sem mótmælum, og óska honum gleðilegs árs einnig. Get þó sagt honum að hann hefur örugglega ekki misst af neinu, og mæli með að hann kíki frekar á gamla Kryddsíld í staðinn, kannski frá árinu 2007 til að skoða hverju var logið þar. 

AK-72, 3.1.2009 kl. 00:21

22 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Já, Stöð 2 hefur svo alvarlega kastað grímunni að ég held ég neyðist til að segja upp áskriftinni.

Ari Edvald toppaði allt sem ég hef fyrr séð og vel að merkja það er í því ljósi að ég var á staðnum (sjá hér) og sé og heyri manninn hreinlega bulla og skrökva uppá mótmælendur.

- Viðbrögð og staðhæfingar fréttastöðvar Stöðvar 2, Sigmundar Ernis og Ara Edvald eru svo ósannar og ýktar að óskiljanlegt er - nema ef vera kann að Stöð 2 hafi ætlað að fá aukið áhorf á Kryddsíldina útá mótmælin, fundist viðeigandi að þau dyndu úti á meðan þátturinn rúllaði, og því ekki gripið til nauðsynlegra varúðaraðgerða þegar fréttir birtust af áformum um mótmælin í þeirra eigin fjölmiðlum dagana á undan.

- Ég veit það ekki en til að fá vit í hegðun Stöðvar 2 get ég mér þess til.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 05:13

23 identicon

það er eitt að mótmæla. annað er að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar. hvað á löggan að gera þegar hún er búin að biðja ykkur ítrekað að fara. þá neyðast þeir til þess að fjarlægja ykkur annað hvort með kylfunni eða meisinu. með öðrum orðum hættið að grenja í sjónvarpinu að þetta séu fasistar og takið þessu eins og menn. eða hlýðið löggunni.

assi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:50

24 identicon

Voðalegur píslavættasöngur er þetta. Eins og Brynjar segir hér að ofan kom það skýr tilmæli frá lögreglu um að fólk ætti að yfirgefa svæðið. Það kemur skýrt fram af fréttaupptökum. Ég sá ekki betur af sömu fréttupptökum en þá hafi mótmælendur einmitt sest niður. Það sýnir ekki beinlínis farasnið.

Fyrir utan að mótmælendurnir voru búnir að troða sér inn á svæði sem átti að vera lokað. Rétt eins og þeir sem reyndu að ryðjast inn um dyrna og og spenna upp glugga. Er það ekki húsbrot?

Mér finnst leitt að í dag tala ég um "þá mótmælendurna" en ekki "okkur mótmælendurna". Ég get bara ekki með nokkru móti stutt þessi skrílslæti sem eru á góðri leið með að eyðileggja góðan málstað fyrir þeim fjölda manns sem vill mótmæla málefnalega, án ofbeldis.

Þeir sem standa fyrir þessum skrílslátum eru að rétta núverandi valdhöfum samúðina á silfurfati. Mér finnst full snemmt að byltingin éti börnin sín...

BigBrother (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:55

25 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"That only a few, under any circumstances, protest against the injustice of long-established laws and customs, does not disprove the fact of the oppressions, while the satisfaction of the many, if real only proves their apathy and deeper degradation."  (Elizabeth Cady Stanton)

Georg P Sveinbjörnsson, 3.1.2009 kl. 16:33

26 Smámynd: Þór Jóhannesson

Brynjar ef löggan segir "Jump" átt þú að segja "how high?"

Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 16:56

27 Smámynd: AK-72

Finnst alltaf merkileg þessi rök með að menn eigi að hlýða alltaf tilmælum lögreglu þegar þeir mótmæla og fara. Ef svo væri gert, þá væru engin mótmæli, því lögreglan eru fulltrúi valdsins. Þegar þú neitar og hundsar tilmæli lögreglu í mótmælum gegn valdhöfum, þá ertu að sýna af þér borgaralega óhlýðni, sem er eitt af þeim formum sem Ghandhi, Martin Luther King o.fl. beittu og voru fanglesaðir fyrir.Ef lögreglan neyðist til að beita valdi gegn þér og þú hefur hagað þér friðsamlega, þá hefur valdið orðið fyrir vandræðalegum atburð. Ef lögreglan þarf að rífa þig á fætur frá jörðu eða beita táragas á sitjandi fólk, þá eru þeir að beita ofbeldi, ekki þú.

Mótmæli eru nefnilega ekki það að menn eigi að standa á einhverjum afviknum stað, hvísla og bíða eftir leyfi frá valdhöfum, friðsamleg mótmæli eiga að vera í eðli sínu vandræðaleg og pirrandi fyrir valdhafa. Fólk verður bara að passa sig á því að láta aldrei hafa sig út í ofbeldi eða missa stjórn á sér, frekar að taka við kylfuhöggi því að ef það er gert framan fyrir myndavélar, þá er fjölmiðlamál og lögregluofbeldi. Þó að íslenskir fjölmiðlar þjóni flestir valdhöfum, þá koma einhverjir því á framfæri og ef ekki hér, þá á að láta erlenda fjölmiðla vita af því að stjórnvöld í formi lögreglu séu farinn að beita vopnum gegn mótmælendum, því hvað var annað en beiting táragas á mótmælendur sem voru að færa sig í burtu, en beiting árásarvopna?

AK-72, 3.1.2009 kl. 19:41

28 Smámynd: Þór Jóhannesson

Fann þannan pistil á umræðuþráð á eyjan.is frá manni sem kallar sig Pétur K:

Veit fólk að “piparúði” (Oleoresin Capsicum eða OC) er talið til eiturefnavopna
og notkun þess í hernaði bönnuð samkvæmt Alþjóðasamningi um lífefna- og eiturefnavopn sem Ísland skrifaði undir 10. apríl 1972 og staðfesti 15. febrúar 1973. Þrátt fyrir að bannið nái ekki til notkunar heima fyrir hafa yfirvöld víða verið mjög aðhaldssöm varðandi notkun efnisins. Evrópuþingið gaf út samantekt og álitsgerð um aðferðir við pólitíska stjórnun á íbúum árið 1998. Þar er m.a. fjallað um “mannfjöldastjórnun” og pyntingar og eindregið mælt gegn notkun piparúða, m.a. vegna hættu á dauðsföllum. http://jya.com/stoa-atpc.htm

Mjög áhugavert og væri auðvitað fréttamatur í landi þar sem fjölmiðlar eru ekki geldingartæki yfirvalda!

Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 20:25

29 Smámynd: AK-72

Vill halda þessu til haga, sem enn einni hlið hinum megin frá, bráðskemmtileg færsla og vel skrifuð.

http://eythora.blog.is/blog/eythora/entry/760736/

AK-72, 3.1.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband