11.1.2009 | 20:42
Opinn borgarafundur-Mánudagskvöldið kl. 20:00 í Háskólabíó
Nú er komið að næsta borgarafundi hjá okkur sem stöndum í þessu, og ætti þessi að verða áhugaverður. Fyrir það fyrsta skal nefna að Robert Wade sem skrifaði grein þar sem hann varaði við hruninu, síðastliðið sumar, mun vera einn af frummælendum og ég reikna fastlega með að það verði ansi áhugavert hvað hann hefur að segja. Einnig er örugglega einnig áhugavert að hlusta á Raffaellu Tenconi með sína sýn og Sigurbjörg hef ég séð í Silfrinu og lesið viðtal við hana þar sem hún talar um hvað sé mein stjórnsýslunnar hér.
Þó ætla ég að viðurkenna, að ég er persónulega mest spenntur fyrir ræðu hans Hebba vinar míns. Hann er búinn að vera að íhuga og vinna í þessari ræðu í lengri tíma þar sem hann ætlar að tala um samfélagssáttmálann og þrískiptingu valds, hluti sem hafa verið honum hugleiknir, eftir hrunið. Umræðuefnið er honum einnig mikið hjartans mál því líkt og mér, finnst honum samfélagið vera ónýtt á margan hátt því stoðirnar eru ekki bara fúnar, heldur er einnig grunnurinn ónýtur. Einnig verður myndband sem er nokkurskonar annáll borgarafunda sýnt, nokkuð sem hann hefur veirð að eyða degi sem nótt síðustu vikuna við að klippa.
Svo til að svara spurningum verðar formenn flokkana(þeir sem geta mætt), og Viðskiptaráð Íslands sem er sterkasti þrýstihópur hér á landi, því ef skoðað er hvað ríkistjórnir síðustu ára hafa samþykkt af þeirra kröfum, þá er það sláandi, eða um 90% af stefnumálum Viðskiptaráðsins, í tengslum við viðskipta- og fjármálalífið. Mæli með því svo að fólk mæti undirbúið með spurningar, ef það sé eitthvað ákveðið sem það er að velta fyrir sér í tengslum við alla þessa hluti.
En nóg um það, hérna er auglýsingin um fundinn og látið sem flesta áhugasama vita og vonandi mætið þið sem flest.
"Í Háskólabíó, mánudaginn 12. janúar kl 20-22.
Fundarefni
Íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar, spurt er hvað fór úrskeiðis og fjallað verður um hriplekt lagaumhverfi og veikar eftirlitsstofnanir.
Frummælendur
Robert Wade - prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics
Raffaella Tenconi - hagfræðingur hjá Straumi fjárfestingarbanka í London
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir - stjórnsýslufræðingur
Herbert Sveinbjörnsson - heimildamyndagerðarmaður og aðgerðarsinni
Auk þeirra hefur formönnum stjórnmálaflokkanna og Viðskiptaráði Íslands verið boðin þátttaka í pallborðsumræðunum.
Fyrirkomulag
Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga. Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.
Rétt er að taka fram að enskumælandi frummælendum verður gert kleift að svara spurningum sem bornar eru fram á íslensku með aðstoð túlks, og erindi þeirra og svör verða sömuleiðis þýdd á íslensku.
Spyrjum, hlustum og fræðumst.
Sýnum samstöðu og borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn."
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:54 | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hérna er grein Robert Wades sem hann skrifaði í Financial Times, ef fólk vill kynna sér hana.
Bendi svo á heimasíðu Borgarafunda www.borgarafundur.org ef þið viljið skoða myndir, horfa á myndbönd og fræðast meir um okkur. Þar er líka hægt að finna upplýsingar um bankareikning, ef einhver vill styðja við bakið á borgarafundunum. Við "atvinnumótmælendurnir" neyðumst nefnilega til þess að vera "síbetlandi skríll", til þess að halda þesu gangandi.
Vonandi sér maður sem flesta á morgun.
AK-72, 11.1.2009 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.